Morgunblaðið - 10.03.1967, Side 10

Morgunblaðið - 10.03.1967, Side 10
. 1« MMBUVÍIBLAlttB, IWl'UUAUUK ÍO. MARZ 1967. Grátkonur auglýsa eftir líki í Vestmannaeyjum SJÚKDÓMAR, hungur og margvísleg neyð herjar þetta mannkyn, og margur hefur gilda ástæðu til að rifa hár sitt og klæði og harma hlut- skipti sitt, en þegar hraust fólk, sem hefur nóg að býta og brenna, jarmar og barm- ar sér eins og guðsvolaðir vesalingar, þá er eins liklegt að guð slái það fólk með ein- hverri ógnarplágu. Hér í landi er margur volaður og margur sjúkur og margur enn fátækur, en það fólk emjar ekki hæst helóur hin- ir, sem eru margfait fleiri og reyndar stærsti hluti þjóðar- innar, sem lifir við gnægð matar, húsakosts, klæða og líkamslegs heilbrigðis, en kveinar samt og kvartar svo að ömun er á að hlýða og menn gætu haldið að hinir síðustu dagar væru komnir. Hann mætti hljóðna þessi leiðinda sularsöngur í kvið- fullri þjóð, sem reyndar er næst því, sé einhver vá fyrir dyrum, að drepast úr ofátL Stundarefrfiðleika á að vera hægt að ræða án móðursýkis- kjaftæðis. Þó tekur steini steininn úr, þegar ungir menn og hraust- ir, draga yfir sig skuplur grátkvenna og ferst ekki hlut- verkið betur en svo, að þeir fella tár sín þar, sem ekk- ert leiði er og enginn dauð- ur í grenndinni, og svo fara þeir úr öllum ham við að leita uppi lík. Það var þá líka staðurinn að bera niður á fyrir grát- konur, — Vestmannaeyjar.. .. — Mikið skelfing er að heyra þetta með Vestmanna- eyj ar. Þannig mælti maður við mann, daginn eftir að Út- varpið hafði lýst fyrir lands- lýðnum, því ófremdarástandi, eymd, volæði og fátæktar- basli, sem ríkti orðið á þess- um stað. Það varð ekki ann- að skilið af þessari þjóðlífs- lýsingu en þarna ætti enginn orðið fyrir salti í grautinn. Og þjóðin, sem hafði haldið, að þarna væri bezt stætt fólk á landinu. Það varð þó mörg- um huggun að frétta, að einn og einn bátur væri að skjót- ast út. Það hafði þó altjent soðninguna, blessað fólkið. Nú vildi svo til, að Mbl. bað mig skreppa til Eyja og fór ég sjóveg, því að mér finnst það allt af virðulegra ferðalag heldur en þvælast um háloft- in með þessum blikkdósum — upp á líf og dauða — mér lá ekkert á — hvorki tU Eyja né himnaríkis. — Ætti ég kannski að kaupa nokkur epli að stinga upp 1 svanga krakkanóru í Eyjum, segi ég við sjálfum mig, en hvarf frá því, það mundi bara æra upp í þeim sult. ----O---- Maðurinn er gleyminn á þjáningar náunga síns og út Flóann hafði ég margt að ræða við skipstjórnarmenn á Herjólfi og gleymdi að spyrja þá um ástandið í Eyjum. Margir ágætir menn hafa orðið til að lýsa hinu fasta landi í nágrenni Reykjavík- ur, en enginn enn til að lýsa hinu vota hafi við bæjardyrn- ar. Flóiinn er margfalt sögu- ríkari en klungrin hér í kring, og það eru ekki barnasögur og lítið um sólskin og huggu- legheit Sögusviðið byrjar strax 1 hafnarmynninu; þessi bátur fórst þarna, þessi strandaði þarna, þessi varð fyrir áfalli þarna, þessi missti út mann þarna og þannig endalaust út allan Flóa — og síðan öll miðin —, þarna hefur hver blettur heiti og þarna á hver blettur sögu af einhverju tagi og ekki minnkar söguefnið, þegar siglt er fyrir Reykja- nes. Það er ein jafnversta siglingaleið fyrir landi hér, því að svo má heita, að í öll- um áttum, nema há-austan sé vonzka fyrir nesið, ef eitt- hvað er að veðri á annað borð. Aúk hins slæma sjólags, sem jafnan er fram af nesj- um, eru þarna slæmir klakk- ar og grynningar. Þessa leið siglir Herjólfur á hverju sem gengur að heita má, en það er kannski ekki mest ástæða samt til að aumkva Herjólfs- menn; skipið er gott og menn irnir vanir, en hlaðnir fiski- bátar eiga oft í erfiðleikum fyrir nesið og þar verður jafn an að sigla með gát. Svarar, skipstjórinn, á Herj ólfi er búinn að vera að þvæl- ast hér fyrir ströndinni í meira en þrjátíu ár og kann frá mörgu að segja — hann fékk einu sinni á sig brotsjó í pyttinum bölvaða suður af Malarrifinu, sem margan hef- ur drepið — einnig þekkti ég stýrimennina, svo að ég hélt mig mikið í brúnni. Það dugir samt ekki að slóra í Flóanum, því ferðinni er heitið til Eyja. Ég hefi alla tíð haldið, að það sé hvergi verra að stunda sjó en í Eyjum. Sjálfur hefi ég aldrei róið þaðan, en svo segja mér menn, sem víða hafa ýtt á flot, að það muni óvíða vera betra að sturtda sjó. Sóknin er — eða kannski réttara sagt var — stutt, leið- ir eru þarna hreinar og sjó- lag yfirleitt heldur hreint, sjó- ar að vísu almennt gildari en vestra, en ekki eins krappir og því ekki eins hættulegir smærri bátum, minna er einn- ig um straumkviku. ísingar- hætta er þarna líka minni en nyrðra og vestra. Þarna er gott að taka land, aðdýpi mikið og fjöll há og víða var, þó að ekki náist til hafnar og þannig er aðstaða til sjósóknar sízt verri en viða annars staðar, enda sækja þeir stíft. Innsiglingin sjálf er þó hrollvekjandi í austan. Þá grefur hann sig mikið og má svo heita að siglt sé í brotinu og á annan veginn er snar- brattur kletturinn en á hinn veginn brimurð. Furðu fá slys hafa samt orðið um ár- in á þessari hæpnu siglinga- leið, jafnfjölfarin og hún er. ----O----- Óskar Johnson, bóksali með meiru í Eyjum, tók á móti mér. Óskar varð ungur skipstjóri og aflasæll, en tók við verzlun föður síns fyrir mörgum árum. Það lá vel á Óskari og enga eymd á hon- um að sjá. — Hvað er þetta, segi ég, þú hefur sloppið. Ertu kann- ski að selja bækur enn þá? — því skyldi ég ekki vera enn að því, ég er meira að segja búinn að opna aðra búð til viðbótar. Þetta kom mér dálítið spánskt fyrir , því að enginn mælir er jafnnæmur á kaup- getu fólks, eins og bóksalan, það er að segja, ef fólkið leggst ekki í sjónvarpskaup eða þess háttar eitthvað. Það vaknaði hjá mér von um, að eitthvað hefði skol- azt í fréttum þeim, sem Reyk- víkingar fengu og sú von átti eftir að verða að vissu, sem betur fór. Það getur verið, að einhvers staðar á landinu sé jafnblómlegt atvinnulíf og í Vestmannaeyjum, en hvergi betra. Það er rétt, að það hefur verið fádæma gæftaleysi og valdið því að línu- og neta- vertíðin er ekki orðin eins góð og vonir stóðu til, þar sem afli hefur verið góður, þegar gefið hefur. Loðnuveið- in hefur hins vegar bætt Veest mananeyingum í búi, og tog- veiðarnar gengið sæmilega. Vonandi verða gæftir góðar það sem eftir er vertíðar og fylgi þeim afli mikill, því að þetta dugmikla fólk á það skilið að drottinn hygli þvL -------------O----- Mér varð fyrst gengið yfir í hús ísfélagsins. Hraðfrystihús þess er einna minnst hinna fjögurra stóru, Vinnslustöðv- arinnar, Fiskiðjunnar og Hrað frystistöðvarinnar — en öll- um virtist bera saman um, að þar væri reksturinn jafn- haganlegastur og snyrtilegast- ur og til dæmis hafði Sig- hvatur Bjarnason, forstjóri hins mikla fyrirtækis Vinnslu stöðvarinnar orð á því, að þarna væri margt til fyrir- myndar. Flest er þó áþekkt í hinum stærri frystihúsum. Þau reka sameiginlega deild, sem þau kalla Framleiðni- deild og síðar segir frá — og fylgjast vel með vinnubrögð- um og fyrirkomulagi hvers annars og ræða það, sem bet- ur má fara, sín á milli. Hér verður því látiíf nægja að segja lítið eitt frá ísfélag- inu, sem dæmi um hraðfrysti- húsreksturinn í Eyjum, enda er það fyrst og fremst rekið sem hraðfrystihús. Hinar stöðvarnar hafa meira um- leikis og fjölþættari rekst- ur. Hús ísfélagsins er mikið og stórt. Gólfflötur tveggja hæð- anna er 2400 fermetrar, hvorr ar um sig, en á þriðju hæð- inni eru „verbúðir", fyrir 60 —70 manns. Er þetta þannig enginn smákofL Skrifstofurnar eru á mið- hæðinni og þangað fór ég að hitta húsbændurna. Ég hafði grun um, að þetta fyrirtæki velti 60—70 milljónum og átti því von á, að öll miðhæðin væri skrifstofuhæð, en það reyndist nú ekki aldeilis svo. Þarna voru 2 —^tvær — ég skrifa það líka með bókstöf- um, ef Reykvíkingar skyldu halda, að tölustafuriinn hefði misritazt — manneskjur á skrifstofunni auk forstjórans. Einar Sigurjónsson hefur verið forstjóri fyrirtækisins um tíu óra skeið. Hann var sjómaður lengi, enda leynir það sér ekki. Maðurinn er stór og þrekinn. Hann tekur í nefið, en það er eins og kunnugt er, þjóðlegasta íþrótt, sem íslendingur getur lagt stund á — og sigrað í — og þegar við höfum fengið okk- ur í nefið, fer Einar að segja mér frá fyrirtækinu. ísfélagið h.f. var stofnað 1901 og þá elzta vélfrystihús á landinu — það er víst eng- in leið að bjarga því fyrir ís- firðinga, þeir voru tveimur eða þremur árum á eftir — framan af var mest um geymslu á beitu að ræða, en starfsemin jókst og tók breyt- ingum og í dag er fiskvinnsl- an megin-verkefnið. ísfélagið hefur látið sér hægar en mörg önnur fyrirtæki í fjárfestingu og ætlað sér vel af og þeir brosa bara, þegar ég spyr, „Lond míns föðnr, Inndið Greinaflokkur * eftir Asgeir Jakobsson hvort nú sé ekki hart I ári. Martin Tómasson er komina þarna líka, en hann er einn af stjórninni. Ekki segjast þeir vilja leyna því, að það séu erfiðleikar með rekstrarfé, einkum þá tíma, sem lítið er aðhafzt, og þeir nefna verð- bólgu og hafa nokkrar áhyggj- ur af verðfallinu, en það þarf áreiðanlega lag til að fá þessa menn til að hafa uppi eitt- hvert hungurgaul. Þeir muna tvenna tímana og hafa séð hann svartari í álinn en þetta. Þó að skúr falli, endrum og eins, sé það ekki til að kippa sér upp við, eða láta herfileg- um látum, eins og nú séu hý»- ir síðustu dagar. Að miða alla frásögn af fyr- irtæki við rekstrarörðugleika stundarinnar, er að sjálfsögðu misskilningur. Það segir eng- um neitt um raunverulegan hag fyrirtækisins, hvað er mikið í kassanum þessa eða hina stundina og ég spurði því klárt og gott, hvort hlut- fallið milli eigna og skulda væri fyrirtækinu hagstæðara í dag, en fyrir fimm árum síð- an, og fékk það svar, að það væri ekkert launungarmál að svo værL Til að gera langa sögu stutta í þessu efhi, þá höfðu þeir Eyjamenn, sem ég tal- aði við sömu sögu að segja, hvað þetta snerti. Efnahagur allra hafði batnað, nema þeirra, sem orðið höfðu fyrir sérstökum skakkaföllum í sambandi við útgerð, spil hafði bilað og vertíð mislán- azt af þeim sökum eða öðr- um sérstökum óhöppum, eins og oft vill verða í útgerðinnL Þarna er bílamergð mikil — (um eða yfir 700) — nýbygg- ingar feikilegar — skipaflot- inn glæsilegur — fólkið hraust legt og vel haldið — hver fjandinn er að? Þeir í Ísfélaginu kalla þarna mannahíbýlin uppi á loiftinu „verbúðir." Þetta er gamalt og gott orð og kannski rétt að halda því, en það er þó mála sannast, að þessar vist- arverur hjá ísfélaginu eiga ekkert skylt við hina gömlu merkingu orðsins og í raun- inni mætti eins vel kalla sláttuvélina orf. Þessar íbúð- ir þarna á loftinu gætu verið hótelherbergi eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta eru tveggja manna herbergi, með vask og innbyggðum skápum, og allt er þarna vel málað, í hólf og gólf. Fjórir baðklefar eru frammi á ganginum og þarna er húsvörður í sérstakri íbúð, sem heldur húsnæðinu öllu hreinu og gætir reglu, enda var þarna allt sem nýtt enda þótt húsnæðið væri orðið þriggja ára. Á næstu hæð er borðsaluriinn, sem rúmar 120 —150 manns, ef þarf og er hann byggður fram í turn- inn eða bogann, en öll bygg- ing ísfélagsins stendur á gatna mótum og er bogmyndað hornið, sem að gatnamótun- um snýr. All-verulegur hluti af veggfleti matsalarins er úr gleri og einstaklega bjartur og vistlegur. Eldhúsið er stórt og bjart og fullt af fögr- um konum, eða það sýndist

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.