Morgunblaðið - 10.03.1967, Síða 30

Morgunblaðið - 10.03.1967, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIE), FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967. I I ^.........' ___......L Haukar unnu FH í gær með 22:20 — og Valur vann Vlking 19 gegn 14 Aftur spenna í mótinu HAUKAR nnnu FH-ing-a í æsi- spennandi leik í Iþróttahöllinni í gærkvöldi með 22-20. Verður sigur Hauka að teljast verðskuld aður, enda hafa þeir aldrei verið leika á sigri en það hefur tapað í slíkum ham sem í þessum leik. tveimur leikjum. Hauka, eins og áður segir, 22-20. Er þetta fyrsti leikurinn, sem FIH tapar í íslandsmótinu, og hefur nú Fram aftur fengið mögu Þeir leiddu leikinn allan tím- ann, nema rétt fyrst í upphafi Ihans, og léku mjög vel og yfir- vegað. Staðan í hálfleik var 11:9 Haukum í vil, og í síðari hálf- leik juku þeir enn við forystuna. Þegar um ^gjö mínútur voru til leiksloka "höfðu Haukarnir 4 marka forystu, en þá hófu FfH- ingar að leika „maður á mann“, og óx spennan þá mjög. Haukar léku þó á þessu tímafoili mjög skynsamlega, og gáfu ekkert eft- ir, og lauk leiknum með sigri Valsarar unnu Víking í fyrri leiknum um kvöldið með 19 mörkum gegn 14 (í hálfleik var staðan 9:6), og var sá leikur heldu'r bragðdaufur, borið sam- an við ihinn fyrri. Can Bartu, tvrkneskur lejlr- maður í liðinu Lazio í Róm var sektaður um 20 þús. lírur (32 daii) fyrir mótmæli við dómara sl. sunnudag í Lazio og Roma sem endaði 0-0. Mótstjómih á einum af mörgum fundum sínum. Frá v. talið: Gísli Kristjánsson, Ásgeir Eyjólfs- son, Erlendur Björnsson, Sigurð ur Einarsson (fyrir borðenda) H aildór Sigfússon, Þórarinn Guna. arsson og Páll Jörundsson. Skíðalandsmót unglinga sett með viðhöfn í kvöld Mjog vel til mótsins vandað og margir keppendur víða að t KVÖLD verður Unglingameist- aramót Isiands í skíðaíþróttum 350 keppa á skóla- móti í frjálsum í dag Mótið hefst kl. 2 í íþróttahöllinni MJÖG mikil þátttaka er í skóla- móti í frjálsum íþróttum sem frajn fer í íþróttahöllinni í Laug ardal í dag. Eru keppendur alls hátt á fjórða hundrað talsins og hafa aldrei verið fleiri. Skólamótið hefst kl. 2 í dag og eru keppendur og starfsmienn beðnir að mæta kl. 1.30. Fyrri hluti mótsins verður fyrir keppni stúlkna og í sveinaflokki pilta. Allar stúlkur og allir sveinar sem á mótinu keppa eru beðin um að mæta kL 1.30 og er það áríðandL Keppendur í eldri flokkum karla, þ.e. drengir, unglingar og fullorðnir hefja keppni kl. 4 síð- degis. Þátttaka í mótinu er mest með al hinna yngri. í A og B-flokki stúlkna eru keppendur um 150 talsins og í sveinaflokkum 100 talsins. Keppendur í eldri flokk- um karla eru samtals um 100. Að sjálfsögðu er skólafólk allt hvatt til að koma og horfa á sitt eigið mót, sjá bekkjarsystkin og skólafélaga í keppni, hvetja pá hylla þá. sett með mikilli viðhöfn og ó- venjulegri við Skíðaskálann í Hveradölum. Skiðaráð Rvikur sér um mótið en Stefán Kristjáns son form. SKÍ setur mótið á flóð- lýstu svæði við skálann að við- stöddum öllum keppendum, fána- borg prýðir svæðið og fleira til hátiðabrigða. Keppnin hefst svo á laugardag kl. 12 á hádegi og verður keppt í stórsvigi í Jósefsdal. Leikstjóri verður Ásgeir Eyjólfsson. Kl. 4 sama dag hefst göngu- keppni við Skíðaskálann í Hvera dölum. Göngubrautin er 7,5 km og göngustjóri Gísli Kristjánsson. Á sunnudaginn kl. 11 verður keppt í svigi við Skíðaskála ÍR í Hamragili. Leikstjóri verður Þórarinn Gunnarsson. Stökkkeppni hefst kl. 3% á sunnudag og verður keppt í Flengingarbrekku við HveradalL Stökkstjóri verður Páll Jörunds- son. Verðlaunaafhending fer fram á svæðinu fyrir framan skálann i Hveradölum að lokinni keppnL Keppendur sem eru á aldrin- um 13 til 16 ára eru frá ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Reykjavík og Fljótum. Koma Ak- ureyringar fjölmennastir með 21 keppanda. Mótstjórn skipa Sigurður Ein- arsson, Halldór Sigfússon og Er- lendur Björnsson. Verður skrif- stofa hennar í Skíðaskálanum. Skíðaferðir mótsdagana verða frá Umferðarmiðstöðinni á föstu- dag kl. 19.30, á laugardag kl. 10 f.h. og 14 og á sömu tímum á sunnudag. Austurríski skíðaþjálfarinn Herbert Mark sem hér hefur dvalizt að undanförnu við þjálf- un skíðamanna leggur brautirnar á mótinu. Frœgustu knattspyrnulið Evrópu: Liiið sem Valur gerði jafntefli við hér í undanúrslitum Standard Liege með 2 Júgóslava og Brasilíumann í Hði sínu BELGISKA liðið Standard Liege er öllum knattspyrnu- unnendum hér í fersku minni. Liðið drógst ásamt Val til að leikia undanrás í Evrópu- keppni bikarhafa s.l. haust. Liðið gerði jafntefli við Val hér 1-1 en á heimavelli í Belg íu vann Standad 8-1. Nú stendur belgiska liðið í hópi fjögurra sem eftir eru í keppn innL Síðasta eldraunin að þeim áfanga voru leikirnir við ungverska liðið Vasas Györ og vann Standard með sam- tals 3-2. Standard er gamalt og rót- gróið félag, stofnað 1898. Það varð Belgíumeistari fyrst 1958 og síðan aftur 1961 og 1963. Á s.l. ári varð liðið í öðru sæti á eftir Anderlecht frá Brussel, en hefndi sín á þessu aðalmót- herjum sínum með því að vinna Anderlesht með 1-0 í úrslitaleik bikarkeppninnar belgísku. Leikaðferð Standard þykir gerólík aðferð Anderlecht — hraðari og beinskeyttari. Standard hóf sína þátttöku í Evrópubikarkeppninni nú með tveim sigrum yfir Val. Síðan vann liðið Limassol á Kýpur Chemie Leipzig í A- Þýzkalandi og loks Vasas Gýör. A-þýzka liðið var Stand ard einna erfiðast viðfangs. Tapaði Standard í Leipzig með 1-2 en vann heimaleik sinn 1-0. Komst Standard á- fram í keppninni vegna þeirra reglna að séu mörk jöfn eftir tvo leiki, tvöfaldast mörkin sem skoruð eru í útileiknum. Standard-menn eru ekki feimnir við að telja mark- vörð sinn Jean Nicolay máttar stólpa varnar sinnar og þar með aðalmann liðsins. Hann er 29 ára og talinn í röð beztu markvarða Evrópu. Þrátt fyrir hans góðu frammistöðu fór liðið mjög illa af stað í byrjun vetrarins náði illa saman og sýndi slaka leiki. En er á leið styrktist lið ið og í janúarlok var það í 5. sæti í 1. deildinni belgísku, 5 stigum á eftir Anderlecht sem forystu hafði. Liðið þyk- ir nú hið sterkasta og sýna góða leiki. Auk Nicolay markvarðar, sem leikið hefur 35 landsleiki fyrir Belgíu eru þessir taldir helztu leikmenn liðsins: Paul van der Berg, framvörður. Hann á 36 landsleiki að baki en lætur nú á sjá sakir ald- urs. Velmir Naumovic fram- vörður, 31 árs gamall Júgó- slavi. Roger Claessen, 26 ára mið- herji.. Hann er einn frægasti knattspyrnumaður Belgíu — en einnig „slæmi starákurinn" í liðinu, sem hefur verið sett- ur í keppnisbann nokkrum sinnum fyrir óhlýðnL Hann á 12 landsleiki að baki. Galio, 28 ára gamall júgó- slavneskur framherji. Stand- ard greiddi 60 þús. dali fyrir hann til Partizan í Belgrad. N. Dewalque framvörður, sem skorað sigurmarkið í belg isku bikarkeppninni í fyrra. Jose Germano, 24 ára gam- all Brasilíumaður. Liðið á annars marga leik- menn unga og gamla sem eru nokkuð jafnir. Félagið á völl í Liege sem rúmar 38 þús. áhoarfendur í sætL Ægir-ingar til Akraness MEÐLIMIR í Sundfélaginu Ægir fara í heimsókn til Akraness nk. sunnudag 12. þ. m. og verður í því tilefni haldið unglinga-sund- mót í Bjarnarlaug kl. 3.30. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: Telpur og sveinar f. 19556 og yngri: 50 m bringusund, 50 m skriðsund, 50 m baksund. — Telpur og sveinar f. 1953-54: 100 m skriðsund, 100 m bringu- sund, 50 m baksund. —. Stúlkur og drengir f. 1951-52: 200 m bringusund. Drengir fyrir 1951-52: 100 m skriðsund, 100 m baksund, 50 m flugsund. ítolirnir héldn velli ÍTÖLSKU liðin Juventus og Bologna tryggðu sér í fyrra- kvöld rétt til undanúrslita 1 keppni um bíkarkeppni borgar- liða Evrópu (messuborgar- keppni). Bologna vann West Brom- wich á velli hins síðarnefnda með 3-1 og hafði unnið fyrri leikinn 3-0 og komst því áfram með 6-1 samanlagt. Juventus kom til Dundee 1 Skotlandi og tapaði þar 0-1. En ítalarnir höfðu áður unnið Dundee með 3-0 og komust því áfram með 3-1 aamanlagt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.