Morgunblaðið - 23.02.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967.
3
James K. Penfield, sendiherra, Gylfi Þ. Gíslason, menntamál aráðherra og Elizabeth Ful-
bright, eiginkona öldungadeildarþingmannsins. (Ljósm.: Ól.K.M.)
- FULBRIGHT
Framhald af bls. 1
þeim hjónum hefði verið boðið
í tilefni 10 ára afmælis Fulbright
stofnunarinnar hér. Hann kvaðst
hafa átt sæti í öldungadeildinni
í 25 ár og allan þann tíma
hefðu menntunarmál verið á-
hugamál sín, og þá sérstaklega
starfsemi Fulbright-stofnunar-
innar.
Vildi ekki ræða viðkvæm
utanríkismál
Hann kvaðst alltaf hafa verið
þeirrar skoðunar, að á erlendum
vettvangi bæri honum ekki að
ræða viðkvæm bandarísk mál-
efni. Hann kvaðst vilja taka
þetta fram, þar sem blaðamenn
vildu ætíð, að hann gagnrýndi
stjórn sína fyrir stefnu hennar
í Víetnammálinu. En hann kvstð
enga launung á skoðunum sínum
í því máli, enda skýrði hann oft
frá þeim viðtölum við Associat-
ed Press og aðrar heimsfrétta-
stofur.
Fulbright vék síðan að starf-
semi stofnunarinnar, sem við
hann er kennd, og sagði að hann
hefði haft mikinn áhuga á
menningarsamskiptum þjóða allt
frá því hann fékk Rhodes-styrk
til að stunda nám í Englandi, en
hann hefði aldrei dvalizt erlendis
fyrr. Á árum síðari heimsstyrj-
aldarinnar hefði áhugi hans enn
vaxið.
80 þúsund námsmenn
hafa hlotið Fulbright-styrki
Hann sagði, að námsmenn í 49
löndum nytu aðstoðar Fulbright-
stofnunarinnar, þar á meðal í
einu kommúnistaríki, Júgóslavíu,
sem hann kvaðst hafa heimsótt
fyrir 2 árum. Alls kvað hann
um 80 þúsund námsmenn hafa
hlotið styrki og um % hlutar
þeirra væru erlendir.
NATO mjög mikilvæg samtök
Þeirri spurningu var beint
til öldungadeildarþingmannsins,
hvort hann teldi þörfina fyrir
NATO minni nú, en þegar það
var stofnað, og hvert hann teldi
hættuna af kommúnismanum
hafa minnkað í Evrópu. Hann
svaraði:
„Ég álít, að hættan af komm-
únismanum hafi greinilega
minnkað, sérstaklega hvað varð-
ar beina árás, og ég álít einnig
að aðdráttarafl hugmyndafræði-
kenninga hans hafi einnig minnk
að.
Ég tel NATO sem stofnun og
sem samtök mjög mikilvæg, en
innan þeirra geta aðildarríkin
mótað sameiginlega stefnu og
vonandi skilning sín í milli. Með
öðrum orðum, þá myndi ég
harma mjög mikið að sjá þessi
lönd fjarlægjast hvert annað og
hafa ekki náið samband milli
ríkisstjórnanna. Þetta er mjög
mikilvægt. Hins vegar tel ég að
þaðsé ekki lengur nauðsynlegt,
að hafa stóran bandarískan her
í Þýzkalandi. Ég held að her-
sveitunum megi fækka verulega,
jafnvel að tvö herfylki verði lát
in nægja“.
Herstöð á íslandi þýðingarmikil
Þá var Fulbright spurður að
því, hvort bandarískur her á
vegum NATO sé nauðsynlegur á
íslandi. Hann svaraði:
„Ég held að það gegni öðru
máli með ísland en Þýzkaland.
Ég er ekki sérfræðingur hvað
þessu viðvíkur, það ætti fremur
að spyrja aðmírálinn eða sendi-
herrann. En ég hef ætíð litið á
ísland sem hlekk í flutninga-
keðjunni til Evrópti og svo fram-
vegis. Svo lengi sem við höfum
hersveitir erlendis tel ég að
bækistöð á íslandi sé mjög mikil
væg. Herliðið, sem hér er, hefur
alls ekki sama hlutverk og það,
sem er í Þýzkalandi.
Bækistöðin hér er mjög mikil-
væg fyrir flugvélar. Ég man eft-
ir því, að eina skiptið, sem ég hef
áður komið til íslands, var á
styrjaldarárunum á leið til Ev-
rópu en þá tók flugvélin elds-
neyti hér.
Ég er þeirrar skoðunar, að svo
lengi sem Atlantshafsbandalag
er til þá sé einhvers konar bæki-
stöð hér mikilvæg".
Um stefnu Bandaríkjanna
gegn Kína sagði Fulbright, að
hann teldi Kína ekki ógna ör-
yggi Bandaríkjanna sem stæði,
eða neins annars, enda séu inn-
anlandsvandamál það sem Kín-
verjar eigi nú við að stríða.
Hættulegt ástand í heiminum
Aðspurður sagði Fulbright, að
hann teldi ástandið í heiminum
mjög hættulegt. Hann kvaðst
harma mjög, að stórveldin hefðu
vanrækt Sameinuðu þjóðirnar.
Hann kvaðst hafa haft vonir um
að lokinni síðari heimsstyrjöld-
inni, að þjóðirnar myndu hverfa
frá heimsvalda- og nýlendu-
stefnu og samkeppni milli stór-
veldanna og einbeita sér að sam-
eiginlegu öryggi. Kvaðst hann
hafa haft vonir um það um
tíma, að framfarir væru á þessu
sviði. En sl. eitt eða tvö ár hefði
lítið áunnizt og þróunin hefði á
sumum sviðum valdið vonbrigð-
um.
Aðspurður um, hvort hann
teldi varnarliðið muni hverfa frá
íslandi á næstu 4—5 árum, sagði
Fulbright m.a., að vilji íslend-
ingar láta varnarliðið fara þá
telji hann þá hafa rétt til þess.
Finnist íslendingum varnarliðið
of fjölmennt, þá eigi að fækka
í því.
Þá var Fulbright spurður að
því, hvort hann teldi að náms-
menn, sem hljóti Fulbright-
styrki verði óvinsælir vegna
máls, sem upp hefði komið um
starfsemi CIA (bandarísku leyni
þjónustuna).
Hann svaraði því til, að slíkt
væri ekki unnt að réttlæta því
CIA hefði á engan hátt reynt
að hafa áhrif á starfsemi Ful-
bright-stofnunarinnar.
Öldungadeildarþingmaðurinn
kvað sig hafa ákveðinn veik-
leika fyrir íslandi, enda minnti
það sig mjög á kjördæmi hans í
Arkansas.
Dáist að íslandi og Mexíkó
Hann kvaðst hafa verið í
Mexíkó nokkru áður en hann
kom til íslands. Margt væri líkt
með þessum þjóðum, þótt þær
hefðu við ólík vandamál að
etja.
Kvaðst hann dást mjög að
sjálfstæði Mexíkó og íslands á
sviði utanríkismála og gat hann
þess, að Mexíkó væri eina land
latnesku Ameríku, sem færi
sínu fram án tillits til Banda-
ríkjanna.
Ekkert bendir til friðar-
samninga í Víetnam
í lok blaðamannafundarins
var William Fulbright spurður
að því, hvort hann sæl fyrir frið
í Víetnam á næstunni og hvort
nokkuð hefði gerzt síðustu vik-
ur, sem stuðlaði að friði þar.
Fulbright svaraði:
Ég hafði miklar vonir um,
að eitthvað myndi gerast á með
an vopnahléð var vegna nýjárs-
hátíðahaldanna, en ekkert gerð-
ist. Það hafði mikil áhrif á
mig. Það er vegna þessa, sem
ég sá engar líkur á vopnahléi
eða samningaviðræðum í næstu
framtíð. Það tímabil er liðið,
sem ég taldi mjög hagkvæmt
(til samninga) en þar sem að-
ilar notfærðu sér það ekki sé
ég ekkert sem bendir til frið-
arsamninga."
Athöfn í hátiðasal Háskólans.
KÍ. 5.15 í gær hófst athöfn
í hátíðasal Háskólans og flutti
Fulbright þar langt erindi um
mennta- og utanríkismál og
lagði áherzlu á að smáþjóðir
eins og ísland létu meira að
sér kveða á alþjóðavettvangi.
Stórþjóðirnar gætu ýmislegt af
smáþjóðunum lært.
Annars var fyrirlestur öldunga
deildarþingmannsins mjög yf-
irgripsmikill og fjallaði um
flest ntiilli vonar mannkynsins
EINS og áður hefir verið skýrt
frá í blaðinu voru heimilisfastir
íbúar Reýkjavíkur samtals
78.982 1. des. sl. Nú hefur blað-
inu borizt skýrsla frá Hagsto'fu
íslands um mannfjöldann í
Reykjavík eftir götum 1. des. sl.
Eru flestir íbúar við Kleppsveg,
og er það eina gatan þar sem
þeir fara yfir 2000.
25 mannflestu götur borgar-
innar eru:
Kleppsvegur ......... 2il32
Háaleitisbraut ....... 1946
Langlholtsvegur .... 1404
Álftamýri .......... 1351
Áii'heimar ........... 1345
Hvassaleiti .......... 1082
Hringbraut ........... 1033
Ljósheimar .......... 10*13
Laugavegur ............ 982
Rauðalækur ............ 978
Safamýri .............. 963
Sóiheimar ............. 936
Laugarnesvegur .... 934
Njálsgata.............. 923
Gnoðavogur ............ 910
Bólstaðar'hlíð ........ 883
Suðurlandsbiaut .... 880
Grettisgata ........... 871
Hverfisgata ........... 854
Skipasund ............. 800
Stóragerði ............ 799
Stigahlíð ............. 793
Eski'hlíð ............. 749
Efstasund ............. 695
Bergstaðastræti .... 690
um frið á jörðu og þess sem
líkt er með kjósendum hans í
Arkansas og íslendingum.
Háskólarektor, Ármann Snæv
arr, kynnti gestinn og bauð
hann velkominn.
Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, fagnaði komu
hins ágæta gests og benti m.a.
á hvernig menntun hefur ávallt
verið aflgjafi íslenzku þjóðar-
innar.
James K. Penfield, sendiherra
Bandaríkjanna á íslandi, talaði
einnig og ræddi m.a. um ánægju
leg menningarskipti íslands og
Bandaríkj anna.
Kl. 8 síðdegis hélt ríkisstjórn-
in Fulbrighthjónunum veizlu í
Ráðherrabústaðnum.
Fara heimleiðis í dag.
í dag fara þau hjónin í kynn-
ingarferð um Reykjavík. Um há
degið verða þau viðstödd há-
degisverðarveizlu að Hótel
Sögu, sem Íslenzk-ameríska fé-
lagið gengst fyrir. Kl. 5 síðdeg-
is halda þau hjónin vestur um
haf.
Við þrjár götur í borginni er
aðeins einn maður heimilisfast-
ur. Eru það Hallarmúli, Grófin
og Skólavörðutorg.
Sýna ,.Þr já skálka44
á Vestfjörðum
Bíldudal, 21. febrúar.
LEIKFÉLAGIÐ Baldur í Bíldu-
dal frumsýndi sl. miðvikudag
15. febrúar gamansöngleikinn
„Þrír skálkar" eftir Candrup.
Leikstjóri var Kristján Jónsson,
og undirleik annaðist Guðmund-
ur Guðjónsson. Uppselt var á
sýninguna og leiknum mjög vel
tekið. Var leikendum, leikstjóra
og undirleikara ákaft fagnað að
sýningu lokinni. Síðan hefur leik
urinn verið sýndur 4 sinnum
hér, og verið uppselt á þær
allar, og mun hátt á 6. hundrað
manns hafa séð leikinn, og er
þetta algjört met í leikaðsókn
hér á Bíldudal. Það skal tekið
fram til að forðast misskilning
að sýningar hafa verið mikið
sóttar frá Patreksfirði og
Tálkanfirði. N.k. laugardag
verður sýning á Flateyri, og
sunnudag á Þingeyri, og verð-
ur ferðast víðar með leikrit-
ið.
— Hannes.
STAKST [I Wlt
„ Skýr svör “
VIUHORF kommúnista tll vest-
rænnar menningar og skilning-
ur á henni, hafa löngum verið i
nokkru ósamræmi við skoðanir
fólks almennt. Þetta kom enn
fram í ræðu Einars Olgeirssonar
á Alþingi á dögunum, sem „Þjóð-
viljinn" vitnaði síðan til í rit-
stjómargrein. Þar var marx-
isminn talinn eitt hið helzta, sen»
vestræn menning hefði lagt -
heimsmenningunni til!
í lok sömu ristjórnargrein-
ar, þar sem annars var safnað
saman fjálglegum lýsingum á
nauðsyn þess, að ísland yrði
gert vamarlaust, sagði síðan um
ræðu Einars: „Og Einar krafðist
skýrra svara af hálfu stjómmála-
flokkanna, um hernámsmálin
einmitt fyrir kosningar, svo fólk
gæti áttað sig á, hvar þeir sjálfir
vilja standa í þvi máli“.
Allir vita hver afstaða núver-
andi stjórnarflokka er til varna
íslands. En framangreind spurn-
ing gefur tilefni til að rifja upp
að ekki eru fullar tvær vikur
liðnar siðan einn af þingmönn-
um þess flokks, sem bæði Einar ^
og „Þjóðviljinn“ reyna að
styðja, lýsti því yfir, að hann
mundi ekki gera brottför varnar-
liðsins að skilyrði fyrir stuðningi
við ríkisstjórn í landinu. Á sama
tíma liggur fyrir þingi tillaga
um brottför varnarliðsins, sem
þessi sami þingmaður er meðal
flutningsmanna að. Slíkur er
tvískinnungur þeirra. Það er svo
sem von, að þeir telji sig hafa
efni á að heimta af öðrum „skýr
svör"!
Samir við sig
Það vakti mikla athygli á
borgarstjórnarfundi á dögunum
að kommúnistar og Framsóknar-
menn settu fram eindregna
kröfu um það að byggingar ein-
býlishúsa af ákveðinni stærð
yrðu bannaðar, eða gerðar háðar
leyfisveitingum, eins og var á
haftatímum fjárhagsráðs, og nú
hefur kommúnistablaðið ítrekað
þessa kröfu enn í forustugrein i
gær. Það má því með sanni v
segja að Framsóknarmenn og
kommúnistar eru enn samir við
sig, þeir hafa ekkert lært á síð-
ustu árum frelsis og framfara,
þegar hinum gömlu og ill-
ræmdu höftum hefur verið svift
af, framtak fólksins og dugn-
aður þess leystur úr læðingi
með ótrúlegum árangri. Þeir, sem
byggt hafa stór og myndarleg
einbýlishús, hafa fyrst og fremst
gert það fyrir eigið fé, því að
hið opinbera lánakerfi veitir ekki
fyrirgreiðslu að ráði til bygg-
ingar stórra einDýlishúsa. Miklu
meira hefur verið um byggingu
myndarlegra einbýlishúsa annars
staðar á landinu og viða tiðkast
þar ekki að fjölbýlishús séu
byggð, heldur býr fólk þar yfir-
leitt í einbýlishúsum. En komm-
únistar og Framsóknarmenn hafa
jafnan haft það meginsjónarmið
að fólk skuli ekki fá að ráða mál-
um sínum sjálft. Þess vegna sjá
þeir nú ofsjónum yfir þvi að
dugnaðarfólk hefur haft nægi-
leg fjárráð til þess að byggja
mjög myndarleg einbýlishús.
Höft og bönn skulu sett við slíkri
byggingarstarfsemi, ekki þola
að einhverjir skari fram úr
i þjóðfélaginu, allir skulu
steyptir í sama mót, hið al-
sjáandi auga ríkisvaldsins skal
ákveða hversu stór hús fólk
megi byggja. Þetta er megin-
munurinn á stefnu vinstri flokk-
anna annars vegar og Sjálf-
stæðismanna hins vegar. Sjálf-,*
stæðismenn hafa lagt áherzlu á
að veita bæði einstaklingum og
félagssamtökum þeirra frelsi til
athafna með þeirn árangri, að i
stjórnartíð núverandi rikisstjórn
ar hafa einstaklingar og fjöl-
skyldur reist myndarleg híbýli,
og félagssamtök einstaklinga hafa
komið á fót öflugum og blóm-
legum atvinnufyrirtækjum. Yfic
þcjsari þróun er nú öfundast.
Kleppsvegur fjölmenn
asta gata borgarinnar