Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 10
10
----
■■■ 'ftffðfA <■ i'v'-'T. á fTí ■■ -VTf'ir',? ;ir t% !b V p'TW,’’t',-ik/f
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967.
Ásgeröur
LISTVEFNAÐUR er því miður
ekki m.ikið stundaður hér á
landi, en er ríkur þáttur í mynd-
list nútímans annars staðar í
Evrópu. I>að má með sanni segja,
að þessi forna listgrein hafi ver-
ið endurvakin og færð í nútíma-
horf á þessari öld og standa
Frakkar þar mjög framarlega.
•“Bretar hafa einnig gert marga
góða hluti á þessu sviði, og má
þar til sönnunar nefna hið mikla
teppi er prýðir hina merkilegu
dómkirkju í Coventry. Á Norð-
urlöndum hetfur einnig mikið ver
ið unnið að myndvefnaði, og þar
starfaði Júlíana heitin Sveins-
dóttir og komst í fremstu röð
vefara á Norðurlönduan.
Ásgerður Búadóttir er löngu
orðin kunn fyrir myndvefnað
sinn og hefur vakið verðskuld-
aða athygli með verkum sínum,
bæði hér heima og erlendis. Hún
er sú kona hérlendis, sem mest
hefur borið á í þessari listgrein
og sett hetfur algert nútímasnið
á verk sín. Nú hefur verið kom-
ið fyrir tíu verkum eftir Ásgerði
Búadóttur í Unuhúsi við Veg-
húsastíg, og fara þessi verk sér-
lega vel í salnum hans Ragnars
Jónssonar. Það er skemmtilegur
heildarblær á þessari sýningu,
og hún verkar róandi og aðlað-
andi. Ásgerður er ekki hávaða-
söm í þessum verkum, og nokk-
Búadóttir
uð ber á sauðalitunum, sem
stundum eru settir við sterkari
liti, rautt og blátt til dæmis.
Formið í þessum verkum er ró-
legt og liggur vel í myndfletin-
um, og stundum er eins og mað-
ur sakni nökkuð, að ekki eiga
sér stað snarpari átök milli litar
og forms, en á hinn bóginn get-
ur þetta einmitt verið kostur við
myndvefnað, og eitt er víst, að
Ásgerður ræður vel við það, sem
hún tekur sér fyrir. Þó verður
ekki sagt með sanni, að um stór-
brotin verk sé að ræða á þessari
sýningu. Allt er fellt og nostur-
lega unnið á einfaldan og ljúfan
hátt. Stórir litfletir fá að njóta
sín á rólegum myndfleti, sem
stundum verður áhriifaríkur og
(eftirminnilegur). Eitt þeirra
verka, sem festust einna ræki-
legast í huga mér á þessari sýn-
ingu, var „Vefjahiminn", sem er
nýlega otfið verk og No. 1. á þess-
ari sýningu. Það má vell vera,
að það sé alrangt hjá mér, en
mig grunar, að myndvefnaður
eigi að vera dálítið stór og
monomental í sniðum. Það verk
ar á mig einhvern veginn
þannig, efnið sjálft og eigindir
þess.
Um tæknilega hlið málsins þori
ég ekki að fullyrða neitt, til þess
þekki ég otf lítið til vefnaðar í
heild, en það mætti segja mér,
að þessi verk séu ágætlega unn-
í Unuhúsi
in, en um það verða mér færari
menn að dæma.
Öll eru þessi teppi Ásgerðar
ofin á seinustu fimm árum, og
er elzta teppið frá 1962, en þau
nýjustu frá þessu ári. Þetta eitt
sannar, að Ásgerður stundar
listgrein sína af mikilli elju og
dugnaði. Ég hafði mikla ánægju
af að sjá þessi verk Ásgerðar,
og eins og ég hef þegar sagt,
verkuðu þau þægilega róandi og
aðLaðandi á skoðarann. Litirnir
og sjálft efnið hafa líka eitthvað
sérstakt, sem verkar innilega og
aannfærandi. Það er eitthvað
sérlega kvenlegt við þessi verk,
sem í látleysi sínu festast í
huga manns.
Þegar Ragnar Jónsson byrjaði
á þessari myndlistarstarfsemi
sinni í Unuhúsi við Veghúsa-
stíginn, varð maður dálítið var
við, að fáir vissu raunverulega,
hvar það fræga fyrirtæki Helga-
fell var til húsa, en nú er eins
og þetta sé að breytast, og fólk
er farið að átta sig á, að það er
bæði Unuhús við Veghúsastíg og
Garðastræti. Aðsókn að þessum
seinustu sýningum sanna þetta
rækilega, og þeir, sem lesa þess-
ar línur, verða að rölta á Veg-
húsastíg, en ekki Garðastrætið,
vilji þeir sjá þessa skemmtilegu
sýningu Ásgerðar Búadóttur.
Valtýr Pétursson.
Samsöngur
Asgerður við eitt teppa sinna.
Orvalsmynd í Hafnarfjaröarbíöi
HAFNARFJARÐARBÍÓ sýnir
um þessar mundir eina þeirra
úrvalsmynda, sem gert hafa
japanska kvikmyndamenn við-
fræga um heimsbyggðina. Við
höfum verið svo lánsöm að fá
nokkrar þessara mynda til ís-
lands, og murau þær vera flestum
sem sáu ógleymanlegar. Meðal
þessara úrvalsmynda voru
„Rasjómon", „Sjö Samúraí“ og
„Lífvörðurinn" eftir snillinginn
Kúrósaúa, sem sýndar voru með
margra ára millibili, „Hlið Vít-
is“ eftir Keinosúke Kínógasa,
„Harakírí“ eftir Masaki Kóbaja-
sjí, sem m.a. var sýnd á Lista-
hátíðinni 1964, og loks þrjár
kvikmyndir eftir snilldarmann-
dnn Kon Itsjígaúa, „Olympíuleik-
arnir í Tókíó“, „Kagí“ (Lykill-
inn) og „Nóbí“ (Reyksúla), sem
nú er sýnd í Hafnarfjarðarbíói.
„Nóbí“ fjallar um japanska
hermenn á flótta undan Banda-
ríkjamönnum í seinni heims-
styrjöld og rekur einkum sögu
eins þeirra, Tamúra, sem er
snilldarlega leikinn af Eijí Fúna-
koskí. Myndin er byggð á sögu
eftir rithöfundinn Sjóhei O-oka,
sem sjálfur rataði í svipaðar
raunir og Tamúra. Hér er sem sé
dregin upp hrikaleg mynd af
vitfirringu styrjalda og þeirri
botnlausu niðurlægingu sem
maðurinn sekkur í, þegar hung-
ur, vosbúð og vonleysi ræna
hann því sem talið er gera hann
dýrum æðri. Sjaldan eða aldrei
hef ég séð á kvikmyndatjaldinu
markvissari og undanbragðalaus-
ari krufningu þess hrottalega
veruleiks og þeirra óhrjálegu
örlaga sem styrjaldir búa mönn-
um. Itsjígaúa gengur hvergi á
mála, reynir ekki að snurfusa
landa sína eða Ijá þeim hetju-
ljóma, öðru nær. Hann kryfur
þá af miskunnarleysi hins sanna
listamanns, sem hefur það mark-
mið eitt að sýna veruleikann
eins nakinn og verða má. Mörg
atriði í myndinni eru hreinustu
hrollvekjur, t.d. dráp hundsins
og mannátið, en þau eru ómiss-
andi þættir í þeirri heildarsýn
sem listamaðurinn leiðir okkur
fyrir sjónir. Það er í þessu sam-
hengi athyglisvert hve mildum
höndum hann fer um hermenn
óvinarins, þá sjaldan þeim bregð-
ur fyrir.
„Nóbí“ er hrikalegt listaverk,
næstum örvæntingarfullt viðvör-
unaróp til mannkynsins, en
hrikaleikinn hefur ekki aðeins í
sér fólgna miskunnarlausa af-
hjúpun undirdjúpanna í manns-
sálinni, þegar hún stendur á
yztu þröm, heldur einnig mikla
mannlega fegurð sem meðal ann-
ars birtist í samskiptum hinna
hrjáðu flóttamanna sín á milli
(þegar sjálfselskan víkur fyrir
samúð og skilningi) og í sam-
neyti mannsins við náttúruna og
gæði hennar, t.d. þegar Tamúra
laugar fæturna í fljótinu eða
þegar hermennirnir bragða á
langþráðu saltinu og tár trítlar
niður vangann á einum þeirra.
„Nóbí“ er ekki margort lista-
verk; töfrar þess birtast fyrst
og fremst í myndrænum krafti
og fyllingu, ótrúlegu næmi á
hlutverk veðurfars, landslags og
víðerna í mótun efnisins: oft
vekur myndin þá tilfinningu, að
við séum komin aftur 1 ár-
daga og sjáum baráttu fyrstu
jarðarbúa við óblíð og óskilj-
anleg náttúruöfL Hvað sem
líður einstökum þáttum kvik-
myndarinnar, sem hver um
sig er þrunginn dramatiskum
kynngikrafti, þá er hún í heild
sinni einhver áþreifanlegasta
tjáning, sem ég hef orðið vitni
að, á þeim aldagömlu og algildu
sannindum að engin athöfn dreg-
ur manninn jafnaugljóslega nið-
ur á plan skynlausrar skepnu
eins og þátttaka í stríði — og eru
mér í því sambandi minnisstæð
mörg atvik myndárinnar, t.d.
líkahrúgan fyrir utan þorpskirkj-
una, valurinn eftir næturárás
Bandaríkjamanna og atriðin
næst á undan þegar flóttamenn-
irnir vaða aurleðjuna og skríða
yfir veginn eins og maurahjörð.
Fjöldi slíkra sviþmynda hleðst
upp og magnar sífellt þá tilfinn-
ingu, að hér séum við að horfa
upp á endanlega afmönnun
mannskepnunnar.
Á liðnum tveimur áratugum
hefur heimurinn eignazt mikið
magn stórbrotinna listaverka,
bæði skáldsagna, leikrita og
kvikmynda, sem gert hafa vit-
firringu styrjalda óhugnanlega
nærgöngula og áþreifanlega,
enda hefur aldrei verið meiri
þörf á því en nú að uppmála
hryllinginn. Eigi að síður erum
við enn vitni að einhverju
grimmilegasta og sóðalegasta
stríði sem nokkru sinni hefur
verið iháð, og þar á stærstan hlut
að máli eitt helzta menmngarríki
samtímans. Er nema von menn
spyrji, hvort mannkindinni ætli
aldrei að auðnast að draga lær-
dóma af reynslu sinni?
„Nóbí“ er eftirminnileg áminn-
ing til allra manna um að gera
sér ljóst hvert stefnir, ef þjóð-
irnar láta ekki af átrúnaði sínum
á ofbeldið sem leið til að útkljá
deilumál. Myndin á erindi við
alla og lætur áreiðanlega engan
þann ósnortinn, sem á annað
borð er með lífsmarki.
Á FIMMTUDAGINN 27. apríl
verða 14. áskriftairtónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
haldnir í Háskólabíói. Lengi
höfðu forráðamenn hljómsveit-
arinnar vonað, að hægt yrði að
Friednech Wiihrer
róðast í það stórvirki að flytja
hátíðarmessu Beethovens, Missa
Solemnis. Af óviðráðanlegum
ástæðum reyndist það ókleift í
þetta sinn. Tónleikarnir verða
samt sem áður helgaðir verk-
um eftir Beethoven. Þar verður
flutt hýrleg önnur sinfónían og
mikilúðlegur og tignarlegur
fimmti píanókonsertinn, ,keis-
arakonsetrinn“ svokallaði. Ein-
leikari í konsertinum er aust-
urríski píanóleikarinn Friedrich
Wuhrer. Wuhrer fæddist í Vín
KARiLAKÓRINN „Fóstbræður“
hetfur nú efnt til vorsaimsöngva
sinna í Austurbæjarbíói. Undir-
ritaður var viðstaddur samsöng-
inn s.l. miðvikudagskvöld. Stjórn
andi var Ragnar Björnsson. Ragn
ar virðist alltaf hafa sérstakan
metnað í sambandi við verk-
etfnaval, lítur svo á, að karla-
kórssöngur verði að ná til víðari
áheyrendahóps en nánustu ætt-
ingja og vina kórfélaganna. Þess
vegna tekur hann fyrir lög, sem
ekki er líklegt að hafi velkzt
lengi í nótnastafla kórsins. Þá
fær maður líka að heyra í hlé-
um og að samsöng loknum, „að
það hafi verið alltof lítið um
árið 1900, og byrjaði að læra
á píanó sex ára gamall. Engu
var líkara, en að Vínarklassíkin
væri honum í blóð borin, enda
hefur Wuhrer þótt einn fremsti
núlifandi túlkandi hennar. Hálf
þrítugur gerðist Wúhrer próf-
essor við tónlistarakademíuna í
Vín og síðan hefur hann starfað
jöfnum höndum sem konsert-
píanisti og kennari. Friedrich
Wúhrer hefur verið kennari í
Vín og síðan hefur hann starf-
að jöfnum höndum sem kon-
setrpíanisti og kennari. Fried-
rioh Wúhrer hefur verið kenn-
ari í Vín, Berlín, Mannheim,
Kiel og Salzburg en í Salzburg
hélt hann „meistaraklassa" í
Mobarteum (frá 1946). Nú kenn-
ir Wúhrer í Múnchen. Tón-
leikahald hefur hann stundað
Bohdan Wodiczko
fjörugu og hressandi lögin. . . .
alltof mikið af þessum hægu og
leiðinlegu lögum. . . .“
Bezti hluti efnisskrárinnar
kom síðast eins og vera ber.
Þetta voru „Fjórar ungverskar
þjóðvísur“ eftir Bartók, prýðis-
vel sungnar. Það var eiginlega
furðulegt, að ekki skyldi hver
einasta vera klöppuð upp. (Næst
á undan hafði kórinn sungið
fjögur lög sem bezt er að
gleyma). Sextán söngmenn og
fconur sungu Neue Liebeslieder,
valsana op. 56 eftir Brahms. Guð
rún Kristinsdóttir og Ólafur
Vignir Albertsson léku með f jór
hent. Söngurinn bar þess m-erki,
að hér var „samskotasöngur" og
röddurn hætti til að trosna 1
sundur. Samsöngurinn hófst
með lögum eftir Gyltfa Þ. Gísla-
son í heldur viðamiklum út-
setningum Jóns Þórarinssonar
fyrir einsÖng, kór og píanó (Carl
Billieh).
Þau Eygló Viktorsdóttir, Guð-
rún Tómasdóttir, Sigurveig
Hjaltested, Svala Nielsen, Hákon
Oddgeirsson og Kristinn Halls-
son sungu einsöng á samsöng
þessum og gerðu það vel.
Þorkell Sigurbjörnsson.
Tveimur Rússum
vísuð frú U.S.A.
New York, 24. apríl, NTB.
TVEIMUR rússneskum sendi-
ráðsmönnum, sem samkvæmt
'frásögnum New York blað-
anna eiga að vera yfirmenn í
‘rússnesku leyniþjónustunni, var
S dag fylgt af fimm alríkislög-
Teglumönnum á Kennedy-flug-
Völlinn, en þaðan fóru þeir flug-
leiðis til Parísar.
Af opinberri hálfu var neitað
að staðfesta, að Rússarnir væru
■njósnarar, en talsmaður utanrík-
isráðuneytisins í Washington vildi
ekki neita því, að þeir væru
'háttsettir í rússnesku leyniþjón-
ustunni K.G.B. Samkvæmt upp-
lýsingum New York blaðanna
vaf annar þeirra, sem kallaði sig
Vasilij V. Kusnetsov, næstæðsti
maður K.G.B.
víðs vegar, og leikið inn á hljóm
plötur. Tónskáldin Hans Pfitzn-
er og Max Reger voru nánir
vinir hans og helguðu honum
margar tónsmíðar. Auk áður-
nefndra verka Beethovens
verður fluttur forleikurinn að
óperunni Ifigenía í Aulis eftir
Cluck.
Stjórnandi tónleikanna er
Bohdan Wodiczko.
Sigurður A. Magnússon.
SinfóníutónSeik-
ar í Háskólabíói