Morgunblaðið - 23.02.1967, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónssoru
Ritstjórnarfulltrúi> Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. á mánuði innanlands.
Áskriftargjald kr. 105.00 7.00 eintakið.
FULBRIGHTSTOFN-
UNIN
1 Tm þessar mundir eru 10 ár
^ liðin frá því að Mennta-
stofnun Bandaríkjanna á ís-
landi, Fulbrigihtstofnunin,
var sett á stofn. Þessi stofn-
un hefur á þessu tímabili
veitt 169 Íslendingum styrki
til ýmislconar náms og vís-
indastarfsemi í Bandaríkj-
unum og 40 Bandarfkjamenn
' hafa komið til íslands á henn
ar vegum í sama skyni.
Með starfsemi Mennta-
stofnunarinnar hafa tengsl
íslands og Bandaríkjanna á
sviði mennta og vísinda ver-
ið efld að miklum mun. ís-
lenzkir vísindamenn hafa
farið til Bandaríkjanna og
stundað þar rannsóknir á sér
sviðum sínum, kandádatar
hafa átt þess kost að stunda
frarahaldsnám í sérgreinum
sínum í Bandaríkjunum,
starfandi kennarar hafa hlot-
ið styrki til námsdvalar vest-
an hafs, íslenzkir námsmenn
hafa hlotið ferðastyrki og
starfandi fólk á sviði æsku-
lýðs- og félagsmála hefur
notið styrkja tiil frekara náms
í sínum greinum.
Menntastofnimin hefur
einnig greitt kostnað við dvöl
bandarískra sendikennara við
Háskóla íslands, bandarískir
vísindamenn, háskólakandií-
datar og kennarar hafa kom-
ið hingað til lands.
Þessi starfsemi hefur
reynzt íslendingum mjög
mikilvæg. í Bandaríkjunum
er að finna flest það bezta,
sem til er í heiminum á sviði
ýmissa mennta og vísinda, og
það er þýðingarmikið fyrir
íslendinga að eiga þess kost
að komast í tengsíl við fram-
þróunina á þessum sviðum í
- Bandaríkjunum. Þessi sam-
vinna hefur og stuðlað að
nénum menningartengslum
milli íslands og Bandaríkj-
anna og íslendingar kunna
vel að meta það, því að fátt
er mikilvægara fámennri ey-
þjóð en að fylgjast með
straumum tímans úti í hin-
um stóra heimi.
í tilefni 10 ára afmælis
Menntastofnunarinnar er
staddur hér á landi upphafs-
maður þessarar starfsemi,
sem fram fer víða um lönd,
hinn virti og velmetni banda-
‘ríski öldungadeildarþing-
maður, Wiliiam Ful'bright,
sem beitti sér einkum fyrir
'þeirri lagasetningu, sem er
grundvöllur þessarar starf-
semi. íslendingar fagna sMkri
heimsókn háttsetts og heims-
þekkts bandarísks stjórn-
málamanns. William Ful-
bright hefur vakið sérstaka
athygli vegna þess, að hann
hefur í mörgum grundvallar-
atriðum verið andvígur utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna nú
um langt skeið, bvort sem
repúblikanar eða demókrat-
ar hafa verið við völd þar í
landi. Á síðustu árum hefur
andstaða hans við stefnu
Bandaríkjanna í Víetnam
vakið mesta athygli, en af-
staða hans í Víetnammálinu
er mjög umdeild, ekki aðeins
í Bandaríkjunum, þar sem
meirihluti þjóðarinnar virðist
fylgja Johnson forseta, held-
ur og einnig í öðrum heims-
hlutum, þar á meðal í Asíu,
þar sem barist er um M og
dauða, það er lýðræði eða
kommúnisma.
En einmitt vegna þess hlut-
versk, sem Fulbright hefur
gegnt í bandarískum stjórn-
málum er hann tákn styrk-
leika hins bandaríska lýð-
ræðis.
NYIR SKOGAR
IT'orystumenn skógræktar-
1 mála skýrðu nýlega frá
ástandi og horfum í þeim
málum. Samtals voru um 900
þúsund trjáplöntur gróður-
settar hér á landi árið 1966,
en gert er ráð fyrir að 1,3
milljónir plantna verði gróð-
ursettar á þessu ári. Um 60%
af gróðursettum trjáplöntum
eru gróðursettar á vegum
skógræktarfélaganna.
Skógræktin á íslandi er nú
komin á nýtt stig. Vantrúin
á möguleika hennar er að
þverra. Þjóðin veit nú að
hægt er að rækta nytjaskóga
í þessu landl Hin hagnýtu
vísindi hafa verið tekin í
þjónustu skógræktarínnar. —
Rannsóknarstöðin á Mógilsá
mun verða að ómetanlegu
gagni fyrir íslenzka skógrækt
í framtíðinni. En hún hefur,
eins og kunnugt er, verið
byggð fyrir gjafafé frá frænd
um okkar, Norðmönnum, og
hefur þegar verið varið 4
milljónum króna til bygging-
ar hennar. En gert er ráð fyr-
ir að hún muni kosta um 5
miill'jónir króna fullgerð.
Enda þótt skógræktin sé
mikið og merkilegt málefni,
eru þó enmþá ti'l menn á ís-
landi, sem gera sér Lítt eða
ekki Ijóst gildi hennar. En
þessum mönnum fer ört fækk
andi. Yfirgnæfandi meiri-
hluti íslendinga viM efla skóg
ræktina til þess að gera land-
ið arðgæfara, betra og feg-
urra.
Varla nokkurt hús er nú
byggt svo að ekki sé ræktað-
ur kringum það trjágarður.
En það er ekki nóg að rækta
•M
t
y
y
y
X
I
I
I
t
|
Nokkrir þeirra 800 brezku lækna, sem gengust undir bandarískt embættispróf á dögunum
Brezkir lœknar leita
til Bandaríkjanna
♦
T
I
X
y
%
MIKIÐ hefur verið um það
ritað og rætt hérlendis að of
margir íslonzkir menntamenn
leiti sér atvinnu erlendis að
námi loknu. Þetta er ekkert
íslenzkt fyrirbrigði eins og sjá
má á eftirfarandi frásögn
bandariska blaðsins „The
New York Herald Tribune,
sem gefið er út í París. Frá-
sögnin er hér stytt og endur-
sögð:
Fyrir skömmu gengust um
800 læknar undir próf í Bret-
landi til að öðlast réttindi til
að stunda atvinnu sína í
Bandaríkjunum. Það ná ekki
allir þessu prófi, sem reyna,
það fara ekki allir sem ná
því, það setjast ekki allir þar
að sem fara. En búast má við
að þessi mikli fjöldi vekji
nýjar kvartanir og gagnrýni
á það að verðmætir brezkir
hugsuðir skuli lenda í klóm
dollarsins.
Síðast þegar próf voru hald
in í september, voru það
nærri 600 læknar sem reyndu
við það. Gagnrýndi þá heil-
brigðismálaráðuneytið lækn-
ana harðlega, og sagði að þeir
væru blygðunarlausir og eig-
ingjarnir að hlaupast á brott
þótt hærri laun væru í boði,
því það kostaði brezka skatt-
greiðendur 21 þúsund sterl-
ingspund að mennta hvern
lækni.
Það kemur ekki alltaf fram
í þessum deilum, að það eru
ekki allt Bretar, sem prófin
taka. Rúmur helmingur
þeirra er Indverjar og Pa-
kistanbúar, sem sjálfir
streyma til Bretlands af sömu
ástæðum og 300—400 læknar
í Bretlandi hverfa þaðan ár-
lega, m. a. til Bandaríkjanna.
Þetta eru um 15—20% þeirra,
sem ljúka læknisprófi. Um 60
þúsund læknar eru starfandi
í Bretlandi, og læknar sem
flytjast til Bretlands frá Ind-
landi og Pakistan vega nærri
því upp á móti þessu árlega
tapi. En útflytjendurnir eru
ný-útskrifaðir og vel mennt-
aðir læknar, og innflytjend-
urnir frá Samveldisríkjunum
oft ver menntaðir og tala
margir lélega ensku.
Sumir þeirra lækna, sem
hverfa úr landi eru frá-
hverfir heilbrigðismálakerf-
inu brezka, en flestir þeirra,
á sama hátt og verkfræðing-
ar og vísindamenn, gerast út-
flytjendur vegna hærri launa
og betri starfsskilyrða. Áætl-
að er að hærri laun og lægri
skattar í Bandaríkjunum tvö
faldi í raun og veru kjör
þeirra þrátt fyrir dýrtíð þar.
Venjulega eru það læknar,
sem mest er um rætt í sam-
*
i
bandi við brottflutning, en ný-
lega var málið í heild tekið
til umræðu í brezka þinginu
eftir að í ljós kom að um
1.300 loftferðasérfræðingar
hefðu flutzt úr landi á síðasta
ári (500 þeirra til Bandaríkj-
anna), og að fyrir árið 1970 ..
yrðu Bandaríkin að „kaupa" ý
erlendis 20 þúsund eðlisfræð |
inga. Aðallega var veizt að *t*
Bandaríkjunum í umræðun- |
um, því áætlað er að þau
hafi sparað einn milljarð X
dollara í námskostnað við að •>
kaupa brezka sérfræðinga.
Þrátt fyrir alla þessa út- X
flytjendur, er þó útlitið ekki y
eins slæmt og búast hefði J.
mátt við. Anthony Wedg- X
wood Benn tæknimálaráð- y
herra skýrði þinginu frá því
að lokatölur væru ekki til
fyrir síðustu árin, en á tíma- •{•
bilinu 1958—1962 hefðu 19 !>
þúsund sérfræðingar með há- X
skólamenntun frá Bretlandi
og Samveldisríkjunum flutzt !♦.
úr landi. Á sama tíma hefðu X
hinsvegár 15 þúsund sérfræð-
ingar flutzt til landsins, og af
þeim 4.000, sem þar munar,
hefðu 1.900 flutzt til Banda-
ríkjanna. f dag eru 343 þús-
und verkfræðingar og vísinda
menn í Bretlandi, sagði ráð-
herrann, en fyrir tíu árum
voru þeir 207 þúsund.
t
fagra trjálundi við hfbýli
fólksins. Það verður að taka
stór. landssvæði undir skóg-
rækt eins og raunar hefur
verið gert undir forustu Skóg
ræktarfélags íslands og Skóg
ræktar ríkisins á undanförn-
um árum. Hinir nýju skógar
rísa í þágu framtíðarinnar og
'komandi kynslóða. Að því
mikilvæga starfi verða allir
íslendingar að leggja hönd
og huga.
KOMMÚNISTAR
OG VARNAR-
MÁUN
|7"ommúnistar hér á landi
hafa lengi haldið uppi
'hatrömmum áróðri gegn þátt
töku Íslands í varnarsam-
starfi Atlantshafsbandalags-
ríkjanna og dvöl varnarliðs-
ins á íslandi. Þegar þeir hafa
komizt í stjórnaraðstöðu hef-
ur þó farið minna fyrir þess-
ari baráttu, og eins og Bjarni
Benediktsson, forsætisráð-
herra, benti á í þinginu á dög
unum, hafa kommúnistar
rauniverulega um tveggja og
hálifs árs skeið tekið ábyrgð
á dvöl varnarliðsins og þátt-
töku íslands í Atlantshafs-
bandalaginu, það er á vinstri
stjórnar tímanum, þegar þeir
sátu sem fastast í ríkisstjórn,
þótt vinstri stjórnin fóMi frá
þeirri stefnu sinni að segja
varnarsamningnum við
Bandaríikin upp.
Þetta ,bendir ótvírætt til
þess að brottför varnarHðs-
ins sé kommúnistum ekki
sMkt áhugamál, sem þeir hafa
lengi viljað vera láta, og nú
hefur einn þingmanna þeirra
lýst því yfir að þeir muni
ekki gera brottför hersins að
úrslitaskilyrði fyrir hugsan-
legri þátttöku þeirra í ríkis-
stjórn. Hann segir að vísu, að
þeir muni „leggja þunga á-
herzlu á brottför hersins“, en
í þeim orðum liggur að þeir
muni ekki gera það að úr-
slitaskiilyrði.
Þar með hafa kommúnistar
ótvírætt lýst yfir því að þeir
geti fel'lt sig við dvöl varnar-
liðsins hér á landi, aðeins ef
þeir komast í ríkisstjórn, og
er þá Mtið eftir af heilsteyptri
„utanríkisstefo u.“ þessa
flokt p.