Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 25

Morgunblaðið - 23.03.1967, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1967. 25 Aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New Tork. tæka og afdrifaríku breyting- um sem hann gerði á starfs- aviði framkvæmdastjórans. Honuni lánaðist það sem eng- um hafði tekizt fyrir hans dag: að verða fyrir eigin reikning, og oft 1 andstöðu við stórveld- in, virkrt og áhrifasterkt afl 1 alþjóða má 1 um. Hann stóð satt að segja eins og klettur í haf- • róti stórveldaátaka og allsherj- . arglundroða I heimsmálunum, talaði máli skynsemi, laga, réttar, mannúðar og fékk ótrú- lega miklu áorkað á fáum ár- um. Öryggisráðið var lamað af neitunarvaldinu og Allsherj- arþirugið fékik æ meiri svip málfundaklúbbs — fyrst og fremst vegna afstöðu Banda- rfkjanna og Sovétríkjanna. Hammiarskjöld gat ekki um- breytt þessum stofnunum sam- takanna eða endurbætt þær, en hann hagnýtti þær til að hrinda hugsjón sinni 1 fram- kvæmd. Samkvæmt 99. grein Stofnskrárinnar var homum heimilt að vekja atihygli Ör- yggisráðsins á hverjum þeim atburði eða aðstæðum, sem ógna kynnu heimsfriðinum. Til að mynda sér raunhæfar skoðanir á hugsanlegum ógn- unum varð hann að njóta óskoraðs frelsis til að senda er- indreka sína út af örkinni 1 því sðiyni að ræða við ríkis- stjórnir og jafnvel miðla mái- um milli þeirra. Bf Öryggis- ráðið gæfi honum ákveðin fyr- irmæli, var har.n bundinn af þeim, en. væri ráðið lamað af neitunarvaldinu, hafði hann Ifrjálsar hendur. Þannig fór hann I reynd I kringum hið hvimleiða neitunarvald. Hann benti ennfremuir á, að engin af takmörkunum Stofnskrár- innar tæki til sín persónulega, þar eð hann væri bara einsta-d- ingur að safna upplýsingum. Með þessu móti varð fram- kvæmdastjórinn og Skrifstoían veigamesti þátturinn í pólitísku starfi Sameinuðu þjóðanna, «tf því að Öryggisráðið og A!ls- herjarþingið voru meira og minna óvirk. í>essi djarfa túlkun á hlut- verki og starfssviði fram- kvæmdastjórans var þvl aðeins fram'kvæmanleg, að Hammar- skjöld var eldheitur hugsjóna- maður sem lét engan bilbug á sér finna, var hafinn yfix deil- ur og hagsmunastreitu ein- stakra ríkja, lét hvorki vel- gengni né mótlæti spilia sér. Þannig varð hann á þeim átta árum sem hann var í embætti framkvæmdastjórans tákn frið- arviðleitninnar í heiminum, leiðtoginn sem allir friðelsk- andi menn bundu von sína við — eða eins og átta ára banda- rískur drengur skrifaði við frá- fali hans: „maður setn ég þekkti í raumnni ekki, an maður sem allir vissu hvaða markmið hafði.** Ferðalög Hammarskjölds um heimsbyggðina þvera og endi- langa, -til Kína og Kongó, Bvrópu og Suður-Ameríku, voru vottur þess stóraukna áhrifavalds sem hann hafði áunnið sér fyrir skarpskyggni, dirfsku og eihbeitni. Það var tákrirænt að hann skyldi láta lífið meðan hann var í friðar- erindagerðum í Kongó haustið 1901. Mér hefur orðið tiðrætt tem afrek Hammarskjölds á al- þjóðavettrvangi, bæði vegna þess að þau varða alla jarðar- búa og eru á sinn hátt einstæð 1 sögunni. En hann átti margiar fleiri hliðar — svo margar að það sætir fullkominni furðu. ÆtM sé ekki leitun á jafn- fjölhæfum manni i manrikyns- sögunni? Hann var einn af snjöllustu hagfræðinguim sinn- ar tiðar. og er haft fyrir satt að innan við tíu menn hafi skiMð til hlítar prófritgerð hans í þeirri grein; svo fruanleg þótti hún. Hálffertugux var hann orðinn aðstoðarfjármála- ráðherra Svía og forstjóri sænska þjóðbankans. Tíu árum síðar varð hann formaður sænsku sendinefndarinnar hjá Sameínuðu þjóðunum, og leiddi það til síðasta embætt- isins, Hann átti sæti í sænsku akademíunni eftir lát flöður síns og var einn af helztu leið- togum sænska ferðafélagsins frá 1940 til dauðadags. Hann var mikill útilíflsmaður og náttúruelskandi, fjallgöngu- m-aður, blómaunnandi og dýra- vinur. Hefur hann látið eftir sig margar merkar ritgerðir og hugleiðingar um þessi efni. Og er þá ótalið það sem er merkilegast við þennan raunsæja, atkvæðamikla og farsæla athafnamann, en það var hið auðuga innra líf sem hann átti. Hammar- skjöld var ekki einasta frábær þýðandi erfiðustu nútima- skálda, franskra, enskra og þýzkra, á sænska tungu, heldur var hann og.sjálfur merkilegt skáld, sér^takui meistari hins torvelda japanska haiku-ljóð- forms, og efalaust athyglis- verðasti trúmaður aldarinnar. Hann var geysivíðlesinn í bók- menntum, enda læs á fjölmörg tungumál, bjó yfir víðtækri þekkingu á sögu, heimspeki og listum — var í sem fæstum orðum sagt sönn ímynd „ren- essans-mannsins". Fyrrnefnd bók, „Vagmark- en“, sem fannst á skrifborði Hammarskjölds að honum látn- um, er án efia merkilegasta játning sem skráð hefur verið á þessari öld, bæði um stil og efnL Hún lýsii andíegri bar- áttu, sem oft jaðraði við ör- væntingu, þar sem glímt er við hinztu rök tilverunnar af misk- unnarlausri hreinskilni, skáld- legu djupsæi og trúarlegxi tú- finningu sem mest minnir á „Játningar“ Ágústínusar. Pól- arnir i bókinni eru hárbeitt rökíhyggj® af skóla Bertrands Russells og trúarleg dulúð sem minnir á menn eins og Thomas Aquinas, Meister Eckart og Wilíiam Blake. Bókin lýsir í leiftrandi myndum ljóða og lauss máls þróun Hammar- skjölds frá efahyggju og sjálfs- elsku til trúarlegrar fullvissu, auðmýktar og algerrar undir- gefni við almættið. Að öllu samanlögðu fæ ég ekki betur séð en Dag Hammarskjöld fylli flokk þeirrá örfláu stór- menna á 20. öld sem kaUast megi „útvalin". Meðal þeirra mundi ég einnig nefna Ma- hatma GandhL Albert Einstein og. Álberf Sdhweitzer. Við hlið- ina á slíkum mönnum vérða stjómmálamenn, jafnvel þó mikiljhæfir séu, ósköp litlir karlar. Að sjálfsögðu var myndin sem ég gerði mér af Hammar- Skjöld árin sem ég var hjá Sam- einuðu þjóðunum fjarri því að vera eins skýr og hún er nú að loknum lestri „játninganna". Að vísu varð ég strax heillað- ur af honum, en skildi ekki fyrr en löngu seinna, hvað það raunverulega var sem gerði návist hans svo segulmagnaða: hann hafði öðlazt þá fölskva- lausu auðmýkt sem veitist mönnum eftir skirslu í eldi langvinnrar innri baráttu og helgast af þvi að þeir hafa fundið lífi sínu tilgang í æðri verðmætum. 1 „Vagmarken" segir hann á einum stað: „Ég er bikarinn. Guð er drykkur- inn. Og Guð er sá þyrsti“. í ljóði sem hann orti tæpu ári fyrir dauða sinn segir hann: Vagen, du skall följa den. Lyckan, du skall glömma den. Kalken, du skall tömma den. Smdrtan, du skall dölja den. Svaret, du skall lára det. Slutet, du skall bára det. Góðar fermingargjafir frá Kodak. Kodak Instamatlc 224 lcr. 1500.00 Kodak Instamatlc 104 kr. 877.00 Kodak Instamatic 204 kr. 1150.00 Kodak Instamatic 28 kr. 433.00 Fjðrar Instamatic myndavélar, sem allar nota nýju flashkubbana og hin auðveldu Kodak-filmuhylkL Allar vélarnar eru fáanlegar í gjafakössum. Smellio hylkinu festið og takið fjórar ívélina... flashkubbinn... flashmyndir án þess aS skipta um pern HANS PETERSENf SIMI 20313 - BANKASTRÆTI 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.