Morgunblaðið - 23.03.1967, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar,
Guðlaugs Þorlákssonar,
Guðmundar Péturssonar,
Aðalstræti 6, III. hæð.
Simar 12002 - 13202 - 13602.
Jóhann Ragnarsson, hdL
málflutningsskrifstofa
Vonarstræti 4. Sími 19085.
flúseigendafélag Reykjavíkur
Skrifstofa á Bergstaðastr. lla.
Sími 15659. Opið kl. 5—7 alla
virka daga nema laugardaga.
4ra-5 berb. íbúð
óskast tfl leigu mánaðarmót
apríl og maí helzt í Hafnar-
ifirðL Reglusemi og góðri um-
gengni heitið. UppL í síma
61849 frá 9—12 fyrir hádegi
og eftir kL 7 á kvöldin.
CÓLFTEPPI
WILTON
TEPPADRECLAR
TEPPALAGNIR
EFTIR MÁLI
Laugavegi 31 - Simi 11822.
EFTIR
MAGNÚS SIGURÐSSON.
HANN er lágvaxinn og þybb-
inn, hárið er farið að þynnast,
augun síkvikul og athugul og
hann er gjarnan talinn hinn
dæmigerði BajarL Sjálfur tel
ég hann einn hinn sérstæðasta
persónuleika úr hópi þeirra er-
lendra ráðherra, sem til ís-
lands hafa komið og ég hef
átt koist á að ræða við, enda
þótt það yrði ekki nema stutta
síðdegisstund. Hann heitir Her
mann Höcherl, landbúnaðar-
ráðherra í Vestur-Þýzkalandi
en er jafnframit matvælaráð-
herra og kom hingað í boði is-
lenzku ríkisstjórnarinnar sL
haust.
Þegar hann gengur inn í vel-
búinn klefann í þýzka hafrann
sóknaskipinu Poseydon, þar
sem það liggur við bryggju í
Reykjavíkurhöfn, erum við
blaðamennirnir, sem ætlum að
ræða við ráðherrann, þegar
komnir þangað með brýnda
penna og uppfullir af spurn-
ingum til þess að leggja fyrir
hann.
í fylgd með ráðherranum
eru ýmsir háttsettir vestur-
þýzkir embættismenn, sem
hingað höfðu komið með ráð-
herranum en einnig frá sendi-
ráðinu hér. Allir bera þeir
með sér hið kurteisa en festu-
lega fas diplómatsins og þeim
svipar mjög til þess, eins og
við íslendingar erum vanÍT að
gera okkur Þjóðverja í hugar-
lund. — Allir nema Hermann
Höcherl. Hann sker sig úr
með hispurslausu fasi sínu og
tali, sem samt hefur á sér ein-
kenni hins þjálfaða stjórnmála
manns. Strax og hann fer að
tala, er eins og allt lifni við.
Hann býður okkur að setjast
og segist ekki svara neinum
spurningum, fyrr en allir séu
búnir að fá eitthvað í glös sín.
„Sjálfur er ég frá Bajaralandi',
segir hann, „og eins og þið vit
ið, þá drekka Bajarar ókjör af
bjór.“
Snyrtilegur þjónn með
bakka af flöskum tekur síðan
að hella bjór í glös okkar, en
þegar einn okkar afþakkar og
kveðst heldur vilja whisky
NY
CORTINA
ALGERLEGA NÝ CORTINA 1967 j
Hinir framúrskorandi kostir eldri
gerða Cortina nýttir til hins ýtr-
asta. Glaesilegt útlit, þægindi og
rými. Vélar 59,5 og 65 hestöfl
5 höfuðlegur. Hita- og loftræsti-
kerfið „Aeroflow" eykur enn
þægindin. Gírskipting í gólfi, á
stýri eða sjólfskipting.
KYNNIST CORTINA 1967
2&>ÖMBDÐIÐ HR. HRISTJÁNSSON H.F.
Hermann Höcherl og frú Tb eresia kona hans fyrir utan
heimili þeirra í Brennberg í Bajaralandi.
verða allir felmtri slegnir.
Einn hinna þýzku gesta fær
því ekki varizt að segja það
sem allir hugsa: „Og þetta seg-
ið þér við bajerskan ráðherra"
Svipbrigðin á andliti Hermanns
Höcherls segja þó enn sterkari
sögu, því að hann, sem hefur
látið móðinn mása, er nú
steinþagnaður og starir furðu
lostinn á þann, sem hafnað
hafði bjórnum fyrir whisky.
Loks tekur hann viðbragð og
segir eitthvað á þessa leið:
„Bjórinn, sem við bruggum í
Bajaralandi, er tvímælalaust
bezti bjór í heimi.“ Hann seg-
ir þetta með þungri áherzlu og
heldur síðan áfram: „Það urðu
mér mikil vonbrigði, að á leið
inni með flugvélinni til íslands
gat ég ekki fengið bjór. Því
vil ég gera það að tillögu
minni, að. við Bajarar fáum að
koma upp brugghúsi í Reykja-
vík til þess að framleiða baj-
erskan bjór. I staðinn fáið þið
fslendingar fluglendingarleyfi 1
Frankfurt eins oft og þið vilj-
ið.“
Allir fara að skellihlæja og
nú tökum við blaðamennirnir
að láta spurningar okkar
dynja á ráðherranum.. Hann
svarar sem ákafast og þegar
einhver virðist hikandi gríp-
ur ráðherrann inn í og segir:
„Spyrjið bara opinskárra
Sumarbúsíaður
Vil kaupa sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Tilboð um stærð og verð, sendist afgr. blaðsins
merkt: „Sumarbústaður — 2073“ fyrir 31. marz.
Sölumenn
Bókaforlag vantar nokkra unga menn á aldrin-
um 20—25 ára til sölustarfa á kvöldin. Góð sölu-
laun. Umsækjendur leggi inn umsóknir á af-
greiðslu Morgunblaðsins merkt: „Sölumaður 2496“
SUÐURLANDSBRAUT
3 53 00
Postulínsveggflísar
Enskar postulínsveggflísar.
Stærð 7y2xl5 og 15x15 cm. — Gott verð.
LITAVER
Grensásvegi 22 og 24. — Símar 30280 og 32262.