Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.01.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MlÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1967. 15 Hermann J. Thorsteinsson Fæddur 3. jan. 1898 Dáinn 6. dess. 1966 Fötmál dauðans sérhvert sinn, særir hópinn vina. Ertu horfinn Hermann minn, íheim í eilífðina. Minning eina á ég nú, yfir farnar slóðir. Er saman unnum ég og þú, alltaf vinir góðir. í>ó við ættum erfitt fneð, eeðimörgu að sinna. Þitt var jafnan glaðvært geð, og gott með þér að vinna. Þá var allt með öðrum blæ, en um þessar mundir. Þér ég núna þakkað fæ, þínar glöðu stundir. Hafðir sanna og hreina trú, heims frá leystur pínum. Lausnarinn þig leiðir nú, í líknararmi sínum. Þinnar æfi er sigin sól, svona burt án tafar. Lifðu heill um heilög jól, hinumegin grafar. Angantýr Jónsson. Vöruskiptajöfnuður í nóv. var hagstæður HAGSTOFA Islands hefur sent írá sér bráðabirgðatölur fyrir Éyrstu 11 mánuði ársins yfir Verðmæti innflutnings og út- flutnings. Samkvæmt tölunum er vöruskiptajöfnuðurinn óhag- Btæður um 1008 millj. 122 þús. kr., en var á sama tíma í fyrra óhagstæður um 445 millj. 362 þúsund krónur. Útfutningur í fyrra nam 4723 millj. 510 þús. kr., en í ár 5102 millj. 940 þús. kr. Innfliutningur í fyrra nam 5168 ínillj. 872 þús. kr., en nú 6111 millj. 62 þús. kr. Meðtaldar í töl unum um innflutning eru tölur um innflutt skip og flugvélar. Þær tölur námu í fyrra 467 millj. 960 þús. kr., en nema nú 388 millj. 680 þús. kr. í nóvember nam innflutningur nú 553 millj. 734 þús., en á sama tíma í fyrra 516 millj. 360 þús. kr., en útflútningur nú 656 millj. 124 þús.' kr., en í nóv. í fyrra 518 millj. 726 þús. kr. Vöruskiptajöfnuður í nóvem- bermánuði einum er því hag- stæður um 2 millj. 390 þús. kr. en var á sama tíma í fyrra hag- stæður um 2 millj. 366 þús. kr. Alþjóðaráðstefna kommúnista í ár ,,Izvestia" segir hana munu verða haldna, og erlendir fréttaritarar í Moskvu telja, að svo verði Moskva, 2. janúar — NTB MÁLGAGN sovézku stjórnarinn »r, „Izvestia", lét að því liggja fi dag, að á þessu ári yrði hald- inn alþjóðafundur leiðtoga kommúnistaríkja. 1 frásögn blaðsins var birtur listi yfir höf Uðborgir kommúnistarikjanna, en á þann lista vantaði nöfnin Feking, Tirana og Belgrad. Greinarhöfundur, A. Matve- jev, segir, að komin sé fram um það krafa í mörgum þeirra ríkja sem tekið hafa upp stjórnar- bætti kommúnista, að kommún- fetar taki höndum saman í bar- ítttunni gegn heimsvaldasinnum. ®egir Matvejev, að gott sé að ihafa í huga þessa kröfu, þegar menn láti hugann reika að því, sem kann að eiga sér stað í beimi kommúnista á nýja árinu. Erlendir fréttaritarar 1 Moskvu-segja, að á því leiki eng inn vafi, að ráðstefna sú, sem *tð ofan er vikið, verði haldin í ár. Enn er þó talinn leika á því vafi, hvort til ráðstefnunnar Hópfargjöld lækka hjá Pan Hinn 1. janúar s.l. gengu í gildi hjá PAN AMERICAN ný „IT“ fargjöld á flugleiðinni milli ís- iands og New York. Þessi far- gjöld eru fyrir minnst 15 manna hópa. Fargjaldið er kr. 6588.00 fyrir báðar leiðir. „IT fargjöld- in á þessari flugleið voru áður kr. 7234.00 en þau voru háð ýsmsum skilyrðum. T. d. voru þau nðeins í gildi vissa daga vikunn- ar, en þessi nýju fargjöld gilda «lia daga vikunnar og svo til «dlt árið. Þessi fargjöld geta að- •ins Ferðaskrifstofurnar selt, og *kal fargjaldið vera hluti af heildarverði „IT“ ferðar. verður boðið öðrum Ieiðtogum kommúnista en þeim, sem með völd fara í heimlöndum sínum. Fegurðardrottning heimsins fyrir árið 1966, hin indverska Reita Faria er um þessar mundir í Suður-Víetnam. Hér -sést hún í hópi ákafra rit handasafnara, í Can Ranh herstöðinni. Góiæri í Kína Tókíó, 3. janúar (AP) FRÉTTASTOFAN Nýja Kína í Peking skýrði í dag frá því að árið 1966 hafl verið mikið hag- sældarár, og að miklar framfarir hafi orðið á flestum sviðum fram leiðslunnar. Þetta var þriðja ár yfirstand- andi fimm ára áætlunar, og fór framleiðslan yfirleitt fram úr á- ætlun. Þakkar fréttastofan hugs- unum Mao Tse-tungs og „menn- ingarbyltingunni“ góða efna- hagsafkomu á árinu. Engar tölur eru toirtar í sam- bandi við þessa ársskýrslu, en sagt að iðna'ðarframleiðslan hafi verið 20% meiri en á árinu 1965. Þrátt fyrir þurrka varð korn og baðmullaruppskeran sú mesta, sem komið hefur í sögu Kína. Einnig hafa orðið stórstígar fram farir á sviði tækni og vísinda, og Hægri umferð í undirbúningi MORGUNBLAÐINU barst í gær fréttatilkynning frá framkvæmda nefnd hægri umferðar, en eins og kunnugt er hefur Alþingi samþykkt lög um að komið skuli á hægri handar umferð annað vor. Fréttatilkynningin er svo- hljóðandi: „Eins og kunnugt er sam- þykkti síðasta Alþingi lög um hægri handar umferð. Samkvæmt þeim á að taka upp hægri umferð á íslandi vorið 1968. Undirbúningur er nú hafinn að þeirri breytingu og hefur Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar nú opnað skrifstofu að Sóleyjargötu 17, og annast Bene- dikt Gunnarsson tæknifræðingur, sem nefndin hefur ráðið fyrir framkvæmdastjóra, daglegan rekstur hennar. í höfuðatriðum verður verk- svið nefndarinnar að fjalla um breytingar, sem nauðsynlegt er að framkvæma á bifreiðum, breytingar á gatna- og vegakerf- inu, þar með taldar breytingar á umferðarljósum og umferðar merkjum, og fræðsla og upp- lýsingastarfsemi til þess að koma í veg fyrir umferðarslys í sam- bandi við breytingu á uroferð- inni. I Sviþjóð heifur, eins og kunn ugt er, verið áfcveðið að hægri urnferð verði tekin upp þar í landi sunnudaginn 3. sept. 1967. Til þess að kynna sér allan undirbúning þar hefur íslenzka framkvæmdanefndin farið til Stokkhólms ásamt framfcvæmda- stjóra sínum. Hefur framkvæmda nefndin í Svíþjóð látið íslenzku nefndinni í té margvíslegar upp- lýsingar og aðstoð, sem mjög auð velda allan undirbúning hér og má vænta þess að hið mikla starf, sem þegar hefur verið unn ið þar að undirbúningi umferðar breytingarinnar muni mjög auð- velda undirbúninginn hér á landi. Mun íslenzka framkvæmda nefndin leggja áherzlu á að fylgjast sem bezt með öllu und irbúningsstarfi í Svíþjóð og færa sér í nyt eftir föngum þá vinnu, sem þar er af hendi leyst, enda þótt augljóst sé að aðstæður séu að mörgu leyti ólíkar í löndun- um. Framkvæmdanefnd hægri um ferðar vonar að sem fyrst komizt á náin og góð samvinna við alla þá fjölmörgu aðila. í landinu, sem breytingin úr vinstri í hægri um- ferð snertir á einn eða annan hátt og mun í því sambandi snúa sér bráðlega til ýmissa samtaka og félagsheilda, sem sérstaklega má ætla að láti málið til sín taka. Framkvæmdanefnd hægri um- ferðar skipa: Valgarð Briem hdl. formaður; Einar B. Pálsson, verk fræðingur; Kjartan Jöhannsson, læknir.“ bendir fréttastofan í því sam- bandi á að sprengdar hafi verið þrjár kjarnorkusprengjur á ái> inu. „ALlar þessar framfarir eru nýir sigrar fyrir hugsanir Mao Tse-tungs“, segir fréttastofan, „og fyrir afrek hinnar miklu menningarbyltingar alþýðunn- ar“. Súkarnó skýringu gefur Djakarta, 3. janúar. AP. ADAM Malik, utanríkisráðherra Indónesiu skýrði fréttamönnum frá þvi i dag, að Súkarnó for- seti hefði fallizt á að gefa þjóð- þinginu skýringu í sambandi við misheppnuðu kommúnistaupp- reisnina í landinu í fyrra. Malik skýrði frá þessu eftir að hann og æðstu menn þinsins og hersins höfðu setið á 3ja klukkustunda fundi með Sú- karnó. Súharto ihershöfðingi sagði að á fundi þessum hefði vandamálið að endingu verið leyst. Síðustu daga hefur orðrómur verið uppi um að Súkarnó hafi hótað að segja af sér, ef ekki yrði gengið að kröfum hans um toreytingar á stjórn landsins. Hann hefur lengi þverskallazt við kröfu þingsins um að hann gæfi því skýringu á uppreisninni og þætti hans í henni. 1 síðustu viku var gefin út yfirlýsing um að hver sá sem óhlýðnaðist skipun- um þingsins skyldi sæta þungri refsingu. Eftir þessa yfirlýsingu hafa fyrrnefndir aðilar átt 6 fundi með Súkarnó til að reyna að komast að samkomulagi, en ekfci tekizt fyrr en nú. Hvað heitir bókin ? UM JÓLIN komu margar bækur á jólamarkaðinn. Það var því nökkur vandí að velja bók í jóla- gjöf. Þessar fáu línur eru ritaðar til þess að benda á eirna bók, sem er örugglega hollur og skemmtileg- ur lestur fyrir unglinga Það er bófcin Bítlar eða Bláklukkur eftir hjónin Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson, sem eru bæði kennarar í Reykjavík og hafa mikla reynslu í starfi sínu. Þau hafa skrifað margar bækur og hlotið sérstakar vinsældir. Bítlar og Bláklukkur er bók, sem snertir nútímann. Þar sjáum við unglingana eins og þeir koma fyrir sjónir í dag. Það er fjall- að um vandamálin og það birtist leið fram úr vandanum. Lýs- ingin á atvikum er lifandi, frá- sögnin létt og lipur, og jafnan ný og ný viðhorf, svo að lesand- inn kynnist lífi unga fólksins í mörgum myndum. Mest gildi hefir bókin vegna þess, að hún fjallar raunhæft og jáfcvætt um lífsstefnuna, sem hver ungur maður verður að taka afstöðu til. Það er hið kristilega sjónarmið sem ræður. Ég vil þakka rithöfundunum ágæta bók og þann skerf, sem þau hérmeð leggja til hinnar kristilegu æskulýðsstarfsemi. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til sumarbúðanna við Vestmannsvatn. Akureyri, 14. des. 1986 • Pétur Sigurgeirsson. Starlsmaður S.Þ. grunaður um njósnlr New York, 30. des. AP. TÉKKNESKUR starfsmaður hjá framkvæmdaráði Sameinuðu þjóðanna er grunaður um njósn- ir, að því er upplýst var í aðal- stöðvum SÞ á föstudag s.l. Tékk inn bar fram kvartanir sínar við U Thant, þegar honum varð ljóst, að hann var undir eftir- liti Bandaríkjastjórnar. Skýrslur herma, að Tékkinn hafi verið settur undir eftirlit, þegar hann ryndi að fá upplýs- ingar frá rannsóknarstofnun vís- inda og hernðar. Talsmaður hjá SÞ sagði, að málið væri í hönd- um U Thant. Talsmaður þessi neitaði að gefa upp nafn manns- ins, en sagði, að hann væri ekki í byggingu SÞ sem stæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.