Morgunblaðið - 04.01.1967, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967.
14
t
Sonur minn og bróðir okkar
Markús Guðjónsson
lózt af slysförum 28. des. sl.
Aðstandendur.
t
Eiginkona mín og móðir
okkar,
Margrét J. Gísladóttir.
frá Þórustöðum I Bitru,
Brekkubraut 17, Akranesi,
andaðist á sjúkrahúsí Akra-
ness, þann 31. des. 1966.
Guðjón Ólafsson,
börn og tengdabörn.
t
Konan mín, móðir okkar,
tengdamóðir, og amma,
Unnur Guðmundsdóttir
frá Dæli, Fnjóskadal,
til heimilis Álfheimum 66,
Reykjavík lézt á Borgarsjúkra
húsinu aðfaranótt 3. janúar.
Kristinn Ámason,
Jórunn Kristinsdóttir,
Aðalbjörn Kristbjarnarson,
Sigurlaug Kristinsdóttir,
Einar Eggertsson,
Hugrún Kristinsdóttir,
Halldór Briem,
og bamabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
Guðrún Jensína
Halldórsdóttir
Þórsgötu 10,
verður jarðsungin frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 5.
þ. m. kl. 10,30 f.h.
Athöfninni verður útvarpað.
Þórey Þorkelsdóttir,
Guðmundur Ilalldórsson,
Ólafur Þorkelsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir,
barnaböm og
barnabarnabörn.
t
Hjartkær eiginmaður minn
og faðir okkar,
Guðmundur Sveinsson
bifreiðastjóri,
sem andaðist að heimili sínu,
Þórustíg 13, Ytri-Njarðvik,
31. des. verður jarðsunginn
frá Þjóðkirkjunni Hafnarfirði,
fimmtudaginn 5. jan. kl. 2 e.h.
Anna Elísdóttir og börn.
t
Jarðarför eiginkonu minnar
Fríðu Bjarnason
fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 5. jan. kl. 13,30.
Árni Eiríksson.
t
Minningarathöfn um systur
mína og fósturmóður,
Guðlaugu Jónsdóttur
frá Brennistöðum,
Mýrarsýslu, Sólvallagötu 66,
er andaðist á Borgarsjúkrahús
inu 27. des. sl. fer fram frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn
5. jan. nk. kl. 10,30 f.h. Jarð-
sett verður að Borg á Mýrum
laugardaginn 7. jan. 1967
kl. 2 e.h.
Stefán Jónsson,
Pálmi Eyþórsson.
t
Bróðir okkar,
Jakob Guðmundsson
er andaðist í Borgarspítalan-
um 31. des. sL verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju
föstudaginn 6. janúar kL 3 e.h.
Magnea Sæmundsson,
Þórarinn Guðmundsson,
Guðmundur Guðmundsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát
og útför
Svanhildar Þorsteinsdóttur
Þorsteinn Sæmundsson,
Stefán Sæmundsson,
Erlingur Þorsteinsson.
t
Innilegar þakkir færi ég 611-
um þeim, sem auðsýndu mér
samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför mannsins
míns,
Þorsteins Jakobssonar
tryggingamanns.
Fyrir mína hönd og annarra
vandamanna.
Ragnhildur Jónsdóttir.
t
Innilegt þakklæti fyrir auð-
sýnda samúð við andlát og
jarðarför
Ottós Hannessonar
Magnúsína Friðriksdóttir,
Hannes Hannesson og systkini.
Guðbjörg Árnadóttir
Minningarorð
GUÐBJÖRG Árnadóttir fæddist
á Eyrai'bakka 9. júní 1®84. For-
eldrar hennar voru Árni Þor-
varðsson járnsmiður og kona
hans Ingilbjörg Gúðmundsdóttir.
Þau eignuðust fjórar dætur, og
var Guðbjörr þeirra yngst. Ein
þeirra er enn á Mfi, Sigríður
gift Almar Norman. Þau búa
í Silfurtúni, GarðahreppL
Þegar Guðlbjörg var á öðru ári
var henni komið í fóstur til
ömmu sinnar Önnu Sigurðardótt-
ur, sem þá bjó á Syðri-Hömrum
í Holtum í Rangárvallasýslu á-
samt Tómasi Vigfiússyni fóstur-
syni sínum. Tómas tók Guðbjörgu
að sér, ,'>egar ömmu hennar naut
ekki lengur við. Minntist hiún
jafnan ömmu sinnar og fóstra
með miklu þakklæti og innileik,
og elsta son sinn lét bún heita
eftir honum. Á Syðri-Hömrum
var Guðibjörg 1896, þegar jarð-
skjálftarnir miklu dundu yfir.
Þetta voru harðinda tiímar eins
og allir vita, einhverjin þeir
verstu, sem yfir landið hafa
gengið, aflefðingar eldgosa, ísa-
laga og jarðskjálfta. Fólk leitaði
jafnvel í aðrar heimsálfur eftir
betri afkomu.
Foreldrar Guðlbjargar höfðu
flutt til Norðfjarðar sennilega í
von um betri afkomu. Á Aust-
fjörðum var um þetta leyti
gróskumeira atvinnulíf en ann-
ars staðar á landinu vegna mik-
illar síldveiði. Guðlbjörg fluttist
austur á Norðfjörð til foreldra
sinna, Iþegar hún var 13. ára.
Um skólgöngu var ekki að
ræða á þessum árum fyrir ungl-
inga. Þeir urðu að sjá um sig
sjálfir strax eftir fermingu og
sumir fyrr. En það þótti kostur
áð koma þeim fyrir á myndar-
legum sveitaheimilum, því þar
gætu þeir lært ýmislegt, sem
síðar mátti verða þeim að gagni
í Mfinu. Guðbjörg vandist því
snemma ýmsum störfum til sjáv-
ar og sveita. Hún dvaldi um
skeið bæði á Egilsstöðum og
Dvergasteini. Á þessum slóðum
bar fyrst saman fundum þeirra
Vigfúsar Sigurðssonar, sem þá
var þar póstur. Þau fluttust til
Reykjavíkur og giftu sig þar 21.
febr. 1906.
Þau bjuggu fyrst í Reykjavík,
en Siiðan um skeið á Brekku á
Álftanesi. Þar áttu þau heima,
þegar Vigfiús fór í hinn fræga
Grænlandsleiðangur með J. P.
Kodh 1912—1913. Þá flutti Guð-
björg til Reykjavíkur og dvaldi
þar meðan Vigfiús var á Græn-
landL
Árið 1915 gerðist Vigfús vita-
vörður á Reykjanesi og var það
Þórunn Kristjáns-
dóttir — Kveðja
F. 12/8 1880 — D. 22/11 1966.
KVEÐJA
Með klökkum hug á kveðjustund
ég kyssi minning þína.
Þú bauðst mér varma
vinarmund,
það vermdi sálu mína.
Og faðminn blíðan breiddir þú
mót barni mínu kæra.
í vinarhug — í von og trú —
þér vil ég þakkir færa.
í ættarhóp er höggvið skarð,
því hrynja tár um vanga.
Að kveðja mæta móður varð
svo mörgum erfið ganga
og vinafjöld og frændalið
þér „fylgja“ — þakka og sakna,
því langa tryggð um lífsins svið
þú lézt af hjarta rakna.
Þú áttir hressa hetjulund,
og höfðingssinni barstu,
er sæmdi hverri hefðarhrund —
svo hlý og gjöful varstu.
Þú góðvild þinni gladdir mig
þá geymi ég ósk í hjarta
að Guð um eilífð gleðji þig
við geisla dýrðar bjarta.
Ingibjörg Sumarliðadóttir.
Alaír (NTB-AFP).
Brezhnev, aðalritari sovézka
kommúnistaflokksins, mun á
næstunni beimsækja Alsír í boði
forsætisráðherrans, Houari Bou-
medienne, að sögn sovézka sendi
herrans í Alsír. Heimsóknartím-
inn hefur enn ekki verið ákvéð-
inn.
Hafnfirðingar.
Hjartans þakkir færi ég ykk
ur fyrir alla þá vinsemd, sem
þið hafið sýnt mér síðan ég
flutti í Hafnarfjörð. Allar gjaf
ir og aðstoð mér og fjölskyldu
minni til handa á liðnum ár-
um. Sérstaklega þakka ég síra
Garðari Þorsteinasyni, pró-
fasti og öðrum þeim aðilum,
sem buðu mér til Svíþjóðar á
sl. hausti til sjúkraþjálfunar
og limakaupa. — Allan þann
höfðingsskap þakka ég hjart
anlega og bið Guð að blessa
ykkur ÖIL
Sigurður Steinþórsson,
Selvogsgötu 24, Hafnarfirði.
t
Við þökkum vináttu og
samúð, vegna fráfalls föður
okkar, tengdaföður og afa,
Halldórs Kr.
Þorsteinsonar
skipstjóra, Háteig.
Dætur, tengdasynir
og barnabörn.
t
Alúðarþakkir til allra er
sýndu mér samúð og vináttu
við fráfall eiginkonu minnar,
Kristjönu Bjarnadóttur
Guð blessi ykkur öll.
Sigurður Sigmundsson,
Syðra-LangholtL
Öllum hinum mörgu vinum
okkar nær og fjær, sem hugs-
að hafa hlýtt til okkar og veitt
okkur margvíslega hjálp á iiðn
um árum þökkum við af al-
hug. — Blessunaróskir okkar
til ykkar allra, vinir, á nýja
árinu.
Guðrún og
Sigurjón H. Sigurðsson,
Teig, AkranesL
um 10 ára skeið. Guðbjörg og
Vigfús bjuggu við mikla rausn
á Reykjanesi þrátt fyrir Mtili
efni. Þau héldu heimiliskennara
á sinn kostnað. Slíkt tíðkaðist þá
ekki nema á efnaðri heimilum.
Gestakoma var mikil, því að
ferðamenn áttu þar oft leið um
til að sjá vitann, sem þótti r.ið
mesta mannvirki. Einnig kom
fyrir að bjarga þurfti mönnum
í sjávarháska, hýsa þá og fæða.
Eitt sinn sökk þýzkur togari, ea
mannbjörg var. Vigfús átti mik-
inn hlut í þeirri björgun og blaut
þakkir og viðurkenningu þýzku
ríkisstjórnarinnar fyrir. En mikill
hefur Mka verið hlutur húsmóð-
urinnar: fyrst a'ð sjá um að færð
væri heit næring á björgunar-
stað, síðan að undirbúa gistingu,
þurran fatnað og mat handa heilli
skipshöfn.
Vigfús og Guðbjörg fluttust til
Reykjav'íkur 1925 og áttu þar
heima eftir það.
Þau eignuðust 8 börn, sem öll
eru á lífi: Tómas giftur Katrínu
fædd Nprgárd, Gunnlþóra ógift,
Ólafur giftur Þóru Jónsdóttur,
Anna ógift, Svanhildur gift Ing-
ólfi Geirdaþ Sigurður Árni ógift-
ur, Auður gift Jónasi Þórðarsyni
og Jóhann giftur Margréti Sigur-
jónsdóttur. BarnaJbörn eru 17 og
Guðbjörg lífði það að eignast 3
barnabarnabörn.
Eftir að Guðbjörg fluttist til
Reykjavíkur hafði hún nokkur
afskipti af félagsmálum var t.d.
í Góðtemplarareglunni og vann
af dugna'ði að þeim málum með-
an henni entist heilsa.
Ég kynntist ekki Guðbjörgu
fyrr en hún var komin á sextug9
aldur. Ung mun hún hafa venð
fríð kona. Það sem mér fannst
setja mestan svip á andlitið var
hátt og fallegt enni. Hún mun
hafa verið þrekvaxin alla táð og
steig fast til jarðar eins og tátt
er um skapmikið fólk. Miðað við
sína kynslóð hefur hún verið
meðal kvenmaður á hæð og vel
það. Ef ég ætti að segja tiil hvera
mér hefði fundist Guðbjörg bezt
fallin, þá var það til að standa
fyrir miklu gestalboði. Hún naut
sín 'vel innan um fólk og hafði
yndi af að veita af rausn. Hún
hafði djarfa framkomu. Auð-
mýkt átti hún ekki gagnvart
mönnum, nema lítilmagnanum,
En hún átti auðmjúkt hjarta
gagnvart þeim guðg sem henni
var kennt að trúa og treysta,
þegar hún var barn. Hún trúði
líka á endurfundi við Mtna ást-
vini. Hún taldi sig engu þurfa að
kvíða þó að hennar líf hefði ekki
verið brestalaust fremur en ann-
arra daúðlegra manna. Litið
barnabarn hennar, sem oft svaf
hjá ömmu sinni, sagði við mig:
„Eg lærði allar bænir rnínar hjá
henni ömmu. En hún flíkaði
þessu Mtt við aðra. Síðustu stund
irnar var henni mest hugsað til
yngstu niðjanna og áminnti okk-
ur, sem eldri voru, um að hlúa
að þeim. Þannig bað hún fyrir
því lífi, sem hún sjálf var að
kveðja.
Guðbjörg virtist ern og við
sæmilega heilsu þar til fyrir
rúmu ári, að vart varð illkynjaðs
meins, sem fjarlægja varð með
mikillli aðgerð. Hlún virtist fá all-
góðan bata um skeið- En þegar
líða tók á sumarið fór henni að
þyngja aftur. Hún lagðist á
s'júkrahús í haust og komst ekki
á fætur eftir það. Síðustu vik-
urnar lá hún á sjúkradeild Hrafa
istu og þar andaðist hún aðfara-
nótt annars jóladags á 83. aldur*
árL
I. G,