Morgunblaðið - 14.03.1967, Síða 16

Morgunblaðið - 14.03.1967, Síða 16
16 MORGUNBLAÐI©, ÞRIO.JUDAGUR 14. MARZ ldOT. Útgefandi: Framkvaemdastjóri: Ritstjórar: RitstjórnarfuUtrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: I lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Simi 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. NÝSKÖPUN BOLFISKVEIÐA í undarvförnum árum hefur gífurleg uppbygging orð- ið í sjávarútvegi okkar og þó sérst'aklega þeim greinum hans, sem stunda síldveiðar. Þessi þróun sést bezt á því, að frá árinu 1958 og til síð- ustu. áramóta befur fiskiskip- um. yfir 100 rúmlestir að stærð fjölgað úr 49 upp í 184 skip og nú eru í byggingu 34 skip fyrir íslenzka útgerðar- menn og félög og er talið að meðalstærð þeirra skipa, sem í byggingu eru, verði um 318 rúmlestir. Hins vegar hefur skipum undir 100 rúmlestum að stærð fækkað nokkuð á síðustu ár- um og ennfremur hefur orðið verulegur samdráttur í út- gerð botnvörpuskipa. En talið er að um 20 botnvörpuskip séu gerð út hér á landi í dag, en voru árið 1954 um 51 skip. Matthías Bjarnason, alþing ismaður, gerði þessa þróun í sjávarútvegi okkar að umtals efni í ítarlegri ræðu, sem hann flutti á Alþingi sl. föstu- dag um sjávarútvegsmál og • sagði þar m. a.: „Við höfum á undanförn- um 'árum lagt höfuðálherzl- una á að byggja stærri skip, sem fyrst og fremst hafa ver- ið byggð með síldveiði fyrir augUm. En á sama tíma hefur aftur hrakað minni útgerð- inni. Það er hún, sem fyrst og fremst skapar frystihúsunum og atvinnuMfinu víðsvegar um land og ekki síður hér við Faxaflóa, helztu atvinnuna og ef hér heldur áfram sem nú horfir, er víða vá fyrir dyrum á litlum stöðum úti um land í sambandi við öflun - fisks fyrir frystilhúsin og fisk- iðnaðirm í landinu. Á undan- törnum árum hafa um 48% af heildarfiskafla landsmanna, að undanskilinni síld, verið veidd á tveimur mánuðum á áririu og það gerir það að verkum að nýting fiskiðnað- arfyrirtækjanna er ekki með þeim hætti, sem æskilegt er. Hér þyrfti að verða mjög veruleg breyting á og þyrfti einriig að fara inn á riýjar greinar fyrir fiskveiðarnar til þess að jafna veiðina vegna þeirra mörgu, miklu • fyrirtækja, sem nú hafa búið sig undir iðnaðinn og hafa gert það snilldarlega á liðn- um árum . til þess að skapa þeifn jafnari rekstrargrund- völi en verið hefur“. Það kom einnig fram í ræðu Matthíasar Bjarnason- ar, að nýting á afkastagetu frystihúsanna í landinu er tiltölulega lítil, en árið 1960 var hún um 17% en 1964 um 17,3% og 1965 um 19%, en það var mjög gott ár fyrir frystihúsin svo sem kunnugt er. Af þessum staðreyndum er ljóst, að nú ríður á miklu að skapa grundvöll fyrir ný- sköpun bolfiskveiðanna í landinu, en á gengi þeirra byggist mjög atvinnuástand víða um iand. í þessum efn- um hlýtur að vakna spurning um það, hvort hægt er að bæta rekstrargrundvöli minni bátanna með srníði nýrri skipa undir 120 rúmiesturn að stærð, sem betur væru bú- in tæknilega en nú er, þannig að minni mannafla þyrfti á skipin og rekstur þeirrr að öðru íeyti hagkvæmari en hinna tiltölulega gömlu skipa, sem þessar veiðar stunda nú. Átta þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um stofn- un fiskimálaráðs, sem m. a. á að hafa það hlutverk að samræma uppbygginguna í sjávarútveginum, þannig að hún verði ekki einskorðuð við eina eða fáar greinar sjávarútvegsins, eins og oft hefur viljað bregða við. Það væri vissulega eðlilegt hlut- verk fyrir slí'kt fiskimálaráð að taka bolfiskveiðarnar til rækilegrar athugunar og kanna ítarlega með hverjum hætti unnt er að leggja grund völl að nýsköpun þeirra en á því er mikil þörL HRING- SNÚNINGUR KOMMÚNISTA ¥ ¥ ringsnún i ngu r komm ún- ** ista í utanríkis- og ör- yggismálum íslenzku þjóðar- innar hefur nokkuð verið til umræðu að undanförnu. Eins og kunnugt er, hafa komm- únistar byggt málfl'utning sinn undanfarin ár á því, að varnarliðið á Keflavíkurflug velli skuli fara af landi brott og ísland lýsa yfir ævarandi hlutleysi. Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, benti á í ræðu á Alþingi á dögunum, að forsvarsmenn kommún- ista voru manna fyrstir til þess að undirstrika þegar fyrir heimstyrjöldina síðari, tilgangsleysi hlutleysis og lögðu til að íslendingar leit- uðu ábyrgðar annara þjóða m.a. Bandaríkjanna á sjálf- stæði landsins, og að þessar þjóðir kæmu íslandi til varn- ar ef á þyrfti að halda. En Luxemburg EF SV-ihluti stórhertogadæm- isins Luxemburg, sem liggur að landamærum Frakklands og - Belgíu, væri sneiddur frá væru eftir 1000 fermílur af paradísarríki. Landið nær frá vötnum og skógum Ardennes til norðurs að búgörðunum og skógunum í Bon Pay (Land- inu Góða) og að Moselledaln- um. Þetta er land ævintýra- sagnanna með fagra kastala, straum'hörð fljót, bændabýli er Wkjast því, er var j sög- unni um Hans og Grétu, alda gömul þorp en ítoúarnir eru sjálfstætt ríki og vingjarnlegt fólk, sem talar þrjú tungu- mál, frörisku, þýaku og sín á milli mál, sem málfræðingar nefna Mosel Frankisc/h. Efnahagur ríkisins byggkt nær eingöngu á iðnaðinum I syðsta hlúta þess. Þungaiðiað urinn hefúr yfirtekið allt land svæðið alveg frá iandamæ-ij- borgunum Longwy og E?ch að mörkum Bettemburg. Ef.i& verksmiðiur, stáliðjuver, kola námur, járnnámur og málm- grýtisnámur með rennibraut- um fyrir flutningakörfurnar þekja hæðirnar og þrengja að þorpum og borgum. 135 þúsund vinnandi fbúar eru í Luxemtourg og 44% þe> vinna við stáliðnaðinn, þar ar margir innflytjendur frá Spáni og Portúgal. Luxem burg flytur út 94% af stálvör um sínum og er V-Þýzkaland stærsti kaupandinn. Stáliðnað ur þess hefur undanfarið átt við erfiðleika að etja og áframhaldandi velmegun Lux emburgar getur verið undir því komin hvernig tillögurnar leysast, sem hún og hin mark aðsbandalagslöndin 6 eru nú að kanna um sameiginlega fjárfestingu, framleiðslu- og innflutningseftirlit og hækk- un stálverðsins. Borgin Luxemburg er hjarta hertogadæmisins og höfuðborg landsins hefur hún verið síðan 963 er 'hertogi frá Ardennois reisti þar kastala á hæðunum þar sem fljótin Alzette og Perrusse mæta=t Þrátt fyrir að Luxemburg þrátt fyrir alla samninga. Luxemburgarbúar leiggja mikla alúð við að varðveita helztu minjar borgarinnar svo sem leifar af gömlum köstul- um og leynigöngin, sem liggja frá honum, hina sögulegu Notre Dame dómkirkju og Jesúítaklaustrið. Skammt frá gömlu kastala- virkjunum stendur nýtízku- legur skýjakljúfur yfirráðs evrópskra kola og stálfram- var voldugasta borgárvirkið á miðöldum réðust Spánverj- ar, Austurríkismenn og Frakk ar inn í landið til skiptis á árunum 1443—1815 og her- tóku það. Þýzkaland lagði það undir sig í heimsstyrj- öldinni fyrri og innlimaði það í heimsstyrjöldinni síðari leiðenda, verðugur minnis- varði Robert Sohumans, Lux- emtourgarbúans, sem átti frumkvæðið að samvinnu landanna, sem síðar sbofnuðu Markaðsbandalagið, innan kola- og stáliðnaðarins. Aðild Luxemiburgar að Markaðs- Framhald á bls. 22 afstaða kommúnista til þess, hvort ísland eigi að lýsa ýfir Mútleysi e ða ekki, byggist auðvitað á pólitískri afstöðu Sovétríkjanna hverju sinni, og hagsmun'um þeirra, og iþess vegna hafa kommúnist- ar rekið áróður fyrir hlut- leysi hér á landi á undan- förnum árum. Á sama hátt hafa kommún- istar raunverulega farið heil- an hring í vamarmálum ís- lenzku þjóðarinnar. Þeir hafa á þeim tíma, sem þeir hafa verið uban ríkisstjórnar, barizt fyrir brottför varnar- liðsins, en eins og Bjarni Benediktsson benti á í ræðu sinni á Alþingi, tóku þeir raunverulega ábyrgð á dvöl varnarliðsiris hér á landi í tíð vinstri stjórnarinnar og gerðu brottför þess ekki að fráfararatriði í þeirri rí'kis- stjórn, og nú fyrir nokkru hefur einn málsvari komm- únista lýst því yfir, að þeir muni ekki gera brottför varn- arliðsins að úrslitaatriði fyrir þátttöku í rí'kisstjóm. Af þessu er ljóst, að komm únistar snúast í utanrfkis- og öryggismálum íslenzku þjóð- arinnar eftir því sem hentar hagsmunum Sovétríkjanna og stundarhagsmunum þeirra sjálfra hér á landi. Þeir eru reiðu'búnir til þess að faMast á dvöl varnarliðsins, ef þeir eiga kost á þátttöku í ríkis- stjórn og afstaða þeirra til hlutleysis íslands í alþjóða- málum fer atgjörlega eftir því, sem hentar húsbændum þeirra í Moskvu hverju sinni. ÚRSL/T FRÖNSKU KOSNINGANNA ingkosningum er nú lokið í Frakklandi og úrslit þeirra þau, að stuðningsflokk ur de GauJle Frakklandsfor- seta hefur hlotið meirihluta í franska þinginu, en þó mjög takmarkaðan. Úrslit þessi benda til þess að stefna de Gaulle í utanríkis- og inn- anlandsmálum eigi ekki stuðning meirihluta frönsku þjóðariinnar, en þó virðast Frakkar enn kjósa það öryggl og þá festu, sem samfara er völdum de Gaulle. Hins veg- ar hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu í þessum kosning- um, að Frakklandsforseti ag stuðningsflokkur hans hafi gott af nokkru sterkara að- haldi heldur en hann hefur haft á undanförnum árum. Stefna de Qauile í utanrík- ismálum hefur verið mjög umdeild utan Frakklands og innan, sérstaklega afetaSa. hans til A11 an tsh a fsbanda 1 ag* ins og inngöngu Breta í Efna- hagsbandalagið. Ætla mætti að kosningaúrslitin nú verði til þess að hann færi sér hæg- ar í þessum efnum en áðue og tæki meira tillit til al- menningsiálitsins, en hins veg ar bendir reynslan af stjórn- arfari de Gaulles til þess, að hann muni fara stnu fram þrátt fyrir þessi úrslit, þvtí að sú varð niðurstaðan eftir for9etakosningarnar aíðuntu í Frakklandi og urðu úrslit þeirra þó attt annað en óum- deilanlegur sigur fyrir Frakác landsforsettfc.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.