Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967.
BÍLALEIGAN
FERÐ
SÍMI 34406
Bensín innifalið í leigugjaldi.
SENDUM
MAGNÚSAR
SKIPHOLT1 21 SÍMAR21190
eftir lokun $lmi 40381 **
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
bíloleigon
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leig-ugjald.
Bensin inniíalið í leigugjaldi.
Sími 74970
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
RAUOARARSTIG 31 S(M1 22022
DÆLUR
Höfum nú aftur fengið hinar
þekktu
UNIVERSAL -
dælur 2”
með benzínmótor
Verð aðeins
kr. 6.933.00
' Höfum allar tegundir og
barka, sömuleiðis létta vagna
fyrir dælurnar. t
Gísli J. Jónsson hí.
Vesturgötu 45. Simj 12747.
★ ZeðaekkiZ
Sigurður Sigmundsson I
Hvítárholti skrifar eftirfar-
andi:
„Þann 5. marz sl. birtist !
Lesbók Morgunblaðsins ramma
grein, sem kölluð er rabb. Höf-
undurinn, Jón Hnefill Aðal-
steinsson, segir þar frá því, að
til Lesbókarinnar kom ungt
skáld með smásögu til birting-
ar. Hann tók eftir því að hvergi
var skrifuð z í handritinu og
spurði um ástæðuna. Skáldið
unga svaraði því til, að hann
hafi átt í miklum erfiðleikum
að læra að rtta z á réttum stað
og hefði því viljað gera sitt til
að þerrri raun yrði létt af æsk-
unni í framtíðinni. Greinarhöf.
segist því næst hafa farið að
íhuga svar skáldsins og komizt
fljótt að þeirri niðurstöðu, að 1
svarinu fælist rökvilla, því að
hver sá sem breytti út af lög-
boðinni stafsetningu, leggði að-
eins stein í götu íslenzkunem-
enda og allra annarra, sem
ekki gætu valdið til fulls rétt-
ritun fslenzks máls. Og höf.
heldur • áfram: „Verndun ís-
lenzks máls er mikið afrek Mt-
illar þjóðar“. Hann getur þess,
að ekki muni allir vera ánægð-
ir með þær stafsetningarreglur,
sem nú gildi, en þó muni þeir
í miklum meirihluta, sem telji
að vel hafi tekizt. Ennfremur
segir höf., að flestir muni sjá
og sannfærast um, eftir því
sem þeir læri málið betur, rök-
rétta uppbyggingu þess og hin-
ar rökréttu forsendur sem nú-
tíma stafsetning byggist á. Síð-
an segir höf. orðrétt: „Þeir,
sem hins vegar valda ekki mál-
inu og hafa aldrei lært til hlít-
ar byggingu þess og þær regl-
ur, sem því eru settar, taka
gjarnan þá stefmi, að fjand-
skapast við gildandi lögboðna
stafsetningu“.
Eftir að hafa íhugað svar
skáldsins, kemst höf. að þeirri
niðurstöðu, að rökvilla fælist í
svarinu Og málsbætur telur
hann engar á viðhorfi piltsins
til z-unnar. Ég get verið hon-
um sammála um það, að eng-
um öðrum gat orðið gagn að
þeirri venjubreytingu nema
honum sjálfum, hann gat þá
fremur notað orku sína til þess
að fága tungutak sitt, skrifa
hreinna og fegurra mál. En ef
um málsbætur skal ræða, þá
er þar af nógu að taka. Höf-
undur segir, að mikiH meiri-
hluti manna t-elji, að vel hafi
til tekizt með nútímastafsetn-
ingu. Hvérnig getur hann full-
yrt nokkuð um slíkt? Veit hann
nokkuð nema skáldið unga sé
sem fultrúi æskunnar í landinu
gagnvart því steindauða staf-
setningaroki, sem á herðar
hennar hefur verið lagt? Úr því
fengist ekki skorið með öðru
en skoðanakönnun. Höf. telur
verndun málsins mikið atrek
lítillar þjóðar. En í hverju
finnst honum það afrek helzt
vera fólgið. Er það nóg að hans
dómi, að stafsetning sé rétt
hvað svo sem líður efni eða
framsetningu? Ég geri ráð fyr-
ir, að honum sé kunnugt um,
hverjir það voru, sem fyrstir
hófu baráttu fyrir viðreisn
tungunnar, bæði ræðu og ritL
Það voru ekki ómerkari menn
en Fjölnismenn, en þeir vildu
haga stafsetningunni sem næst
framburði á hverjum tíma. Sáu
ekki nauðsyn þess, eða töldu
það tungunni skaðlegt, að
burðast með dauð hljóðtákn í
málinu um aldur og ævi. Var
zetan þar ekki nema smáræði
á við annan staf, þ.e. y (upsi-
lon), sem þeir lögðu kapp á að
nema burt úr málinu. Þvi mið-
ur náði þessi stafsetningar-
breyting Fjölnismanna ekki
fram að ganga, þvi þá kynni
að vera, að mál hinna svoköll-
uðu menntamanna væri ekki
jafn rislaust og andlega snautt,
eins og raun ber vttni. Því ber
ekki að neita, að einhverskon-
ar lögboðin stafsetning verður
að vera til staðar á hverjum
tíma. En hvað á ‘hún að gilda
lengi án breytinga? Er ekki
málið í þróun og breytist
það á vörum fólks jafnt sem
annað í okkar veröld? Og þó að
ýmsum finnist fara betur á
því að sjá og ritað á pappir,
er það þá ekki full mikil eigin-
girni að ætla sér að leggja
lærdóm um uppruna þessara
dauðu hljóðtákna á herðar
óbornum kynslóðum um aldur
og ævi. Það er svo að sjá sem
höf. telji að varðveizla tung-
unnar byggist helzt á að við-
halda úreltri stafsetningu. Það
er sagt; að írskan sé nú sama
sem dautt tungumál. En hver
er orsökin? Hún hefur ekki
fylgt þróuninni eftir, stafset.a-
ing og ritmál hvað vera svo
frábrugðið talmálinu að ensk-
an er alveg að útrýma henni.
„Við lifum ekki á tímum eld-
móðs'*, segir á einum stað 1
nýlegri skáldsögu. En lifum
við ekki enn á glæðum þess
eldmóðs, sem Fjölnismenn hófu
á síðustu öld? Það verður víst
aldrei rómuð um of ritsnilld
íslendingasagnanna. Mætti því
hafa hér yfir orð H. L. í síð-
ustu bók hans, íslendinga-
spjalli. í kafla sem nefnist
Bókmenntaskóli rís. „Svo á
klassískum tima sem síðar á
öldum samsöfnuðu íslendingar
í ótal bókum aðsótt efni inn-
lendum hugsunahætti og stíl, í
þessum skóla birtist dýpt hugs-
unarinnar í tærum einfald-
leika". Bölhyggja hinna ungu
skálda og rithöfunda mætti
vera hverjum hugsandi manni
áhyggjuefni. Stafar það ekki
fyrst og fremst af því, að þeir
eru börn þeirra tíma, sem æsk-
unni er í andlegúm efnum gefn
ir steinar fyrir brauð? Þar seim
þjóðfélagið 'hefur vanrækt að
bera logandi blysið úr höndum
gamallar kynslóðar í hendur
nýrrar. Þar sem hin lifandi lind
tungunnar hefur þorrið og
ekki fundið bergmál í brjóst-
um hinna ungu. Þar sem hin
dauða hönd greinarmerkja-
stagis hefur 1 öllu lagt undir
sig móðurmálskennslu skól-
ana. Erum við þá ekki stödd á
þeim tímamótum, að æskan
sjálf velti af sér okinu, því að
hún er án efa fær um, ekki síð-
ur en frummaðurinn „að slá
neista úr grjóti".
Sigurður Sigurmundsson
Hvítárholti.
•^f Konur! Varið ykk-
ur á karlmönnum í
umferðinni
Kona í Garðahreppi skrif
ar mér bréf með þessari yfir-
skrift — og hér kemur það,
góðir karlmenn:
„Kæri Velvakandi!
Mikið er búið að rægja kven-
fólkið 1 umferðinni, en fyrir
fáeinum döguim kom fyrir at-
vik, sem hefði getað haft al-
varlegar afleiðingar í för með
sér og var það ekki karlmann-
inum að þakka að svo varð
ekki. Svo er mál með vexti,
að bannað er að aka fram úr í
Garðahreppi, þ.e.a.s. á svæðinu
frá Silfurtúni og suðuT að Engi
dal og öfugt. Því miður eru
mjög fáir bílstjórar, sem virð-
ast taka eftir skiltunum, gem
gefa til kynna að svo sé.
En svo ég víki nú að efn-
inu þá varð ég fyrir því þarna
að mæta vörubíl á gatnamót-
um Vífilstaðavegar og Hafn-
arfjarðarvagni, ekki nóg með
það, öðrum vöruibíl lá svo mik-
ig á, að hann varð að fara
fram úr bílnum, ég kom á móti,
og skipti nú engum togum að
allir bílarnir lenda þarna sam-
an, en sá, sem þessu olli hélt
bara áfram og stanzaði ekki
fyrr en hann hafði ekið ca 100
m. frá árekstrarstað. Ég segl
það aftur, að ekki var það hon-
um að þakka, að ekki hlauzt af
stórslys.
Það hlýtur hver heilvita mað
ur að sjá, hve vítavert um-
ferðarbrot er framið þarna.
Ég hef alltaf vitað, að karl-
mönnum leiðist að aka á eftir
bifreið. þar sem kona er við
stýri, en þegar á að fara að
kaffæra þær í umferðinni, þá
er nú nóg komið af þvi góða.
Til Iögreglunnar í Hafnar-
firði vil ég beina þeim tilmæl-
um, að hún efli vaktina í Garða
hreppi og taki strangt á þeim
bílstjórum, sem gera sig seka
um framúrakstur á þessa
svæði, að maður tali nú ekkl
um meira.
Með þökk fyrir bírtinguna.
Kona í Garðahreppi".
Annar skútukarl
kveður sér hljóðs
Frúin, sem átti orðastað
við „skútukarl" hér f dálkun-
um fyrir nokkru, fær hér bréf
frá öðrum „skútukarli", og
kveður þar nokkuð við annan
tón en hjá þeim fyrri:
„Kæra frú, sem sendir ófor-
skömmuðum skútukarli verð-
skuldaða kveðju í Velvakanda-
bréfi 11. þ.m. Sá fékk nú fyrir
ferðina, enda hefur ekki í hon
um heyrzt síðan. Ég er líka
skútukarl og keyri heimilisbíl-
inn okkar hjónanna þegar ég er
í landi ófullur En þegar ég er
kenndur, sem oft kemur fyrir,
ekur blessuð frúin min vagnin-
um, eins og þú segir réttilega að
sé almennt þegar svo stendur á.
Þá sit ég ævinlega í aftursætinu
og hefi pytluna hjá mér og læt
fara vel um mig, það á svo vel
við mig að vera á hreyfingu þeg
ar ég er undir áhrifum.
Það er ófyrirgefanlegt hvað
karlmenn yfirleitt rógbera
kvenfólk fyrir akstur. Sumir
bílstjórar hafa talað það i mín
eyru, að þegar þeir sjá bíl á
götunni með kvenmann við
stýri, þá flýti þeir sér að kom-
ast með sinn bíl inn I hliðar-
götu eða húsasiund og leggi hon
um og bíði þar til hættan er
liðin hjá. Þú mátt trúa því, að
ég hefi tekið í lurginn á svona
körlum og gefið sumum eftir-
minnilega umferð að góðra
sjómanna sið Þetta eru fyrir-
litlegar skræfur og kjarklausir
aum;ngjar, sem ættu ekki að
aka bíL
Þú segir í bréfi þínu, að karl
menn hafi lítið og ómerkilegt
hjarta. Það miun þvi miður
vera mikið hæft í þessu, Þó
veit ég um eina undantekningu.
Nú vil ég innvirðulega bjóða
þér að koma um borð í skút-
una mína og vera hjá mér eina
kvöldstund, þá muntu fá að
kynnast manni, sem hefur
stórt hjaTta.
Skútukarl 11“
LONDON Dömudeild Rúskinr iskánur — skinniakk; LONDOIV Dömudeild ar
liUOIMIII loivupui OlLlllllJUIMV rúskinnsjakkar Ul
LONDON Dömudeild Pils — sundbolii' LONDON Dömudeild