Morgunblaðið - 10.03.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 10.03.1967, Síða 22
22 MOÍIGUNBI-AÐIÐ, FÖSTUDAGURIO, MARZ 1067,- Sigurborg Þórkotlo Jóhonnesd. Faedd 7. september 1894. Dáin 23. desember 1966. FRÁ EIGINMANNI. Ég fann hvernig frysti um jólin það fauk í öll hamingjuskjólin er kvaddir þú vífið mitt væna ég varð úti sortann að mæna. Mér gefin var gjöfin sú bezta er gleðina veitt hefir mesta með þér fannst mér blessun að búa á birtuna léztu mig trúa. Að elska að minnast og muna við minningu sæla að una er saman svo ástheit við undum og unum í störfunum fundum En tár mín í húminu hljóða þau helgast því fagra og góða þau milda og söknuðinn sefa og svalandi unaðsstund gefa. Nú þér vil ég þakklæti sýna í þöguUi lotningu skína nú hjarta míns hugljúfu minni þau helgast af ástinni þinni. Hjartkær faðir okkar Friöfinnur V. Stefánsson múrarameistari, Húsafelli, Hringbraut 27, Hafnarfirði, lézt 8. þ. m. Árni Friðfinnsson, Kristinn R. Friófinnsson, Sigurður J. Friðfinnsson, Helga S. Friðfinnsdóttir, Sólveig Friðfinnsdóttir, Líney Friðfinnsdóttir. Elskulegur sonur okkar, Óskar Eyjólfur, lézt af slysförum 7. 3. Laufey Pálsdóttir, . Gunnar Eyjólfsson og systkini. Eiginmaðúr minn, faðir, tengdafaðir og afi Benjamín Guðmundsson frá Neskaupstað, verður jarðsunginn laugard. 11. marz kl. 10.30 frá Foss- vogskirkju. Athöfninni verð- ur útvarpað. Steinunn Marteinsdóttir, Jón Benjamínsson, Elísabet Benjamínsdóttir, Friðrik Magnússon og barnaböra. Ég trúi á guðdómsins gæði, er getum við saman í næði í birtunni fengið að búa Sú blessun að elska og trúa, L. B. ISTUTTU Mfll Helsingfors, NTB — I morg- ún kom til framkvæmda í Hei sinki verkfall prentara og bókbindara og bendir allt til þess að það standi lengi. Blöð koma því ekki út og ekki bækur, ekki fást þingskjöl út gefin og ekki prentaðir banka seðlar og lízt mörgum illa á, verði við þetta að búa ttl langframa. Verkfallið nær til um 1300 manna. Innilegar þakkir fyrir sam- úð og hlýhug við andlát séra Sigurður Einarssonar frá Holti. Áslaug Sigurðardóttir, Hjördís Braga Sigurðard. Gunnvör Braga Sigurðard. Sigurður Örn Sigurðsson, Steinn Hermann Sigurðsson. Hanna Karlsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Lárusar Jakobssonar Ferjuvogi 15. Sigríður Jónsdóttir, böm, tengdabörn og bamabörn. Hjartanlegt þakklæti til allra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minn- ar og móður okkar, Dagmar Heidi Hansen. Pétur Axelsson, Kristján Pétursson, Jón Pétursson. Vegna jarðarfarar verða skrifstofur vorar lokaðar þann 10. marz. Sturlaugur Jónsson & Co. — NY VIÐHORF Framlháld af bls-. 17 stað. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur því verið lýst yfir, að hún sé að athuga EFTA með aðild fyrir augum. En í reynd hefur hefur stefnan Verið að bíða átekta og gera ekki neitt, enda virðist lítill áhugi fyrir markaðs bandalagsmálunum í hagsmuna- samtökunum eða stjórnmála- flokkuniun. Ég hefi ekki farið leynt með þá skoðun mína, að ég tel áríð- andi, að íslenzkt atvinnulíf að- lagist þeirri þróun, sem á sér stað í viðskipta- og efnahags- málum Evrópu. Ég tel, að eins og nú er háttað verði þeirri stefnu bezt framfylgt með aðild- arsamningi við BFTA, þar sem | um leið yrði reynt að tryggja sérhagsmuni okkar á sviði land- búnaðar og iðnaðar og markaði fyrir sjávarafurðir okkar. Frá okkar sjónarmiði má ýmislegt finna að EFTA, svo sem að ýms- ar sjávarafurðir njóta ekki sömu fríðinda og iðnaðarvörur í við- skiptum milli EÍFTA-landa. En á því getur orðið breyting, því að ef ekkert verður úr inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalagið á næstu árum, má búast við, að EFTA-samstarfið aukist. Ekki verður látið staðar numið við þann áfanga, sem náðist 1. jan. s.l., er tollar samkvæmt sam- komulaginu voru felldir alveg ' niður á milli aðildarríkjanna, heldur verður unnið að því, að samkomulagið nái til fleiri vöru- tegunda og fleiri sviða efnahags- ' mála. Er EFTA-nefnd nú að at- 1 huga sérstaklega viðskipti með 1 sjávarafurðir og á hún að skila áliti fyrir áramót. Þótt sjálfsagt sé að benda á annmarka EFTA, verðum við að I viðurkenna að reynslan hefur sannað, að hagur af samstarfinu er meiri en nokkurt aðildarríkj- anna gerði ráð fyrir í upphafi. EFTA var ekki neinn óskadraum ur stofnendanna heldur vara- skeifa þeirra eftir að baráttan fyrir stóru fríverzlunarbandalagi Evrópu hafði farið út um þúfur. Sama máli gegnir með okkur. EFTA er énginn óskadnaumur miðað við okkar hagsmuni held- ur ekkert töframeðal, sem er allra meina bót. Það er langt frá því. En miðað við það ástand og þær aðstæður, sem nú hafa skap azt í Evrópu, sem klofin er í þrjú viðskiptabandalög, er að mínum dómi tengsl við EFTA miklu á- kjcsanlegra val heldur en að ís- land standi eitt Evrópulanda ut- an þeirrar efnahagsþróunar, sem tryggir hagkvæmustu nýtingu framleiðsluþáttanna. Ég vil nú í stuttu máli færa rök fyrir því, af hverju við meg- um ekki draga of lengi að taka ákvörðun, sem stefni að nánara Evrópusamstarfi. 1 fyrsta lagi eru vöruviðskipti okkar við lönd markaðsbanda- laganna yfir 60%, bæði innflutn- ingur og útflutningur, þar af yf- ir 40% við EFTA-löndin. Ein- hVern tíma rætist sá draumur flestra Vestur-Evrópumanna, að þessi lönd verði einn sameigin- legur markaður og yrði það mik ið áfall fyrir útflutning okkar og allt efnahagslíf að standa utan hans. I skjóli sameiginlegs ytri tolls myndu fiskveiðar og fisk- iðnaður þessara þjóða, með Af- ríkulöndin sem aukaaðila, ógna stöðu okkar á markaðnum. Fýrrir okkur skiptir það miklu máli að geta samið um hagstæð kjör við EFTA, áður en viðskiptalegur samruni þessara landa á sér stað. Við þurfum aðlögunartíma og viðurkenningu á sérstöðu á nokkrum sviðum, sem EFTA- löndin hefðu skilning á, en vafa- samt væri að sér-sjónarmið oktk- ar fengju nokkurn hljómgrunn í stærra bandalagi Evrópulanda. BFTA gæti orðið okkur nauðsyn- legur forskóli að hinum sameig- inlega Evrópumarkaði, en til þess að svo yrði megum við ekki bíða of lengL Við eigum á hættu að missa af strætisvagninum, ef hreyfing kemst á samnínga Breta við Efnahagsbandalagið. Við- lekni Breta til að komast i Efna- hagsbandalaeið mi akki koma f veg fyrir, að við semjum við EFTA nú eins og |itti sér stað 1961. Hún á að vera hvatning fyrir ókkur að flýta ákvörðun frekár en að fresta hennl í öðra lagi teí ég, að ástand efnahagslífsins og þróun þess síð ustu 3—4 árin séu sterk rök fyrir aðgerðum, sem geti leitt til stöð- ugra verðlags og dregið úr sí- hækkandi framleiðslukostnaði. Þeir, sem vilja fyrirbyggja, að gengisfelling þurfi að endurtaka sig með 10 ára millibili, eins og áfct hefur sér, stað þér, (1939, 1950 og 1960) hljóta að vilja leita að nýjum ráðum til að vinan gegn þeirri þróun, en opn- un atvinnulífsins enn meir en gert hefur verið er eitt af slíkum ráðum. Tollalækkun er, ásamt frjálsum innflutningi, öflugt vopn í baráttunni gegn verð- bólgu. En auk þess skapa háir og mismunandi tollar slíkt efnahags legt misrétti milli ýmsra greina atvinnulífsins, eins og sést á erf- iðleikum frystihúsanna á sama tíma, sem framleiðsla vernduð af tollum o.g innflutningsbanni dafn ar. Tollar eru fyrst og fremst þung byrði fyrir útflutningsat- vinnuvegina, sem þurfa að keppa á erlendum mörkuðum við fram- leiðslu landa, þar sem allur kostnaður er miklu minni, vegna mikillar samkeppni og lágra tolla. I þriðja lagi er sú tollamis- munun, sem bitnar á íslenzkum útflutningi bæði innan EFTA og Efnahagsbandalagsins, þegar far in að koma fram og á eftir að gera það meir sérstaklega eftir að ytri tollur bandalagsins er kominn til framkvæmda og sam- eiginleg fiskimálastefna farin að verka. Hvað EFTA snertir eru áhrifin mest í Bretlandi, þar sem síldarlýsi og freðfiskflök frá ís- landi eru tolluð á 10% en toll- frjáls frá Danmönku og Noregi. Sala okkar á freðfiskflökum til Bretlands datt niður úr 8566 tonnum 1965 í 498 tonn í fyrra. Ein ástæðan fyrir því er, að ó- vanalega miklar freðfiskbirgðir voru til í Bretlandi í ársbyrjun 1966. En erfitt er að fallast á þá skoðun, að markaður fyrir inn- fluttan freðfisk sé að hverfa í Rretlandi, þegar Norðmenn gátu selt þangað á ellefu fyrstu mán- uðunum 1966 13.808 tonn af freð fiskflökum samanborið við 17. 058 tonn allt árið 1965 en að- eins 8815 tonn 1964. Er ekki skýr ingin á því, af hverju við verð- um undir í samkeppninni ein- mitt sú, að við fáum 10% lægra verð í Bretlandi vegna tollsins en Norðmenn og Danir? í fjórða Iagi er ekki fært fyr- ir stjórnvöld, verzlunarmenn og aílan almenning að horfa að- gerðarlaus á það ástand, sem hér hefur myndazt á viðskiptasvið- inu vegna óraunhæfra tolla. Á ég þar bæði við þá freistingu, sem í því felst fyrir fyrirtæki og einstaklinga að notfæra sér til hins ýtrasta þá ótal möguleika, sem fyrir hendi eru, til að svíkja toll með þeim óskemmtilegu af- leiðingum, sem það hefur fyrir ríkissjóð, heilbrigða verzlun og iðnað í landinu og almennt sið- ferðL Með sívaxandi ferðalögum íslendinga og því frjálsa við- skiptakerfg sem við höfum, er ekki til nema ein lausn á þessu vandamáli og hún er kerfisbund,- in tollalækkun. í fimmta lagi má minna á, að við teljumst tilheyra Evrópu og vera eitt af Norðurlöndunum. Hversu lengi getum við haldið því fram, þegar öll þungamiðja alls Evrópusamstarfs, og Norður- landasamstarfs sérstaklega, er á sviði efnahags- og viðskiptamála, en þar stöndum við að mestu tfyrir utan? Þeir, sem vilja snúa bakinu við Evrópu og Norður- löndum, ef ekki í orði þá á borði, verða að geta bent ó einhverja aðra leið, aem okkur er fær. Stundum hefur verið minnzt á þá hugmynd, að ef tilraun Breta tll inngöngu í Efnahagsbanda- lagið mistekst, ættu EFTA-lönd- in, ásamt Bandaríkjunum, Kan- ada, Japan, Ástraliu og Nýja Sjá- landi að stofna með sér stórt frí- verzlunarbandalag. Frá okkar sjónarmiði værí þetta afar ákjós- anlaðt en bví miður eru erutar. horfur taldar á þvg að úr þess- ari huginýnd get'i örðíð í' fyrþ> sjáanlegri framtíð. Þetta eru í stuttu máli- helztu rökin fyrir því að hefja fljótlega samninga um aðild að EFTA. Ég. vil alls ekki halda því fram, að enginn vandi myndi fylgja slík- um samningum. Það dettur mér ekki til hugar, en vil þó minna á, að þær áhyggjur, sem ýmsir aðilar í . EFTA-löndunum höfðu, áður eri.sáttmálinn köm til fram- kvæmda, hafa horfið eins og dögg fyrir sólu. Stærsta vanda- mál okkar er tvímælalaust að- lögun iðnaðarins og má segja, að á erfiðleika sumrá greina hans. sé ekki bætandi. Ekki er tími til að ræða þetta atriði hér, en ég vil aðeins benda á, að haga má - tollalækkurium svo, að toll-' verndin haldist framan af aðlög- unartímabilinu með því að lækka hráefnistolla meír en tolla á fullunnri vöru. Það sem skiptir samt mestu máli fyrir framtíðar iðnþróun okkar er, að iðnaðurinn geti þróazt við stöðugt efn&hags- líf og stóran markað, en BFTA- aðild getur tryggt hvort tveggja. Önnur vandamál samfara EF* TA-aðild eru áhrifa tollalækkana á ríkissjóð og hugsanleg áhrif á viðskiptin við Austur-Evrópu- löndin. Almenn tollalækkun, sem má teljast nauðsyn, hvort sem við göngum í EÍFTA eða ekkL hefur óhjákvæmilega í för með sér verulega breytingu á öðrum tekjustofnum rítkissjóðs. Lækk- un tolla leiðir þó ekki sjálfkrafa til samsvarandi lækkunar toll- tekna. Þótt ýmsir tollar hafi ver- ið lækkaðir síðustu árin, hækk- uðu tolltekjurnar um 21% 1964 og 13% árið 1965 vegna aukins innflutnings. Með því að dreifa tollalækkunum á 10 ár má aetla, að ríkissjóður geti auðveldlega bætt sér upp það tekjutap á ann- an hátt. Ekki er heldur tími til að ræða þetta mál nánar hér, né heldur viðskiptin við Austur-Ev- rópu. Reyndi ég að gera þessum málum nokkur skil í fyrirlestrL sem ég flutti í fyrra. Birtist hann í „Frjálsri verzlun“ og vil ég vísa þeim þangað, sem vilja kynna sér betur þetta máL Nokkur vandi fylgir flestum meiriháttar ákvörðunum, en oft er ekki hægt að skjótast undan vandanum með því að taka enga ákvörðun. í þessu máli, sem ég hefi rætt, held ég, að vandinn sé miklu meiri, ábyrgðin gagn- vart framtíðinni miklu þyngrL ef það er látið dragast að taka ákvörðun um náið viðskiptasam- starf við Evrópu. Eiftir síðasta stríð hikaði ekki ríkisstjórnin við að taka þátt í Marshall-samstarf- inu, þótt Viss andstaða væri gegn þvi. Öll Evrópulöndin, sem það gerðu, eru nú aðilar að enn víð- tækara viðskipta- og efnahags- samstarfi í markaðsbandalögun- um, ÖU nema ísland, en í staðinn hefur Finnland bætzt í hópinn. Þessi lönd voru flest 10 árum á undan íslandi í afnámi innflutn- ingshatfa. Þegar því takmarkl var náð sneru þau sér að tolla- lækkunum og árangurinn er stór kostlegur, t.d. tvöföldun nor- rænna viðskipta á 5 árum. fs- land hefur með því að fella nið- ur inntflutnlngshöft að mestu leyti á undanförnum árum skap- að skilyrði til að váðast á toll- múrana næst, en um leið er æski legt að tryggja sambærilegar tollalækkanir og viðskiptafríð- indi tyrir okkar útflutning í við- skiptalöndum okkar. Því miður er sýnt, að það tekst ekki nema að litlu leyti í Kennedy-viðræð- unum og því er nauðsynlegt að fylgja því eftir á annan hátt eina og ég hefi talað um með samn- ingi við EFTA. Nú hefur skapazt nýtt viðborf, sem kallar 4 nýjar ákvarðanir. Við komumst ekki hjá þvL fyrr eða siðar, að taka afstöðu til markaðebandalaganna, sem um leið er afstaða með eða móti Ev- rópusamstartfL Með því að gera ekki neitt, nema bíða átekta, eig- um við það i hættu, að ísland einangrist viðskiptalega meir og meir og fjarlægist smám sam- an Norðurlöndin og Evrópu. Mér er óskiljanlegt, að slík stefna sé í samræmi við hagsmuni og viUa isienzku bjáðartnnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.