Morgunblaðið - 23.02.1967, Síða 4

Morgunblaðið - 23.02.1967, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. -FEBRÚAR 1967. Bí LALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 300,0« og kr. 2,50 á ekinn km. SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftlrlokun iiml 40381 síw 1-44-44 mUF/B/R Hverfisgrötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BILALEIGAiM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. lá&ÍLMŒSr RAUÐARARSTIG 31 SlMI 22022 BÍLALEIGAN EKILL sf. Kópavogi. Sími 40145 v'ÞR0STUR% 22-1-75 i BíLALEIGAN GREIÐI Lækjarkinn 6 — Hafnarfirði. Sími 51056. Bezt að auglýsa í Morgunbl ★ „Skreytingar" barna-námsbóka. Frá Akureyri er skrifað: „En ég hef alltaf haldið, að myndir, sem gerðar eru út af bókmenntum, væru til skreyt- ingar en ekki skýringar". (Hjörtur Pálsson í Tímanum 12. febr.) „Nokkurt orðakast hefur ver ið í blöðum út af teiknimynd Halldórs Péturssonar í íslands- sögu barna, þar sem Gunnar á Hlíðarenda kastar manni af spjóti út á Rangá. Kennarar í Austurbæjarskólanum munu hafa neitað að taka þessa bók til kennslu, og hafa orðið nokkr ar deilur um. Hjörtur er mjög hneykslaður yfir viðbrögðum kennaranna og hendir gaman að, en segir svo í sínu spjalli: „Tekur þá fyrst steinninn úr, þegar leikmenn ætla að skipa honum fyrir verkum“. Á hann þar sýnilega við, að það sé teiknarinn, sem eigi að ráða gerð námsbóka en ekki „leik- menn“, eins og hann nefnir kennarastéttina, sem þó að sjálfsögðu á að nota bókina sem kennslubók. Það virðist því skoðun Hjartar að teikn- arar eigi að sjá um kennslu- bækur, en kennurum komi ekkert við, hvernig frá þeim sé gengið, því að þeir séu að- eins „leikmenn" í uppeldis- og fræðslumálum þjóðarinnar! Til að gera mikið efni ekki of langt á pappírnum, vildi ég leyfa mér að spyrja H. P. (bók menntaséní Tímans): Vantar ekki skreytingar- myndir (skýringarmyndir tel- ur hann fráleitar) t.d. í Dýra- fræði Jónasar Jónssonar um hætti dýra, er þau eðla sig? Vantar ekki skreytingar- myndir í Biblíusögurnar, þar sem Abraham býr sig undir að draga um barkann á syni sín- um, svo að börn fái áhuga á biblíusögum, og mynd af því, hvemig frú Pótifar náði Jósef uppí til sín og hversu rekkjubrögð þeirra voru í „þann tíð“, og hversu umgengni karla og kvenna voru á dögum Gamal- Gyðinga (t.d. Esekiel 23 (16.— 21), svo að vitnað sé í biblí- una. Þess má um leið geta, að meðan Klaveness-biblíusögum- ar gömlu voru og hétu, var aldrei talað um námsleiða í bamaskólum, en nú til dags skrifa Ný-kennarar nokkrar „replikkur" upp úr biblíunni og leggja nöfn sín við, en bless- uð bömin geispa yfir. Þetta er nýja kennsluskipanin, og allt sem nýtt er, þykir fínt, jafn- vel þótt það fæli efnileg börn frá öllu bóknámi. Þótt H. P. reyni að henda gaman að fyrmefndri neitun nokkurra kennara í höfuðborg- inni, veit ég af viðtölum, að allur fjöldinn stendur með þeim. Við getum ekki spomað við sókn stráka í skamm- byssumyndir úr vestrinu með því að segja þeim að lesa ís- landssöguna heima, þar sem þeir geti séð miklu mennilegri íslenzkar drápsaðferðir í fall- egum teiknimyndum. Og kannske þeir geti fengið að sjá þessar aflífunaraðferðir lang- afa sinna í ram-íslenzku sjón- varpi innan tíðar? Sú fslandssaga, sem nú er kennd í bamaskólum, mun að mestu byggð á (kannske eitt- hvað löguð til) þeirri íslands- sögu Jónasar Jónssonar, sem við, gömlu kennaramir kennd um fyrir 30—40 árum. Enn hefur enginn langskólageng- inn sál- eða uppeldisfræðingur skotið þeim ágæta skólamanni ref fyrir raiss í gerð læsilegra námsbóka. Ég hygg, að hefði Jónas á þeim tima átt kost á myndskreytingu (eða mynd- skýringu) á bókum sínum, kynni að hafa verið í íslands- sögunni mynd af þræl, er reiddi steinöxi að rótum skóg- viðurkræklu (til að undirstrika eyðingu skóganna), mynd af Bergþóru, þar sem hun vék Hallgerði frá háborði, mynd af manni eða konu, er bar eld að arfasátu á örlaganótt, eða eitt- hvað þessháttar. Það hefðu ver ið taldar skýringarmyndir en ekki skreyting (eins og hroll- vekjan, sem H. P. ber fyrir brjósti). Ég geri þá heldur ekki ráð fyrir að sá gamli og gegni skólafrömuður J. J. eigi nokk- urn hlut að máli í þessari ný- virkjun námsmiðlunartækja skólanna. Læt hér staðar numið, þótt meira sé ósagt. Með þökk fyrir birtinguna, Eyfirzkur barnakennari (af eldri skólanum).“ ir Halldór á Kirkjubóli. Húsmóðir skrifar: „Kæri Velvakandi. Ég var að lesa grein grein i Tímanum eftir Halldór á Kirkjubóli, þar sem hann skor ar á allt vinstrisinnað fólk að kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki sízt fyrir hans þjóðholl- ustu. Hefði einhver annar Fram- sóknarmaður skrifað þetta þá hefði mér ekkert brugðið. En ég þekki Halldór og veit að þetta er vel gefinn, hagmæltur, rótgróinn bóndi, og vill ábyggi- lega ekki vera leiguliðL Hann á þess vegna að vita, að bænd- urnir í Rússlandi vildu alls ekki gerast ríkisþrælar og eft- ir stríð þegar kommúnistar lögðu undir sig bændaþjóðirnar í Austur-Evrópu, urðu þeir að gera forsvarsmenn bænda höfðinu styttri. Fyrir stríð voru Rússar nógu góðir, þeir kúg- uðu bara sjálfa síg og 'þbédik- uðu á móti nýlendukúgun. Ea í dag þegar þeir féfletta og kúga Austur-Evrópuþjóðirnar miklu meira en gert var 1 nokkrum nýlendum (því að á íslandi mátti bölva Danskin- um) þá er ekki nema tvennt til. Annað hvort algert þræla- hald hjá kommúnistum eða að vera á móti þeim. Það er ekkert til í dag sem heitir hlutleysi. Maður sér hvað gerzt hefur í Indónesíu. Sukamó predikaði hlutleysi og í skjóli þess komust kommún- istar næstum til valda. En af því Indónesía er eyland, gat þjóðin hrint af sér ófrelsinu. Aftur á móti var þetta ekki hægt í Ungverjalandi og allir vita hvers vegna stríð er i Víet- nam. Af því að meiri hluti þjóðarinnar bað Bandaríkja- menn að frelsa sig. Flokkur, sem vill að sín þjóð lifi í frelsi, hann getur ekki verið hlut- laus. Þess vegna er Framsókn- arflokkurinn einstæður í allri pólitískri sögu veraldarinnar og allar þjóðir mega þakka fyr- ir að vera lausar -við slíkt póli- tiskt viðrinL Vön skrifstofustúlka óskast til bréfaskrifta, bókfærslustarfa, símavörzlu o. fl. Burtfaraipróf frá verzlunarskóla eða samsvarandi menntun æskileg. — Gott kaup í boði miðað við starfshæfni. — Góð vinnuskilyrði. — Upplýsingar í síma 10392 frá kl. 3—5 e.h. Vélst jóra ojr stýrinianii vantar á 70 lesta bát frá Grindavík. Upplýsingar í síma 51608. Dieselrafstöð 15 kw. Erum kaupendur að um 15 kw nýrri eða notaðri dieselrafstöð. Tilboð sendist í pósthólf 505 fyrir 1. marz n.k. Umsóknir um lán árið 1967 úr Lífeyrissjóði starfsmanna Reykja- víkurborgar á vegum Byggingasamvinnufélags starfsmanna Reykjavíkurborgar þurfa að hafa bor- izt skrifstofu félagsins Tjarnargötu 12 fyrir 1. marz n.k. STJÓRNIN. Dönsku kven- slopparnir hvítir, rauðir, bláir komnir aftur. VERIIVNIN^M* N /^//n Sjómenn Annan vélstjóra eða mann vanan vélgæzlu og háseta vantar á m.b. Bergvík til þorska- netjaveiða. Upplýsingar í símum 2095 og 1104. c—Jteiia Hraðfrystihús Keflavikur hf. Bankastræti 3.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.