Morgunblaðið - 10.03.1967, Qupperneq 3
3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967.
Tónlistarfélagið efnir til sam-
keppni um kammertónverk
Allir tónleikar félagsins til vors ákveðnir
TÓNUISTARFÉLAGIÐ hefur
ákveðiö að efna til samkeppni
um kammertónverk fyrir 3
til 7 hljóðfæri. Lengd verks-
ins 10 til 20 mínútur. Er hljóð
færaskipan frjáls, en þess far
ið á leit, að íslenzkir hljóð-
færaleikarar geti flutt verkið.
íslenzkum tónskáldum yngri
en 40 ára er heimilað að taka
þátt í samkeppninni. Frestur
til að skila verkinu er til 1.
apríl 1968. Dómnefnd verður
skipuð tveimur íslenzkum
tónlistarmönnum og einum
viðurkenndura erlendum tón
listarmanni.
Á fundi hjá framkvæmda
stjóra Tónlistarfélat-isins,
Birni Jónssyni og Ragnari
Jónssyni í Smára, íneð frétta
mönnum í gær komu ofan-
greindar upplýsingar fram.
Ekki kvaðst Ragnar vita,
hvort Tónlistarfélagið efndi
til fleiri samkeppna á þessu
sviði, en með þessu viljum
við veita okkar ungu tón-
skáldum uppörvun eins og
hann komst sjálfur að orði.
Enn er ekki ákveðið hverjir
skipa munu dómnefndina, en
þriðji maðurinn verður út-
lendingur.
lék Jörg Demus, píanóleik-
ari. Ungverski fiðluleikarinn
André Granat mun n.k. mánu
dags- og þriðjudagskvöld
leika með aðstoð Árna Kristj
ánssonar. Granat byrjaði
fjögra ára að leika á fiðlu
hjá föður sínum. 3 ára hóf
hann tónlistarnám við háskól
ann í Budapest. Hefur hann
verið konsertmeistari margra
þekktra hljómsveita og er nú
á fáum árum kominn í röð
fremstu fiðluleikara sem ein-
leikari. Hann hefur farið í
hljómleikaför víða um heim.
Samhljóða einleiknum er
hann prófessor í fiðluleik.
Þá kemur til landsins síð-
ar í mánuðinum frægasta
kammerhljómsveit Vínarborg
ar „Die Wiener Solisten." í
sveitinni eru alls 12 manns,
allt valdir einleikarar. Á und
anförnum árum hefur sveit-
in ferðast um allan heim og
hlotið hvarvetna góða dóma
og mikið lof. Sagði Ragnar
að koma þessa fólks til ts-
lands yrði án efa talinn stór-
viðburður í ísl. tónlistarlífi.
Ungverski píanóleikarinn
Andor Folde er væntanlegur
til landsins í aprílmánuðL
Folde er kunnug jafnt hér-
lendis sem annars staðar af
fjölmörgum grammófónplöt-
um m.a. með mörgum
fremstu hljómsveitum Evrópu
og Ameríku. Síðar í apríl
kemur til landsins norski pí-
anistinn Kjeld Bækkelun,
sem er kunnur hér síðan hann
lék með sinfóníuhljómsveit-
inni.
Þá kom fram á þessum
fundL að tónleikar Tónlistar-
félagsins til vors hafa allir
verið ákveðnir. Þegar hafa á
þessu ári verið haldnir tvenn
ir tónleikar. Á þeim fyrri söng
norska óperusöngkonan Edith
Thallaug, en á þeim síðari
Anare oranat.
wDie Wiener Solisten“.
í maímnáuði hefur félagið
boðið til landsins ungum ís-
lendingL sem lýkur söngnámi
í vor, Eyvind Brems íslandi.
Hann er sonur Elsu Brems
og Stefáns tslandi. Verða
þeir tónleikar fyrstu opin-
beru tónleikarnir hans. Síðar
í maí er væntanl. kínvenski
píanistinn Fou Tsong. Hann
er tengdasonur hins fræga
fiðluleikara Yehudis Memhu-
ins og talinn „afburða virto-
us.“
Hertha Töpper, ein fræg-
asta söngkona Þýzkalands
kemur til landsins í sumar og
mun maður hennar Franz
Mixa leika undir.
„Engar gæSur við
sportveiðimenn"
VEIÐIMÁLIN tóku mestan fund-
artíma Búnaðarþing i gær.
„Þetta er veigamesta málið
eem liggur fyrir þessu Búnaðar-
|>ingi“, sagði Vatnsdælagoðinn
Guðmundur í Ási — og þótti
«kki ótrúleg rödd úr þeirri sveit.
Búfjárræktarnefnd Ihafði fjall-
•ð um málið. Hjalti Gestsson
hafði framsögu og skýrði álit
nefndarinnar S frumvarpi þvi til
laxveiðilaga, sem nú liggur fyrir
AlþingL Var nefndin samþykk
sumum nýmælum frumvarpsins
eins og t.d. að fjölga um tvo í
veiðimálanefnd og bæta þar við
fulltrúum frá Landssamtoandi
stangaveiðimanna og Lands-
sambandi veiðifélaga. Töldj
menn að veiðimálanefnd væri
æskilegur vettvangur fyrir við-
ræður þessara aðila — annar
ekki líklegri tii að gefa betri
raun. Aftur á móti var nefndin
á móti ýmsum öðrum ákvæðum
frumvarpsins eins og t.d. breyt-
ingum á skaðatoótagreiðslum, at-
kvæðisrétti í veiðifélögum o.fl.
Búnaðarmálastjóri taldL að I
frumvarpinu gætti nokkuð
þeirrar stefnu að draga ráðin
yfir veiðinni úr höndum bænda.
Það mætti ekki ske. Hér yrði
Búnaðarþing að vera vel á verði.
„Þetta er landbúnaðarmál. Það
þar-f að tryggja það sem bezt, að
veiðirétturinn verði ekki skilinn
frá jörðunum né hlunnindin tek-
in undan þeim. Bændur eiga að
taka tillit til heilbrigðrar fræði-
mennsku, en allar gælur við
sportveiðimenn eru óþarfar",
sagði búnaðarmála \ íri um leið
og hann lagði til að nefnd yrði
sett í málið til að taka alla lax-
veiðilöggjöfina til enduxskoðun-
ar.
Veggblöð
í Finnltuidi
Helsingfors 9. marz, NTB.
VEGGBLÖÐ hafa nú haldið inn-
reið sína í Finnlandi eftir að
prentarar fóru í verkföll. Prenta
dagtolöðin helztu fréttir á stór
blöð, sem þau svo hengja upp
fyrir utan ritstjórnarskrifstofur
sínar. Sumstaðar í Finnlandi er
hafin útgáfa á fjölrituðum blöð-
um, sem dreift er um borgirnar
og er talsvert um auglýsingar í
þeim.
Husgögnin
fáið þér hjá
Valbjörk
Höfum fengið smekkleg og hentug barnarúm (raðkojur).
Seljast tvö saman eða sitt í hvoru lagi, með eða ón
Verzlunin #
VALBJORK
bakpúða. Skoðið þetta þægilega og skemmtilega húsgagn, Reykjavhc103 SÍinÍ16414
og nýja „Eggstólinn", sem er hér á myndinni að ofan. ogGlerárgötu28,Akureyri
STAKSTEiMAR
Erfitt líf hjá kommum
Kommúnistar eiga við ýmsa
erfileika að etja um þessar mund
ir eins og vænta mí, þar sem
kosningar eru framundan og þaS
sem erfiðleikunum veldur er
fyrst og fremst að koma saman
framboðslista í Reykjavík, án
þess að til algjörs klofnings komi
í Alþýðubandalaginu. Það var
raunar búið að samþykkja á
fundi í Alþýðubandalagsfélagi
Reykjavikur að framboðslisti
þess við alþingiskosningarnar f
vor skyldi liggja fyrir eigi síð-
ar en 10. febrúar. Á honum bóÞ
ar þó ekkert enn og eins og mál-
in standa nú er hans ekki að
vænta í náinni framtíð.
Magnus og Jón
En baráttan um framboðslista
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
stendur nú um það hvort
Magnús Kjartansson skuli skipa
fyrsta sætið og Jón Baldvin
Hannibalsson annað sætið. Einar
Olgeirsson hefui látið í það
skína við uppstillingarnefnd Al-
þýðubandalagsins, að hann muni
láta af þingmennsku, en ef hann
fái ekki ráðið eftirmanni sínum
muni hann endurskoða þá af-
stöðu. Og skoðun Einars og ann
arra kommúnista er sú, að
Magnús Kjartansson skuli skipa
fyrsta sæti á framboðslistanum.
Sá maður en hins vegar eitur
í beinum samstarfsaðila komm-
únista í Alþýðubandalaginu, og
vilja þeir gera allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að koma
í veg fyrir að Magnús skipi
fremsta sæti framboðslistans i
Reykjavík. Fulltrúi þeirra á list
anum, Alfreð Gíslason, hefur
ákveðið að láta af þingmennsku
og hafa Hannibalistar lagt
áherzlu á að Jón Baldvin
Hannibalsson skipi annað sæti
listans. Jón Hannibalsson er
hins vegar eitur í beinum
kommúnista, sem engan veginn
geta hugsað sér að hann skipi
þetta sæti listans. Málin standa
því þannig að kommúnistar
bjóða upp á mann, sem sam-
starfsaðilar þeirra geta engan veg
inn sætt sig við og Hannibalistar
bjóða upp á mann, sem kommún
istar geta engan veginn sætt sig
við. Það er því engin furða þótt
erfiðlega gangi að koma listan-
um saman.
Fram d elleftu
stundu
Herbragð kommúnista nú virS-
ist vera það að draga það fram á
síðustu stund að semja um fram-
boðslistann í Reykjavík, þannig
að Hannibal Valdimarsson og
Björn Jónsson verði búnir að
birta sina lista í Norðurlandi
eystra og Vestf jarðakjördæmi.
Með því ætla þeir að koma í veg
fyrir að Hannibal beiti sömu ráð
um og hann gerði á páskunum
1963, þegar hann rak Berg Sig-
urbjörnsson niður í gegnum kok
ið á kommúnistum með þvi að
hóta algjörum samstarfsslitum
að öðrum kosti Kommúnistar
muna enn páskadagana þá, og
ætla sér að koma í veg fyrir að
Hannibal beiti sömu ráðum nú
til þess að koma syni sínum í
annað sæti framboðslista Alþýðu
bandalagsins í Reykjavík. Það er
því ljóst, að veður eru öll vá-
lynd í þessum herbúðum og verð
ur einkar skemmtilegt að fylgj-
ast með þeim átökum, sem fram
undan eru í Alþýðubandalaginu.
Það er líklega einhver skemmti-
legasta framhaldssaga, sem hægt
er að birta, ef miða má við
reynslu, sem þegar hefur fengiut
af framboðsmálum kommúnista.