Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRlL 196T. 17 Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður MINIMINGARORÐ ÞBIM íækkar nú óðum frammá mönnum þjóðasr vorrar, sem á árdögum aldarinnar, hófu merki íramkvæmda og framíara, — brutu isinn, héldu inn á nýjar leiðir og sköpuðu nýtt landnám á íslandi. Það er þessi kynslóð, sem skil- •r niðjum sínum meiri og betri •rfi, en dæmi eru til um áður. Hún hóf starfið með bjartsýni og óbilandi trú á möguleika þjóðar •innar, til að gera ísland að því velferðarrí'ki, sem gæti veitt þegnum sínum hagsæld og lífs- kjör til jafns við það sem bezt þekkist með öðrum þjóðum. Einn þeirra manna, sem á þessu tímabili hefur verið hvað mikilvirkastur á sviði atihafna- lifsins, Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akranesi, lézt þann 19. þ.m. eftir langan og óvenju giitudrjúgan starfsdag. Fæddur var Haraldur á Akra- nesi þann 7. maí 1889, og þvi tæplega 78 ára að aldri. Hann var sonur heiðurshjónanna Böðvars Þorvaldssonar, kaup- manns og útgerðarmanns á Akra nesi og konu hans Helgu Guð- brandsdóttur frá Hvítadal. Haraldur Böðvarsson er fyrir löngu þjóðkunnur atihafnamaður. Með óbiland'i trú á auðlindir hafsins umhverfis landið og is- lenzkan sjávarútveg hóf hann útgerð á opnum fiskibát, aðeins 17 ára að aldri, og hefur alla tíð íiðan xekið útgerð fiskibáta, og nú um áratuga skeið verið einn •tórbrotnasti útvegsmaður þjóð- •rinnar. — Það var árið 1906 sem Haraldur hóf útgerð á opnum bótum fná Akranesi, og tveim árum síðar frá Vörum í Garði. — f»að er svo árið 1909 sem þátit- ur Haralds Böðvarssonar hefst í vélbátaútgerðinni, kaupir hann þá lítinn vélbát, „Höfrung“ og gerir hann fyrst út frá Vogavík á Vatnsleysisströnd, en byrjar síðar vélabátaútgerð og fiskverk un í stórum stíl árið 1914 í Sand- gierði. — Haraldur átti heimili í Reykjavík um 9 ára skeið, eða frá 1915—1924, en þá fluttist hann aftur til Akraness og átti þar heimiLi alla tíð síðan. Um margra áratuga skeið, eða •Rt til 1942, rak Haraldur um- fangsmikla útgerð, fiskverkun og verzlun í Sandgerði, en það ár seldi hann Ólafi Jónssyni frá Bræðraparti og Sveini Jónssyni frá Reykjavík, eignir sínar þar, en ÓLafur hafði þá lengi verið •tarfsmaður Haralds. Eftir að aðstaða til útgerðar fór að batna á Akranesi, bæði við Lambhúsasund og við Krossvík, fór Haraldur að auka starfsemi sína á Akranasi. Hef- uir hann lengst af átt stóran flota velbúinma fiskibáta, sem hann hefur gert út með úrvalsmann- skap. Em jafnhliða stækkun fisiki bátannei, og aukinni tækni við veiðarnar, var Haraldi Ijóst, að hagnýting atflans í landi, sikipti ekki rniinna málL — Þegar hrað- frysting sjávarafurða kom til sögunnar var hann fljótur að til- einka sér þær framfarir. Hefur hraðfrystiihús hans verið eitt fullkomnasta sem til eru í land- inu, og önnur aðstaða til fisk- verkunar verið hin ákjósanleg- asta og með miklum myndar- brag. Þá hetfur hann rekið nið- ursuðuverksmiðju með sjávaraf- urðir og aðrar framleiðsluvörur. Umfangsmikla verzlun og skipa afgreiðslu hetfur Haraldur einn- ig rekið, jafnhliða hinni mynd- arlegu útgerð og fjölbreyttu fisk verkun. Mér er kunnugt um að Har- aldur Böðvarsson taldi sig hafa verið mikinn gætfumann í Mfinu, — þessa gæfu þakkaði hann ekki hvað sízt sínum ágæta lífsföru- naut. — Hann kvæntist þann 6. nóv. 1915 Ingumni Sveinsdóttur, Guðmundssonar, hreppstjóra á Akranesi, sérstakri heiðurskonu, sem staðið hefur við hlið manns síns, og stutt hann með ráð og dáð, í hans stiórbrotna, en oft erfiða starfi. Þau Haraldur og Ingunn eign- uðust fcvð mannvænleg börn, Stiurlaug sem kvæntur er Rann- veigu Torp, og Helgu, sem gitft er Hallgrími Björnssyni læknL Eiga þau bæði heima á Akra- nesi. Hefur Sturlaugur nú um áratugaskeið tekið virkan þáfct í hinni myndarlegu uppbyggingu fyrirtækisins, og verið meðeig- andi með föður sínum hin síðari ár. Hefur farið einkar vel á með þeim feðgum og þeir verið sam- rýmdir og samtaka um að efla vöxt og viðgang fyrirtækisins. Það er ómetanlegur ávinning- ur hverri þjóð, að eignast slíka afreksmenn á sviði framkvæmda og framfara, sem Haraldur Böðvarsson var. Það er ekki síður ómetanlegur ávinningur litlu kauptúnL eins og Akra- nesi, að eignast slíkan frum- herja. Það fór heldur ekki hjá þvL að áhrifa Haralds gætti á fleiri sviðum, varðandi sam- eiginleg málefni og hagsmuni bæjarfélagsins. Voru honum í þeim efnum falin ýms vanda- söm störf, sem hann leysti af hendi með sínum alkunnu hygg- indum og' hagsýni. Hann átti meðal annars sæti í hrepps- nefnd Ytri-Akraneshrepps og í bæjarstjórn Akraness eftir að Akranes hlaut bæjarréttindL Haraldur lét hafnarmál Akra- ness mikið til sín taka átti sæti 1 hafnarnefnd og var formaður hennar um árabil. Það var fyrir frumkvæði hans og Arnljótar heitins Guðmundssonar Dæjar- stjóra að Akranesbær steig það happaspor 1946, að festa kaup á hinum stóru steinkerjum sem keypt voru í BretlandL og hafa síðan verið uppistaðan í þeim hafnarframkvæmdum sem átt hafa sér stað. — Án þess fram- taks, hefði öll hafnargerð á Akranesi, orðið að miklum mun kostnaðarsamari og í alla staði erfiðari í framkvæmd. — Árið 1942 tókst samstarf um það milli Akranesbæjar, Borgar- fjarðarsýslu og Mýrasýslu, að ráðast í byggingu rafstöðvarinn- ar við Andakílsfoss. — I stjórn þess félags var Haraldur kjör- inn, af Akraness hálfu, og var formaður þeirrar stjórnar, þar til hann sagði ai sér fyrir fjór- um árum. Mannúðarmálin hafa þau hjónin Haraldur og Ingunn látið mikið ti'l sín taka. — Er landskunn-ur sá höfðingsskapur, þegar þau árið 1943 gáfu Akur- nesingum, og Akranesbæ, kvik- myndahúsið „Bíóhöllin“ á Akra- nesi, fullbúið til sta-rfrækslu með öllum tækjum, — en í gjafabréfinu segir, að 1 skipu- lagsskrá fyrir gjöfinni verði ákveðið, að öllum ágóða af rekstri hússins, skuli verja til mannúða og menningarmála á Akranesi. Mun slík stórgjöf sem þessi vera einsdæmi á íslandi og óbrotgjarn minnisvarði um þessi heiðurshjón. Þegar Sjúkra- húsið var byggt var Haraldur formaður bygginganefndar þess, en ágóði af rekstri Bíóhallar- innar, er stærsti hluti þess fjár- magns sem til kom, að standa undir þeirri n-auðsynlegu fr-am- kvæmd. Mörg önnur mannúðarmál hafa þau hjónin stutt með höfð- inglegum gjöfum, svo sem vænt anlega Elliheimilisbyggingu, dag heimilissj. barna o. fl. Haraldur Böðvarsson var trú- maður miki'll. Hann þakkaði guðs handleiðslu öðru fremur sína velgengnL og minntist þess oft þega-r vel gekk. Um leið og ég lýk þessum lfnum, um þennan heiðursmann, vil ég flytja honum hinztu kveðju og þakkir fyrir mína hönd og Akurnesinga, — þakkir fyriir giftudrjúg störf 1 þágu bæjarfélagsins. Síðast en ekki sízt ber að þakk-a honum brautryðjanda- starf á sviði íslenzks sjávarút- vegs, þjóðinni allri fcil heilla nú og í framtíðinni. Konu hans börnum og öðrum aðstandendum flyt ég innilegar samúðarkveðjur. Jón Árnason. t SAGA tiuttugustu aldarinnar á íslandi er atvinnulega séð saga nýs íslands, saga nýrrar kynslóð ar á íslandi, sem verðu-r til þess fyrst að varpa skýru ljósi yfir gögn þau og gæði, sem landið ber í Skauti sínu og hafið við strendur þess. Strax við upp- run-a aldari-nnar örlar á því að leyst séu úr læðingi bundin öfL orka þrungin kraftL sem brýzt fram á sjónarsviðið og lætur að sér kveða. Ároði nýs atihafn-a- dags slær birbu á himinhvolfið, birtu sem nær inn í hvern krók og kima í þjóðlífi voru. Þessi birta ratar rétta leið að hug- skoti fólksins sem greinir gl'igg merki þeirrar köllunar sem pví er búin til þess að drýgja dáð og láta hendUr stan-da fram úr erm- um. Á vængjum nýrra úrræða til hagnýtingar náttúrugæða lands vors, sem sprottin eru upp í hugskoti fólksins sjálfs og oss hafa borizt fregnir af frá grann- löndium vorum, hefst a-thafnalítf vort á nýtt svið ra-unsæi þar sem ríkir skilningur á þýðingu og gildi nýrra viðbragða. Gróðurmoldin sýnir oss frjó- semi þá sem í 'henni býr í allri sinni dýrð þegar að henni er hlúð, og fengsæl og auðug fiskimið við strendur landsin-s breiða út faðminn á móti nýjum úrræðum til ha-gnýtingar þeirrar auðsuppsprettu sem oss var þar búin. Og enn fleiri náttúrugæði blösbu við sjónum hinna nýju frumherja vorra í atvinnuhátt- um á nýrri öld. Þeir týna nú óðum tölunnL þessir skapandi máttarins menn, sem í upphafi aldarinnar riðu 'hér á vaðið og ullu straumhvörf-, um í lífi þjóðar vorrair með ný- breytni sinni á sviði athafna- lífs, du-gnaði, áræði og kjarki. Þess skyldum vér lengi m-innast, að þar eigum vér á ba-k að sjá mön-num, sem á sínum tíma lögðu þjóð vorri upp í hendur ný lffsviðhorf, sem hæfða dugn- aði þeim og manndómL sem með oss bjó. Þessar og þvílíkar hugsanir rifjast upp í huga vorum er vér nú í dag fylgjum til hinztu hvíldar á Akra-nesi einum af stærsfcu athafnamönnum á fs- landi á þessari öld, Haraldi Böðvarssyni útgerðarmanni. Hara-ldur Böðvarsson mun hafa verið einna yngstur að áru-m þeirra frumherja í röðum út- gerðarmanna, sem honum voru samtímis, sem gæddir voru þeim skörungsskap og þeirri hugdirfsku að latia sér tii hugar koma að gjörbreyta ölkim hátt- um vorum í ’ útgerðarmá’.um og taka véltæknina i þjónustu þessa atvinnuvegaT, bæði á sjó og landi. Hér birtist stórhugur íslendinga í sinni glæsilegustu mynd. Og það er til fyrirmynd- ar og etftirbreytni, fyrr og 3Íðar, að maður á svo ungum aldrL sem Haraldiur Böðvarsson var þá, skyldi vera í fremstu röðum þessara framtáksmann-a og braut- ryðjenda. Fyrstu skrefin á útgerðar- brautinni steig Haraldur í föður garði á Akr-aneisi þá 16 ára gam- all. En hér var þá stórri hugsjón i útgerðarmálum þröngur stakkur skorinn. Hér var engin höfn, <jg hér var engin afgreiðsluaðstaða fyrir vélbáta. Haraldur var mað- ur heimakær, unni hann fæðing- arstað sínum og honum hafði hann 'hugsað sér að hel-ga krafta sína. En 'hjá Haraldi varð ekki eins augnabliks hik á því hvað gera skyldi. Tilfinningunum fyr- ir tengslunum við æskustöðvarn- ar varð að bægja frá eins og á stóð, þvi enginn var sá máttur i lifanda lífi er lagt gæl fjötur á fyrirætlanir þessa æstou.nanns um framkvæmd nýrra útgerðar- hátta. Ákvörðunin var ráðin, sú að flytja burt frá Akranesi með út gerðaráform sín og setja sig nið- ur þar sem hafnir og afgreiðslu- skilyrði væru slík, að viðhlíta mætti. Varð Sandgerði fyrir vaj- inu. Hafði Haraldur um skeið nokkurt samstarf um útgerðina við búsetta rnenn í No:egi, frændur sína í móðurætt. f Sandgerði þróaðist þessi nýja út- gerð vel i höndium Haraldar. Kostir véltæk-ninnar voru auð- sæir. Það varð Haraldi brátt ljóst að það ætti ekki langan aðdraganda að það kæm-i horna- hlaup I útgerðina. Bátarnir stækkuðu og tala þeirra yxi. Það varð strax deginum ljósara, hve fyrirhyggjusamui Harald-ur var í útgerðarmálum. Eigi orkaði tvímælis um glöggskyggni hans á alla hagkvæmni í rekstTinum og síkvi'kur og lifandi áhugi fyr- ir þvi að allt sem til bóta horfði yrði jafnóðu-m tekið í notkun og í engu til sparað í þeim efnum. Þá gætti ekki síður hæfni Har- aldar í því -hversu að skyldi fara um fi-skverkunina. Til hennar lét hann vanda mjög og skyldi verkunin jafnan vera við hæfi þeirra sölxnmöguleika sem fyrir hendi voru hverjiu sinnL f því efni hafði Haraldux mjög glögga yfirsýn og sá mörgum befcur fram í tím-ann um þær breyting- ar sem -þar þyrfti á að gera tR þess að hlíta mætti kröfum kaupendanna. Kom það exm bet- ur í Ijós eftir að Haraldur hafði flutt úrgerð sína fcil Akraness, hve staðgóðrar þekkingar hann hafði aflað sér í þessum efnum. Haraldiur var slyngur sölumaður. Þar gætti ekki síður hygginda hans og útsjónarsemii en í öðrum störfum. Og löngum var það svo, að það sem kölluð var heppni var þar með í verkL Eftir að samtök útgerðarmanna í fisk- sölumálu-m komust á fót þó‘ti Haraldur fyrst i stað nokkuð vilja fara sínu fram. Hafi svo verið, á það að sjálfsögðu rót sína að rekja til þess hve sjáltfs- traustið háfði reynzt honum. styrk stoð meðan hann v-ar þar einn að verki. Meðan Haraldur rak út-gerð i Sand-gerði átti faann heima í Reyk-javík. Bjó hann þar í fallegu húsi við SuðUrgötu, er hann hafði keypt. Ekki væri það rétt eða heppi- lega að orði komizt að segja að Haraldur Böðvars-son hefði þaon áratug sem haxm rak starfsemi sín-a í SandgerðL verið í nokkurs konar útlegð, því vissulega var engin-n sá blær yfir starfsemi hans þar, sem ráða mætti af þess orðs merkingu. í Sandgerði lagði Haraldur grundvöll að þeirri merku starfsemi sem var sér- stæð og einkennaindi fyrir allt hans láf. Þar þroskaðist hann f skjóli reynslunnar og starfið þar var honum á all-an hátt áran-gurt ríkt. En einhvern veginn var það svo að honurn faa-ist að hann væri sér þess meira og minna meðvitandi að starfsemi hans ætti þar ekki heima. Henni hafði innst inni í hug- skoti hans verið haslaður völlur annars staðar, þótt atvikin réðu því að hér skyldi af stað farið. En sannleikurinn var sá, að hugurinn hvarflaði ávallt heim, heim á æskustöðvarnar og sú hugsun þroskaðist því meir sem lengra leið, að þar skyldi lífs- starfið háð. Óljósa-n grun hefi ég um það, að þessi ákvörðun hafi verið svo fastmótuð í hu-ga Har- aldar að hann hafi 1 aðalatrið- tun verið húinn að hugsa sér hvernig haga skyldi uppbygg- i-n-gu starfsemin-nar á Akranesi áður en til vistaskiptana kom. Væri það mjög í samræmi við alkunna fyrirhyggjusemi Harald ar að hér væri rétt til getið. Haraldur var um þessar mund ir á blómaskeiði llfsins. Hann fann blóðið fossa í æðum sér, kraft og styrk til starfa í hverrá tau-g og vöðva og starfsgleðin fyllti hugann. Þa-nn kraft sem þarna bjó áttu æskustöðvarnar og þær áttu að njót-a hans. Þessi ræktarsemi hafði fest ræt- ur í huga hans og sinni og var hún áreiðanlega vökvuð og nærð hlýrri vordögg hinnar merku konu hans, Ingunnar Sveinsdóttur. Nú voru að rísa upp þau hafn- arskilyrði á Akranesi að Har- aldur gæti flutt sfcarfsemi sína þangað heim aftur. Vitað var að sú ráðabreytni hans mundi verða því sterk stoð að á Akra- niesi yrðu gerðar -þær hafnarbæt- ur er vel -mætti hlíta fyrir stór- an útgerðarbæ. Sú varð og raun in á. Nú var Haraldu-r aftur kominn 'heim. Var þeirri heim- komu fagnað á Akranesi. Vissu menn gerla um þá öru þróun sem orðið hafði i úfcgerð hans og fiskverbun í Sandgerði. Vitað var að þessi þróun mundi halda áfram hér. Þær vonir rættust I ríkum mæli. Eftir heimkomuna var skammt stórra atburða á milli í uppbyggingu afcvinnulíf3- ins á Akranesi hj i Haraldi Böðv- arssynl Útgerðiri var í hröð um vexti. Bátarnir stækkuðu og þeim fjölgaði. Biáta atf þeirri stærð sem nú henta til síldveiða á hafi úti lét Haraldur byggja öðrum fyrr, og vélskrúfuumbún- aður sem hentar við síldveiðar hóí þar innreið sína hér á landL Húsin risu af grunrvi hvert af öðru. Fjölbreytnin í tfiskverk- uninni ruddi sér til rúms. Tækni búnaður í frystihúsum og við önnur störf fcók stöðugum franv- förum. Saltfisks- og skreiðarverli un, fiskniðursuða og síldarverk- un margskonar heima og heirrv- an voru umfangsmiklir og vax- andi þættir í þessari starfsemd. Allt bar þess merki að Haraldur Böðvarsson hafði á þessu sviði Sorustuhlutverk-i að gegna. Gleggst merki um viðurkenn- ingu á því að svo hafi verið, er það að jafnan þótfci sjálfsagt að ibeina útlendingum, er til liands- ins komu þeirra erinda að kynna sér athafnir vorar í fiskverkun, til vinnslu-stöðva Haraldar Böðvarssonar. Það vaíkti jafnan atihygli 'hver snyrtibragur var á ölliu er Haraldu-r Böðvarsson hafði umleikis. Öll hús stór og smá, hverju hlutverki sem þau faöfðu að gegna, voru máluð með sama lit. Sama máli var að gegna með alla umgengni inn- an húss. AlLt varð þar að vera á sínum stað og bera merki kosfc- gæfni í allri meðtferð og útlifcL Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.