Morgunblaðið - 28.01.1967, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.01.1967, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, Tvö 550 lesta stálskip smíðuð á Akureyri STÆRSTA skip sem smiðað hefur verið á íslandi er nú í ■míðum í Siippstöðinni hf. á Akureyri. Það verður hér um bil fimm hundruð og fimm- tíu lestir og er nú unnið við að byrða það í hinu nýja og greysistóra skipasmíðahúsi Slipp stöðvarinnar sem gnaefir yfir önnur hús á Oddeyri. Skipið er smíðað fyrir Eld- borgu hf. í Hafnarfirði og á að vera tilbúið á næsta sumri. Vél ar og tæki í skipið eru væntan- leg nú um mánaðamótin en ekki er ákveðið enn hvenær það hleypur af stokkunum. Það verður með yfirbyggðu (tvö- Stálskipið á stokkunum. (Ljósm. Sv. P.) HEIMDALLUR FUS Kynnisferó N.k. mánudagskvöld efnir Heimdallur til kynnisferðar í Alþingi undir leiðsögn Jóhanns Hafstein, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Mun Jóhann tala um sögu Alþingis og sýna þátttak- endum húsakynni þess. Fariðverður frá Valhöll v/Suðurgötu kl. 8.15. Æskilegt væri að þátttakendur tilkynntu þátttöku í síma 17102 nk. mánudag. STJÓRNIN. í þessu húsi eru skipin smíðuð. földu) þilfari. Jafnframt er nú verið að und- irbúa smíði á öðru skipi sem verður alveg sömu stærðar og gerðar, fyrir Sæmund Þórðar- son, skipstjóra Við tilkomu skipasmíðahússins hefur aðstaða Slippstöðvarinnar stórbatnað þar sem mjög er undir veðri komið hvort hægt er að vinna við rafsuðu utan húss að vetrar- lagi. Nú er unnt að vinna að skipasmíðunum hvernig sem viðrar. í húsinu eru tvö lyfti- tæki (hlaupakettir) sem geta lyft samtals þrjátíu lesta þunga. Ef á þarf að halda er hægt að fullsmíða skip inni í húsinu að öðru leyti en því að reisa sigl- urnar. Vilja framboðsfundi með gamla sniðinu frá aðalfundi Þorsteins Ingólfssonar Reykjum, 27. janúair. SJÁLPSTÆÐISFÉLAGIÐ Þor- steinn Ingólfsson (béit aðalfund sinn í Hlégarði 1 gærkivöldi. Pormaðuir félagsins, Páll Ól- afsson, Brautarhoiti, setti fund- inn og stjórnaði honum. Á fund- inum vonu mættir Matth/ias Á. Matbhiesen, al|þingismaður, og Pétur Benediktisson, bankasttjóri, og hiéldu bá’ðir stuttar ræður. Stjómin var ölil endurkjörin, en hana skipa auk fonmanns, Oddur Andrésson, Neðra-Halsi, Óiafur Ágúsit Ólafsson, Valda- stöðum, Sveinn Guðmundsson, Reykjum, Guðjlón Hjartarson, Álafossi, Bjarni Þorvarðarson, Bakka, og Magniús Jónasson, Stardal. í>á var ennfremiur kosið í kjördæmisráð og í fulltrúaráð félagsins. Góður rómur var gerður að máli framlbjóðenda og var þetta í fiyrsta skipiti sem Pétur Bene- diktsson flytur framiboðsræðu í kjöndæminu. Á eftir voru frjáls- ar umræður og kom þar fram að k os n ingaba rátta Sjálfstæðis- manna þar efira er hafin og verð ur sótt af kappL M. a. var bent á að hin vax- andi sveitanflélög í kjördæiminu eru í mijög önum vexti og ár'i’ð- andi að þinglmenn geri sér grein fyrir mikiilvægi kjöndæmisins. — Rætt var um vegamál en þau eru mjög erfið á Vesturlands- vegi þar sem hann tóggur um Mosfellssveiit. Þ-á var einnig rætt um þann möguleika að hafa framlboðsfundi með þvi sniði, sem áður tíðkaðist. Vai þetta ti'lilaga firá stjórninni, en hún telur að þetta geti orðið 'ár- angursrákt í kosningalbaráttunni Fundurinn var mjög fjölménn ur og þar níkiti einhugur og á- hugi um ibaráttumáilin: — T. Færeyska sjó- mannaheimilið opnað NÝLEGA hefur Færeyska sjó- mannaheimilið verið opnað 1 Reykjavík og verður fyrsta sam- kornan n.k. sunnudag kl. 5 síð- degis. Allir eru velkomnir. Sjómannaheimilinu veitir for- stöðu Johan Olsen, sem hefur séð um sjómannaheimilið frá 1901, en það hefur verið opið i ca 4 mánuði yfir vetrarventíðina. Búizt er við, að um 800 Fær- eyingar komi til íslands til að vinna á bátum og i fiskvinnstlu- stöðvum á vertíðinni. • • • • • • • • ■ • BLAÐBURÐARFÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: VANTAR Skerjafjörður — sunnan flugv. Túngata Lambastaðahverfi Miðbær Snorrabraut Sjafnargata Blesugróf Selás Talið við afgreiðsluna, sími 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.