Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.03.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23.’ MARZ 1967, 17 Steinn Emilsson. Myndin er máluð fyrir mörirum árum af Gunnlaugi Blöndal listmálara, en þeir voru herbergisfélagar í EFTIR FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON EITT sinn var ég, seim þessar línur skrifa, að sinna fréttarit- arastarfi fyrir Morgunblaðið vestur í Bolungavik við ísa- fjarðardjúp. Þetta var mörgum árum áður en ég gerðist blaða- maður við sama blað. Togarinn Egill rauði frá Neskaupstað hafði strandað nndir Grænuhlíð, og þrátt fyr- ir vasklegar björgunaraðgerðir týndu 5 ungir Færeyingar þar lifinu. Eitt líkið kom á línu hjá m/b Völusteini frá Bolungavík, sem þá var staddur út af Vík- um. Var þetta auðvitað mikil frétt, og lagði ég strax af stað til að síma blaði mínu hana. Á leiðinni út Hafnargötuna hitti ég mann, framan við Sparisjóðinn, sem gekk með mér spölkorn fratmhjá gömium verbúðum og beitningarskúr- um út undir Brimihrjót. Þetta var Steinn Bmilsson jarð- fræðingur, sá maður á landinu, íem býr yfir einna mestum persónuleika fyrir sakir ein- stakra gáfna og annars andlegs atgerfis. Mig langar til að gera til- raun til að lýsa Steini, þótt oft bresti mann orð til að lýsa vin- um sínum, þegar þau orð eiga að fara vítt og breytt <um lands- byggðina. Eitt er það í fari Steins Em- ilssonar, sem hvað fyxst vakti athygli mína á manninum, ig það er þessi óstöðvandi löngun hans að fræða og miðla öðrum af þekkingu sinni. Þarna gejck hann benhöfðaður uim götur og torg sinnar heimabyggðar, teinréttur, með eilítinn skalla efst á hvirfli, að jafnaði frakka laus, en þó í jakka eða rauð- brúnni rússskinnsúlpu, gaf sig á tal við marga menn, og ekki aðeins fullorðið fólk, heldur, og ekki síður börn og unglinga. Og alltaf var hann að fræða, sífellt að segja fólki frá öllu milli hjmins og jarðar. Svonalagað sést ekki nema einu sinni á öld. Sérlega er honum hugleik- ið allt, sem vék að náttúru landsins, og oft er indælt að 'heyra hann benda á ýmiss stór- merki náttúrunnar, það þurfti ekki að vera annað en fallegt skýjafar, þá gneistaði frásögn- in, og hann sagði af hragði: „Góði bezti, horfðu á þetta einu sinni til. Svona lagað sést máski ekki nema einu sinni á öld“. Ekki lét hann sér heldur nægja götur til fræðslu - og fróðleiks, heldur stofnaði hann Unglingaskóla í Bolungavík, og var síðan um langt árabil skólastjóri Barna- og unglinga- skólans þar, og þótti afbragðs kennari, og sanna það bezt ágætir nemendur hans, sem langskólanám hatfa sótt. Frá þeim heyrði ég það oft, hvað þeir áttu mikið honum að þakka í sínum námsferlL Erlendir vísindamenn hafa getið ranmsókna hans í ritum sínum, óg sá ég mörg bréf, sem þeir höfðu skrifað honum. Rétt er að geta þess, að Steinn skrifaði einhverju fall- egustu koparstungu, sem sézt hefur, og kom það honuim vel í löngu starfi, sem sparisjóðs- stjóri þar vestra. Ekki get ég heldur stillt mig um að minnast á dagbækur hans og fræðipistla, eða hvern- ig hann gekk frá merku steina- »afni. Allt er þetta til fyrir- myndar ungum vísindamönn- um. Gaf aflakóngum fyrstu önglana. Svo sem eðlilegt er, hefur Bolungavík fóstrað margan afla kónginn, og vist er um það, að Oslo. sinn fyrsta öngul hafa þeir fengið hjá Steini til að draga fisk úr sjó fram á Brjót. Svo var netfnilega mál með vextL að Steinn keypti jafnan talsvert magn af litlum öngl- um, sem hann gaf tápmiklum drengjum eftir að þeir höfðu aflað sér leyfis foreldra sinna til að stunda ufsa- og kolaveið- ar á Brimihrjótnum. Þannig hefur Steinn leitt börn- in við hlið sér og sagt þcim frá dásemdum náttúrunnin. Mynd- in er tekin, þegar Steinn var rétt undir sjötugu. Steinn Emilsson hefur á langri ævi sinm. — á næsta ári verður hann 75 ára gamall — jafnan látið sig félagsmál mikið skipta. Hreppsniefndarmaður í Hólshreppi var hann lengi, og komu þar í ljós hæfileikar hans, sem ræðumanns og gátfu- manns, hvað hann var fljótur að átta sig á flóknum málum. Hann var um eitt skeið rit- stjóri Vesturlands, blaðs Sjálf- stæðismanna, og hann *var fyrsti formaður Sjálfstæðis- félagsins Þjóðólfs í Bolunga- vík, þótt hann sserist síðar til fylgis við Alþýðuflokkinn. Fer enga meðalvegi. Ekki er nokkur vafi á þvL að þeim sem Sbeini hafa kynnzt eru sammála um það, að sér- stæðari persónuleiki er vand- fundinn á íslandi. Hann er maður, sem fer enga meðalvegL því að hann er í engu meðal- maður, og fer því þá vegi, sem þeim einum hentar, sem góður guð hefur gefið aflið góða til að vera ofar samferðamönnum sínum. Og í bókstaflegri merkingu hefur hann haldið sig otfar öðr- um, því að leiðir hans hafa ær- ið oft legið um fjöll og fyrn- indi í leit að steinum og jarð- efnum, því að á því sviði á Steinn fáa sína líka. Held ég einnig, að þá hafi honum líkað lífið bezt, þegai hann var einn úti í náttúrunni við rannsókn- ir sínar. Auðvitað er Steinn ekki laus við bresti ýmiss konar, fremur en aðrir menn, dauðlegir, og hver er sá, sem aí því getur hælt sér? Fer enda bezt á því, að kostir og gallar haldist 1 hendur, og þá munu menn mestir í íslandssögunni, þegar svo.er. Skáld gott er hann. Eins þáttar er ógetið í fari Steins, og 'það er skáldskapar- gáfa hans, sem hann að vísu fer vel með, og sólundar ekki. Fsr vel á því, að ég endi þessa lýsingu mína á Steini Emils- syni með því að birta ljóðabréf eitt, sem hann sendi skáld- systur sinni aldraðrL Guðlaugu Guðnadóttur, sem þá var stödd vestra, og hatfði ljóðað á hann: Það er sagt, að hér sé vor. „Elligrímu og gráu hárin gefa okkur liðr.u árin undarleg og annarík. Eignumst von og vökudrauma, vini góða, huldustrauma, oftast verður ævin slík. Ellitöfrai af mér falla, orð mín berast milli fjalla: komdu snöggvast, Guðlaug góð, Ég bíð þín hér á bala grænum, blakta grös í sunnanblænum. Syngja þrestir sumarljóð. í þessu draumabjörgin hrusbu, bjarbálfar og dísir þustu framihjá, þar sem Steinninn stóð. Ég sá nú fagra víða velli vera inn’ í DraumafelLi. >ú sást mig ekki, rósin rjóð. Ég sé þig brosa, sá þig unga, sá þig fegurri’ en nokkur tungi getur komið orðum að. >ú vissir ekki af veröld minnL vissir ekki, að ég var inni í fellinu, er þú fórst atf stað. Allir vilja áfram halda. Eignast skaltu þúsundfalda, ósk um gleði og gæfuspor. Við hittumst kannski hinum megin og höldum bæði upp sama veginn. — >að er sagL að þar sé vor —“. Einbýlisliiís á Sólvöllum Til sölu eða leigu frá 15. maí n.k. er steinsteypt húseign, tvær hæðir og kjallari. >eir sem óska eftir frskari upplýsingum, vinsamlegast leggi inn á af- greiðslu Morgunblaðsins nafn og heimilisfang ásamt símanúmeri fyrir 1. apríl n.k. merkt: „Sólvellir — 2066“. Til sölu 140 ferm. jarðhæð með sérinngangi í nýlegu stein- húsi við Kópavogsbraut. Á hæðinni eru 5 her- bergi, 2 eldhús, þvottahús, og 2 geymslur. Sérkynd- ing. Hentar sem ein íbúð (6 herb. eldh.) fyrir stóra fjölskyldu eða sem tvær minni fyrir fjölskyldur sem þekkjast. Verð 1100 þús. Útb. 630 þús. Hag- sgetð lán fylgja. íbúðin er laus fljótlega. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar. byggingameist- ara og Gunnars Jónssonar, lögmanns, Kambsveg 32. — Símar 34472 og 38414. E L D H Ú S Sími 3 85 85. Suðurlandsbraut 10 S'IMI 3 85 85 USTA-eldhús eru þekkt fyrir gæði Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar. Sjón er sögu ríkari. Komið og skoðið. SKORRI H.F 1—1‘~1^ niald l-Ihnlcd CV-ilcdl r~1—ilu SuSurlandsbraut 10 Igegnl íþróttahölll sími 38585

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.