Morgunblaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, 3 ÞEGAR kanadiska rann- sóknaskipið Hudson kom til Islands um daginn hittust tveir góðir vinir sem aldrei höfðu sézt. Þeir hafa oft rabbað saman á þessu rúma ári sem liðið er síðan þeir kynntust en aldrei heyrt rödd hvors annars fyrr. Þeir eiga stóran hóp af sameiginlegum vinum um allan heim sem þeir hafa oft rabbað við, en aldrei séð. Annar heitir Fred Webb og er loftskeytamaður á Hudson, hinn er Ólafur Björnsson, loft skeytamaður á togaranum Narfa. — Þegar við „töluðum" Þegar gamlir kunningjar hittast í fyrsta skipti m-enn. Og þá byrjar maður auðvitað á þvi að biðja um stefnumót. Eg hef mœlt mér mót við tvær stúlkur. Aðra ætiaði ég að hitta í Rotter- dam en hina í New Yoirk. Því miður er okkar ferðaáætlun ' ekki samin með tilliti til þess að loftskeytamaðurinn geti komizt á steínumót, svo að ég varð af þeim báðum, en kannske seinna .... — Hvernig vék því við að fyrst saman var ég loftskeyta maður á rannsóknaskipinu Baffin, segir Fred. Ég vissi ekki við hvern ég „talaði" þá þvi að ég hafði ekki „kynnzt“ Óla fyrr. En ég vissi vel hver hann var, hafði oft heyrt tal- að um hann því að hann er frægur uim allt Norður-Atl- antshaf fyrir hæfni sína. — Tjara, segir Óli og Fred brosir . — Óli er ekki aðeins af- bragðs loftskeytamaður, hann er líka sérfræðingur þegar is Ólafur Björnsson við loft- skeytatæki sin .... eða óveður eru annars vegar. — Tjara. — Hvernig er að eiga kunn ingja, sem maður hefur aldrei séð? — O, það er ósköp notö- legt. Við höfum oft ekki ann- að að gera en rabba saman þegar við erum úti á hafi, og þá er gaman að skiptast á upplýsingum. — Hvaða hugmyndir gerið þið ykkur um þessa menn, sem þið eruð að „tala“ við, útlit þeirra og fas? — Það er nokkuð misjafnt. Við höfum ekki mikið að ganga útfrá nema höndina. — Höndina? — Já, engir tveir loft- skeytamann hafa eins hönd. Við tölum alltaf saman með morse-lyklunum og ástláittur- inn er eins ólíkur og raddir manna. Ef ég til dæmis kem inn í samtal hjá Fred og ein- hverjum öðrum, þá veit ég strax hverjir eru að tala sam- an þótt þeir hafi ekki kynnt sig. — Hvernig farið þið af ef þið ekki skiljið mál þeirra, sem þið þurfið að hafa sam- band við? — Þá er oftast lítið um létt- ar samræður, en við notum alþjóðlegt merkjakerfi sem þýðir það sama hjá öllum þjóð um. Þannig get ég til dæmis vel talað við japana eða kin- verja ef því væri að skipta, þófct ég skilji ekki orð í mál- inu, og þeir ekki mína ensku. Kerfið hinsvegar tekur ekki yfir nema nauðsynlegar upp- lýsingar og viðræður milli tveggja skipa. Það er ekkert til sem gerir loftskeytamönn- um kleift að rabba í léttum dúr. — Hvernig er það með ykk- ur á rannsóknarskipunum Fred, þið eruð oft lengi úti í einu, er það ekki? — Jú, fjári lengi stundum. Það kemur oft fyrir að við liggjum á sama stað í nokkra daga, úti á reginhafi Og þeg- ar skip fara framhjá okkur er alltaf rokið í loftskeytatæk in til þess að „snakka". Oft- ast er byrjað á því að bjóða okkur aðstoð því að menn skilja ekki í því að nokkrum skuli detta í hug að hanga þarna sjálfviljugir. Telja víst að eitthvað sé bilað. — Er það ekki líka frekar leiðigjarnt? — Stundum. Og þá er alltaf gaman að rabba við kvenfólk. — Hafið þið kvenfólk um borð? — Nei, svo gott er það nú ekki. En á norsku skipunum eru konur oft loftskeyta- ÍSTAKSTEINAR í öðrum heimi Framsóknarmönnum þyklr veruleikinn óþægilegur, þeir hafa kosið að búa sér til aJlt aðra mynd af ástandi mála i þessu landi en blasir við þeim og í þennan draumaheim sækja þeir æ meir huggun harmi gegn, vegna þess að um 8 ára skeið hafa þeir engin áhrif haft á stjórn landsins og sú uggvænlega hugsun skýtur aftur og aftur upp hjá helztu forystumönnum Framsóknarfiokksins, að pólitísk eyðimerkurganga þeirra eigi enn eftir að verða löng. Þetta kemur ljóslega fram í forystu- grein Timans í gær en þar segir, að „Island sé nú mesta haftaland ið vestan tjalds í Evrópu. Þessi miklu höft hvila nú eins og dauð hönd á framtaki lang- flestra einstaklinga í landinu". Slík skrif á áttunda ári eina mesta samfellda nmbóta- og framfaratímabils, sem islenzka þjóðin hefur þekkt í sögu sinni, benda óhjákvæmilega tii þess, að þeir sem slíku halda fram lifi í öðrum heimi og forðist ad horfast í augu við veruleikann. Nýtt þjóðíélag SJÖVA býður yður: Nýja húftryggingu vegna bifreiðar yðar, að vísu að sumu leyti takmarkaðri en eldri húf- trygging. í tryggingu þessari felst: brunatrygging, þjófnaðartrygging, trygg- ing á rúðum og einnig er bifreiðin tryggð fyrir flutningi vegna bilana. Með þessari tryggingu er ætlun vor að koma til móts við viðskiptavini er telja sér ekki henta venjuleg húftrygging. Iðgjald af þess- ari tryggingu er lítið brot af því gjaldi sem krafizt er fyrir eldri húftryggingu. Nánari upplýsingar um tryggingu þessa eru veittar í bifreiðadeild vorri að Laugavegi 176 eða í síma 11700. aqíslands! .... og Fred Webb við sín. þið hittust núna? — Ég vissi að Fred var á Hudson, svo að ég var búinn að ákveða að heimsækja hann. Svo hitti ég annan af áíhöfn- inni, Jack Bruee. Aumingja Jack hafði farið til Reykja- víkur til að fá sér sjúss, á miðvikudagiskvölidi. Og frek- ar en iáta hann belgja sig út af pilsner tók ég hann með heim og við fórum svo að hitta Fred. — Hvað skeður niú þegar gamlir kunningjar hittast í fyrsta skipti? — Það er glaumur, drengur, glaumur og gaman. Þeir menn, sem halda því fram að ísland sú nú „mesta haftaland“ í Evrópn eru furðu blindir á staðreyndir. Innflutn- ingsfrelsi er nú svo tii algjört en á tímum vinstri stjórnarinn- ar var ekki einhlítt að hafa afl- að leyfis til innfiutnings á vöru, því að oftar en hitt var enginn gjaldeyrir fyrir hendi. Fjárfest- ingarhöft hafa verið afnumin og sú kenning Framsóknarmanna, að lánsfjárhöft hafi komið í stað inn fæst engan veginn staðist, þegar litið er til þeirrar gífnr- legn útlánaaukningar og stór- bættu stofnlánaaðstöðu atvinnu- veganna, sem orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það hef nr alltaf legið fyrir, að IslanJ er ennþá tiltölulega fjármagns- snautt land, enda er það ekki fyrr en á síðustu áratugum, sem veruleg atvinnuuppbygging hef- ur hafizt í landinu. En einkenni- legt er, að þeir sem mest tala um fjármagnsskortinn skuli bregðast hinir verstu við, þegar erlends fjármagns er aflað tH uppbyggingar atvinnufyrirtækja í landinu. Öflugt einkaframtak Spyrja má einnig hvort hinn myndarlegi fiskiskipafloti, sem komið hefur til iandsins á þess um árum fyrir dugnað og áræði sjómanna og útgerðarmanna bendi til þess að „dauð hönd“ hvíli á framtaki einstaklingana í landinu. Sú spurning á einnig við um hinn þróttmikla sildar- iðnað, sem risið hefur upp, um þær miklu framkvæmdir sem orðið hafa í sveitum landsins og almenna atvinnuuppbyggingu í sjávarplássunum. Framsóknar- men grípa tii þess ráðs að segja að dregið hafi úr íbúðarbygging um siðustu árin og sé það merkl þeirrar „dauðu handar** sem hvíli á framtaki einstaklinganna Staðreyndin er hins vegar sú, að íbúðarbyggingar hafa verið gíf- urlega miklar á þessu tímabill og sem sézt bezt á því að á sL ári var úthlutað lóðum undir 1272 íbúðir í Reykjavík einni og er þá ekki tekið tillit til bygg- ingarstarfseminnar annars stað- ar á landinu. Við lifum í nýju, kröftugu og þróttmiklu þjóð- félagi, umbótastarfsemi ríkis- stjórnarinnar hefur leyst úr læð ingi dugnað og áræði fólksins með þeim árangri, að lifskjör tslendinga hafa tekið miklum breytingum á tæpum áratug. Þeir sem halda öðru fram lifa í lokuðum draumaheimi, úr öllum tengslum við veruleikann og það ævintýri sem hefur verið að ger ast í þessu landi á síðustu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.