Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967.
27
því svæði. En ef til vill hefir
Gruber talað það eina mál,
sem þeir skildu. Hann gaf sig
hvergi þótt fast væri á hann
sótt
Austurrískur sessunautur
miiln í kránni í Grinzing sagði
að dr. Gruber hefði þegar i
upphafi markað stefnu sína
gagnvart Rússum. Skömmu
eftir að hann settist í ráðherra
stól kallaði yfirmaður rúss-
nesku öryggislögreglunnar i
Austurríki hann á sinn fund,
barði í borðið og hellti ser
yfir hann fyrir að segja komm
únistum upp stcðum sínum.
„Ég er utanríkisráðherra Aust
urríkis", sagði Gruber kulda-
lega. „Ég skipti mér ekki af
því, hvernig þér stjcrnið yðar
starfsmönnum og ég vær.ti
ekki heldur yðar afskipta.“
Sessunautur minn bætti því
við, að sama svar hefði full-
trúi hvaða ríkis, sem sýnt
hefði landinu ásælni, fengið.
Fleiri sögur um einarða af-
stöðu Grubers voru okkur
sagðar. Stuttu eftir að hann
varð utanríkisráðherra kom
óttasleginn starfsmaður ráðu-
neytisins til hans og sagði hon
um að Rússar hefðu reynt að
þröngva sér til þess að skýra
frá gerðum ráðherrans. Grub-
er brá hart við, hringdi þegar
í stað til rússneska sendiherr-
ans og mælti við hann nokk-
ur vel valin orð. „Við höfum
engin leyndarmál", sagði hann
m.a.. „Við vonumst til þess að
Rússar hafi einurð á því að
fara þess á leit við okkur, ef
þeir vilja eignast fulltrúa í
mínu ráðuneyti". Sendiherr-
ann varð æfur. Hann sagði að
Rússar hefðu sínar eigin leið-
ir til þess að komast að því,
hvað gerðist í utanríkisráðu-
neyti Austurríkis. „En þar
gerði hann skyssu", sagði
Gruber. „Eftir þetta vissi ég
að þeir áttu njósnara í ráðu-
neytinu. Það var rannsakað og
þeir reknir. Síðan hefir alit
gengið vel.“
Gruber fór aldrei leynt með
stefnu sina, hann gaf ekki eft-
ir þumlung, leyfði Rússum
aldrei nein afskipti af innan-
landsmálum. „Sé það gert,“
sagði hann, „verða kosningar
hér í landi eftir það að rúss-
neskri fyrirmynd." Hann blikn
aði ekki heldur fyrir Molotov
eins og Lundúnafundurinn
sýndi. Hann sagði hispurslaust
við rússneska utanríkisráð-
herrann, að Rússar tækju ekki
aðeins það, sem þeim bæri,
heldur reyndu þeir sí og æ að
skipta sér af innanríkismálum
landsins.
Þegar Austurríkismenn voru
urrt það sþúrðir, hvort þeir
héldu ekki að þessi harka
Grubers gagnvart Rússum
gæti haft alvarlegar afleiðing-
ar- fyrir landið. Þeir vonuðu
að svo yrði ekki og bentu á,
að mjög hefði verið fækkað í
rússnesku lögreglunni, sem
var í þann veginn að ná tök-
um á öllu á rússneska her-
námssvæðinu. Gruber hefði
átt drýgastan þátt í að svo var
gert. Þá hefði honum einnig
tekist að fá Rússa til þess að.
leyfa flutning varnings sam-
kvæmt Marshall-aðstoðinni
inn á hernámssvæði þeirra.
Vonandi skildist Rússum um
síðir að vonlaust væri að
reyna að þröngva kommún-
ískri stjórn upp á landsmenn.
★ ★ ★
Við blaðamennirnir gerðum
ekki ráð fyrir að dr. Karl
Grubér gæfi sér tíma til að
dvelja lengi með okkur í
kránni, þar sem við vissum að
morguninn eftir var fyrirhug-
aður fundur hans og Achesons.
En hann virtist kunna vel við
sig, á honum voru eijgin
þreytumerki að sjá og hann
lék á als oddi. Jafnvel þung-
lyndu Svíarnir tveir og Stór-
daninn í hópnum gátu ekki
annað en hrifist með af glað-
værð hans.
í ræðu, sem hann hélt,
kvaðst hann helzt ekki vhja
minnast á iitanríkisinál né ínn
lend stjórnmál, sbm þá voru
efst á baugi í Austurríki vegna
forsetaikosninganna, utanríkis-
steina Austuiríkis væri aig-
ljós og hann vor. tði svo skýrt
mörkuð að engiia værí í vafa
um hana.
Síðan reytti hann af sér
brandarana Svó allt ætlaði um
koll að keyra af hlátri.
„Það er gott að þið eigið
ekk; að kjósa hér hjá okkur
í næstu viku“, sagði dr. Adolf
Scharf éinn af foringjum Jafn
aðarmanna og síðar forseti
Austurríkis, sem þarna var
staddur, „því dr. Gruber hefur
sýnilega töfrað ykkur.“
Og nú byrjuðu þeir að gant-
ast hvor við annan. „Ykkur
þarf ég ekki að töfra“, svaraði
Gruber, „þið eru svo skynsam-
ir menn, að þið mynduð allir
kjósa með okkur, en það er vin
minn dr. Scharf, sem ég vildi
töfra.“
„Dr. Gruber gerir allt til þess
að sýna ykkur glæsimennsku
sína, sýna ykkur hve snjall ut-
anríkisráðherra okkar er“,
greip Scharf fram L
„Glæsilegur og snjall", sagði
Gruber. „Þið takið eftir því að
þettá eru ekki mín orð held-
ur míns ágæta andstæðings.
Ég vona bara að hann fari nú
til flokksmanna sinn og reyni
að sannfæra þá um það.“
Þannig héldu þeir áfram
nokkr.a hríð, og það má mikil
og góð stemning vera í kránni,
hafi hún oÆt verið betri 'en á
þessari kvöldstund.
Þótt Gruber héti því í upp-
hafi að minnast ekki á utan-
ríkismál, hafa þau trúlega ver-
ið honum svo ofarlega í huga,
að hann komst ekki hjá þvL
„Það styrkir ekki friðinn í
heiminum", sagði hann, „er
ekki minnsti snefill af almenn
urn mannréttindum, að i
miðri Evrópu skuli 7 milljóna
lýðræðisþjóð stöðugt vera að
bíða eftir, að þau ríki, sem
frelsuðu hana undan járnhæl
einræðis, losi hana við þær til-
finnanlegu byrðar og niður-
lægingu, sem fjórfalt hernám
er. Tími er til þess kominn aS
endi verði bundinn á þetta
ástand. Austurríki er þegar
orðinn hlekkur í heimi lýðræð
isins. Það er skylda þess sama
heims að draga af því raun-
hæfar ályktanir — og vera
sjálfum sér samkvæmur."
★ ★ ★
Staðið var upp og haldið á
brott nokkru eftir miðnætti.
Þessi kvöldstund líður þeim,
sem þar voru trúlega aldrei úr
minni — og einnig maðurinn,
sem fyrst og fremst gerði hana
ógleymanlega —r dr. KarJ
Gruber.
Elisabeth Arden
Vorum að taka upp
hinar heimsfrægu snyrti-
vörur frá Elisabeth Arden.
Aldrei meira úrval.
Sápuhúsið
Vesturgötu 2 — Sími 13155.