Morgunblaðið - 23.02.1967, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1967.
Sögulegt
sumarfrí
eftir Stephen
Ransome
Settu ruliuna upp á milli.
13. kafli.
Hún hafði „haft með sér ‘
tvær ferðatöskur. Ég leitaði fyr
ir mér með skóflunni og fann
hina töskuna, sem lá við hliðina
á þéirri fyrri.
Svo gróf ég enn dýpra, var-
lega og hræddur. Nei, þarna
var ekki meira að finna — engin
Evvie.
Og í töskunum voru einmitt
þær flíkur, sem Dick var nýbú-
inn að segja akkur frá.
Við störðum hver á annan, dol
fallnir. Kerry gaf frá sér ein-
hver köfnunarhljóð og hélt
dauðahaldi í handlegginn á
Biad. í*á tautaði Dick: — Ég.. ..
ég verð að hringja til hans
Walkers og segja honum frá
þessu...... Og við horfðum á
eftir honum, er hann gekk, stí-ð
lega, aftur inn í vinnustofuna
og að símanum.
12. kafli.
Kl. 6.30.
Stutt innskot.
Brad hafði ekki verið hand-
tekinn. Og það var þvi að þakka
sagði hann mór, að Walker hafði
bent Cooley lögreglustjóra, á, að
enn væri ekiki neinn lagalégur
grundvöllur til að taka einn eða
neinn fastan. í jafn mikilvægu
máli og þessu, sagði Walker við
Cooley, varð fyrst og fremst að
fara að öllu með gát. Næsta spor
ið yrði að rannsaka nánar öll
atvik að hvarfi Evvie og leggja
allt kapp á að finna líkið.
Cooley lögreglustjóri, maldaði
ekkert í móinn. >að ery víst orð
in mörg ár síðan hann hefur rnót
mælt nokkru, sem yfirmaðar
hans hefur sagt. Hann lagði
nokkrar meinlausar spurningar
fyrir Glendu og Hawley, og för
síðan þegjandi burt með aðstoð-
armönnum sínum og ríkislög-
reglumönnunum og með þær
upplýsingar, sem hann hafði
fengið.
Þegar Walker fóir, litlu síðar.
áminnti hann Brad, erabættis-
lega, um að vera hughraustur,
því að enn væri engin ástæða
til að vera með neinar á/hyggjur
......En hvað það snertir, kann
Brad nú að vita betur.
Dagblaðið þarna í Crossgate
var þegar komið út er töskurnar
fundust. Ken Dirkin, sem var
þar einn blaðamaður, og var
gamall kunningi okkar, kom
þarna rétt á eftir lögreglunni.
Brad var svo skynsamur að bíta
hann ekki alveg af, svo að Ken
fór leiðar sinnar, harðánægður,
með yfirlýsingu frá Brad, þar
sem ýtarlega var frá því skýrt,
að hann hefði engar upplýsingar
að gefa um málið........ En ef
svo færi, að einhverjir frétta-
snatar úr borginni færu að ger-
ast nærgöngulir, þá var Haw-
ley skipað að verja hliðið og
hleypa engum inn.
En svo var verstu spurning-
unni enn ósvarað: Hvar var lík
Evvie?
Slæðibáturinn er enn að verki
úti á ánni. Líkið getur komið
upp hvenær sem vora skal —
eða það kemur þá ekki. Ef fiski
mönnunum mistekst, liggur næst
fyrir að senda leitarhóp út í
skógana, og svo annan hóp, vopn
aðan skóflum, til að leita á land-
areign Brads.
Ég var búinn að segja það áð-
ur, að sjálfur vildi ég helzt óska,
að lík Evvie fyndist aldrei. Og
ég endurtek það: Ég held, að
það væri bezt fyrir okkur öll,
að það haldi áfram að vera týnt.
Evvie er þegar búin að gera okk
ur nægilega mikla bölvun, og
ef hún kemur aftur fram á sjón
arsviðið, dauð, gerir það bara
❖❖*>❖❖❖❖❖❖❖ -g /\ ❖❖❖❖❖❖❖❖❖•:
:*❖❖❖❖❖ ❖❖❖•:• I U •❖❖❖❖❖❖❖❖❖•{
illt verra fyrir okkur öW......
Nei, ég mundi aldrei hreyfa mig
eitt skref til þess að leita að lík-
inu, né heldur snerta við skóflu
til þess að grafa það upp.
En svo neyðarlegt sem það er,
þá þykist ég alveg vita, hvar
lík Evvie er falið.
Ég veit það vegna þess, að
þegar ég hugsa mig betur um,
þá raan ég hvernig Brad.......
Þarna var ég truflaður.
Ég er alveg að fara.
Kl. 11.10.
Þessi snögga brottför mín gerð
ist fyrir tilverknað þessa fædda
friðspillis, hennar Kerry Race.
Meðan ég var að lesa á bandið
hafði ég ekki haf1 augun af her-
bergishurðinni hennar. Hún
hafði lokað sig inni, meðan rétt-
vísin var að spyrja bróður henn-
ar spjörunum úr. Ég hafði gægzt
inn til hennar og séð, að hún lá
á grúfu á rúminu, hafði spark-
að af sér skónum, en tárin
hrundu niður á rúmábreiðuna.
Ég var feginn að geta látið hana
svona afskiptalausa — hún hafði
ekki nema gott af að harma af-
leiðingarnar af sinni eigin fram-
hleypni.
En áður en tuttugu mínúru'-
voru liðnar og ég var sem óðast
að lesa þessa skýrslu inn á band
ið, opnuðust dyrnar hjá henni.
Og það var allt önnur Kerry,
sem út kom. Hún hafði klætt sig
.....ekki í sekk og ösku, held-
ur í svarta dragt. Augun voru
orðin þurr og öll framkom*
hennar hressileg. Ef hún var enn
með samvizkubit, sáust þess að
minnsta kosti engin merki nú.
Allt frá hæláháum skónum og
upp í srvotra hattinn leit hún út
eins og framagjörn kona, sera
ætlar að fara að fremja eitthvert
hreystiverk.
Ég varð skíthræddur við þetta.
Án þésS að líta í áttina til rtiín
stikaði hún niður í forsalinn, og
ég flýtti mér eins og ég gat að
slökkva á segulbandinu og þaut
á eftir henni.
Winston er bezt eins og af
vinsældum sézt
Lang-mest seldu
filter sígarettur Ameríku
Avallt nýjar og ferskar frá U.S.A.
Reynið Winston strax í dag
Við ráikumst hvorki á Brad
né Glendu á leið okkar út úr
húsinu. í»au hnipruðu sig senni-
lega inni í drykkjustofunni niðrL
Við hlupum alla leið út að bíl-
skúrnum, þar sem Kerry upp-
götvaði, að báðir heimilisbílarn-
ir voru lykilslausir. Ég hneigði
mig kurteislega, benti á minn
bíl og sagði: — Leyfist mér?
Hún glápti á mig og sá, að ég
var ekkert í þann veginn að láta
bíta mig af. Ég rennc^i bílnum
út, aftur á bak. Hún settist upp i
hann og sat þar stífbein og lag-
aði á sér hanzkana.
— Hvert á að fara, Pandóra?
Vonandi til Washington?
— Crossgate, svaraði hún ís-
kalt, og þakkaði mér ekki einu
sinni fyrir greiðann.
Þegar við ókum eftir heimreið
inni, þótti mér vænt um, hve
mikil kyrrð var þarna yfir öilu.
Þarna voru engir lögregluþjónar
á ferli. Hawley, sem stóð á verði
við hliðið, var farinn að láta sér
leiðast þar. >að var eins gott að
njóta þessarar kyrrðar meðan
kostur væri hugsaði ég. >að
yrði, hvort sem er, ekki svo
lengi.
Ég beygði til vinstri, þegar út
á veginn kom. Hingað til hafði
Kerry ekki sagt nema eitt ein-
asta ólundarlegt orð.
— Nú, hvað gaztu búizt við,
að ég gerði annað? sagði hún og
sneri snöggt til áhlaups. — Um
leið og ég Sá þig vera að fást
við þessa skóflu, datt mér nokk
uð í hug. Mér varð ljóst, að það
var þarna, sem það gerðist —
bak við vinnustofuna hans
Brads, eftir að ég var búin að
ganga þrjá fjórðu vegalengdar-
innar að hlöðunni. >ú manst, að
ég nefndi kjúklingagarðana og
ég hefði gengið fyrir eitthvert
horn. Það hlaut því að vera gafl
hornið á hlöðunni, og dálítinn
spöl lengra, þar sem ráðizt var á
mig.
— Og svo allt í einu mundi ég
etfir öðru — það var hljóð, sem
ég hafði heyrt, þegar ég var
þarna að paufast í myrkrinu.
Ég stanzaði þegar ég kom nær.
Ég tók nú ekki svo mjög eftir
þvi þá og kannaðist ekki við
það, af því ég var svo mikið að
hugsa um allt annað — en þeg-
ar ég sá þig með skófluna i
höndunum, Steve, vissi ég það
allt i einu. Það var hljóð einc
og þegar veiið er að grafa.