Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 19«7.
9
EFTIB
STEINAR J. LUÐVIKSSON.
I»AÐ er ekki til neitt sem er
dularfyllra en menn, nema þá
ef bað er tilgangur lífsins.
Mannsálin er svo margslungin
og tvinnuð saman úr svo
mörgum þáttum að maður lær
ir aldrei að þekkja sjálfan sig,
hvað þá aðra. Stundum getur
maður séð af svip og augum
manna grófustu útlínur þess
er þeir hugsa, en lengra nær
maður ekki, nema þá aðeins
við langvarandi kynningu.
Blaðamenn hitta, tala við og
skrifa um margt fólk, en mörg
um er hættir manni við að
gleyma, — þeir víkja fyrir nýj-
um. Ég hef haft kynni af mörgu
merkilegu fólki og góðu í starfi
mínu, en samt vefjast hlutirnir
fyrir manni, þegar maður fær
það verkefni að rita um ein-
hverja persónu sem maður hef-
ur kynnzt sem blaðamaður. Ég
hef valið að segja frá kynnum
minum af gömlum manni.
Manni sem ég talaði við tæpa
klukkustund. en tel að ég hafi
kynnzt honum meira á þeim
tima, heldur en mörgum öðrum
á dögum eða vikum. Þetta við-
tal við þennan gamla mann,
opnaði mér sannindi þess að
sennilega er ekki eins gott að
kynnast neinum, fá að vita eins
mikið um neina og gamalt fólk.
Þetta er þó auðvitað misjafnt
og einstaklingsbundið.
í»að var í júní s.l. Sólin hafði
byrjað að skina strax um morg-
uninn og garðar og túnblettir
1 Reykjavik voru orðnir fagur-
grænir Lykt gróðursins hafði
betur f samkeppninni við ryk-
og reykjarlykt og gerði það að
▼erkum að allt virtist svo und-
•rlega hreint.
A stéttinni fyrir framan eitt
elliheimilið hér í borg. sátu
nokkur gamalmenni og nutu
sólarinnar. Sennilega betur en
það stássfólk sem þá um morg-
uninn hafði flogið utan og ætl-
aði að koma aftur brúnt og
hraustlegt frá ströndum Mið-
jarðarhafsins.
Þegar ég gekk inn á stéttina
horfðj gamia fólki á mig spur-
ulum augum og ég kunni hálf
illa við mig. Ég gekk að bekk
þar sem tveir gamlir menn
sátu og sagðist vera frá Morg-
unblaðinu. Annar leit niður, en
hinn upp til mín og nú var
avipurinn orðinn vandræðaleg-
ur. Hann sagði: Nei, góði, —
við fáum að lesa það hér inni.
Gamli maðurinn hafði misskil-
ið mig og hélt að hér væri á
ferðinni kaupahéðinn. Ég leið-
rótti misskilninginn. Gamli mað
urinn brosti og færði sig um
set á beknum, þannig að ég
gat sezt við hlið hans. Og við
byrjuðum að ræða saman.
Hann tortrygginn og hikandi í
fyrstu, en sá fljótlega að ég
mundi ekki vera neitt hættu-
legur, og þá varð hann opin-
skár og skrafhreifinn.
Þessi gamli maður hafði auð-
sjáanlega verið fremur hávax-
inn, en árin höfðu beygt hann
og nú virtist hann tæplega
meðalmaður á hæð. Hann var
fremur feitlaginn og þegar
hann talaði púaði hann í sífellu
fr£im í skegghýjung sem var á
efrivörinni, Neðri kjálkinn var
illa rakaður og komu hártopp-
ar víða út úr kinnunum. Síðar
1 samtali okkar komst ég að
raun um það að gamli maður-
inn var farinn að sjá illa m. a.
til raksturs. Fötin voru fátæk-
leg. Gamlar buxur, móleit
skyrta grátt prjónavesti og
bláröndóttur jakki. Gamli mað-
tu'ina byrjaði á að tala um Morg
unblaðið við mig og sagði að
oft væri lesið upp úr því fyrir
sig, sér til mikillar ánægju. Það
er líka lesið úr hinum blöðun-
um, en Morgunblaðið er bezt,
sagði hann. Svo kom ævisaga
hans í stórum dráttum, án þess
aS ég þyrfti að spyrja.
Gamli maðurinn var fæddur
í sveit eins og svo margir af
hans jafnöldrum. Hann lýsti
fyrir mér bænum sem hann átti
heima í og fátækt foreldra
sinna. Hvernig maturinn var
skorinn við nögl, — hvernig
menn unnu myrkranna á milli,
án þess að bera nokkuð af þvi
sem við köllum lífsþægindi
að verkalaunum. Skóla hafði
hann aldrei farið í, nema
auðvitað sagðist hann hafa lært
kverið fyrir ferminguna. Og
gamli maðurinn kunni töluvert
í kverinu ennþá og fór með
ritningargreinar fyrir mig.
Hann sagði að nú færi að nálg-
ast stóra stundin fyrir sér og
þaer væri ekki verra að rifja
það litla upp sem lært hefði
verið. Ég notaði hin vanalegu
orð, að auðvitað ætti hann eftir
að lifa lengi, en gamli maður-
inn hristi bara höfuðið: Ungur
má, en gamall skal. sagði hann.
Síðan fór hann niður í vasa
sinn, tók upp kökudropaglas
með tóbaki í, fékk sér fyrst og
bauð mér síðan. Ég afþakkaði
og þá talaði hann um að það
væri slæmur ósiður hjá ungum
mönnum að taka ekki í nefið.
Sjálfur var hann búinn að taka
I nefið í full 60 ár.
Hann hélt áfram að rekja
ævisögu sína fyrir mér. A mann
dómsárunum yfirgaf hann
sveitina og fór til sjós. Sagði
mér sögur frá sjóferðum bæði
á árabátum og skútum. Var
mikið niðri fyrir þegar hímn
sagði mér frá sjóslysi sem hann
lenti I. Tveir félaga hans
drukknuðu, en honum ásamt
fjórum öðrum var bjargað.
Sagðist enn muna hvað honum
var kalt, og út frá þessu hvað
sjórinn við ísland væri yfirleitt
kaldur.
Hann sagði mér frá konunni
sinni og það var í eina skiptið
Húsbyggjendur —
byggingameistarar
Pantið gluggana tímanlega.
Setjið vandaða glugga í vandaðar bygg-
ingar.
TE-TD glugginn er busnín
sem ég var var við að þessi
gamli og snauði maður yrði
hryggur, þegar hann sagði mér
frá því er hann missti börnin
sin tvö og konuna. Eftir það
þagnaði hann um stund og
horfði niður og það leyndi sér
ekki að hann var mun eldri
en þegar hann sagði mér sjó-
ferðasögurnar. Síðustu árin
sem hann stundaði vinnu vann
hann á Eyrinni og þaðan kunni
hann líka ýmsu að segja frá.
Þegar stroffa slitnaði og kass-
ar duttu niður og brotnuðu og
inninald þeirra dreifðist eins
og mjöll um bryggjuna. Gamli
maðurinn hló og lét brúnann
dropa úr nefinu detta óhindr-
aðan ofan á vestið. Hann sagði
mér frá því þegar hann kom
á eliiheimilið og hvað sé gott
að vera þar. Hlý herbergi og
svo ótrúlega mikill matur. Hér
segist hann una vel á meðan
hann bíði. Hvergi kjósi hann
fremur að vera. Þó hefur hann
undan ýmsu að kvarta og hann
lítur að mér meðan hann segir
mér frá þvL Það eru aðallega
blöðin sagði hann. Sumir eru
svo asskoti skæðir með að taka
þau og fara með þau inn í her-
bergin sin og skila þeim síðan
hreinlega ekki aftur og þó að
einhver væri til að lesa þau
fyrir hann þá væri það ekki
hægt.
Ég stend upp af bekknúm.
Gamli maðurinn vill að ég
komi með sér upp og sjái her-
bergið sitt. Eg er þegar búinn
að vera of lengi og verð að
hraða mér af stað. Við kveðj-
umst með handabandi, en
þegar ég er að labba frá hon-
um kallar hann og segist þurfa
að segja mér svolitið í trúnaði.
Ég fer aftur til hans. Hann
stóð upp og studdist báðum
höndum fram á bambusstafinn
sinn. — Heyrðu sagði hann, ég
á fyrir útförinni minni. Eg
luma á peningum fyrir henni.
Ég vil fara skuldlaus í gröfina.
Svo kinkar hann kolli dálítið
kankvíslega til mín og þegar ég
leit um öxl á leið minni til bif-
reiðarinnar, var hann seztur
aftur á bekkinn og horfir til.
himins. Sennilega er þessi gamli
og góði maður búinn að
gleyma mér núna.
Steinar J. Lúðvíksson.
Nauðnngaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík fer fram
nauðungaruppboð að Dalbraut 3, hér í borg fimmtu
daginn 6. april 1967, kl. 2 síðdegis og verður þar
selt: 2 kælisýningarborð, frystikista, 2 kassaapp-
aröt, búðarvog og kjötsög, talið eign Kjörbúðar
Laugamess h.f.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Útlit og gaeði eru bæði fjrrir frúna og eiginmann-
inn — Vélin að framan og drifið er á framhjólun-
um — Hæfir vel íslenzkum staðháttum — Hár á
vegi — Góð vatnsmiðstöð — Hitar 1 kulda — Blæs
fersku (HREINU) lofti í hita — Varahlutir —
Viðgerðarþjónusta — Nýtt — stórt — húsnæði —
tryggir gömlum — nýjum SAAB eigendum betri
þjónustu — (Flytjum um mánaðamótin marz/
apríl í Skeifan 11 síminn verður 81530).
IUB Sveinn Björnsson tyjty
— & Co. Reykjavík
i