Morgunblaðið - 23.02.1967, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.02.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967. 15 Landbúnaðurinn, núverandi aðstaða og framtíðarviðhorf ÍSLENZKA þjóðfélagið er i öndverðu byggt upp í dreifðri toyggð, sem bændasamfélag. Það hefur tekið miklum breytingum Érá upphafi byggðar, sé saman- 'burður gerður milli fortíðar og nútímans. Atvinnusaga þjóðarinnar sýnir þó, að breytingar atvinnuhátta hafa mestar orðið á þeim 66 ár- um, sem liðin eru af tuttugustu öldinni, Fram til síðustu aldamóta hvíl- ir afkoma þjóðarinnar á tveimur •tvinnugreinum, landbúnaði og fiskiveiðum, en þær voru að hluta stundaðar af útvegsbænd- um, er samihliða stunduðu land- búskap. Á þeim tímum var viðurkennt *em sannmæli, að bóndi væri bústólpi og búið landstólpi. Enn má segja, að þessir tveir frum- atvinnuvegir séu styrkustu stoð- ir alls efnalhagslífs í landinu, þó fieiri atvinnugreinar séu nú komnar til. Iðnþróunin er nú að komast á það stig, að vænta má, að iðnaður við hlið sjávarútvegs ins eflist til stórrekstrar, grund- vallaðs á lítt nýttum orkulind- um landsins í fallvötnum og jarðhita. Vonir þjóðarinnar standa til, að stóriðja verði vax- andi þáttur í atfhafnalífinu á kom andi árum. í iðn- og tækniþróuðum þjóð- félögum eykst þörfin fyrir vel- uppbyggt fræðslu- og skólakerfi. Hin margbrotu daglegu viðskipti krefjast starfskrafta til margvís- legra þjónustustarfa. 1 nútímaþjóðfélagi þarf að leysa mörg verkefni, og segja má, að starfstækifærunum hafi fjölg- að með vaxandi hraða á ári hverju síðustu tvo til þrjá ára- tugi, jafnframt þvi sem ungt fólk hefur fengið bætta aðstöðu til að búa sig undir hin mismun- andi störf, sem hægt er að velja á milli. Það verða um næstu framtíð mörg verkefni, sem þarf að leysa, og uppvaxandi kynslóð má búast við því að leysa þyngri og stærri verkefni en þau, sem éður hafa verið leyst í okkar litla þjóðfélagi. Breyttir búskaparhættir. Hvernig aðstaða landlbúnaðar- Ins hefur breytzt Ihin síðari ár, er mikið umrætt málefni, og koma þar fram sem jafnan mis- munandi skoðanir um þýðingu og hlutverk landbúnaðarins fyr- ir uppbyggingu velferðarþjóð- ilélags, sem allir munu sammála um, að stefnt skuli að með ný- akipan í atvinnumálum. Til þess að átta sig á stöðu landbúnaðarins eins og hún er i dag, er ástæða til að gera sér grein fyrir þeim breytingum, er hin síðustu ár hafa orðið um bú- »etu fólksins í landinu, annars vegar tölu þeirra einstaklinga, *em á vinnufærum aldri vinna að landbúnaði, og hins vegar á þróun framleiðslunnar yfir sama tímabil. Lítum því nánar á þessi tvö grundvallaratriði. >ó skal ekki seilzt lengra til heimilda en til tímabilsins 1900-1966. Aldamótaárið 1900 var Ibúatala landsins alls 78487 manns. >að ár telja hagskýrslur, að landbúnað- urinn hafi framfært 55949 manns af þjóðarheildinni, sem svarar til að vera 71,3% allra lands- búa. í þessum tölum eru taldir atvinnurekendur í landbúnaði og fjölskyldur þeirra, ársfólk, sem vann að landbúnaði, ásamt fjölskyldum þeirra og aðrir, er höfðu tekjur sínar af landbún- aðarstörfum. >ó ber að geta þess 1 þessu sambandi, að á þeim tíma stunda bændur ennþá á ýms um stöðum við sjávarsíðuna út- veg með búum sínum, sem eitt- hvað hækkar hlut landbúnaðar- ins í framfærslunni þetta ár. Af því fólki, sem landbúnað- urinn framfærði aldamótaárið, var á vinnufærum aldrei 21260 manns, sem að búrekstrinum vann. Með öðrum orðum: 28:5% þjóðarinnar ber uppi landbún- aðarframleiðslu á því ári. >á er íslendingar minntust þúsund ára afmælis Alþingis ár- ið 1930, var íbúatalan í landinu 108629. >að ár var talið, að á framfæri landbúnaðarins væru 38889 manns, sem svarar til að vera 35,8% þjóðarheildarinnar. >á er verkfært fólk við landbún- aðarstörf samkvæmt aðalmann- tali þess árs 14778 manns, en það svarar til 13,6% þjóðarinnar. Árið 1965 er fólkstalan í land inu 193.215 manns. Landbúnaður inn framfærir það ár 28982 manns eða sem nemur 16,0% þjóðarheildarinnar. Verkfært fólk við landbúnaðarstörf hefur verið áætlað 10.200 manns, en þá mun hafa verið miðað við, að um 23.000 manns hafi framfæri af landlbúnaði. Tel ég því líklegra, að verk- fært mætti telja 11.000-11.600 manns. Sé hærri talan notuð, mætti áætla starfskrafta land- búnaðarins 6% af þjóðarheild- inni. Af þessum tölum sést, að verk- færu fólki við landbúnaðarstörf hefur á 65 árum fækkað um 10.000 manns, auk þess svo sem að mestu hefur borfið úr sveit- um ártíðabundið verkafólk, sem fyrstu tvo tugi aldarinnar vann að bústörfum vor, sumar og haust. Ef svo væri reiknað með því, að þeim hluta þjóðfélags- þegnanna, sem fæddir eru á þessu tímabili í sveitum og hlutu þar uppeldi sitt til manndómsára, væri bætt ofan á hina beinu fólksfækkun í sveitum, mundi sú tala nema milli 27-28 þúsund manns. Hins vegar hafa sveitirn- ar notið starfskrafta þeirra að nokkru leyti, meðan á uppeldi þeirra stóð, fram til manndóms- áranna, en jafnframt hafa sveit irnar kostað menntun þeirra að meira eða minna leyti. >að er ekki lítill skerfur, sem sveitirnar 'hafa á þennan hátt lagt þéttbýlinu og öðrum at- vinnuvegum til, það sem af er þessari öld, en þess er ekki að vænta, að svo verði á komandi árum, til þess er fólksfæðin of mikil í sveitum og hlutföllin milli aldursflokkanna hafa þró azt með þeim hætti, að ekki er að vænta, að þéttbýlið sæki til sveitanna fólk í þeim mæli, sem verið hefur. Hvernig fólksfækkunin hefur orðið í einstökum sveitum, er mjög breytilegt. Að miklum meiriihluta kemur fækkunm fram í því, að færra fólk er nú heimilisfast á hinum byggðu jörðum. Hér hefur einnig komið til, að búendum hefur fækkað, þótt á móti því hafi komið, að sambýli í félagsrekstrarformi hafi aukizt, einkum eftir 1960. Hefur búenda- fækkunin því orðið minni en oft er haft á orði í umræðum um landbúnaðarmál. >ó hafa mörg hreppsfélög, jafnvel í heilum landshlutum, grisjazt mjög að byggð, einkum á Vestfjörðum, og þar hafa auk þess tveir hrepp- ar, Sléttuhreppur og Grunna- víkurhreppur, alveg fallið úr öyggð. Einstakir hreppar eru svo mjög grLvaðir að byggð, að til auðnar horfir, t.d. Ketildala- hreppur og Múlasveit í Barða- strandarsýslu, yztu hrepparnir á Snæfellsnesi, Sauðanesihrepp- ur í Norður->ingeyjarsýslu. Loðmundarfjörður í Norður- Múlasýslu og Mjóifjörður í Suð- ur-Múlasýslu. Enda þótt búrekstur hafi eflzt á þeim jörðum, sem í byggð eru á þessum stöðum sums staðar, skapast margvíslegir örðugleik- ar hjá því fólkL sem eftir situr, og á þetta fólk leggjast þyngri byrðar en þær, sem forsvaran- legar geta talizt í velferðarþjoð- félagi. í sumum tilfellum myndi vandinn ekki leysast í nefndum sveitum með burtflutningi þass fólks, sem þar er nú, þvi gjöreyð- ing þessara byggða myndi skapa aðliggjandi sveitum nýja og aukna örðugleika á ýmsum svið- um, bæði félagslegs eðlis, en einnig líka aukna rekstrarlega örðugleika, er niður fólli sam- skiptaaðstaða, sem jafnan er milli nágrannaihreppa á ýmsum sviðum. Slík ráðstöfun að rýma heilar byggðir, getur valdið keðjuverk- unum í fólksflótta á nýjum stöð- um. Getur því verið vel atihug- unarvert, áður en til slíkra ráð- stafana er gripið, að leitað sé leiða til þess að efla annað at- vinnulíf, þar sem byggð hefur grisjazt, en landbúnað einan, á því tímabili, sem þarf að brúa, þar til þjóðarþörf gerir nauðsyn- legt að endurreisa landbúnaðar- framleiðslu í þessum hálfeyddu sveitum. Sumar nefndra sveita hafa góð ræktunarskilyrði og nægilegt víðlendi fyrir sauðfjár- búskap, og margar jarðir á um ræddum stöðum faafa verðmæt hlunnindi, sem nauðsynlegt er að nyta árlega, til þess að þau hald- ist við og varðveitist. Breytt framleiðsluaðstaða. Ætla mættL ef einhliða er lit ið á þær tölur, sem hér hafa verið nefndar um starfandi fólk í landbúnaði, að landbúnaður- inn þjónaði ekki miklu hlutverki í þjóðarbúskapnum. Verður því hér vikið af framleiðsluafköst- um landbúnaðarins á því sama tímabili, sem hér hefur verið rætt um, og reynt að skýra, hverjar þjóðfélagslegar aðgerðir hafa gert landbúnaðinum mögu legt að þróast með þeim hætti, sem orðið hefur, að við hann vinni aðeins 6% þjóðarheildar innar móti 28,5%, sem innr.u sams konar störf af hendi alda- mótaárið. Eftirfarandi yfirlit sýnir þá þróun í grófum dráttum. legt: Að auka bústofninn og bæta meðferð hans, sem kemur fram auknu afurðamagni og betri markaðsvöru. Eftirfarandi tölur sýna, hverj- um bústofni hefur verið fram- fleytt í landinu þessi viðmiðunar ár. Yfirlit II. Pálmi Einarsson. Árið Nautgripir Sauðfé Hross Hænsni Svín tala tala tala tala tala 1900 23569 469477 41654 0 0 1930 30083 690178 48939 44436 0 1965 59542 846706 34013 123430 1484 >essum þremur flokkur hef- ur verið framfleytt á því fóðri, sem framleitt var skv. Yfirliti I. í þessúm tveimur tölulegu yfirlitum er dregin fram mjög lausleg mynd af magnþróun bú- rekstursins á síðustu 65 árum. >au sýna, að öflun landbúnaðar- verðmætanna er framkvæmd með takmörkuðu vinnuafli og jafnframt, að magn framleiðslu á hvern vinnandi mann við land- búnaðiarstörf er stóraukið, allt frá aldamótum og þó mest á síð- ari helmingi þessa tímabils. Þessi aðstöðubreyting í land- búnaðinum gat því aðeins átt sér stað, að fjármagn og verk- tækni kæmi til og væri tekin í þjónustu landbúnaðiarframleiðsl- unnar. Notkun verktækninnar gerði aftur kröfu til notkunar ræktaðs lands í stað óvélfærra engja, fornar rekstrarbyggingar hent- uðu ekkL enda í mörgum tilfell- um tiorfbyggingar, og að því tr tók til peningshúsanna, dreifðir í haglendi jarðanna. Stiofnfram- kvæmdir á síðari hluta þessa tímabils eru því meiri en sem því nemur að byggja yfir bú- stofnsaukninguna. Megin hluti vinnuaflsins við þessar fram- kvæmdir er kominn frá heimil- unum sjálfum og samhjálp ná- grannanna. Á þessu 65 ára tímabili hefur landbúnaðurinn með síminnk- andi vinnuafli orðið að byggja upp allar rekstrarbyggingar yfir bústofninn og aukningu hans samhliða daglegum rekstri bú- anna. Hann hefur ræktað á tíma bilinu að nýju 81063 ha land, auk þess ræst fram og girt stór svæði beitilanda. Á sama tima hefur meginhluti allra íbúðanhúsa í sveitum verið endurbyggður. Það lætur nærri, að telja megi á fingrum sér þau íbúðarhús í sveitum, sem byggð Yfirlit I. Ræktað Fóður- Vinnufært fólk land Taða Er.gjaih. Gildi Ár Tala % ha h/kg h/kg 1000 F.E. 1900 21260 28,5 17137 488000 778000 55600 1930 14778 13,6 26639 966000 1012000 83780 1965 11600 6,0 98200 - 3320000 222000 174880 Yfirlitið synir að ræktunar-^ hafa verið fyrir aldamót og enn fyrstu þrjátíu ár aldarinnar. Frá 1930 til 1945 miðar henni nokkru meir fram, en hin síð- ustu 20 ár hefur orðið stökk- breyting í ræktunarmálum. Töðumagnið hefur nær sjö- faldazt frá aldamótum. Frá 1930 hefur engjaheyskapur dregizt saman. Hann getur í fæstum til- fellum orðið nýttur, nema búin ráði yfir miklum mannafla. Fóðurframleiðslan í heild hefur meira en þrefaldazt að ■ fóður gildi. Nú er nautgripum að mestum hluta beitt á ræktað land og sauðfé í nokkrum mæli. Hin árlega aukna fóðurfram- leiðsla hefur gert tvennt mögu- eru í notkun. Frá því 1945, og fram til árs- loka 1965, eða á síðustu 20 ár- um, hafa verið endurbyggð um 3600 íbúðaúhús í sveitum lands ins. Þetta gat því aðeins komizt í framkvæmd, að gjörbreytt væri búskapahháttum þannig, að aflað væri fullkominna vinnutækja til daglegra starfa og þau yrðu unnin með sem minnstum mann- afla. Áhrlf fjármagns og tækni. Magn- og verðmætaaukning landbúnaðarframleiðslunnar hef- ur að verulegu leyti orðið að byggja fjárhagsgrundvöllinn að uppbyggingu sveitanna. Framlög þau, sem veitt hafa verið af opinberu fé, hafa frá því að jarðræktarlög tóku gildi og fram til síðustu ára vart num- ið meiru en 5-10% af fjármuna- myndun landbúnaðarins, en hafa hækkað nokkuð síðustu fimm árin og munu hafa komizt hæst í 18,2% fjármunamyndunarinn- ar árið 1966. Lánsfé til landbúnaðarfram- kvæmda hefur verið mjög tak- markað. Lánastarfsemi hefst með stofnun Ræktunarsjóðs 1926 og stofnun Búnaðarbanka íslands me_ð lagabreytingu á árinu 1929. Á árinu frá því að Ræktunar- sjóður er stofnaður og fram til 1930 eru veitt heildarlán til stofnframkvæmda kr. 5.510.980,00. Lán til allra land- búnaðarframkvæmda sem veitt eru á tímabilinu 1930-1965 hafa numið alls kr. 908.443.000,00, þar af eru 5/7 hlutar á tímabilinu 1955-1965, og eru þá meðtalin þau stofnlán, sem iðnfyrirtækj- um og sölusamtökum landbúnað- arins hafa verið veitt. Það er þetta fjármagn og samansparað fjölskyldufé sveitaheimilanna sjálfra, sem gert hefur bændum mögulegt að bæta rekstrarförm búa sinna. >að er Ijóst, að í mörgum greinum eru langt í land, að bændur hafi getað grundvallað ihin æskilegustu rekstrarform tæk"ibúins búskapar. Ræktun reksirarbyggingar og tæknibún- aður búanna hafa vart verið samræmd sem skyldL þróun tæknibúnaðarins svo ör, að vél- búnaður, sem þótti mikilsverð umbót fyrir fáum árum, svarar ekki þeim afköstum, sem þau tæki gera, sem boðin eru fram í ár eða á næsta ári. Fjáröflunar- möguleikarnir hafa líka ráðið miklu um, hverju var komið I framkvæmd hverju sinni. Af því hefur leitt, að um árabil, meðan framkvædir standa yfir, verður bústofninn ekki í samræmi við byggingarnar og þær ekki full- nýtt, vélbúnaðurinn heldur ekki í hlutföllum við ræktað land, sem á að nytja, og er nýtingar- tími vélbúnaðarins þá ekki full- nægjandi til að standa undir stiofnkostnaði og rekstri. f alltof mörgum tilfellum hef- ur þannig fjármagnsskorturinn orðið þess valdandi, að getuna til að koma öllum þáttum upp- byggingarinnar í horf hefur brostið, áður en komið væri á samræmi milli þessara þátta. f tæknibúnum búrekstri er áríð- andi, að hvað svari til annars, ræktun, rekstrarbyggingar, bú- stofn og vinnuafl. íslenzkir bændur eru frjáls- hyggjumenn og eru fljótir að til- einka sér allar nýjungar. Þótt hér hafi verið bent á, að nokkuð hafi skort á, að náðzt hafi full samsvörun i uppbyggingu jarð- anna annars vegar og rekstrar- tækja og bústofns hins vegar, þá hafa þeir, sem betur fer, náð verulegri aukinni hagkvæmni l Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.