Morgunblaðið - 14.04.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1967.
L
Útgefandi:
Framkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstj órnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
í lausasölu kr.
Áskriftargjald kr. 105.00
Hf. Árvakur, Reykjavík.
.Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
)
1
)
s
í
s
)
)
\
V
\
s
s
$
■J
VERZLUN
OG VERÐLAG
mYMm
Menn, sem ekki eru í fréttum
Efftir R. Lewelí
WASHINGTON — Svarið
við spurningunni: „Hvers
vegna ríkir svo mikil ring-
ulreið í veröldinni?“. er al-
veg við nefið á okkur í
teiknimyndunum a£ „fram
ámönnum" veraldarinnar,
sem blöð og tímarit hafa
svo gaman af að birta.
Ef trúa má teiknimyndun-
um eru allir þessir menn
óþægilega líkir. Þeir eru
allir undantekningarlaust
„frábærir gáfu- og elju-
menn.“ Þeir vinna allir 16
tíma á sólarhring og hafa að-
dáunarverða kímnigáfu (að
sögn einkaritara þeirra).
Þótt þeir reki starfsfólk
áfram miskunnarlaust, krefj-
ast þeir helmingi meiri vinna
af sjálfum sér. Þeir reyta at
sér hugmyndirnar svo auð-
veidlega, að starfsbræður
þeirra verða furðu lostnir.
Þeir fara sjaldan út að
skemmta sér- og við þau fá-
tiðu tækifæri fá þeir sér
aldrei meira en einn einfald-
an. Þrátt fyrir alla þessa
atorkusemi gefa þeir sér
samt tíma til að hjálpa börn-
unum sínum með algebruna,
lesa Immanúel Kant á nýjan
leik og halda sér ' góðu formi
með taumlausu gosdrykkja-
svalli og golfleik.
Ný aðferð reynd.
Það er augljóst, að ringul-
reiðin mun ríkja áfram í
heiminum, ef við upgötvum
ekki á prenti teiknimyndir
af mönnum-í-fréttunum eins
og þessum:
Jackson Tully Elmsworth
er ungur maður og ekkert að
flýta sér. Uppáhaldsmáltæið
hans er: „Hvað liggur á?“
Það hefur verið leiðarstjarna
hans upp efriþrep ríkisstjórn-
arinnar og þeir, sem kunn-
ugir eru leiðinni til valda í
Washington urðu ekkert
undrandi, þegar hann var
skipaður Innsiglisvörður
Bandaríkjanna.
Á þann þumbaralega hátt,
sem honum er eiginlegur,
sagði hann við blaðamenn,
þegar hann yfirgaf Hvíta
húsið: „Ég vildi frekar gæta
innsiglis en illfyglis."
„Dæmigert fyrir hann,“
segir einkaritari hans. „Kímni
gáfa hans er jafnvel drumbs-
legri en hann sjálfur."
Innanbúðarmenn í Hvíta
húsinu segja, að það sem for-
ril *?■*■*?
■ ■
' '****
j , YH &
Myndin sýnir unga vietnamska stúlku, sem heldur á barn-
ungri systur sinni í fanginu, mikið særðri eftir árásir
skæruliða Viet Cong á þorp þeirra. Systurnar bíða báðar
eftir bandarískum lyfjum og læknisaðstoð. (UPI-mynd).
setinn hafi orðið hugfagnast-
ur af í fari Elmsworth, væri
algjör skortur hans á gáfum
og eljusemi. Þau tvö ár, sem
hann hefur verið einn valda-
mesti embættismaður ríkis-
ins, hefur hann losað forset-
ann við ótal örvæntingar-
stundir, hindrað ameriska
hernaðaríhlutun í ótal þróun-
arlöndum og va’díð skatta-
lækkun, sem nema milljörd-
um, með því einu að reyta
af sér hugmyndir.
Kona hans heldur, að þetta
stafi af því, að hann ákvað
að fara ekki í Harvard og
koma Cambridge ekki á óvart
með snilli, og hvíldalausum,
árvökulum huga. „Það, sem
mótað hefur alla lífsskoðun
Jacksons, var sú ákvörðun
hans, að hann gæti í staðinn
tekið próf frá háskólanum í
Virginíu með heiðarlegu „C“
og þyrfti ekki að vera allt
lífið í gegn að koma fólki
á óvart með gáfum, sem það
á ekki að venjast,“ segir hún.
Fólk, sem unnið hefur hjá
honum, segir, að hann sé
undantekningarlaust síðasti
maðurinn, sem mætir á skrif-
stunni og sá fyrsti sem yfir-
gefur hana.
„Það, sem einkum ein-
kennir mr. Elmsworth,“ seg-
ir fyrrverandi starfsbróðir
hans, „er að hann krefst
einskis af starfsfólki sinu og
þeim mun minna af sjálfum
sér.“
„Þetta eru ýkjur,“ segir
Elmsworth. „Til dæmis krefst
ég sumarleyfis af sjálfum
mér og ég vil fá frí um helg-
ar. Svo mikið á ríkisstjórnin
þó hjá mér. Maður, sem vinn-
ur 16 tíma á sólarhring sjö
daga vikunnar verður að lok
um háður því og hið fyrsrta
’ sem gerist, ef hann gætir
ekki að sér, er að hann fer
að reyta af sér hugmyndir
svo auðveldlega, að starfs-
bræður hans verða furðu
lostnir. Þá skeður það, að
forsetinn situr uppi með
fangið fullt af hugmyndum
og enginn veit lengur sitt
rjúkandi ráð.“
Þrátt fyrir létta vinnu
þarfnast Elmsworth átta
tíma svefns á sólarhring. Það
er vegna þess að hann fer
Framhald á 27.
¥ ræðu sinni í útvarpsum-
ræðunum sl. þriðjudags-
ifcvöld gerði Bjarni Benedikts-
son m.a. að umtalsefni þann
áróður stjórnarandstæðinga,
að hátt verðlag hér á landi
stafi af óhóflegum verzlunar-
gróða. Um þetta sagði for-
sætisráðherra:
„Sumir segja, að hið háa
verðlag stafi af óhóflegum
verzlunargróða og vilja þó
þeir stjórnarandstæðingar,
sem sjálfir fást við verzlun,
hvort heldur félagsverzlun
eða einkaverzlun, sízt af öllu
viðurkenna að álagning sé of
há í þeim verzlunargreinum
sem þeir þekkja af eigin raun.
Þaðan heyrast stöðugir
fcveinstafir um að óhóflega sé
þjarmað að verzluninni. En
félagar þeirra benda á verzl-
unarhallir sem upp hafa risið
og sívaxandi fjölda verzlun-
armanna. Sá tölulestur er
villandi, því að oft er ruglað
saman ýmiskonar þjónustu-
störfum í þrengri merkingu.
En eðliiegt er, að þeim hafi
einnig fjölgað á seinni árum,
þegar litið er til hinna stór-
kostlegu aukningar kaupmátt
ar og bata á lífskjörum yfir-
leitt hjá ölium almenningi.
Sem betur fer höfðu menn
almennt til hnífs og skeiðar á
íslandi einnig á vinstri stjórn
arárunum. Síðan hefur bati
Ilífskjara orðið allt að 50%, en
þessi gerbylting lýsir sér
einkum í aukinni eftirspurn
margháttaðrar vöru, sem
menn áður gátu ekki veitt
sér, en þeir telja nú sjálf-
sagða eða ekki beina nauð-
syn. Útvegun hennar hlýtur
að krefjast mjög aukins mann
afla.
Hin auknu viðskipti krefjast
og aukins húsrýmis, ekki sízt
hér í Reýkjavífc, þar sem ár-
um saman var bannað að
byggja venjuleg starfshýsi,
samtímis því, sem kaupfélags
hallir risu upp um allt land.
Vafalaust má gera verzlun-
arrekstur á íslandi hagkvæm
ari eins og flest annað, sem
hér er að unnið, en skýring-
in á hinu háa verðlagi hér-
lendis liggur ekki fyrst og
fremst í þe9su, heldur marg-
háttuðum kostnaði, sem staf-
ar af jöfnun lífskjara í svo
sveiflukenndu og misbrigða-
sömu þjóðfélagi og við bú-
um í. Menn fást ekki til að
stunda þorskveiðar, ef af-
fcomumöguleikar þar eru allt
of frábrugðnir því, sem er
við síidveiðar. Þess vegna
verður að jafna þarna á miili.
Bændum eru með gamalli
löggjöf og allsherjar sam-
þykki ætluð sambærileg kjör
við aðrar ti'lteknar stéttir og
fékkst þó ekki sæmilegt ör-
yggi fyrir því í framkvæmd
fyrr en með viðbótariöggjöf,
sem núverandi hæstvirtur
landbúnaðarráðherra beitti
sér fyrir 1959. Þessu verður
ekki náð nema mikið fé sé
flutt á miili. Ýmiskonar iðn-
rekstur er hér tollverndaður,
það er að segja nýtur hærra
verðlags en ef hann þyrfti
að keppa verndarlaust við
innflutning á sambærilegum
vörum ■ utanlands frá. Til
þess að halda uppi sjálfstæðu
ríki með menn.tun, samgöng-
um og öllu sem til þess heyr-
ir nú á dögum, verður hver
einstaklingur að leggja meira
á sig en þegnar í f jölmennari
ríkjum þurfa að gera til þess
að standa undir sambærileg-
um kostnaði“.
STÓRFÉLLDAR
FRAMFARIR /
SAMGÖNGUM
Ohætt er að fullyrða, að á
síðustu árum hefur verið
ráðizt í stórfelidari vegafram
kvæmdir en nokkru sinni áð-
ur á jafn skömmu tímabili,
framkvæmdir, sem hafa þeg-
ar eða eru í þann veginn að
gjörbreyta samgöngumálum
fjölmennra byggðarlaga. í
þessu sambandi koma sérstak
lega upp í hugann fram-
kvæmdir á borð við Reykja-
nesbrautina, sem hafa gjör-
breytt samgöngum milli
Reykjavíkursvæðisins og
Reykjanesskagans og hinna
þýðingarmiklu verstöðva þar,
Múlaveginn, sem hefur gjör-
breytt aðstöðu Ólafsfirðinga,
Strákaveg, sem brátt verður
fullgerður og mun vaida bylt
ingu í samgöngumálum Sigl-
firðinga og veginn fyrir Ól-
afsvíkurenni, sem hefur
tengt saman útgerðarstaðina
á Snæfellsnesi.
í ræðu, sem Ingólfur Jóns-
9on, samgöngumálaráðherra,
hélt á Alþingi um vegaáætl-
unina sl. miðvikudag skýrði
hann m.a. frá því, að á þessu
ári mundi verða til ráðstöfun
ar í vegagerð um 480 milljón-
ir króna. Ráðherrann skýrði
ennfremur frá því, að unnið
yrði við Mývatnssveitarveg á
þessu ári og mundi sá vegur
kosta samkv. áætlun rúmlega
52 millj. króna, en á þessu ári
yxði unnið fyrir 30 millj. kr.
og mundi þessi vegur verða
sveitunum í Þingeyjarsýslum
ti'l mikils hagræðis.
Þá gerði Ingólfur Jónsson
ennfremur að umtalsefni
gerð varanlegra vega og
sagði, að augljóst væri, að
hefja þyrfti undirbúning af
fullum krafti sem fyrst og
að því stefnt að byrja fram-
kvæmdir fyrir alvöru sumar-
ið 1969.
Engiinn vafi er á því,
að það er nú orðið mjög brýnt
verkefni að hefja varan'lega
vegagerð á hinum fjöLfarn-
ustu umferðarleiðum, þar
sem umferðin er nú orðin svo
mikil á þeim, að nær ógern-
ingur er að halda malarveg-
unum við. Núverandi rfkis-
stjórn beitti sér fyxir stór-
felldu átaki í þessum efnum
með gerð Reykjanesbrautar-
innar og sú reynsla, sem
fékkst af lagningu hennar
mun vafalaust verða dýrmæt,
þegar lagt verður út í enn
stórfellldari framkvæmdir á
þessu sviði.
HEIMSÖKN
SOVÉZKA
RÁÐHERRANS
ITm þessar mundir er stadd-
ur hér á landi sjávarút-
vegsmálaráðherra Sovétrfkj-
anna í boði íslenziku ríkis-
stjórnarinnar og mun hann
eiga viðræður hér við ýmsa
forustumenn á sviði sjávar-
útvegs og skoða fiskiðjuver
hér á landi.
íslendingar hafa um margra
ára skeið átt ágæt viðskipti
við Sovétríkin og selt þang-
að mikið af framleiðsluafurð
um sjávarútvegsins, og vilja
gjarnan selja þangað meira
af sumum framleiðsluvörun-
um.
Heimsókn hins sovézka
sjávarútvegsmálaráðherra er
því Íslendingum fagnaðarefni
og vonandi verður heimsókn
hans hingað til þess að
styrkja enn og auka viðskiptl
landanna.