Morgunblaðið - 23.03.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
J. S. Bach
Jóhannesarpassía
í íþróttahöll Reykjavíkur, skírdag
23. marz kl. 16.00.
Flytjendur: Sigurður Björnsson, tenór
Guðrún Tómasdóttir, sópran
Kathleen Joyce, alt
Halldór Vilhelmsson, bariton
Kristinn Hallsson, bassi
PÓLÝFÓNKÓRINN
Kammerhljómsveit.
Stjómandi: Ingólfur Guðbrandsson.
Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar.
Athugið, að hljómleikarnir verða ekki endurteknir.
Töfrandi
eru augu þín
(ef snyrtingin er rétt!)
Maybelline snyrtivörur eru framleiddar af sérfræðingum
I augnsnyrtingu, — og þær eru vandlátra kvenna val
um alian heim. Frábær gæöi — Fagurt útlit.
PLUIO
EYE LINER
Moð bursta
I lokinu.
Sex litir.
CAKE MASCARA
Heims-þokkt
merki
kassa mafl
litlum bursta.
AUGNABRÚNA
BLÝANTUR
með yddara: alHaf nákvasmur
Auka-
fyllingar.
gerir fögur augu fegurri
r.v.v
EFTIR
ATLA STEINARSSON
STARF blaðamannsins hefur
óhjákvæmilega í för með sér
kynni við margt og ólíkt fólk.
Ekki er því að neita að slík
kynni hafa mjög mismunandi
áhrif á mann og eiga sér mjög
mismunandi langa lífdaga í
huga manns. Persónutöfrar
sumra sækja á mann aftur og
aftur við ólíkustu tækifæri, en
önnur kynni gleymast oft furðu
fljótt og án nokkurs söknuðar.
Reynsla mín í þessum efnum
er sjálfsagt ekki frábrugðin
reynslu annarra og ef til vill
alls ekki umtalsverð.
Fyrstu kynni manna á milli
kynngikrafti sannfæringar um
réttmæti baráttumálsins og ein-
hverri seiðandi vissu um end-
anlegan lokasigur. Slíkur var
eldmóðurinn, að óreyndur blaða
maður eins og ég var þá, stóð
berSkjaldaður og gat ekkert að-
hafst, nema segja af og’til eins-
atkvæðis jáyrði.
Jafnvel á þessari stund al-
vörunnar, á meðan á fundinum
stóð varð mér hugsað til þess,
hversu þreytandi það hlyti að
vera að eiga móður eða eigin-
konu, sem væri leiðtogi í sam-
tökum kvenna, hversu yfir-
þyrmandi það hlyti að vera að
vera í sambýli við slíkar val-
kyrjur. Ég hrósaði happi yfir
að hafa engin kynni af slíku,
þessari forystukonu kvenrétt-
indamála síðustu áratuga.
Ég fékk áfram og betur að
kynnast þeim eldmóði sem frú
Sigríður býr yfir og hefur ver-
ið leiðarljós starfs hennar i
þágu íslenzkra kvenna. Ég fékk
að kynnast sjálfum baráttumál-
unum. Ég fékk að heyra hana
segja frá fundum og kynnum
við ýmsar stöllur sínar á al-
þjóðafundum kvenna. Ég fékk
að heyra hana lýsa baráttumál-
unum, málefnum sem horfðu til
róttækra breytinga á högum
einstæðra mæðra eða kvenna
yfirleitt, og það var og er henni
lagið að setja mál sitt fram á
slíkan hátt, að stundum furðar
maður sig á því að berjast þurfi
kunna oft að mótast af óvenju- ^>\
legum aðstæðum og kunna að
gefa svo ranga mynd af
persónuleik þeirra er kynnast,
að furðulegt getur talizt. Löngu
liðinn atburður þetta varðandi
hefur oft rifjast upp fyrir mér,
og vera má þó að atvikið verði
mér aðeins lagt út á verri veg
og sagt sem svo, að hæfileikar
til mannþekkingar séu næsta
litlir.
í>að var einhvern tima á
fyrstu árum mínum sem blaða-
maður, rétt eftir 1950, að mér
var fengið það verkefni að fara
á blaðamannafund sem boðað
hafði verið til. Rétta dagsetn-
ingu eða nákvæmt tilefni til
fundarins man ég ekki lengur,
en fundurinn var í húsnæði
Húsmæðrafélagsins i Borgar-
túni og fundarboðendur nokkr-
ar mætar konur sem þurftu að
vekja athygli á einhverju hugð-
arefni sínu. Fundurinn var vel
undirbúinn, hlaðið borð af kök-
um og ósvikið kaffi á mörgum
könnum. Vel var hægt að álíta,
að konurnar teldu illa farið
með okkur blaðamennina heima
fyrir, og nú skyldi rækilega úr
því bætt.
Ég verð að játa að mér sem
ungum blaðamanni, nýsloppn-
um út úr skóla, fundust ýmis
verkefni í blaðamennsku meira
spennandí en að sitja fund
nokkurra roskinna kvenna, sem
höfðu ýmis kvenréttindamál og
ýmsa góðgerðarstarfsemi efst í
huga og börðust og töluðu fyrir
áhugamáli sínu af slíkum eld-
móð og slíkri sigurvissu að
varla varð gripið inn í ræður
þeirra einu orði, hvað þá með
heilli spurningu.
Ein af þeim konum, sem
þarna voru, var frú Sigríður J.
Magnússon. I>á hafði ég engin
kynni af starfi hennar og
þekkti ekkert til hennar. En
hún varð mér þegar sérstak-
lega minnisstæð. Gerði það
ekki sízt sérstakur eldmóður
í málfari hennar, mótaður
hvorki á heimili foreldra minna
né annars staðar þar sem mín-
ar leiðir lágu.
Og þá bið ég lesandann að
minnast aftur þeirra orða, sem
í upphafi voru sögð, að fyrstu
kynni manna á milli kunna oft
að mótast af óvenjulegum að-
stæðum og kunna að gefa svo
ranga mynd af persónuleik
þeirra er kynnast, að furðulegt
getur talizt. í>etta reyndi ég
áþreifanlega í sambandi við
síðari kynni af frú Sigríði J.
Magnússon.
Atvikin eða örlögin réðu því,
að ég tengdist fjölskyldu frú
Sigríðar, og hafa af þeim sök-
um tekizt náin kynni okkar
fjölskyldna. Ef til vill er mér
minningin um blaðamanna-
fundinn með valkyrjum ís-
lenzkra kvenna svo minnis-
stæður af því, hversu hrapal-
lega mér skjátlaðist í dómi
þeim er ég kvað upp með sjálf-
um mér við fyrstu kynni af
fyrir svo sjálfsögðum breyting-
um. Allt fas hennar, framkoma,
málfar og framsetning, mótað
af og byggt á arfi menningar-
heimilis foreldra og síðar heim-
ilis hennar og manns hennar,
próf. Sigurðar heitins Magnús-
sonar yfirlæknis, hefur að mín-
um dómi áhrif á alla sem
kynnast frú Sigríði. t>etta eru
persónutöfrar.
Persónuleg kynni eru á ýms-
an hátt dýrmætasti fjársjóður,
sem einstaklingurinn getur eign
azt. Hin fyrstu kynni milli
fólks kunna að ráða miklu um
framhald viðkynningar. Ég hef
nú sagt sögu um ein slík kynni
mín. Hvort öðrum finnst sú
saga einhvers virði veit ég ekki,
en þessi litla saga hefur kennt
mér mikið, vegna þess að ég
var í þessu tilfelli svo heppinn
að vera síðar leiddur frá villu
míns álits. Þess vegna er þessi
litla saga — þessi persónulegu
tvíþættu kynni — eitt af þvi
sem ég tel meðal perla minn-
inganna frá 17 ára blaðamanns
ferli.
- ÞYZKI RAÐH.
Framhald af bls. 1.
og rigning á köflum Lenz lét
það ekki á sig fá, hann vildi
ekki af neinu missa.
Heimsóknin tii Skálholts
fannst mér áhrifamikil. Þeg-
ar komið var að kirkjunni
bárust þaðan þýðir orgeltónar,
sem juku hughrif hins forn-
helga staðar. í>ar var námskeið
í orgelleik og sóttu það nokkr-
ar konur. Leikinn var sálmur-
inn „Lofið vorn drottinn" á
orgelið og sungu konurnar
fyrir gestina. Lenz þekkti sálm-
inn vel og gat hann ekki stillt
sig um að taka undir sönginn
og fór svo um fleiri. Var Lenz
djúpt snortinn.
Áður en haldið var frá Skál-
holti var borin fram hressing
við Staupastein. Þar sagði Hans
Lenz við blaðamanninn: „Ferð
mín í dag til þessara íslenzku
sögustaða, og fegurð þeirra,
verður mér ógleymanleg."
Ferðalagið þennan dag hefur
tekið um það bil 12 klukku-
stundir. Hvað eftir annað undr
aðist ég þrek og kjark hjns
þýzka gests. Hann var ákveð-
inn að fara það sem aðr-
ir fóru og stundum mátti sjá
örla á svitaperlum á enni hans,
er torfærur voru á veginum,
sem aðrir tóku varla eftir.
Hann var ákveðinn í því, að
láta ekki hina miklu bæklun
aftra sér og stjórna gerðum
sínum. Með viljastyrk sfnum og
hugrekki hafði hann komizt til
mestu metorða meðal þjóðar
sinnar. Og það af verðleikum.
Þennan dag hafði ég kynnzt
merkum Þjóðverja, miklum
manni.