Morgunblaðið - 14.04.1967, Síða 28
-lír
Hermann
Jónsson
úrsmiður
Lækjargötu 2.
FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1967
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Réðust að peningaskáp
um með logsuðutæki
INNBROT var framið í húsakynn
um Vátryggingarfélagsins hf. í
fyrrinótt. Það misheppnaðist
vegna þess, að þjófunum tókst
ekki að opna tvo peningaskápa
fyirtækisins, þótt þeir hefðu með
sér logsuðutæki.
Leifur Jónsson hjá rannsóknar
lögreglunni, sagði Morgunblað-
inu, að fyrst hefði verið tilkynnt
um innbrot hjá Vátryggingarfé-
laginu.
En þegar á staðinn kom varð
ljóst að fyrst hafði verið brot-
ist inn hjá Vegagerð ríkisins og
' stolið þaðan vagni með logsuðu-
tækjum. Þjófarnir höfðu svo
brotið glugga á Dósaverksmiðj-
unni, ekið vagninum þar inn og
borið tækin upp á aðra hæð þar
sem tryggingarfélagið er til
húsa. Lítill færanlegur peninga-
skápur hafði verdð keyrður inn
,1 kaffistofuna og þar ráðist til
atlögu við hann með logsuðu-
tækjum. Einig var ráðizt að stór
um innbyggðum peningaskáp.
Hvorugan skápinn tókst þjófun-
um að opna, en stórskemmdu
báða. Málið er í rannsókn.
Lóðaúthlutun í
Breióholtshverfi
Viðgerð á ræsi. Nýtt ræsi sett í Laugalandsveg hjá Gröf. (Ljósm. Sv. P.)
LÓÐANEFND Reykjavíkur-
borgar hefur nýlega úthlutað
lóðum undir átta fjölbýlishús.
f þessum húsum munu verða
392 íbúðir. Áður hafði lóða-
nefnd úthlutað sex fjölbýlis-
húsalóðum til framkvæmda-
nefndar byggingaáætlunar rikis,
borgar og verkalýðsfélaga. Er
þar um að ræða 284 íbúðir og
munu framkvæmdir hefjast um
1. júií.
Lóðanefnd lagði til, að eftir-
töldum aðilum verði gefinn
kostur á fjölbýlishúsalóðum í
Breiðliolti.
Þar sem mælt var með úthlut-
Ishkov fór með
Gullfossi til Eyja
RÚSSNESKI sjávarútvegsmála-
ráðherrann Ishkov, sem hér er
í boði ríkisstjórnarinnar, skoð-
aði í gær m.a. fiskiðjuver og
heimsótti rannsóknarstofnanir
sjávarútvegsins. Kvöldverður
var snæddur i boði Síldarút-
vegsnefndar.
Kl. 22 í gærkvöldi fór Ishkov
ásamt fylgdarliði með Gullfossi
frá Reykjavík til Vestmanna-
eyja.
í dag mun ráðherrann skoða
fiskiðjuver í Eyjum, sitja há-
degisverð bæjarstjórnar. Þá
mun hann einnig sigla í grennd
við Surtsey.
Ráðgert er, að Gullfoss komi
með Ishkov og föruneyti hans til
Reykjavíkur á morgun, laugar-
dag.
un ti' fleiri en eins aðila að
sómu ióð, voru viðkomandi aðil-
ar sameiginlegir lóðarhafar að
allri lóðinni og bera ébjrrgð á
henni allir fyrir einn, einn fyrir
alla.
Eyjabakki 2 — 16:
Haukur Pétursson h.f., Aust-
urbrún 39 og Sigurður Guð-
mundsson, Laugarnesvegi 67.
Árni Vigfússon, Silfurteigi 1.
Eyjabakki 1 til 15:
Valdimar Magnússon, Heiðar-
gerði 63, og Óskar og Bragi s.f.,
Rauðalæk 21.
Dvergahakki 2 til 16:
Bústaður s.f., Safamýri 44.
Dvergahakki 18 til 32:
Atli Eiriksson, Hjálmholti 10,
og Steinverk h.f., Skólavörðu-
stíg 4 C.
írabakki 18 til 32:
Jón Hannesson, Rauðagerði 8,
og Sólgarðar s.f., Rauðalæk 21.
Framhald á bls. 27.
Þjófur
handtekinn
LÖGREGLAN handtók í gær-
kvöldi mann sem stal peninga-
veski með 32 þúsund krónum
i af gesti í Háhæ síðasttiðiö
laugardagskvöld. Hann hefur
áður komist undir manna hend-
ur fyrir afbrot, og var búinn
að eyða þýfinu eins og það lagði
sig.
Færð botnor í Eyjafirði - óframhaldandi Ieysingar
Akureyri, 13. apríl.
STARFSMÖNNUM Vegagerð-
arinnar hefur nú tekizt að gera
til bráðabirgða við þær vega-
skemmdir, sem urðu af völdum
leysinga og vatnsaga viðs vegar
um héraðið í gær. Má telja að
nú séu allir vegir orðnir sæmi-
lega færir.
Aurbleyta fer ört vaxandi í
vegum og má búast við, að hún
nái brátt hámarki ef sömu hlý-
indi haldast áfram.
Mikill vöxtur er í Eyjafjarð-
ará og flóir hún nú að kalla má
yfir alla Hólmana, landa miili,
líkt og hún gerir stundum í maí-
lok eða í júníbyrjun. Nokkur
mórilla er í Akureyrarpolli og
út eftir Eyjafirði innanverðum,
bæði úr Eyjafjarðará og öðrum
ám, sem í fjörðinn falla.
— Sv. P.
Fá hvorki
blað né bréf
Vopnafirði, 13. apríl.
FLUGVÖLLURINN hér hef-
ur verið lokaður vegna leys-
inga í tæpa viku og póstur
hefur ekki komið hingað í
meira en hálfan mánuð.
Herðubreið kom hingað
fyrir tveim dögum frá Reykja
vík og hélt norður fyrir land,
en hafði hvorki bla<ð né bréf
meðferðis til Vopnfirðinga.
AHur okkar póstur liggur á
Akureyri. — Fréttaritari.
Ashkenazy heldur
hér tónleika
HINN víðkunni píanósnillingur,
Vladimir Ashkenazy er væntan-
legur til Islands hinn 28. apríl
næstkomandi, samkvæmt upp-
lýsingum Péturs Péturssonar.
Mun hann halda tónleika í Þjóð
leikhúsinu hinn 2. maí, en halda
að því búnu til Englands.
Á tónleikunum hér mun Ashk-
enazy leika Sónötu í D-dúr K
576 eftir Mozart, Sónötu nr. 8,
op 84 eftir Prokofieff og fjögur
Scherzi eftir Chopin.
Eiginkona píanóleikarans, Þór
unn mun koma með honum hing
að, svo og börn þeirra tvö. Þau
hjón hafa að undanförnu verið
í Bandaríkjunum, þar sem Ashk
enazy hefur verið í hljómleika-
för.
Enginn
sáitafundur
AI.LT er við það sama í deilu
lyfjafræðinga og apótekara, og
hefur fundur ekki verið boðað-
ur hjá sáttasemjara. Apótekar-
ar halda áfram að afgreiða lyf
eins og áður hefur verið sagt
frá.
5 manns slasast í
umferðinni í gær
FIMM manns slösuðust í umferð
inni í gærmorgun á röskum hálf-
um öðrum tíma, þar af voru þrjú
böm.
Fyrsta slysið varð um kl. 10,30
á Ægissíðu. Var það með þeim
hætti, að lítill drengur hljóp af
gangstétt, fram með kyrrstæðri
steypubifreið og út á götuna. 1
sömu svifum bar að bifreið, sem
var á leið austur Ægissíðu, og
varð drengurinn fyrir henni.
Hann var fluttur í Slysavarð-
stofuna, en meiðsli hans ekki tal
in alvarslegs eðlis.
Óánægðir Alþýðubandalagsmenn boða til fundar:
Stefna að félagsstofnun og framboði
HINIR fyrrverandi samstarfs
menn kommúnista í Alþýðu-
bandalaginu, sem kommúnist-
ar ráku á dyr sl. mánudags-
kvöld hafa nú ákveðið aðefna
til fundar í Lindarbæ n.k.
sunnudagskvöld, til þess að
ræða sameiginleg viðbrögð
við aðgerðum kommúnista
gegn þeim.
Málgagn þeirra, „Frjáls
þjóð“, birtir auglýsingu um
fund þennan í gær og meðal
fundarboðenda eru Alfreð
Gíslason alþm., tveir synir
Hannibals Valdemarssonar,
fyrrverandi flokksmenn Sósía
listaflokksins, trúnaðarmaður
Dagsbrúnar og ýmsir „þjóð-
varnarmenn." Til fundarins
eru boðaðir allir Alþbl.-menn
sem utan Sósíalistaflokksins
standa, svo væntanlega verð-
ur flokksbundnum sósíalist-
um vísað á dyr, ef þeir sýna
sig þar.
Þegar síðari hluta miðviku-
dags fóru að berast fregnir um
hina fyrirhuguðu fundarboðun
og fór flokkskerfi kommúnista
þá þegar í gang til þess að
þjarma að ýmsu fólki, sem verið
hefur á báðum áttum.
Það mun vafalaust fara mjög
eftir fjölda fundarmanna og öðr-
um viðbrögðum þeirra, hvort
tekin verður ákvörðun um stofn-
un nýs stjórnmálafélags vinstri
manna á þessum fundi, en greini
lega er að því stefnt. Takist sú
félagsstofnun, má einnig telja
víst, að hið nýja félag hyggi á
Framhald á bls. 27
Hálftíma síðar varð annað slys
á Langholtsvegi. Samkvæmt
frásögn ökumannsins, sá hann
tvær telpur á gangi vinstra meg-
in við akbrautina, og er hann
var rétt kominn að þeim, hljóp
önnur telpan skyndilega út á
götuna, og skipti engum togum,
að hún varð fyrir bifreiðinni.
Telpan mun hafa lent á vinstra
framhorni bifreiðarinnar, kast-
ast síðan, að einhverju leyti, upp
á vélarhúsið, en féll svo í göt-
una. Var telpan, sem heitir
Björg Haraldsdóttir, Sæviðar-
sundi 86, 11 ára að aldri, þegar
flutt á Landspítalann og við rann
sókn þar kom í Ijós, að hún
var handleggs- og lærbrotin.
Þriðja slysið varð um kl. 11,30
á Snorrabaut á móts við hús
nr. 75. Stafaði slysið af því, að
Fram'hald á bls. 27.