Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
s
EFTIR JÓN HNEFIL
AÐALSTEINSSON.
I.
SÓLSKINSDAGARNIR eru
bjartir í Helsingfors í byrjuð-
um ágúst. En blaðamaðurinn
hefur um annað að hugsa en
fegurð dagsins, því að hér þarf
að tak mörg viðtöl á skömm-
rni tima og á miklu veltur,
að þau misheppnist ekki. Eitt
viðtalið er að sumu leyti kvíð
vænlegast. Það er viðtal við
rektor háskólans, Edwin Lin-
komies. Kvíðinn stafar af þvi,
hve sérstæða og reynsluríka
sögu þessi maður á að baki.
Hér kynni að vera efni í merki
legt viðtal, en hvers má
spyrja? Hvað er óhætt að færa
I tal við þennan mann?
Æviatriði Linkomies rektors,
sem ég er að kynna mér áð-
ur en ég tek viðtalið, eru 1
■tuttu máli þessi: Hann er
fæddur 1894. Lagði stund á
rómönsk mál ftg varði doktors
ritgerð 1923. Varð sama ár
prófessor í Helsingfors og vara
rektor 1932 til 1945. Sat á
þingi 1933 til 1945 fyrir Hægri
flokkinn og gegndi forsætis-
ráðherraembætti í rúmt ár
1943 til 1944. í forsætisráð-
herratíð sinni hafnaði Linkom
ies amerísku tilboði um samn-
inga á milli Finnlands og Rúss
lands og sleit samningum við
Rússa. Eftir stríðið var hann
dæmdur í fimm og hálfs árs
fangelsi samkvæmt lögum um
stríðsábyrgð, en veitt sakar-
uppgjöf 1948.
Erik Juuranto, þáverandi
ræðismaður, hafði boðið tii há
degisverðar með nokkrum
þeirrá, sem ég átti að hafa við-
töl við og ég er að hugleiða
þetta mál á meðan við bíðum
eftir því að gestirnir birtist.
Juuranto hefur sagt mér, að
■rtyrjöldin við Rússa sé Finn-
um enn mjög viðkvæmt mál,
og skyldi hún þá ekki vera
viðkvæmt mál þeim stjórn-
málamanninum, sem harðast
varð úti að stríðslokum?
Ég hefi ekki gert það upp við
mig hvers skuli spyrja, er Lin
komies gengur í salinn, mynd-
arlegur maður, virðulegur 1
fasi með gáfuleg augu og hlý-
legan svip. Talið berst fyrst
að íslandi og Finnlandi, þess-
um útvörðum norrænnar
menningar, það er rætt um
Eddurnar og Kalevala. Lin-
komies lýsir því, hvernig
hann hafi á unga aldri hrifizt
af islenzkum fornbókmennt-
um og þeirri heiðríkju, sem
þær birti. Þannig þokar viðtal-
inu fram, margt fróðlegt og
skemmtilegt er látið í ljós, en
spurningin um stjórnmálin og
styrjöldina er ekki borin upp.
Þegar staðið er upp frá borð
um og menn hverfa aftur til
starfa sinna, atvikast það ein-
hvern veginn, að Linkomies
verður mér samferða frá veit
ingahúsinu. Eftir skamman
spöl komum við að Háskólan-
um, sem var lokaður um þess-
ar mundir, en Limkomies
bauðst til að sýna hann. Og á
annan klukkutima gengum við
um sali og ganga Háskólans i
fylgd rektors, sem allan tím-
ann sagði frá, upplýsti og út-
skýrði. Dyravörður Háskólans
gekk á undan og opnaði allar
dyr. Hann hafði misst annan
handlegginn í stríðinu og
þurfti þess vegna að snúa sér
í hring í hvert skipti sem hann
opnaði og lokaði. Við gengum
um sali þar sem myndir af
öllum fyrrverandi prófessor-
um og dósentum prýða veggi,
við fórum tvær hæðir niður í
jörðina þar sem bækur eru
geymdar í öryggisskyni, ef
til sprengjuárásar kæmi, og
við fórum undir götuna yfir í
nýbyggingu Háskólans. Þegar
ég kvaddi Linkomies fjrrir ut-
an Háskólann, var mér ljóst
að ég hafði lifað eftirminnileg-
an dag og kynnzt ógleymanleg
um manni, en ég var þá enn
engu nær um viðhorf hans til
stríðsins og stjórnmálanna.
n.
Þremur árum síðar, í júlílok
1960, var Norræna menningar-
málanefndin á fundi hér i
Reykjavik. Formaður nefndar
innar var Edwin Linkomies og
ég var sendur til viðtals við
hann. Hann fagnaði mér eins
og gömlum vini og við byrjuð-
’um viðtal um svipuð efni og
3 árum fyrr. En nú voru ný
viðhorf í málinu, því að nú
hafði rætzt áratuga draumur
Linkomies að koma til íslands.
Hann hafði verið á Þingvöll-
um og sagði, að það hefði ver-
ið sér ógleymanleg reynsla.
Mér var enn 1 huga spurn-
ingin, sem ég bar aldrei upp í
Helsingfors, og þegar við höfð
um ræðzt við nokkra stund
spurði ég, eins nærfærnislega
og ég gat, hvort honum væri
Háseti óskast
á Andvara
RE 101. Upplýsingar 1 síma 33428.
á móti skapi að minnast á
stjórnmálaafskipti sín og við-
horf sín til þeirra?
Vingjarnlegt viðmót Linkom
ies breyttist ekki við þessa
spurningu mína og hann svar-
aði henni af jafnmikilli hlut-
lægni og að því er virtist með
jafn rólegu geði og þegar hann
ræddi um Eddurnar og Kale-
vala. Hann sagði mér, að
stjórnmálaafskiptum sínum
væri að fullu lokið, hann
hefði ekki komið nærri þeim
málum eftir 1945. Síðan bætti
hann við þessum orðum:
— Um stjórnmálaþátttöku
mína er annars að segja, að
ég varð hart úti eftir stríð-
ið, en ég hef aldrei séð eftir
þeim afskiptum, sem ég hef
haft af stjórnmálum. Það má
ekki vanmeta gildi stjórnmál-
anna, en ef til vill hefur eng-
inn maður meiri möguleika á
því að vinna landi sinu gagn
en stjórnmálamaðurinn. Það
er oft talað um það í Finn-
landi, að það sé eitthyað ó-
hreint við stjórnmálin, en þar
er ég á annarri skoðun. Hver
sá, sem heldur lýðræðislegar
hugsjónir í heiðri, hlýtur að
sjá, að stjórnmálastörf og
stjórnmálamenn þjóna háleit-
um markmiðum.
III.
Enn berast fréttir um neim-
inn með undarlegu móti. 1 f
ágústbyrjun 1964 var ég á lei8
frá Eskifirði til Djúpavog*.
Skammt fyrir innan Reyðar-
fjörð tók ég tvær stúlkur upp
í bílinn, sem voru á leið ttt
Egilsstaða. Þetta reyndust
vera finnskar stúdínur og þær
sögðu mér það í fréttum, aS
Linkomies hefði látizt þá um
veturinn. Á leiðinni suður
Breiðdal og Berufjarðarströnd
um kvöidið varð mér tíðhugs
að til þessa eftirminnilegasta
persónuleika, sem ég hafði
kynnzt á blaðamannsferli.