Morgunblaðið - 14.03.1967, Síða 23

Morgunblaðið - 14.03.1967, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ ÍMT. 23 KALDAR KVEÐJUR til laxveiðimanna og áhuga- manna um fiskirækt f MORGUNBLAÐINU hinn 11. desember 196« birtist smágrein eftir formann Landssambands Teiðiréttareigenda, fyrrverandi ekólastjóra Þóri Steinþórsson í Reykholti Greinarkorn þetta fjallar að mestu um laxveiðarn- ar við Grænland og getgátur þær, sem komið hafa fram í blöðum um það, hvort þessar naiklu veiðar Dana við Græn- land séu ekki m. a. orsök í minnkandi laxveiði tvö síðustu érin í mörgum íslenzkum lax- veiðiám. Skal ekki nánar rætt um þetta atriði að sinnL En i þessari yfirlætislausu smógrein «r þó að finna merkilega tvi- eggjaða sendingu til stangaveiði- manna og leigutakanna á veiði- réttindum bænda, en þar stend- w þetta: „Þá vil ég, að gefnu tilefni, benda eigendum veiðivatna á það, að þrátt fyrir minnkandi veiði í nokkrum ám landsins, síðastliðið sumar, sé ég ekki á- stæðu tU að þeir lækki kröfur sínar um veiðileigur, nema alveg sérstakar ástæður séu til.“ Næst er svo þess að geta, að þegar Búnaðarþing var sett nú fyrir skemmstu, fórust Þorsteini Sigurðssyni frá Vatnsleysu, for- ystumanni bændasamtakanna, þannig orð i setningarræðu sinni: Tilvitumm í Vísir 21. febr. „Þorsteinn sagði að þróunin 1 þeim málum væri ekki i rétta ótt, það mætti ekki draga þessa •tvinnugrein úr höndum bænda, en peningasterkir sportveiði- menn hefðu á undanförmum ár- um keypt (!!) upp hverja ána á fætur annarri og svo væri einnig «un vötnin“l! Loks lætur svo sjálfur búnað- armálastjórinn, Halldór Pálsson, heldur betur í sér heyra við um- ræðurnar um fiskiræktarmálin á yfirstandandi Búnaðarþingi og sendir leigutökum veiðiréttind- anna og stangaveiðimönnum kveðjur sinar á eftirfarandi ó- tvíræðan hátt: Tilvitnun í Morgunblaðið, 10. marz: „Þetta er landbúnaðarmál. Það þarf að tryggja það sem bezt, að veiðirétturinn verði ekki skilinn frá jörðunum né hlunnindin tek- in undan þeim. Bændur eiga að taka tillit til heilbrigðrar fræði- mennsku, en allar gælur við sportveiðimenn eru óþarfar". Það er dálítið forvitnilegt og «m leið skemmtilegt að bera saman málflutning og orðbragð þessara þriggja bændaforkólfa um þessi mál. Fyrst er það svolítill goluþyt- ur, enda gerir formaður Lands- sambands veiðiréttareigenda sér það greinilega ljóst, að það er hvorki hyggilegt né vænlegt til órangurs að höggva of hart og títt að væntanlegum viðsemjend- um sinum um greiðslu fyrir veiði réttindi 1 ám og vötnum. En „broddurinn" i garð stangaveiði- manna og leigutaka veiðiréttinda leynir sér þó ekki ef gaumgæfi- lega er í málið lesið. Síðan eru bændur — eða nán- *r tiltekið fulltrúar þeirra á IBúnaðarþingi — eggjaðir lög- eggjan við setningu Búnaðar- þings af aðalforvígismanni þeirra, Þorsteini Sigurðssyni frá Vatsnleysu. Nú er ekki lengur um neinn goluþyt að ræða held- ur allhvassan storm. Og þessum gusti slengir hann fyrirvara- laust framan 1 hina fjölmörgu leigutaka veiðiréttinda af bænd- um. Broddurinn er orðinn að breiðfjaðra spóti í munni bænda- forkólfsins Þorsteins á Vatns- leysu og ber orðaval hans allt merki þess, að slíkur málflutn- lngur sem þessi, muni falla í góðan jarðveg fulltrúa veiðirétt- sreigenda, er Búnaðarþingið sitja og ef til vill hyggur hann •ð með þessu móti muni hann geta komið þeirri skoðun og þeim ásetningi inn hjá veiðirétt- areigendum, að þeir skuli í fram tíðinni, hvað þetta snertL hugsa „bæjalýðnum" þegjandi þörfina. Loks keyrir þó um þverbak þegar sjálfur búnaðarmálastjór- inn, minn gamli skólabróðir og kunningi, Halldór Pálsson, stigur í ræðustólinn og kveður sér hljóðs um fiskiræktunarmólin á Búnaðarþingi. Þá er golan orðin að aftakaveðri og það beinlínis rýkur og sýður í kringum hann. Engar gælur við veiðimenn — þarns hafið þið það. Manni koma ósjálfrátt í hug hin víð- frægu orð heimsmeistarans í hnefaleikum í þungavigt, Cassi- usar Clay — öðru nafni Múha- med Ali: „I am the greatest" — „Ég er mestur allra“ — og síðan ríður kjaftshöggið af, rothöggið, beint framan í mótstöðumann- inn — í þessu tilfelli „landeyð- urnar“, leigutaka veiðiréttind- anna, stangaveiðimenn alla. Minna mótti ekki gegn gera. En mér er spurn: Halda þessir þrír ágætu bændaforkólfar raun- verulega að þeir þjóni á þennan hátt bezt stétt sinni, sjálfum sér, virðingu sinni og gagnlegu gengi fiskiræktunarmálanna með slík- um málflutningi? Ég á bágt með að trúa slíku eftir kynnum mín- um við menn þessa fyrr og síðar. Og ég vil mega vona, að þessi hugsunarháttur eigi ekki djúpar rætur og að slík orð, sem hér hafa verið látin falla, hafi verið mælt í fljótfærni og með lítilli fyrirhyggju. Mín skoðun er sú að hagsmunir veiðiréttareigenda og neytenda þeirra hljóti og eigi að fara saman í þessum miklu framtíðar- og hagsmunamólum allrar þjóðarinnar og að slíku beri að stefna. Það er að mínum dóml orðið aðkallandi fyrir forvígismenn veiðiréttareigenda, og þá ekki sízt fyrir þá þrjá, sem ég hefi vísað til hér að framan, að spyrja sjálfa sig gaumgæfilega eftirfar- andi spurninga: Hversvegna höfum við ekki löngu fyrr tekið mál þessi föst- um og ákveðnum tökum til úr- bóta og varanlegra framfara eins og aðrar menningarþjóðir? Hverjir eru það raunverulega, setn vakið hafa okkur af hinum langa Þyrnirósarsvefni í málum þessum og vakið hinn brennandi áhuga, sem nú, sem betur fer — gagntekur hugi velflestra veiði- réttareigenda? Höfum við virkilega ekki fyrr komið auga á þau miklu verð- mæti, sem felast í klaki, ræktun, kynbótum og eldi með útflutn- ingsverðmæti á göngu- og vatna- fiskum okkar fyrir augum og þar með stórlega aukin þjóðarverð- mæti? Hversvegna höfum við ekki unnið að því að skapa möguleika fyrir kennslu í þessum fræðum við búnaðarskólana og undirbú- ið jarðveginn þar sem bezt? Er það raunverulega svo að við höfum ekki hugsað lengra en það, að fá sem hæst verð greitt á sumri hverju fyrir veiði- réttindi okkar, án þess að gera okkur grein fyrir afleiðingunum af sliku hóttalagL ef ekki yrðu samtímis gerðar ráðstafanir til að vernda og helzt stórauka fiskastofnana í ánum og vötn- unum? Höfum við kannske, sumir hverjir, brugðið of mörgum net- um niður í árnar okkar og vötn- in, lagt of mikla áherzlu á það við veiðimálastofnunina að fá fjölgun á stangafjölda í ánum og vötnunum, til þess sífellt að geta krafizt hækkunar á veiðiréttind- unum, samfara minnkandi veiðL og á þennan hátt ef til vill stór- skaðað stofnana af hinum fögru og lostætu nytjafiskum okkar, án þess að hugsa um afleiðing- arnar? Og er það nú raunverulega svo, að leigutakar veiðiréttind- anna og stangaveiðimennirnir hafi gert okkur stórbölvun á undanförnum árum með því að graiða tugi milljóna króna ár- lega — og sífellt hækkandi — þrátt fyrir verðstöðvun, fyrir að mega renna öngli og færi í veiði- vötnin okkar og árnar? Hafa kannske þessir sömu menn einnig gert okkur veru- lega ljótan grikk með því að verja á undanförnum 10 árum rúmum 8 milljónum króna til klaks á laxi og silungL til við- bótar verðmæti veiðileyfanna, og skilað okkur aftur ungfiski í vötnin okkar og árnar? Er rétt af okkur að sakast við þá menn, sem fáanlegir eru til þess að greiða frá 1500 til 3000 krónur á degi hverjum yfir sum- armánuðina fyrir það eitt, að fá að njóta heilbrigðrar útivistar, eftir langa vetra, og hafa áhuga á veiðimennsku með stöng við árnar okkar og vötnin? FflCO AUGLYSIR: • ÚRVAL AF FERMINGARFÖTUM • STAKIR JAKKAR OG BUXUR væntanleg í þessari viku beint frá London. ★ SPORTSKYRTUR ★ PEYSUR ★ JAKKAR ★ BUXUR ★ FÖT X BINDI ★ HÁLSKLÚTAR FACO, Laugaveg Sími 12861. Og hafa áhugamennirnir fyrir fiskiræktunarmálunum, sem á undanförnum árum hafa lagt mikið áhættufé í byggingu klak- og ræktunarstöðva, við afar erf- iðar fjárhagsaðstæður af einskær um áhuga og trú á framtíð þess- ara móla, svo sem við Búðarós, Lárós, Laxalón í Grafarvogi hjá E>r. Snorra Hallgrímssyni, pró- fessor, svo nokkur dæmi séu nefnd, brugðizt skyldu sinni við hagsmunamál veiðiréttareigenda eða gert þeim tjón? Þannig mætti enn lengi spyrja þá þremenningana, sem skotið hafa skútyrðum að leigutökum veiðiréttinda og stangaveiði- mönnum — alveg að ástæðulausu og á mjög ósmekklegan og óverð skuldaðan hátt. Hugleiði þeir þessi mál og framangreindar spurningar á raunhæfan og sann gjarnan hátt, tel ég allar lýkur á því að þeir muni söðla um i málflutningi sínum og taka feg- ings hendi höndum saman við alla þá aðila, sem vel vilja vinna að farsælum og góðum fram- gangi þessara stórmerku mála 1 framtíðinni. Gagnkvæmur skilningur og samstilltir kraftar beggja aðila, veiðiréttareigenda og áhuga- mannanna um fiskiræktunarmál in er grundvallaratriði þess, að rétt stefna sé valin og mótuð í framtíðinni svo að sem beztur og glæsilegastur árangur náist sem allra fyrst. 11. marz 1967. Jakob V. Hafstein. Gullfossfarar úr seinni f erð Seinasta kvöldið um borð, tapaðist kvenarmband. Finnandi vinsamlegast gefi sig fram á skrifstofu Hótel Borg. Til sölu í Hraunbæ 5 herbergja íbúð, sem selst tilbúin undir tréverk og málningu. Aðeins 6 íbúðir í stigahúsinu. Húsið er þegar pússað og málað utan, með tvöföldu verksmiðjugleri, og er íbúðin tilbúin til afhend- ingar nú þegar. Upplýsingar gefur: Þorvaldur Lúðviksson hrl. Skólavörðustíg 30. — Símar 14600 og 16990. HAGSTÆTT Saumastofur — innflytjendur Tökum að okkur hvers konar efnisprjón, jersey, crepe, nylon og stretch og fleira. Önnumst hráefniskaup ef óskað er. Upp- lýsingar í síma 1942 og 1513 Akranesi. ÁRSHÁTÍÐ Snæfellinga og Hnappdæla á Suðurnesjum verður í félagsheimilinu Stapa, föstudaginn 17. marz, og hefst með borðhaldi kl. 7 síðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir í verzluninni Mánabar, Keflavík, og Þorgilsi Þorgilssyni klæðskera, Lækjargötu 6, Reykjavík. SKEMMTINEFNDIN. Tilboð óskast í smíði og uppsetningu léttra útveggja, glugga og útihurða í toll- stöðvarbyggingu í Reykjavík. Útboðs- gagna má vitja á skrifstofu vora gegn 2.000,00 kr. skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 10140 Bezt að augfysa í IViorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.