Morgunblaðið - 14.03.1967, Page 4

Morgunblaðið - 14.03.1967, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Bensín innifalið í leigugjaidi. SENDUM MAGMÚSAR SKfPHOLTI 21 sImar 21190 eftir.tokun simi 40331 sím' V44-44 mm/n Hverfisgötu 103. Súni eftir lokun 31160. LITL A bilaleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigug.iald. Bensín innifalið i leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir íokun 34936 og 36217. /PÆÆMÆy RAUOARÁRSTIG 31 SiMI 22022 MORGUNBLAOIO ■jc Bakkus ekki dauður Vestmannaeyingar hafa ekki haft orS á sér fyrir að vera bindindissamari en aðrir íslendingar. Enginn mun hafa „óttazt“ að hin nýja áfengisút- sala í Eyjum yrði beinlinis sett 1 viðskiptabann hjá heimamönn um, enda var útsalan opnuð vegna óska þeirra sjálfra. Fyrsti dagur hinnar nýju út- sölu virðist lofa góðu fyrir ríkis kassann og þjóðarbúið í heild, þótt rétt sé að færa til frádrátt- ar líklegan afla þeirra báta, sem ekki komust á sjó daginn eftir. Bakkus gefur ekki sinn hlut. Menn þurfa ekki að fara til Vestmannaeyja til þess að kom ast að raun um það. Svetlana Stalínsdóttlr Og þá er Svetlana Stalíns- dóttir flúin land. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar- og reyndar vekur þetta enn athygli. En slíkir hlutir koma fólki ekki lengur úr jafnvægi, menn eru farnir að gera ráð fyrir öllu í austri. Þið hafið sjálfsagt veitt því at- hygli oftar en einu sinni, að menn yppta aðeins öxlum og telja ekki ástæðu til að fárast yfir ýmsu af því, sem gerist í austrL En gerist hliðstæður at- burður í vestri ætlar allt af göflunum að ganga. Blöðin fara af stað, efnt er til mann- funda og menn gefa yfirlýsing- ar. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fólk gerir margfalt meiri kröfur til stjórna og ábyrgra aðila í lýðræðisríkjunum, þótt það geri sér ekki grein fyrir því í daglega lifinu. Af ein- ræðisríkjunum hafa menn aldrei getað vænzt neins. Það neikvæða er tekið sem sjálf- sagður hlutur — og berist frétt ir um eitthvað, sem jákvætt getur talizt, fyllast menn barns legri hrifningu. Mikið veður er t.d. gert út af því að bandaríska leyniþjónust an hafi notað fé til þess að fá bandaríska stúdenta tU þess að veita upplýsingar um eitt og annað í austrL sem þeir hafa komizt að eða séð. Engum þyk- ir hins vegar athugavert þótt kommúnískir stúdentar veiti sínum löndum slíkar upplýs- ingar kauplaust og ekki væri talið óeðlilegt þótt aðstandend- ur stúdentanna kæmust í mikla „hættu“, ef stúdentarnir reynd- ust ekki samvinnuþýðir. Þar sem menn lenda í þrælabúðum fyrir að skrifa bækur, sem valdhöfunum geðjast ekki að, eru ekki gerðar háar kröfur um siðferðisþroska og réttlæti — eða öllu heldur! Þessi hug- tök hafa alit aðra merkingu í þeim löndum. Enda verða þessi lönd að girða sig með múrum, gaddavír, jarðsprengjum, blóð- hundum — bæði þessum fjór- fættu og hinum, sem ganga á tveimur fótum og halda á vél- byssu í höndunum, til þess að þegnamir hlaupist ekki á brott úr „sælunni". Okkur skilst, að Svetlana dóttir Stalíns sé ekki beinlínis í þeim erindum hing- að vestur fyrir tjald að örva ferðamannastrauminn þangað austur. Ríki Stalins helzt ekki einu sinni á bömum hans. + Togarar Nú er togarinn Maí kom- inn aftur að landi og með 300 tonn eftir skamma útiveru. Seg ið þið svo að togaraútgerðin sé dauðadæmd. Ég er ekki þar með að draga úr þeim erfið- leikum, sem þessi útgerð hefur átt L Jafnvel þótt vel hafi veiðzt á stundum, hefur tekju- afgangurinn ekki orðið mikill nema síður sé. Ljóst er að gera þarf ráðstafanir til þess að endurskipuleggja togaraútgerð- ina og mynda nýjan grundvöll fyrir hana. Vonandi verða skut togaramir, sem nú er talað um, upphaf nýrra tíma fýrir þessa grein útgerðarinnar. Vonandi tekst að stöðva margnefnda ó- heillaþróun áður en sjómenn- imir okkar hafa „gleymt“ fag- inu. En við eigum enn aflaklær og vonandi missum við þær ekki til Bretanna. Unglingamót Skíðalandsmóti unglinga er lokið og mun það hafa heppn- azt vel. Piltar og stúlkur frá Siglufirði, Akureyri og Reykja- vík stóðu sig vel, en ísfirðing- anna var lítið getið — og hafa þeir þó jafnan átt frækna skíða menn. Þar vestra hefur skíða- iþróttin jafnan verið hálfgerð „þjóðariþrótt" og vonandi eru Vestfirðingamir ékki að syngja sitt síðasta á því sviði. í rauninni er ég alveg hissa á því hve Reykvíkingar standa sig oft vel á skíðum miðað við keppinautana fyrir vestan og norðan, þvi hér syðra er að- staðan til skíðaiðkana langtum óhagstæðari en á ísafirði, Siglu firðL og á Akureyri. Þar geta menn í rauninni spennt skíðin á sig við eldhúsgluggann og snjór er þar yfirleitt langtum meiri og lengur ár hvert en híc syðra. -^- Líkamsrækt í fyrri viku var þess getið 1 iþróttafréttum sér í blaðinu, að kúluvarpari kominn á fimm- tugsaldur hefði sett íslandsmet á innanhússmótL slegið gamalt met Husebys. Það er óvenjulegt að íþrótta- menn haldi keppni áfram jafn- lengi og sá, sem setti metið — og enn óvenjulegra, að þeir vinni góð afrek komnir á þenn- an aldur. En þetta sýnir, að iþróttirnar geta haldið mönn- um ungum, ef þær eru stund- aðar af áhuga. Okkur — þess- um fjölmörgu, sem sitja dag- inn út og daginn inn við vinn- una — og flýta sér svo heim til þess að halda áfram að sitja —• ætti þetta dæmi að vera tölu- verður lærdómur. Við gerura ekki nóg af því að halda líkam- anum vel við. Fólk þarf að gefa sér meiri tíma til að rækta heilsuna með því að stunda líkamsæfingar í einhverri mynd Heilbrigt lifemi sakar auk þess engan. í því sambandi væri freistandi að minnast öga é hina nýju endurhæfingarstöð Bakkusar í Vestmannaeyjum svo og menningarlega viðleitni hans annars staðar á landinu. en látum þetta nægja að sinnL Hver og einn verður sjálfur að finna það, sem honum hæfir bezt í lífinu. ^fíido' nýkomið úrval af þessum viðurkenndu úrum * Magnús Asmunasson úra- og skartgripaverzL INGÓLFSSTRÆTI 3. NAGLABYSSUR Skot og naglar fyrirliggjandi í BAUER, HILTI og RAMSET. Tryggvagötu 10 - Sími 15815. verkfceri & jórnvörur h.f. HLJOIVIPLOTUR Ný sending af hinum vinsælu London 4 rása stereo plötum tekin upp í dag — mjög fjölbreytt úrvaL Ennfremur mikið úrval af hljómplötum Sven Ingvars sem nú eru staddir hér á landL Góðir gítarar á kr. 750.— Einnig margar tegundir af Framus ragmagnsgíturum. Póstsendum um land allt. Hljóðfœraverzlun Sigríðar Helgadóttur, Vesturveri Sími 11315. — Box 562.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.