Morgunblaðið - 10.03.1967, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.03.1967, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1067. 17 r > Þórhalluir Asgelrsson, ráðuneytisstjóri: NÝ VIÐHORF í ALÞJÚÐAVIÐSKIPTA- MÁLUM OG AFSTAÐA ÍSLANDS Erindi flutt á hádegisverðarfundi Verzlunar- ráðs íslands 25. febrúar sl. MÉR voru gefnar frjálsar hend- ur um val ræðuefnis, að sjálf- sögðu innan þess sviðs, sem snertir okkar störf og við höf- um áhuga fyrir. Mér var eng- inn vandi að höndum með efn- isval, því að að mínu áliti er þróun markaðsbandalaganna í Evrópu mál málanna á sviði al- þjóðaviðskipta, og spurningin um það, hvernig við eigum að bregðast við þeirri þróun er að- kallandi. Nátengdar þessu máli eru samningaviðræðurnar í GATT, sem nú standa yfir, um lækkun tolla og afnám viðskiptahafta, en þær eru tilraun Bandaríkjanna og annarra landa, sem eru fyrir utan markaðsbandalögin, eink- um Efnahagsbandalagið, til að draga úr tollamismunun þeirri, sem af þeim leiða. Á ensku er talað um Kennedy-round — er það komið úr íþróttamálinu — og á við um þá umferð eða lotu í alþjóðasamningnum, sem kennd er við Kennedy forseta, að því, að sagt er gegn hans vilja. Sumir segja, að auðveld- ara væri að ná árangri, ef samn- ingarnir væru kenndir við t.d. de Gaulle. Þessi umferð er sú sjötta í röðinni, síðan alþjóða- sáttmálinn um tolla og viðskipti s.k. GATT var gerður 1947. — GATT er alþjóðasamningur en ekki alþjóðastofnun. Ætlunin var, þegar GATT samningurinn var gerður, að stofna alþjóðavið- | ári síðar. I>eim á að ljúka 30. júní 1967, en þá rennur heimild 1 Bandaríkjaforseta til samnings- 1 gerðar út. Samningarnir hafa ! gengið hægar en búizt var við , vegna innbyrðis ágreinings Efna- hagsbandalagsins , en lokalotan er nú að hefjast og er stefnt að því að ná samkomulagi í aðal- atriðum í marz/apríl, svo að hægt sé að ganga formlega frá öll- um samningunum milli einstakra ríkja fyrir 30. júní. Takmark Kennedy-viðræðn- anna var að lækka almennt tolla um helming, en langt er frá þvi, að það takmark náist. Eru nú taldar horfur á, að meðaltolla- lækkun iðnaðarvara verði á milli 20—30%, en árangur á sviði land búnaðar- og sjávarafurða verður fyrirsjáanlega miklu minni. ■ Eins og kunnugt er, gerðist ís- land bráðabirgðaaðili að GATT 5. marz 1964, og með því að leggja fram tilboð um tollalækk- un vorið 1966 gerðist það virkur þátttakandi í Kennedy-viðræðun- um. Boð okkar var að lækka ' tolla yfirleitt um helming, þó ekki á kjöti, mjólkurafurðum og grænmeti, svo framarlega sem við fengjum jafnmikil fríðindi á móti í okkar viðskiptalöndum. Aldrei var við því búizt, að sá árangur næðist fyrir sjávaraf- urðir, að til verulegra nýrra tolla lækkana kæmi hér, en þær tolla lækkanir, sem framkvæmdar i hafa verið síðan ísland gerðist Fra hadegisverðarfundi Verzlunarraösins ridptastofnun, Intematlonal Trade Orgaizatlon, (ITO) á sama hátt og aðrar sérstofnanir Sameinuðu þjóðanna. Stofnskrá- in var samin á Havana-ráðstefn- unni 1947, en hún hefur aldrei tekið gildi vegna þess, að Banda- ríkjaþing fékkst ekki til að stað- festa hana. í>6ir af leiðandi hef- ur GATT smám saman þróazt í *ð verða alþjóðaviðskiptasamtök, *em hafa beitt sér fyrir meira frjálsræði í viðskiptum og lækk- un tolla. Kennedy-viðræðurnar er •tærsta átak GATTS í þessum efnum. Hófust þær í maí 1963, þótt formlegir samningar séu ekki taldir hafa byrjað fyrr en < aðili að GATT, teljum við sem okkar framlag í Kennedy-við- , ræðunum. Af íslands hálfu höfum við ' Einar Benediktsson, sendiráðu- I nautur í París, átt margar við- ræður við helztu viðskiptaþjóð- J ir okkar í GATT, einkum Efna- hagsbandalagið, sem kemur fram sem einn samningsaðili fyrir sexveldin, og svo Bandaríkin og Bretland. í viðræðunum höfum . við gert kröfu til, að tollar á fiski og fiskafurðum yrðu lækk- aðir um helming eins og yfir- 1 lýst takmark Kennedy-viðræðn- anna væri. Ekki hefur fengizt mikill skilningur fyrir þessu sjónarmiði, því að iðnaðarþjóð- irnar eru vanar að líta svo á, að um sjávarafurðir eins og land- búnaðarafurðir skuli í alþjóða- viðskiptum gilda aðrar reglur en um iðnaðarvörur. Höft, kvótar og háir tollar eru af fulltrúum þessara landa oft taldir réttlæt- anlegir vegna sérstöðu fiskveið- anna Tilboðin, sem lögð hafa verið fram, eru meðan á samningun- um stendur talin leyndarmál, en erlendu blöðin hafa marg oft skýrt frá tilboði Efnahagsbanda- ' lagsins varðandi sjávarafurðir og því ástæðulaust að þegja yfir því hér. Efnahagsbandalagið hef ur boðið að lækka ytri tollinn fyrir freðfisk úr 18% í 17%, auka bindingu tollfrjálsa kvót- ans fyrir nýja og frysta síld úr 32.0000 tonnum upp í 46.000 tonn, I en engin tollalækkun eða toll- kvóti tendur til boða fyrir is- fisk, en ytri tollurinn er ákveð- inn 15%. Hinsvegar er gömul binding í GATT frá s.k. Dillon- J viðræðunum á 34.000 tonna toll- ! frjálsum kvóta fyrir saltfisk og skreið og fellst í þessu mikil trygging fyrir útflutning okkar á saltfiski og skreið til Ítalíu, Ijósi punkturinn í Kennedy-við- ræðunum enn sem komið er frá okkar sjónarmiði sér. Tilboð Efnahagsbandalagsins er ekki endanlegt, en allir samn ingar við bandalagið eru mjög erfiðir, þar sem sex lönd þurfa að koma sér saman um tilboð- , in og svo einnig vegna þess að bandalagið er nýbyrjað á að ræða sameiginlega fiskimála- stefnu, en engar ákvarðanir tekn ar ennþá. Það er mikill stuðning- ur fyrir okkar málstað gagn- j vart bandalaginu, að hin Norð- urlöndin hafa síðan 30. nóvem- ber sl. komið fram sem einn samningsaðili með sameiginleg- . an óskalista og annan lista yfir vörur, sem tollalækkun nær ekki til nema orðið sé við óskum þeirra. Hinn s. k. afturköllunar- listi beinist fyrst og fremst gegn hagsmunum Efnahagsbandalags- landa og hefur samstaða Norð- urlandanna mjög styrkt samnings aðstöðu þeirra. Á óskalista Norð- urlanda eru sjávarafurðir ofar- lega og er líklegt, að bandalagið taki eitthvert tillit til óska Norð- sem annars myndi falla undir ' 13% ytri toll Efnahagsbandalags- ins. Ekkert formlegt tilboð um ' sjávarafurðir liggur fyrir frá Bretum, en Bandaríkjamenn hafa tilkynnt, að þeir vaeru fá- anlegir til að afnema toll á þýð- ingarmiklum útflutningsafurðum okkar gegn samsvarandi tollfrið- , indum á móti og er það eini flytur erindi sitt. urlandanna á því sviði, en við myndum þá njóta góðs af. Ekki gefur þetta samt neitt tilefni til bjartsýnis um niðurstöður Kenn- edy-viðræðnanna. Samstaða Norðurlanda í GATT er merkilegur áfangi í sívaxandi norrænu samstarfi á sviði við- skipta- og efnahagsmála, sem ísland tekur ekki þátt í. Sögu- fróðir menn segja, að þetta sé 1 fyrsta sinn síðan á dögum Kal- marssambandsins, að Norður- löndin hafi falið einum samninga manni, Svíanum Nils Monton, samningsumboð í veigamiklum málum. Ekki var fært fyrir okk- ur að taka þátt í þessu samstarfi af eftirfarandi ástæðum: 1. Fyrir okkur er ógerlegt að standa við sama tollalækkunar- tilboð og Norðurlöndin, af því að tollar á sjávarafurðum lækka fyrirsjáanlega lítið en Norður- löndin koma til að njóta góðs af tollalækkunum á öðrum sviðum. Afturköllun okkar á tilboðinu verður því næstum alger, en að- eins takmörkuð hjá hinum Norð- urlöndunum. 2. Tollar okkar eru yfirleitt , miklu hærri en í hinum Norður- , löndunum og er helmingur þeirra því miklu meira átak fyr- ' ir okkur en þau. Þetta á sér- j staklega við um tolla á iðnaðar- vörum, sem EFTA-löndin eru búin að fella niður sin á milli. Er því lítill vandi fyrir þau að helminga þessa tolla gagnvart , öðrum löndum samanborið við okkur, sem ennþá höfum ekki hafizt handa um alhliða tolla- lækkun. Þótt árangur Kennedy-við- ræðnanna verði ekki glæsilegur fyrir okkur, tel ég, að þátttakia okkar í GATT-samstarfinu hafi verið gagnleg og sé sjálfsagt að halda henni áfram. Baráttan við toiimúra og viðskiptahindranir er löng og ströng, og talsvert hefur áunnizt síðan stríðinu lauk. En þær vonir, sem sumir báru í brjósti um, að Kennedyviðræð- urnar myndu leysa eða auð- velda viðskiptavandamál þau, sem skapazt hafa við tilkomu markaðsbandalaganna, hafa brugðizt. Vandamálin eru litlu minni en áður. Við lok Kennedy- viðræðnanna komumst við því ekki hjá því að athuga og end- urskoða viðskiptastefnu okkar með hliðsjón af hinum nýju við- horfum og hinni öru þróun markaðsmála Evrópu, sem ég mun ræða nokkuð hér á eftir. Þróun Vestur-Evrópu síðan stríðinu lauk hefur stefnt að efnahagslegri einingu (inte- | gration), sem flestir Evrópu- menn aðhyllast í orði, þótt enn ' sé Vestur-Evrópa klofin í tvö j markaðsbandalög. Líklegt er, að bandalögin renni saman að meira eða minna leyti einhvern tím- | an, en hvort það verður 1970, 1975 eða 1980 er ómögulegt að sjá um í dag. Það fer mikið eftir því, hvernig viðræðum Breta- stjórnar rnn aðild Bretlands að Efnahagsbandalaginu lyktar. Vitað er, að öll Efnahagsbanda- lagslöndin nema Frakkland eru hlynnt aðild Bretlands, en jafn- framt er vitað, að franska stjórn in, og þá sérstaklega de Gaulle sjálfur, er algjörlega mótfallinn því, að Bretar fái aðild að anda- laginu. Helztu rök Frakka gegn aðild Breta er, að eðli banda- lagsins myndi gjörbreytast við það, að Bretar og fleiri þjóðir bættust í hópinn, og er það ef- laust rétt. Wilson segist hins vegar ekki sætta sig við synjun. í Washington Post birtist um daginn skopteikning eftir Bill Mauldin. Þar sést Wilson á bið- ilsbuxunum með blómvönd vera að drepa á dyr á húsi, sem á er letrað: „Le Common Market, C. de Gaulle proprietor“. í glugga á efri hæðinni sést svo de Gaulle í náttfötum með fötu í hendinni, sem hann er búinn að skvetta úr á Wilson. Þrátt fyrir sturtuna stendur Wilson kyrr og einbeitt- ur á svip, en hundvotur. Undir myndinni stendur þessi spurning de Gaulles; „Can’t you take non for an answer?“ Teikningin lýsir ástandinu á því heimili, eins vel og hægt er að gera í löngu máli. Algjör- lega er óvíst, hvernig þetta end- ] ar, en meðal flestra þeirra, sem fylgjast vel með málum Efna- hagsbandalagsins, ríkir mikill vafi á því, að Bretar komist inn í bandalagið á þessum áratug. Bretar eru ekki einir um að vilja komast inn í Efnahagsbanda lagið. Áhugi Dana fyrir aðild er vel kunnur og Austurríkismenn standa í samningum við banda- lagið um tengsl, sem nálgast að- ild, þótt ekki verði það látið heita svo veg'na sérstödu Aust- urríkis gagnvart Sovétríkjunum. Það er athyglisvert, að öll Ev- rópulönd, sem standa utan mark J aðsbandalaganna og Comecon, | vilja annað hvort ganga í banda lögin eða gera við þau samn- | inga um náin og gagnkvæm fríð- I indi. írland hefur. margítrað, að það vilji gerast aðili að sam- j eiginlegum Evrópumarkaði og fríverzlunarsamningur þess við I Bretland, sem gerður var í fyrra, var aðeins skref í þá átt. Spánn | stendur nú í samningaviðræðum við Efnahagsbandalagið. Grikk- | land og Tyrkland eru aukaað- ilar að bandalaginu. ísrael hefur sótt um fulla aðild að bandalag- inu. — Jafnvel Júgóslavía, sem er með annan fótinn í Comecon, hefur hafið viðræður við EFTA um náið samstarf, en hvað úr því verður er of snemmt að aegja. Ekki er það alls kostar rétt að segja, að öll Evrópulönd vilji aðild að markaðsbandalög- unum, því að í þann hóp vantar okkar eigið land, sem ennþá telst landfræðilega til Evrópu, þótt það eigi á hættu að fjarlægjast Evrópu, viljandi eða óviljandi, vegna þess að það fylgist ekki með þeirri þróun til efnahags- legrar einingar, sem þar á sér Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.