Morgunblaðið - 04.01.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.01.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1067. Bessi Bjarnason, Jón Júlíusson, Margrrét Guðmundsdóttir o« Snjólaug Guðjónsdóttir í hlutverk um sínum. Myndin er tekin á æfingu fyrir skömmu. Galdrakarlinn í Oz Barnaleikir Þjóðleikhússins í BYRJUN jan. frumsýnir Þjóð- leikhúsið barnaleikritið Galdra- karlinn í Oz eftir John Harryson, en leikurinn er byggður á sam- nefndri sögu eftir Fraruk Baum. Hulda Valtýsdóttir hefur þýtt leikinn, en Kristján frá Djúpa- laek þýðir ljóðin og hetfur auk þess bætt nokkrum ljóðum við í leikinh. Birgir Engiiberts gerir leikmyndir og er þetta frumraun hans á því sviði, en hann hetfur numið leikmyndagerð hjá Þjóð- leikhúsinu í sl. fjögur ár. Carl Billioh stjórnar hljómsveitinni og hefur auk þess samið nokkur af lögunum, sem sungin eru í leiknum. Leikstjóri er Klemenz Jónsson. Þeir, sem fara með helztu hlut- verkin í leiknum, eru: Margrét Guðmundsdóttir, Bessi Bjarna- son, Árni Tryggvason, Jón Júlí- Geldingaholti, 22. des. UNGMENNAFÉLAG Hruna- manna hefur að undanförnu æft enska gamanleikinn „Tengda- sonur óskast“ eftir William Douglas Home og var frumsýn- ingin í Félagsheimili Hrauna- manna að Flúðum 15. þ.m. Leikstjóri er Pétur Einarsson, en með hlutverkin, sem eru 8 fara: Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, Guðm. Ingimarsson, Guðrún Sveinsdóttir, Guðrún Magnús- dóttir, Jóhanna B. Ingólfsdóttir, Kjartan Helgason, Loftur Þor- steinsson og Katrín Ólafsdóttir. ' Þessi leiksýning hjá Hruna- mönnum tókst ágætlega, allir leikenda skiluðu hlutverkum sín- um vel og heildarsvipur sýning- arinnar góður, en þessi gaman- leikur krefst létts og fjörugs leiks. Aðalhlutverkið er leikið af usson, Svarrir Guðmundsson, Nína Sveinsdóttir, Bríet Héðins- dóttir og Valdimar Láruisson og fleiri. Auk þess kama fram í leiknum 15 börn úr Listdansskóla Þjóð- leikhússins og annast Fay Wern- er dansatriði í leiknum og semur dansana. Barnaleikritið Galdrakarlinn í Oz er létt og skemmtilegt barna ævintýri í 9 myndum, með mörg um söngvum og dönsurn. Margir munu kannast við samnetfnda kvikmynd, sem sýnd var hér fyrir allmörgum árum og lék hin þekkta kvikmyndaleikkona Judy Garland aðalhlutverkið í myndinni. Þar söng hún m. a. hið þekkta lag, „Ofar regnbogans gliti", sem margir munu kann- ast við og er eitt atf aðallögun- um í leiknum. Sigurbjörgu Hreiðarsdóttur, sem er sunnlenzkum leikhúsgestum að góðu kunn frá fyrri leiksýn- íngum Hrunamanna. Virtist mér leikur hennar í þessu mikla og erfiða hlutverki mjög góður, léttur og heilsteiptur frá upphafi til enda, en hún er á sviðinu nær allan leikinn. Hygg ég að Sigur- björg sé með fremstu leikkonum hér austanfjalls. Af öðrum leik- endum vakti leikur Kjartans Helgasonar, í ’litlu hlutverki sér- staka athygli, en hann hefur um árahil verið einn af beztu leik- urum Hrunamanna. Áhorfendur tóku leiknum mjög vel og voru leikstjóra og leikurum þökkuð ágæt frammi- staða með dynjandi lófataki og blómum í leikslok. Hrunamenn munu nú eftir áramótin sýna leikinn víðs veg- ar um Suðurland. — Jón. ÚR ÖLLUM ÁTTUM Þoka teppti flagsamgéngur SÍÐDEGIS á mánud. gerði mikla þoku í Reykjavík og nágrenni, og hafði það m.a. í för með sér að allar flugsamgöngur um Reykjavíkurfluigvöll og einnig um Kefl'avíkurflugvöll lögðust niður. Þegar þokan skall á munu nokkrar vélar hafa verið að búa sig undir lendingu á Reykjavík- urflugvelli, og tókst þeim að lenda smá saman eftir því sem rofaði til. Tvær flugvélar, önn- ur frá Flugsýn á leið frá Aust- fjörðum og flugvél frá Birni Páls syni á leið frá Blönduósi urðu að snúa við, svo og þurfti ein Loftleiða flugvél á leið ti'l ís- lands að lenda í Prestvík. „Litla gula hænan“ NÝLEGA er komin út hjá Rík- isútgáfu námsbóka ný útgáfa af Litlu, gulu hænunni. Að þessu sinni er bókin örlít- ið stytt af því að felldir hafa verið niður fáeinir þyngstu kafl- arnir, aðallega vísur og kvæði. Hins vegar eru hinar vinsælu sögur óbreyttar frá því, sem var i fyrri útgáfum. Vandað hefur verið til þessar- ar útgáfu bókarinnar eftir föng- um. Hún er prýdd fjölda lit- mynda eftir Baltasar og mó vænta, að þær falli hinum ungu lesendum vel í geð. Á kápu bókarinnar er minnzt sérstaklega höfundarins, hins ágæta skólamanns, Steingríms Arasonar. Litla, gula hænan hefur lengi notið mikilla vinsælda og vænt- ir útgefandi þess, að ekki dragi úr þeim, er bókin kemur út í nýjum búningi. p-^ninCTu annaðist Ríkisprent- smiðjan Gutenberg, en Litbrá hf. i piunaul. Guðrún Magnúsdóttir, Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, Katrín Ól- afsdóttir og Kjartan Helgason í hlutverkum sínum. Ungmennolélog Hnuiomannn sýnir „Tengdusonur óskast“ Sænskur vélsleði sýndur í Hveradölum NDKKRUM gestum var um hátíðarnar boðið að sjá og reyna nýtt farartæki, sem ætlað er til ferðalaga í snjó og ófærð; sænsk an snjósleða. Var hann reyndur upp við Skíðaskála í Hveradöl- um Snjósleðinn er frá fyrirtæk- inu A.B. Wester&smaskiner í Sví þjóð, en fyrirtækið hefur reynslu í framleiðslu snjóbíla. Snjósleði þessi nefnist „Sno-Tric SC-1“ og er gerður til að flytja 2 menn, en getur auk þess dregið allmik- inn farangur á sleða. Sleðarnir voru reyndir við mismunandi aðstæður á slétt- lendi og í brekkum, og vakti hæfni þeirra í brekkum sérstaka athygli, en sleðarnir fóru hik- laust upp allar helztu skíða- brekkurnar í nágrenni Skíðaskál ans. Ekki er þó ráðlegt að reyna að beygja eða snúa sleðunum í miklum bratta vegna velti- hættu. Á jafnsléttu eru sleðarnir mjög liprir í snúingum og viðbragðs- snöggir. Hámarkshraði þessara sleða er um 50 kólómetrar á klukkustund. Forstjóri Clóbus hf., Arni Gestsson, sem flytur þessa sleða inn gaf nokrar upplýsingar um sleðann. Kvað hann framleidd- ar tvær gerðir, SC-1 sem þarna var reyndur, og stærri gerði SC-2 Báðir sleðarnir eru búnir 10 hestafla loftklældum benzín- hreyfli en stærri sleðinn er hæg gengari, hámarkshraði um 40 kílómetrar. Drifbelti sleðanna er úr nylonstyrktu gúmmíi. Að- almunur sleðanna er sá að minni gerðin SC-1 er búinn 2 stýris- skíðum og einu drifbelti, en stærri gerðin er með einu stýr- isskíði og tveim beltum. Stærri gerðin er allmiklu þyngri veg- , um um 200 kg. og er vegna breiðari belta stöðugri. Þá er dráttarhæfni hans einnig mun meiri en litla sleðans. Stærri, sleðinn flytur auðveldlega 2 far- þega auk ökumanns, alls þrjá. Flothæfni beggja sleðanna er mjög mikil, þrýstingur þeirra á hvern fercm. er aðeins 0,03 kg. Árni Gestsson upplýsti að vél- sleðar þessir hefðu náð miklum vinsældum í Skandinavíu, og væri nú einnig farið að flytja þá vestur um haf til U.S.A. og Kanada. Erlendis eru þessir sleðar mikið notaðir sem sport- tæki en auk þess til ýmis konar eftirlits og þjónustu s.s. síma og raflínuviðgerða, læknis- og póstferða o.fl o.fl. Hér á landi hafa bændur sýnt mjög mikinn áhuga á þessum gerðum í snjóhéruð landsins. Árni upplýsti að lokum að toll- ar af þessúm tækjum væru þvi_ miður mjög háir eða 80% og hleypti þetta verði sleðanna mjög upp. Verð minni sleðans er um kr. 49.800 en stærri sleð- inn SC-2 kostar um kr. 66.400. Með sleðunum var sýndur léttur og þægilegur dráttarsleði fyrir 2 farþega. Sleði þessi er bátlaga og þannig útbúinn að hægt er að. tjalda yfir hann og loka honum algjörlega. Dráttarhæfni snjósleðanna vatr reynd með því að setja 2 far- þega í dráttarsleðann og 2 á snjó sleðann og reyndist sleðinn ráða allvel við þetta hlass á jafn- sléttu og í nokkrum bratta. Eins og áður er getið eru sleðarnir reimadrifnir og stjórnast hrað- inn af benzíngjöfinni og sé svo hratt ekið að ökumaðurinn falli af stöðvast sleðinn samstundis og bíður ökumanns síns. SNO-TRIC-vélsleðinn með sleða aftaní. Loftpressa - framkvæmdamenn Tökum að okkur sprengingar og fleygun í hús- grunnum og holræsum. Einnig allt múrbrot. Upplýsingar í síma 33544. Innheimtumaður Stórt heildsölufyrirtæki óskar eftir inn- heimtumanni, hið allra fyrsta. — Hentugt fyrir innheimtumann, sem getur bætt á sig frekari innheimtum, eða sem aukavinna fyrir mann, sem vinnur vakta- vinnu. Urnsóknir sendist í pósthólf 555 fyrir 8. janúar nk., merkt: „Innheimta“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.