Morgunblaðið - 10.03.1967, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.03.1967, Qupperneq 32
Lang stærsta og íjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað FÖSTUDAGUR 10. MARZ 1967 Gula í fiski af salti menguöu kopar 2000tonnum af salti verður hent KEFLAVÍK, 9. marz. — Talsvert miklar skemmdir á saltfiski hafa komið í ljós í verstöðvunum á Suðurnesjum. Er þar um að ræða saltgulu. Fiskurinn verður gulur í gegn eða gulblettóttur og óhæfur til sölu og neyzlu. Talsvert mikil brögð eru að þessum skemmdum í Keflavík, Grindavik og Sandgerði. Skemmdirnar eru ekki ennþá að fullu komnar í ljós, en fara vaxandi eftir því sem saltfiskinum er umstaflað og jafnframt fer rannsókn á honum fram. ■ Þessi gula stafar af kopar- mengun í saltinu, og er hún rak- in til skipanna, sem fluttu saltið. En þau höfðu áður verið í flutn- ingum með kopar og kop>argrjót og virðast lestar þeirra ekki hafa verið hreinsaðar nægilega vel. f janúar og febrúar losuðu tvö skip salt í Keflavík, annað hol- lenzkt og hitt danskt. Annað skipið var með 970 tonn, en hitt 740 tonn. Þetta salt fór til 24 aðila, sem keyptu það í góðri trú. Rannsóknir hafa farið fram á saltinu og leitt það í ljós að koparmengun er í því og það er hún sem veldur gulunni í fisk- inum. f>eir sem saltið fengu hafa nú tekið það burt úr húsum sánum og hent því. Myndarlegt „salt- fjall“ er nú á Vatnsnesklettunum í Keflavík, en þangað hefur ver- ið ekið hinu skemmda salti. — Hreinsun á saltgeymslum verð- ur síðan framkvæmd, svo ekk- ert verði eftir aif þessum skað- valdi. Mjög mikið fjárhagslegt tjón hlýzt af þessu, bæði varðandi Pressu- fiskinn og kaupin á saltinu, sem kostar um 1000 kr. tonnið komið í hús. Verður að henda um 2000 tonnum af salti, vegna þess að mengaða saltið hefur blandazt birgðum, sem fyrir voru. — h.s.j. Saltfjallið á Vatnsnesklettum. Búið að aka mörg hundruð tonnum af salti fram á klettana og í sjó. — (Ljósm.: Heimir Stígsson). Ríkisstjórnin leggur fram trv. á Al þingi um: Greiislur til höfunda vegita útlána almenningsbókasafna — Stofnaður verði Rithöfundasjóður íslands — Árlegar tekjur tœp 7 milljón miðað við 7967 baflið ÞEIR sem eiga pantaða miða á Pressubaliið eru beðn- ir um að sækja þá í anddyri Súlnasalar á Hótel Sögu kl. 3—5 síðdegis í dag. Á sama tíma verða við starfsmenn veitingahússins og taka frá borð um leið og mið ar eru teknir — en ekki fyyr. Benzínið nýjaídag NÝJA sterka benzínið, 93 okt- eina, — kemur á markaðinn hér í Reykjavík og nágrannabæjum í dag. Eru þá gegnar til þurðar allar birgðir gamla benzinsins. ' Með tilkomu hins nýja hækkar benzínverðið úr kr. 7,05 upp í kr. 7,40 hver líter. RÍKISSTJÓRNIN hefur nú lagt fram i Alþingi frum- varp sem gerir ráð fyrir að höfundar og þýðendur bóka fái greiðslur vegna höfunda- réttar að bókum sem lánaðar eru út í almenningsbókasöfn n. Samkvæmt frumvarpinu verður stofnaður Rithöfunda- sjóður íslands og skulu tekj- ur hans vera 10% ólag á ár- lega fjárveitingu í fjárlögum til rekstrar bæjar-, héraðs- og sveitabókasafna og 10% álag á lágmarksframlög bæj- ar-, sveitar- og sýslusjóða til sömu safna. Sjóðsstjórnin úthlutar 60% af tekjum sjóðsins til ís- lenzkra eigenda höfundarétt- ar miðað við eintakafjölda af bókum þeirra í almennings- bókasöfnum samkv. skýrsl- um safnanna en 40% tekn- anna leggjast í sérstakan sjóð, sem verði m. a. varið til bókmenntaverðlauna, starfs- styrkja til rithöfunda o. fl. í greinargerð frumvarpsins kemur fram að miðað við ár- ið 1967 mundu greiðslur til sjóðsins nema tæpri einni milljón króna, frá ríkissjóði kr. 400 þúsund og frá bæjar-, sveitar- og sýslusjóðum 521,- 470.00. Hér fer á eftir frumvarp þetta í heild og greinargerð þess: 1. gr. Á eftir VI. kafla laganna komi nýr VII. kafli, 36.—40. gr., og breytist greinatala laganna sam- kvæmt þvL VII. KAM 36. grein. Greiðsla til íslenzkra rithöfunda fyrir bætur þeirra í almenningsbókasöfnum skal gold in árlega úr sjóði, sem nefnist Rithöfundasjóður íslands. Árlegt framlag ríkissjóðs og bæjar-, sveitar- og sýslusjóða til Rithöfundasjóðs íslands skal a) úr ríkissjóði: Fjárhæð, sem nemur 10% álagi á árlega fjárveitingu til rekstrar bæjar-, héraðs- og sveitar- bókasafna. b) úr bæjar-, sveitar- og sýslusjóðum: Fjórhæð, sem nemur 10% álagi á árleg lágmarksframlög þessara sjóða til safna skv. a-lið, sbr. I. og IL kafla þessara laga. Framhald á bls. 12 Sumarsfarf fyr börn í borginni Komið verður upp námskeiðum fyrir þau NEFND, sem skipuð var sl. sum- ar til að athuga hvaða ráðstaf- anir hægt sé að gera af hálfu Reykjavíkurborgar til þess að sjá fyrir heppilegu sumarstarfi Hvanney með 100 f. á 3 dögum Nýja benzínið er þegar kom- ið á markaðinn norður á Akur- eyri og einnig nokkrum kaup- stöðum og kauptúnum öðrum. MBL. kannaði í gær aflabrögð hjá bátum á Suðausturlandi og hringdi til fréttaritara sinna á Hornafirði og á Fáskrúðsfirði. Á Fáskrúðsfirði er enginn bát ur enn byrjaður róðra. Bára stundaði loðnuveiðar fyrir Suð- urlandi og Hoffell er í viðgerð. Svo Fáskrúðsfirðingar fá neyzlu- fisk sinn frá Vestmannaeyjum. Hornafj.arðarbátar eru allir komnir með net. í>eim gengur misjafnlega, súmir afla vel en aðrir hafa lítið. Á miðvikudag fengu þeir frá 4 lestum upp í 30 lestir, Hvanney mest. Hvann- ey var líka hæst á þriðjudag með 39 lestir, en þá fengu bát- arnii frá 10 tonnum upp í 39 tonn. Alls er Hvanney búin að fá 100 tonn frá helgi og fram á miðvikudag og er það lang mest. Hornafjarðarbátarnir eru 9, sem nú róa og að auki leggur einn Norðfjarðabátur upp þar. Einnig er Dagný að koma heim, en hún hefur verið í viðgerð á Akureyri. Fram í marzbyrjun var slæm tíð, en síðan hefur verið gott veður og gefið á sjó. fyrir þá aldursflokka unglinga, sem ekki komast í Vinnuskóla, en eru vaxnir upp úr skólagörðun- um, hefur skilað ákveðnum til- lögum og hefur borgarráð ein- róma falið fræðslustjóra fram- kvæmd þeirra. Þarna er fyrst og fremst um að ræða 12 ára börnin og leggur nefndin til að komið verði á fót sumarnámskeiðum fyrir þau. Verði teknir þrír skólar sem bækistöðvar og þar haldin tvö námskeið á tímabilinu frá 20. júní til 20. ágúst, sem hvort um sig standi í fjórar vikur. Verði krakkarnir þar daglega kl. 9—16. En verkefni námskeiðanna verði íþróttir og leikir, föndur, um- ferðarkennsla, kennsla í hjálp í viðlögum, náttúruskoðun, tilsögn í ferðamennsku o. fl. Og gert er ráð fyrir nokkrum ferðum út fyrir borgina til að safna grösum og steinum. N e f n d i n a skipuðu Stef án Kristjánsson, íþróttafulltrúi borg arinnar, sem var formaður, Ragnar Júliusson, skólastjóri Álftamýrarskóla, sem er skóla- j stjóri Vinnuskólans á sumrin og | Reynir Karlsson, framkvæmda- | stjóri Æskulýðsráðs. Óskaði > borgarstjóri eftir því að þeir 72 ára gerðu tillögur um heppilegt sum- arstarf fyrir fyrrnefnda unglinga. Hefur fyrst og fremst skort sumarvinnu fyrir 12 ára gamlar telpur, en aðgang að Vinnuskól- anum hafa þær fyrst fengið á því ári sem þær urðu 14 ára. Drengir aftur á móti hafa kom- izt að ef þeir urðu 13 ára fyrir áramót. Því hefur skólinn tekið við drengjum beint úr barna- prófi, en stúlkum ári seinna. Skapaðist þarna misræmL í Vinnuskólanum eru 650 börn og þótti því ekki fært að bæta kannski við 200—250 stúlkum, og auk þess mundu bætast við drengir úr eldri árgöngum, ef þrengist á vinnumarkaðinum. Af þessum sökum vantaði verkefni fyrir 12 ára börnin, sem eru eldri en svo að þau sæki skólagarða, en ekki kornast í Vinnuskólann. Var það verkefni nefndarinnar að finna lausn á því, sem hún hefur gert með fyrrnefndum til- lögum, sem nú á að fram- kvæma, að stofna til sérstakra sumarnámskeiða fyrir þau. Bjarmi II enn á strnndstað í GÆR var unnið að tþví að þétta Bjarma H, þar sem skipið lá á strandstað austan við Btokks- eyrL Var því ekki lokið á flóð- inu um 5 leytið sdðdegis og því ekki reynt að draga skipiö úl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.