Morgunblaðið - 10.03.1967, Side 11

Morgunblaðið - 10.03.1967, Side 11
MORGUNBLiAÐIÐ, FÖSTUDAGUR-10. MARiJ 1947. ■ 11 mér út undan mér. Ég var svoldið feimiinn og óupplits- djarfur þar inni. Karlmenn verða alit af dálítið álappaleg- ir í eldhúsum. Ég man ekkert hvérnig það er buið að tækjum. Það er ekki hægt að skoða neitt, þeg- ar maður horfir beint inn í blá augu hvert sem litið er. í flökunarsal vinna. 50 stúlk ur og hann er bjartur og hreinlegur. Þarna hefur verið beitt hinni ýtrustu vinnu- hagræðingu, sem þekkist hér- lendis, þó að hún sé ekki eins dæmi í Eyjum og kunni von- andi að eiga sér hliðstæður víðár á láidinu, þó að því mið ur sé varla mikið um það — þess vegna er nú máski kom- ið sem komið. er Þarna í flök- unarsal ræður Sigurður Auð- unsson ríkjum og lá vél á honum, enda varla annað hægt, mér sýndist maður vera þarna einn karla, en hann vildi ltáa skipuleggja ýmislegt betur með þessari þjóð og sagði, að það væri helvíti hart, að það væri hægt að yfirborga fólki við að byggja hús í Reykjavík, en í fram- leiðslunni yrði að þjarka um hvern tuttugu og fimmeyring við starfsfólkið. Mér fannst hið síðara afleitt og hefur allt af fundizt það og það finnst enda flestum, en hins vegar tók ég lítið undir skipulagn- ingartalið og horfði nú til vandræða á milli okkar, en þegar til kom nennti hvorug- ur að þjarka um þjóðfélags- mál og skildum við sáttir. í flökunarsalnum er margt skemmtilegt að sjá — fyrir utan hitt — þarna hefur öllu verið hagrætt á hinn bezta máta. Þarna vinna tvær og tvær stúlkur saman við lítil borð. Það hafði sem sé komið á dag inn við rannsókn, að væru borðin stytt um hálfan metir frá því sem var, sparaði það stúlkunni 800 metra göngulag við daglanga vinnu. Stúlkurn- ar voru áður fleiri, allt að sex við borð, en þá var það svo, að yrði stanz á verki hjá einni neyddust hinar einnig til að stEuiza. Með því að stúlk urnar séu aðeins tvær er þessi töf ekki lengur fyrir hendi. Vigt er á miðju borðinu og er allt vinnsluefnið vigtað til kvennanna og eins það, sem þær skila. Spjald er við hvert borð og er fært á það, hvað þeim er fengið í hendur og það sem þær skila, og er þá að segja frá framleiðnideild- inni, en slík deild með sér- mehntuðum mönnum er nauð synleg þeirri verktilhögun, sem þarna á sér stað, það er hagræðingu við vinnuna og svonefndu bónuskerfi — eða kaupaukakerfi, ef monnum fellur hitt orðið illa. En áður en horfið er úr húsum ísfé- lagsins er rétt að fá sér í nefið hjá Einari og leita álits hans um frystihúsarekstur al- inennt. Einar seglrt „Það er auðvitað margt, sem hefur áhrif á rekstur frysti- húss, en ekkert einstakt at- riði, er að mínum dómi jafn- mikilvægt og hagræðing — það er, skynsamleg nýting véla- og vinnuafls. Þáð ér auðivtað mál, að það þýðir ekki að bruðla fé fyrir- tækja í þennan lið í röngu hlutifalli við stærð fyrirtækis- ins — en þetta er tvímæla- laust mikilvægasti rekstrar- liðuriinn.** Einar kynnti sér fyrir nokkr um árum stanfsemi Findus í Noregi, og segir þá verja 2% af brúttóveltu í rannsóknir á *viði hagræðingar. Hann sýn- ir mér þarna „status“, kort, sem frystihúsin færa yfir dag legan rekstur, og á þeim sést umsvifalaust, ef eitthvað fer úr skorðum við vinnsluna og hver nýtingin er frá degi til dags á hverri fisktegund, og hvernig vinnubrögðin eru og síðan hversu mikið faést upp í fastakostnað daglega. Þessi nákvæma „stitistik“ gefur frystihúsunum tækifæri til að leita strax úrræða, ef einhvers er ábótavant í vinnslu eða nýtingu. Færsla þessara spjalda fell- ur inn í heildar-bónuskerfið, sem Framleiðnideildin annast úti í skrifstofubyggingu V innslustöðvarinnar. Kjartan, verkfræðingur, seg ir hagræðinigarstarfsemi frysti húsanna fólgna í eftirfarandi tveim meginatriðum: . 1) Að skipuleggja vinnuna og reyna að finna hæfilegar viinnuaðferðir á hverjum tíma miðað við aðstæður. 2) Þegar vinnan hefur verið skipulögð, svo sem kostur er á, þá er farið að leita eftir heppilegasta launakerfinu sem við á á hverjum tíma og stað. Þannig er frumskilyrðið að skipuleggja vinnuna og hófst sú starfsemi á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna fyrir nokkrum árum og munu nú nokkur frystihús á Suður- nesjum, öll frystihúsin við Djúp og einhver á vesturfjörð unum, eitt eða máske fleiri á Snæfellsnesi og síðan Eyjahús in hafa tekið upp vinnslukerfi byggt á rannsóknum, upphaf- lega a.m.k., á vegum Sölumið- stöðvariinnar. Þessi upptalning hér að framan er alls ekki tæmandi. Það kunna að vera enn mörg hús víða um land, sem byggja vinnsluna á svipuðu kerfi og Eyjahúsin, þótt ég ekki viti það. Frumrannsóknin byggðist á að mæla vinnuhraðann með nákvæmum tækjum. — SÉg marg-spurði þá, hvaða tæki þeir hefðu helzt notað við að mæla hraðann, en þeir feng- ust aldrei til að skilgreina þau — (ég vissi það þó ég spyrði, að það eru notaðar skeiðklukkur á blessað kven- fólkið við þessar mælingar). Og síðan fundinn stuðull, sem allt bónuskerfið var síðan miðað við, leitað var gaum- gæfilega eftir að nema burtu allar hindranir í vinnslurás- inni, þannig að vinnan gengi snurðulaust frá fyrsta hand- taki til þess síðasta, þar um er dæmið hér að framan, þeg- ar borðin voru stytt og fækk- að við þau til að koma í veg fyrir óþarfa göngulag og taf- ir. Um þetta allt varð að hafa góða samvinnu við verkstjór- ana og fólkið og er það frum- atriði í vinnuhagræðingu allri. Þegar fyrirtækið telur sig hafa hagrætt vinnunni eins og kostur er á í flökun, snyrtingu, pökkun og fryst- ingu, þá kemur til kasta Fram leiðnideildar að reikna út nýtinguna á „borðavinnu," og bónus. Hinar daglegu færslur Framleiðnideildar eru upp- lýsingar um vinnutíma og af- köst hvers einstaks manns og vinnu-brögð og síðan nýtingar prósentan og afkoman hjá fyrirtækinu eftir daginn. Eftir áðurnefndum upplýs- ingum Framleiðnideildar eru færð áður nefnd „status“, kort hvers frystihúss um sig. ----O---- Framleiðnideildin er til húsa uppi yfir hinu fyrirheitna landi — Ríkinu — en það verður þarna til húsa á neðstu hæðinni og opnar á föstudag. (Mér sýndist vera að mynd- ast biðröð, þegar ég fór á þriðjudag). Framleiðnideildin, er sem fyrr segir, rekin af hraðfrysti húsunum sameiginlega og veitir henni forstöðu Kjartan B. Kristjánsson verkfræðing- ur og Hnífsdaælingur en það er gott fólk, sem kunnugt er og fer aldrei langt frá sjó. Ég rakst þarna á nokkra Vest- firðinga, sem eru þarna mektarmenn. Aðalreiknimeist arinn var sem sé Hnífsdæl- ingur, læknirinn vellukkaður ísfirðingur, fiskimatsmaður- inn, Strandamaður og síðan Páll Þorbjarnarson, sá frægi maður, en hann er Inn-djúps- maður eins og Friðfinnur Ólafsson, Sverrir Hermanns- son og Sigurður Bjarnason og þeir Arnardalsmenn (Hanni- bal etc.) og margt er þaðan merkilega góðra manna, þó að þeir lokuðu fyrir Bolvíkingum Djúpinu hér fyrrum og bönn- uðu þeim að beita kúfisk, bölvaðir, og kölluðu öngla- dóm. Kjartan segir að það þurfi allmikla umsetningu til þess að framleiðnideild eins og þarna er rekin, borgi sig. Auk hans vinna þarna tveir menn og síðan eru tvær stúlkur við einhverskonar tölvu, sem annast bónusútreikningLnn. Það er ekki fundin endanleg niðurstaða í því efni hversu miklu fyrirtæki megi verja í hagræðingarstarfsemi; menn vita að hún launar sig, en ekki ætíð hversu vel hún launar sig — hérlendis er þessi starfsemi oft svo ung að samanburð vantar, og sem dæmi má nefna slæginguna — það veit enginn nákvæmlega hversu mikið kostaði að slægja pr. kíló áður en hag- þannig skortir upplýsingar af ræðing kom til sögunnar — þannig skortir uppiýsingar af ýmsu tagi til að segja ná- kvæmlega fyrir um gildi hag- ræðingar oft á tíðum, en allir eru á einu máli um, að það er verulegt og getur ráðið alger- um úrslitum í rekstrinum. Sú hagræðing, sem hér er beitt og það kerfi sem notað er í því sambandi leiðir í ljós nýtinguna, sem áður er sagt. öllum þeim mönnum, sem ég átti tal við í Eyjum, hvort heldur það voru bátaútvegs- menn, skipstjórar eða frysti- húsamenn, bar saman um það, að væri hægt að auka nýting- arprósentuna verulega frá því sem nú er, Væri vandatnál hraðfrystiiðnaðarins og bát- anna, sem við hann skipta, leyst. Hér er því ekki verið að hreyfa við neinu hégóma- máli, 'enda er þetta ekkert ný- mæli, en þó er hér sem jafn- an, þegar deilur eru uppi, að mönnum sést í hita umræðn- anna yfir grundvallaratriðin og hafna í moðreyk stundar- fyrirbæra. Hér má nefna um tvö ljós dæmi: Ef frystihús, sem afkastar 100 tonnum af þorskflökum á sólarhring, eykur nýtinguna um 2% frá því sem nú er og miðað við verðlag í dag, þá þýðir það 50 þús. kr. hagnað á sólarhring að öðru óbreyttu og má öllum Ijóst vera hversu gífurlegt atriði það væri, ef hægt væri að auka nýtinguna verulega, t.d. 5 eða 10%. Jóhann Pálsson nefndi ann- að dæmi og efast ég ekki um að það sé rétt lika, þó frá öðr- um sjónarhóli sé horft. Hann segir, að 1% aukning nýting- ar í hraðfrystingu valdi 23 aura verðmætaaukningu á hráefniskíló. Þessi tvö dæmi ættu að gera það ljóst, hversu gífur- legt atriði það væri, ef hægt væri að auka nýtinguna t. d. um 5 eða 10%. Það er áreiðanlega rétt, sem öll- um ber saman um í Eyjum, að finnist lausn — sem allir geta sætt sig við og eru fúsir til að vinna að — á meðíerð fisks ins — þá eru vandamál dags- ms, a.m.k. leyst í þessum iðn- aði og útvegi. Verkefnið er þó tvíþætt. Fyrst er að finan heppilegustu vinnubrögðin fyrir sjómenn- ina og auðvitað í samvinnu við þá, öðru vísi er þetta 6- Framhald á bls. 24. Iðnaðarliúsnæði óskast til kaups. Þarf að vera á götuhæð við fjöl- farna götu, ca. 150—200 fermetrar, má vera í smíð- um. Upplýsingar í síma 34939 og 16012. TÓMAS GUÐMUNDSSON. Buxnadragtir Ný sending af ALULLAR BUXNADRÖGTUM. Austurstræti 7 — Sími 17201. Lúxus einbýlishús á einum eftirsóttasta stað á Flötunum, Garðahreppi. Húsið er 223 ferm., auk tvö- falds bílskúrs, 8—9 herbergi, skáli. eldhús, bað, WC og er allt á einni hæð. Óvenju glæsileg teikn. Selst fokhelt. Teikningar allar nánari uppl. gefnar á skrifstofunni. Skipa- og fasteignasalan KIRKJUHVOLT Símar:,H<ll6 pn I38M Fulikomnasta gardjnu uppsetning a' markaðnum rxieS og s,n. lcapp>a. ^fjöltoreytt lita.txrva.1 *I 1 T Ai SÍÐUMÚLA U • REYKJAVÍK • SIMI 20885 Ennfremur ZETU-rennibrautin fyrir ameríska uppsetningu. 0 ööö ö ö Útsöluverð: 3 mtr. brautir á 4 mtr. brautir á 5 mtr. brautir á m/tildrætti. kr. 90.00 pr. mtr. kr. 81.00 pr. mtr. kr. 76.00 pr. mtr. Gardínuefni í úrvali jafnan fyrirliggjandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.