Morgunblaðið - 14.03.1967, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.03.1967, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MARZ 1067. Skemmtileg keppni o; tilþrif í Unglingalandsmóti Akureyringar stsgahœstir en Siglfirð- ingar unnu norrœna bikarinn LANDSMÓT unglinga á skíðum var háð*við skála Reykjavíkur- félaganna um helgina og tókst hið bezta. Margt manna fylgdist með keppninni og mun um 1503 manns hafa verið í Hveradöium á sunnudaginn. Margt mjög efnilegra skíðamanna og kvenna kom fram á mótinu, en kepp- endur voru 21 frá Akureyri. 8 frá ísafirði, 10 frá Húsavík, 9 frá Siglufirði og 10 frá Reykja vík. Móísstjóm og mótshald tókst með þeim ágætum að langt er síðan hliðstæðu er að finna. Ruldi háði nokkuð og biautir voru misjafnar og því erfiðar. Mótið fór í alla staði vel fram, en kuldi háði keppendum. Marg- áhorfendur komu til að horfa á þessa keppni og sérlega á sunnu- dag en þá voru um 1500 manns í Hveradölum. Verðlaunaafhend ing fór fram í Skíðaskálanum í Hveradölum að lokinni keppni. Sigurður Einarsson form. mót- stjórnar afhenti sigurvegurun- um verðlaunin. Stefán Kristjánsson form. S.K.Í. afhenti sigurvegurum í •tigakeppni Héraða á mótinu svonefndan Alpahikar. Akur- eyri hlaut þennan bikar með 63 stig. í norrænni keppni varð Siglu- fjörður hlutskarpastur með 26 stig. Að lokum þakkaði Þórir Lár- usson form. Skíðaráðs Reykja- víkur starfsfólki fyrir vel unnin störf og keppendum fyrir kom- una og sagði ánægjulegu Ungl- ingamóti slitið. Stórsvig Stórsvigsmótið fór fram á laugardag í Suðurgili í Jóseps- dal. Herbert Mark austurrískur skíðaþjálfari sem hér er staddur lagði brautina sem var mjög skemmtileg. Rásmark var í 600 m. hæð. Norðan kuldi og snjúófjúk háði keppendum í keppninni. Færið var erfitt, hart uppi en brotaskari fyrir neðan miðja braut. Leikstjóri var Ásgeir Eyjólfsson. Ganga kl. 4 við Flengingabrekku. Rásmark skíðagöngunnar var á sléttunni fyrir ofan Flenginga- brekku, gengið var 7,5 km. og endamark var á flötinni Fleng- ingabrekku. Færi var erfitt, skari var mikill í allri braut- inni. Mikið rok og kuldi háði keppendum og varð einn kepp- andinn að hætta keppni vegna kulda. Göngustjóri var Gísli Kristjánsson. Sigþrúður Sigurlaugsdóttir ÍBA Köríuknottleibur MIKIÐ var um að vera hjá Körfuknattleiksmönnum um helg ina. Tveir leikir fóru fram í 1. deild. KR vann ÍKF með 86 gegn 54 stigum og Ármann vann lið stúdenta með 80 gegn 39 stigum. Þá var á föstudagskvöld leik- inn annar leikurinn í 5 leikja bik arkeppni Reykvíkinga og varnar liðsmanna. Varnarliðsmenn sigr- uðu með 66 gegn 65 stigum. — Reykvíkingar unnu fyrsta leik- inn. Svig Svigkeppnin hófst kl. 11 f.h. á sunnudag í Hamragili. Braut- ina lagði Herbert Mark, en ieik- stjóri var Þórarinn Gunnarsson. Veður var heiðskírt en dálítið hvasst. Brautin var sérlega skernmti- leg en grófst illa sumstaðar. Mikil og hörð barátta var á milli keppenda í þessari braut og er auðséð að mikið er til af efnilegu skíðafólki sem er framfarabraut. Stökk Langt er nú siðan að stökk- keppni hefur verið haldin hér sunnan lands. Stökkkeppnin hófst kl. 4 á sunnudag í Fleng- ingabrekku við Hveradali. Mikill og erfiður undirbún- ingar liggur á bak við þessa keppni og má aðallega þakka gömlum áhugamönnum skíðá- stökkíþróttarinnar fyrir vel unn- in störf. Stökkpallurinn byggð- ur úr snjó og haft fyrir augum að keppendur væru á aldrinum 13 — 16 ára, pallurinn var lYz m á hæð og leyfði 28—30 m stökk. Stökkstjóri var Páll Jör- undsson og stökkpallsstjóri Ragnar Thorvaldsson. Stórsvig drengja 13—14 ára Unglingameistari: sek. Tómas Jónsson R. 36.6 2. Guðm. Frímannsson A. 36.9 3. Þorst. Baldvinsson A. 38.1 4. Albert Guðmundsson í. 39.1 Stórsvig stúlkna 13—15 ára Unglingameistari: sek. Barbara Geirsdóttir A. 42.7 2. Sigrún Þórhallsd. HSÞ. 48.3 3. Áslaug Sigurðardóttir R. 48.7 4. Guðríður Sigurðard. í. 68.8 Stórsvig drengja 15—16 ára Unglingameistari: sek. Bjarni Jensson A. 57.3 Tomas Jónsson Rvík 2. Eyþór Haraldsson R. 59.8 3. Jónas Sigurbjörnss. HSÞ 60.6 4. Björn Haraldsson HSÞ. 61.8 7.5 km .ganga drengja 14—16 ára Unglingameistari: min. Sig. Steingrímsson S. 34.u0.0 2. Ingólfur Jónsson S. 34.40.4 3. Ólafur Baldursson S. 35.27.5 4. Magnús Eiríksson F. 35.34.2 Svig drengja 13—14 ára Unglingameistari: sek. Tómas Jónsson R. 57.3 2. Þorsteinn Baldvinsson A. 59.1 3. Guðm. Frímansson R. 59.7 4. Haraldur Haraldsson R. 60.5 Svig stúlkna 13—15 ára Unglingameistari: sek. Sigþrúður Siglaugsd. A. 68.3 2. Áslaug Sigurðardóttir R. 81.7 3. Sigrún Þórhallsdóttir V. 87.7 4. Auður Harðardóttir R. 88.7 Svig drengja 15—16 ára Unglingameistari: sek. Ingvi ÓðinssonA. 77.9 2. Jónas Sigurbjörnss. A. 83.1 3. Bergur Finnsson A. 83.4 4. Bjarni Jensson A. 83.5 Stökk drengja 14—16 ára Unglingameistari: | Haukur Snorrason Sigl. 23.5m. 24.5 m. 209.0 stig 2. Ingólfur Jónsson Sgl. 10.0 m. 19.5 m. 167.5stig Norræn tvíkeppni Unglingameistari Haukur Snorrason Sigl. 189.5 — 216.0 samt. 405.5 stig 2. Ingólfur Jónsson SigL 240.0 — 162.5 samt. 402.5 stig Ganga Stökk Alpatvíkeppnl stúlkna 13—15 ára Unglingameistari: Áslaug Sigurðard. R. 135.58 2. Sigrún Þórhallsd. HSÞ. 167.34 3. Auður Haraðard. R. 320.44 Alpatvíkeppni drengja 13—14 ára Unglingameistari: Framh. á bls. 31 Haukar unnu Val 24:22 og eru nú í þriðja sæti Ármann í Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ var endanlega úr því skorið að það verður Ármann er leikur í 2. deild í handknattleik á vetri komanda. Töpuðu þá Ármenn- ingar fyrir Víking með 20:13, og hafa þvi enn ekkert stig hlotið í deildinni. Leikur Ármanns og Víkings var heldur daufur og tilþrifalít- ill og var ekki að sjá að hann væri baráttan um fallsætið. í upphafi leiksins virtist þó svo að Ármenningar ætluðu að spjara sig, því þeir höfðu undirtökin í leiknum, 5:4 á tímabili. Víkingar jöfnuðu síðan og hélzt leikurinn jafn til loka hálfleiksins, en þá stóð 9:7 fyrir Viking. f síðari hálfleik var leikurirm að mun ójafnarg enda fór pá stórskytta Víkinga, Einar Magn- ússon, að njóta sín og skoraði hann hvert markið á fætur öðru, sum hver mjög falleg. Þaá aðra deiid var ekki fyrr en eftir 15 min leik sem Ámenningum tókst loks að skora, en Vikingar hélda áfram að auka forskot sitt, enda virtist svo að baráttuvilji Ár- menninga væri næsta lítill beg- ar markamunurinn var kxanma tiL í liði Víkinga bar Einar Magn ússon af öðrum leikmönnum og skoraði hann 7 mörk. Mörg þeirra voru föst skot af lönga færi. f liði Ármanns bar ekki sér- staklega á neinum einum leik- manni, nema þá helzt Olfert Naaby, sem er leikinn handknatt leiksmaður. Dómari í leiknum var Hanm-s Þ. Sigurðsson og var oft allt of fljótur á sér að flauta, þannig að brotlega liðið hagnaðist á dómunum. Gerði hann ennfram- ur of mikið að því að gefa leik- mönnum áminningu fyrir væg brot. ÞAÐ var greinilegt að flestir þeir áhorfendur er í Laugardals- höllinni voru á sunnudagskvöld- ið höfðu komið til að sjá leik Hauka og Vals, og hafa senni- lega flestir reiknað með jöfnum Ieik fyrirfram, enda varð líka sú raunin á. Úrslit leiksins urðu þau, að Haukar Bigruðu með 24:22, og var þetta fimmti leik- urinn í röð sem liðið vinnur, en hafði áður tapað þrem fyrstu leikjum sínum í deildinni. Haukar skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og höfðu frum- kvæðið fram í miðjan hálfleik- inn, en þá jafna Valsmenn og taka forystuna. Munurinn varð þó aldrei nema eitt mark og undir lok hálfleiksins ’ jöfnuðu Hau'kar aftur og var staðan 13:13 í hálfleik. Með betri varnarleik hefðu Haukar auðveldlega átt að geta komið í veg fyrir að Valsmenn skoruðu svo mörg mörk, en þau gerðu þeir flest á sama hátt, eða úr hornunum, enda voru þeir þar oftast fríir og fengu að athafna sig að vild. í byrjun síðari hálfleiks tóku Haukar svo aftur frumkvæðið, en Valsmenn jafna og komast einu marki yfir, en Haukar jafna fljótlega. Síðan skorar Matthías 16:15 fyrir Hauka með fallegu skoti og Sigurður Jóa- kimsson eykur forskot Hauka með margi af línu, eftir fallega sendingu Viðars. Spiluðu Haukar síðan mjög „taktiskan“ leik, og skutu ekki nema svo til öruggt væri að þeir skoruðu. Um miðj- an hálfleikinn voru þeir búnir að ná þriggja marka forskoti, en þá tóku Valsmenn nokkurn kipp og tókst að skora næstu tvö mörk 19:18, og allt gat gerst. En þá gerðu Haukar út um leikinn með því að skora þrjú mörk í röð og var þá staðan orðin 22:18, Síðustu mínúturnar léku bæði liðin meir af kappi en forsjá og veitti Valsmönnum betur í þe.m dansi og tókst að minnka marka muninn niður í tvö mök áður en tímalúðurinn lét til sín heyra. Haukar hafa vaxið með hverj- um leik nú undanfarið og er r.ú svo komið að fyllsta ástæða er til að ætla að leikur þeirra við Fram á miðvikudagskvöldið verði jafn og tvísýnn. Hefur ekkert lið tekið eins miklum framförum í vetur og lið Hauk- anna, enda hafa þeir breytt tölu vert um leikaðferð. Liggur aðal- styrkur liðsins í þvi hversu jöfn- um leikmönnum það er skipaS og hversu línumennirnir eru hreyfanlegir. 1 liði Hauka átti Viðar Símon- arson einna beztan leik. Skoraði hann 7 mörk og átti margar línu sendingar sem urðu að mörkum. Þá átti Mattlhías Ásgeirsson góð- an leik að vanda og í raun og v.eru má segja að allir Haukarn- ir hafi leikið prýðisvel, ef frá er skilin varnarleikur þeirra 1 fyrri hálfleik. Logi Kristjáns- son stóð sig einnig með ágætuna í markinu og má mikið vera er hann hefúr ekki „varið sig inn í landsliðið“ í tveimur síðustu leikjunum. Valsmenn léku einnig ágæt- lega í þessum leik, og komu línu menn þeirra, Ágúst og Stefán vel frá honum, svo og Hermann Gunnarsson sem sjaldan á lélega leiki. Vörn Vals var þó helzt tfl götótt, en slíkt ætti að vera hægt að laga án mikillar fyrirhafna*. Dómari í leiknum var Reynir Ólafsson og dæmdi hann með miklum ágætuan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.