Morgunblaðið - 28.01.1967, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ,
+■
*'
Lydia
—„—————
Eftir |
E. V. Cunningham j
— Nú? En ég hef séð þennan
náunga hér í New Hope.
— Já, hann nefur sumarbú-
•tað hér og íbúð í Park Avenue.
Það var þar, sem hann reyndi
að fremja þessi svik með háls-
menið.
— Svik?
— Já, heldur betur. Hann
seldi ósvikna menið og reyndi
svo að láta félagið mitt borga
sér út tryggingu fyrir ánnað
ivikið.
— Nei?
— Það er ekki nema dagsatt.
— Ja, hver fjandinn. Það var
bölvað?
— Hvernig það?
— Jú, hann Jimmy, félagi
minn og ég.....við vorum bún
ir að láta okkur detta í hug, að
við gætum fengið einhver fund-
arlaun fyrir það, ef við fyndum
menið. En ef það er svikið, þá
— Nei, það verða engin fund-
arlaun, sagði ég. — En hvort
sem nú menið er svikið eða
ósvikið, hvar er það?
— Þeirri gátu ættir þú sjálf-
ur að lesa úr, Harvey, sagði
hann.
Um það bil tíu mínútum
seinna, þegar ég var að snúa biln
um, sagði Lydia' — Ég held ég
sé búin að jafna mig, Harvey.
— Gott.
Átthagafél.
Sandara
heldur árshátíð og þorrablót í Átthagasal Hótel
Sögu laugardaginn 28. janúar, hefst með borð-
haldi kl. 7,30 stundvíslega.
Óniar Ragnarsson skemmtir.
Hljómsveit Karls Jónatanssonar spilar fyrir dansi.
Aðgöngumiða sé vitjað í verzlun Jóns Júlíussonar
Nóatúni. — Vegna mikillar þátttöku verður ekki
hægt að geyma miða til síðustu stundar.
(Birt aftur vegna misritunar).
SKEMMTINEFNDIN.
UTIHUROIR
IIMINIIHUROIR
GLUGGAR
IIMIMRÉTTINGAR
OTIHURÐIR úr teak, oregon pine, furu.
itarlir: 200*80, 200x85, 200x05
KARMAR úr teak, oregon pine, yang, fura.
Ver8 á burð í karmi me8 járnum frá kr. 5.730,-
8TS0LUSTAÐIR:
Byggingarxöruyerzlun SiS, Hafnarstrati
Bygginganrörur h/f, Laugavegi 170
Jún B. Kristinsson búsasmiðameistari
Hringbraut 92 C, Keflavfk
Kaupfélag Aruesinga, Selfossi
Kf. Árnesinga - TRÉSMIOJA
— Þú hefur vonandi ekki hald
ið, að ég ætlaði að láta hann
skjóta þig, er það, Harvey?
— Jú, víst trúi ég því. Þú
beinlínis manaðii hann til þess.
— Ég vildi bara koma honum
úr jafnvæginu.
— Og veiztu, hverjum þu
komst íir jafnvæginu? Mér. Já.
ég er sá sem þú komst úr jafn-
vægi. Öll þessi bjánalega lygi
þín um skotæfingar og 457. hverf
ið. Ég efast um, að það sé yfir-
leitt til. Hver heidurðu svo sem
að mundi trúa allri þeirri
þvælu?
— >ú gerðir það, Harvey. Og
Sahbine líka.
Ef hann hefði nú séð gegnum
þetta plat hjá þér? Þá væri ég
dauður.
— Það væri ég líka sjálf, Har-
vey. Enda kærði ég mig ekkert
um að lifa, ef þú værir dauður.
— Kemur enn! Við vorum nú
komin heim að húsinu. Ég
slökkti ljósin á bílnum, og gekk
síðan að dyrunum og opnaði
þær fyrir Lydiu.
— Heldurðu kannski, að ég
mundi kæra mig um að lifa
áfram, ef þú værir dauður, Har-
vey?
33
— Fáðu mér bara menið, sagði
ég.
— Hvaða men?
— Sarbine-menið — eftirlík-
inguna af því, Lydia mín góð.
— Hvar ætti ég svo sem að
fá það?
— Þú veizt fullvel, hvar þú
fékkst það — úr veskinu hennar
frú Sarbine. Þú veizt líka, að
það er svikið. Hvað ertu eigin-
lega...... vitlaus....... eða sr.el
sjúk?
— Það er naumast þú talar
við mig! hreytti hún út úr sér,
en fór um leið í barm sinn og
dró fram menið — eða eftiriík-
inguna. — Hana-nú, hafðu það
þá. Hún fleygði því í mig. —
Og hvað þú getur verið dóna-
legur við mig! Ég stakk meninu
í vasa minn. — >ú virðist al-
veg hafa gleymt því, að ég bjarg
aði lífi þínu. Já, sannarlega
bjargaði ég lífi þínu, Harvey
Krim, og þáð veiztu og svo
ferðu í taugarnar á mér, enda
ertu svoddan aumingi........
— Jæja, hvað segirðu þá um
nöfnin, sem þú velur mér?
— Hún hefur fullan rétt á
því, heyrðist nú í Evelyn
frænku. — Komdu með hana
hingað, Harvey. Aumingja barn
ið er sennilega alveg frá sér.
Þegar „aumingja barnið“ var
komið inn í stofu, og við höfð-
um öll hresst okkur á einu glasi
af konjaki, heimtaði frænka, að
ég segði sér alla söguna.
Hún kemur nú annars hráð-
lega fram, frænka, sagði ég. En
þar sem við þörfnumst mest í
bili, er hreinleg og greinileg yf-
irlýsing frá henni Lydiu. Svo að
ef þú vilt lána nenni penna og
pappír, getum við farið að kom
ast til botns í málinu.
— Ég gæti blátt áfram ekki
samið eina heila setningu núna,
sagði Lydia.
— Það gerir ekkert til. >ú
þarft ekkert að hugsa. Þú skrif-
ar bara. Ég skal lesa þér fyrir ag
þú skrifar það bara nákvæmlega
niður. Kanntu á ritvél?
Lydia jánkaði því.
— Gott. Þá er betra að vélrita
þetta af því að þá er hægt að
taka afrit um leið. Áttu ekki
ferðaritvél, frænka?
Ritvélin kom bráðlega og inn-
an stundar var ég farinn að lesa
Lydiu fyrir, eftirfarandi:
„Til allra þeirra, sem málið
varðar:
Það, sem hér fer á eftir, er
persónuleg yfirlýsing mín við-
víkjandi hvarfi Sarbine-mensins.
Rétt nafn mitt er Sara Cotter.
Fyrir um það bil átta mánuðum
tókst mér að komast í vist sem
vinnukona hjá Helen og Mark
Sarbine, og gekk þá undir nafn
inu Lydia Anderson. Tilgangur
minn var að sanna það, að Mark
Sarbine hefði svikið föður minn
um þetta hálsmen og stuðlað að
því, að faðir minn framdi sjálfs-
morð. Sunnudaginn 26. apríl
héldu Sarbinehjonin kvöldverð-
arboð héíma hjá sér og sýndu
gestunum hálsmenið. Um kvöld
ið lá menið þariia, öllum til sýn
is, og ég fékk gott tækifæri til
að skoða það. Mér til mestu
furðu, sá ég, að þetta var ekki
sama menið sem ég hafði einu
sinni átt og borið, heldur var
það frekar ómerkileg eftirlíking,
í hæsta lagi nokkur hundruð
dala virði. Seinna sama kvöldið
kallaði hr. Sarbine á lögregluna
og tilkynnti henni að meninu
hefði verið stolið. Daginn eftir
— mánudag — stakk ég hnífi í
stykki af svínafeiti í kæliskápn-
um, og lenti á einhverju hörðu,
sem reyndist vera Sarbine-men-
ið, eða öllu heldur ómerkileg eft
irlíking af þvL Þegar kom fram
á miðvikudag hljóta þau hjónio
að hafa komizt að því, að ég
vissi, hvað var innan í svinafeit
inni, svo að þann dag hvarf men
ið þaðan. En þar eð ég nú vissi,
að þau höfðu stolið eftirlíking-
unni til þess að fá tryggingun*
greidda, og einnig vissu þau, að
ég var í einhverju sambandi við
hr. Hai’.vey Krim, frá trygging-
unum, þá rændu þau mér og
fluttu mig í íbúð sína í Park
Avenue 626, og hótuðu mér líf-
láti, Hr. Krim bjargaði mér það
an, og fór með mig heim til
frænku sinnar, þar sém hann
taldi mér mundu vera óhætt.
Sarbinehjónin eltu okkur til
New Hope og reyndu aftur að
myrða mig, en við hr. Krim gát
um í félagi afstýrt því, og mer
tókst að ná í svikna hálsmenið
— sem Sarbinehjónin höfðu til-
kynnt stolið, undir því yfirskini,
að þarna væri um að ræða
ósvikna menið. Við hr. Krim
höfum bæði athugað eftirlíking
una vandlega. Ég er reiðubúin
að sverja, að þetta er sama men-
ið, sem frú Sarbine var að sýna
gestunum sínum, kvöldið sem
þessi svokallaði þjófnaður var
framinn. Ég er einnig reiðubúin
að sverja, að við hr. Krim náð-
um í menið aftur, án allrar hjálp
ar eða forsagnar lögreglunnar í
New Hoþe eða New York —
eða nokkurrar lögreglu yfirleitt.
(Sign:) Sara Cotter,
eða Lydia Anderson.M
Þegar ég hafði lokið við að
lesa Lydiu þetta fyrir og hún
við að vélrita það, sagði frænka
mín ekki orð, en glápti bara á
okkur bæði, þegjandi. En Lydia
tók þá til máls og hélt því fram,
að þetta plagg mundi alls ekk-
ert giidi hafa.
— Hvers vegna það? spurði
ég hana, rólega.
— Vegna þess, að bæði Sar-
bine-hjónin koma bara og kæra
mig fyrir að stela hálsmeninu.
— Nú? Og gerðirðu það
kannski?
— >ú veizt ósköp vel, að ég
gerði það, Harvey.
ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN
VOLKSWAGEN 1300
er fimm manna /0\
fjölskyldubíll
HEKLA hf