Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1967.
19
- RÆÐA MAGNÚSAR
Frarnh. af bls. 14
eiginlegra framkvæmda ríkis og
sveitarfélaga. Síðasta átakið í
því efni er hin nýja skólakostn-
aðarlöggjöf, sem bætir mjög að-
stöðu strjálbýlisins til að sam-
einast um heimavistarskóla, þar
eð ríkissjóður greiðir hér eftir
allan kostnað við byggingu
heimavista. Jafnframt ákveða
lögin miklu hraðari greiðslu
kostnaðarhluta ríkissjóðs í skóla-
byggingum almennt, þar eð skylt
er að greiða framlagið jafnóðum
og byggingu miðar áfram. Á
þetta í senn að geta gert bygg-
ingarnar ódýrari og verið sveit-
arfélögunum til mikilla þæginda.
Sett hafa verið lög, er skylda
ríkið til að greiða kostnaðar-
hluta sinn í sjúkrahúsabygging-
um á tilteknu árabili, en líklegt
er, að þau ákvæði þurfi að taka
til frekari endurskoðunar. Þá
má lofes geta löggjafarinnar um
lánasjóð sveitarfélaga, sem nú
er að hefja starfsemi sína og er
þegar á fyrsta ári ætlað nokk-
urt fé til þess sjóðs úr fram-
kvæmdasjóði.
Hafnargerðirnar eru meðal
erfiðustu viðfangsefna margra
sveitarfélaga. Til þeirra firam-
kvæmda á ríkissjóður vangoldn-
ar verulegar fjárhæðir, en engu
að síður hefir ríkisvaldið einnig
é þessu sviði veitt sveitarfélög-
unum síðustu árin mjög aukna
aðstoð, þar eð hafnargerðirnar
hafa verið teknar inn í fram-
kvæmdaáætlun ríkisins sjálfs og
fjár til þeirra aflað innan ramma
fjáröflunaráætlunar ríkisstjórn-
arinnar. Hefir þetta ekki sízt
haft mikla þýðingu fyrir hin
minni sveitarfélög, sem oft hafa
átt í miklum erfiðleikum með
fjáröflun til hafnargerða sinna.
Það hefir lengi verið Ijóst, að
nauðsynlegar hafnargerðir væru
mörgum sveitarfélögum alger-
’lega ofviða nema til kæmi aukin
aðstoð ríkissjóðs. Hefir afleið-
ingin orðið sú, að vanskilaskuld-
ir hafa í verulegum mæli fallið
á ríkisábyrgðasjóð. Er slíkt á-
stand óviðunandi og raunar
iniðurdrepandi fyrir viðkomandi
sveitarstjórnir. Með nýsettum
hafnarlögum er stórt spor stigið
«1 lagfæringar á þessu ástandi,
þar sem kostnaðarhluti rikis-
sjóðs í hinum erfiðari hafnar-
gerðum er aukinn mjög veru-
lega og hafnabótasjóður jafn-
framt efldur í því skyni að geta
hlaupið undir bagga í sérstök-
nm erfiðleikum, þótt því miður
næðist ekki samstaða um að
tryggja hafnabótasjóði þann
tekjuauka, er frumvarpið gerði
ráð fyrir. Ætti með þessum um-
'bótum að vera auðið að upp-
ræta vanskilin á ríkisábyrgða-
lánunum.
Veittar eru árlega rikisábyrgð
ir í stórum stíl til að greiða fyr-
ir fjáröflun til margvíslegra þjóð
nytjaframkvæmda. Því miður
voru ríkisábyrgðir oft veittar af
lítilli varfærni og þess hugsunar
háttar var mjög farið að gæta
að ekkert væri við það að at-
huga að láta skuldina lenda á
ríkissjóði. Var enda afleiðingin
orðin sú, að fyrir nokkrum ár-
um voru útgjöld ríkissjóðs vegna
ríkisábyrgða komnar yfir 100
millj. kr. árlega og hækkuðu
geigvænlega ár frá ári. Varð
•uðvrtað að innlheimta þetta fé
•f skattborgurunum. Með lög-
iinum run ríkisábyrgðir og ríkis-
ábyrgðasjóð var stigið heilla-
•por til úrbóta á þessu sviði,
enda hefir ástandið í þessum
efnum nú batnað ár frá ári
þannig að hrein útgjöld ríkis-
sjóðs vegna ríkisábyrgða urðu
ekki nema 35 millj. á sl. ári.
Auðvitað snerust Framsóknar-
menn hatrammlega gegn þess-
um ráðstöfunum, enda höfðu
þeir manna mest átt sök á óreið-
unni, þótt þeir nú, er þeir sjá
hinn góða árangur breyttra
Btarfshátta, hafi gersamlega snú-
ið við blaðinu og reyni að ásaka
ríkisstjórnina fyrir að ganga
ekki nógu rösklega fram í inn-
heimtu ríkisábyrgðavanskila.
Framkvæmdaáætlanlr —
nýtt spor í stjórn efnahagsmála
Með gerð framkvæmdaáætlana
er stigið nýtt spor í stjórn ís-
lenzkra efnahagsmála. Fyrsta
framkvæmdaáætlun var gerð
1962 og var til fjögurra ára sem
rammaáætlun, en síðan hefur
árlega verið fyllt út í þann
ramma með sérstakri fram-
kvæmdaáætlun fyrir hvert ár.
Þetta áætlunartímabil er nú lið-
ið og hefi ég gert á Alþingi mjög
rækilega grein fyrir niðurstöð-
um þessa tímabils varðandi fram
kvæmdir, og það væri allt of
langt mál hér að fara að gera
framkvæmdaáætlunina að um-
ræðuefni. Unnið er að undirbún-
ingi framkvæmdaáætlunar fyrir
næstu fjögur ár. Þykir eðlilegt,
að það falli í hlut væntanlegrar
ríkisstjórnar að binda endahnút-
inn á þá áætlun, og var því val-
inn sá kostur að gera sérstaka
áætlun fyrir árið 1967, og hefur
sú áætlun þegar verið ákveðin
og grein fyrir henni gerð. Til
þess að það valdi ekki misskiln-
ingi, þá er nauðsynlegt að
leggja á það rika áherzlu, að
þessi áætlanagerð á ekkert skylt
við sósialisma, heldur er þar
annars vegar um að ræða fjár-
öflun til opinberra sjóða, sem
fyrst og fremst veita stofnlán til
uppbyggingar atvinnuveganna
og hins vegar fjáröflun til ein-
stakra framkvæmda á vegum
ríkisins, sem eðli málsins sam-
kvæmt eru á þess vegum, en
ekki er af ýmsum ástæðum auð-
ið eða eðlilegt að verja sama ár
fé til að fullu úr ríkissjóði. Þessi
vinnubrögð hafa reynzt mjög
vel og er nauðsynlegt að út-
færa þessa áætlanagerð meira,
þannig að hún nái einnig til
framkvæmda sveitarfélaganna.
Ennfremur þyrfti að vera auðið
að gera sér grein fyrir fjárfest-
ingarfyrirætlunum einkaaðila.
Að vísu er þetta gert að tölu-
verðu leyti í sambandi við fjár-
'festingalánasjóðina, en þó er allt
af töluvert af framkvæmdum,
sem liggja utan þeirra ramma.
Er æskilegt að geta fyrirfram
fylgzt sem allra bezt með fjár-
festingarframkvæmdum til þess
að geta í tæka tíð hafizt handa,
ef um ofþenslu virðist ætla að
verða að ræða. Okkur er sagt af
ihálfu Framsóknarmanna, að eitt
meginatriðið í hinni leiðinni, sé
að það eigi að raða framkvæmd-
um, en þó án þess að taka upp
höft. Með framkvæmdaáætl-
anagerð ríkisins og starfi Efna-
hagstofnunarinnar er í fyrsta
sinn gerð kerfisbundin tilraun
til þess að gera sér grein fyrir
framkvæmdum í þjóðfélaginu
fyrirfram og með sérstökum
fjáröflunaraðgerðum að stuðla
að því, að þær framkvæmdir
sitji fyrir um fjármagn, sem
brýnust nauðsyn er að komist í
framkvæmd. Eigi að útfæra
þessa röðun framkvæmda lengra
en gert hefur verið í tíð núver-
andi ríkisstjórnar, þá er það úti-
lokað nema grípa til beinna ríkis
afskipta og hafta þannig að sé
eitthyað að baki þeim fullyrð-
ingum Framsóknarmanna að á
þessu sviði þurfi nýja stefnu, þá
hljóta þeir að eiga við fjárfest-
ingarhöft, með öllu því fargani,
sem af þeim leiddi á sínum tíma,
Svipmynd af Landsfundi.
spillingu og margvíslegri rang-
sleitni. Höft, sem fullyrða má,
miðað við fengna reynslu, að
munu leiða af sér meira tjón en
gagn fyrir þjóðfélagið.
Framkvæmdaáætlanir
fyrir einstaka landshluta
Til viðbótar þessari almennu
áætlanagerð um framkvæmdir í
landinu, hefur ríkisstjórnin haf-
izt handa um að láta gera sér-
stakar framkvæmdaáætlanir fyr
ir einstaka landshluta, með það
í huga, að stuðla að jafnvægi í
byggð landsins. Hafa byggðajafn
vægismálin fyrst í tíð þessarar
ríkisstjórnar verið tekin föstum
tökum og reynt að leggja grund-
völl að skipulagsbundnum vinnu
brögðum á þessu sviði. Reynslan
undanfarin ár, hefur ótvírætt
leitt í ljós, að það er alls ekki
nóg, að stuðla að nægri atvinnu
fyrir fólkið víðs vegar um land-
ið, því að bætt efnahagsafkoma
leiðir beinlínis af sér auknar
kröfur um aukin þægindi á öðr-
um sviðum, bæði félagslega og
menningarlega. Varðandi at-
vinnuuppbyggingu víðs vegar
um landið, hafa samgöngurnar
einnig grundvallarþýðingu, þann
ig að hér er um fjöllþætt vanda-
mál að ræða. Fyrsta áætlunin á
þessu sviði, sem hrundið hefur
verið í framkvæmd, er sam-
gönguáætlun Vestfjarða, sem
þegar hefur skilað miklum ár-
angri. Og rammaáætlun hefur
einnig verið gerð um atvinnu-
uppbyggingu þess landshluta.
Vegna langvinns aflabrests fyrir
Norðurlandi, hefur verið við
verulega atvinnuörðugleika að
striða þar á ýmsum stöðum síð-
ustu árin, og í sambandi við
kjarasamninga við verkalýðsfé-
lögin á Norðurlandi og Austur-
landi 1965 var ákveðið að hefj-
ast handa um gerð framkvæmda
áætlunar fyrir Norðurland og
hefur af fullum krafti verið
unnið að þeirri áætlun síðan.
Jafnóðum og einstakir þættir
hennar hafa verið tilbúnir, hefur
Atvinnujöfnunarsjóður fengið
þá til hliðsjónar, við ákvörðun
'lánveitinga á því svæði. Vitan-
lega er slík áætlanagerð mikið
verk og skiptir miklu máli, að
það sé vandlega unnið. Mun þvi
enn taka nokkurn tíma að ljúka
heildaráætlun fyrir Norðurland,
en það er fyrsta byggðajafn-
vægisáætlun hér á landi, sem
algjörlega er unnin af islenzkum
sérfræðingum. Hygg ég að ótvi-
rætt megi fullyrða, að þeir sóu
vel til þess færir,, og Efnaha-gs
stofnunin hafi bæði á þessu sviði
og mörgum öðrum sannað tilveru
rétt sinn og hæfileika þeirra
manna, sem þar vinna. Með til-
komu Atvinnujöfnunarsjóðs, hef
ir reynzt auðið að stuðla að
hyggðajafnvægisframkvæmdum i
miklu stærri stíl en áður, og
verður unnið að því að breikka
þann grundvöll, eftir því sem
framkvæmdaáætlanir liggja fyr-
ir. Atvinnujöfnunarsjóði hefur
til frambúðar verið tryggður ör-
uggur tekjustofn, þar sem eru
skattgreiðslur álbræðslunnar og
auk þess hefur sjóðurinn víðtæk-
auðið reynist að afla fjár til ým-
issa þátta í framkvæmdaáætlun-
um þessum, svo sem varð með
samgönguáætlun Vestfjarða. Til-
koma Atvinnujöfnunarsjóðs og
gerð framkvæmdaáætlana fyrir
hina ýmsu landshluta, er enn ein
staðfesting á því, hversu hald-
lausar eru þær ásakanir, að allar
framkvæmdir hér á landi hafi
verið látnar þróast skipulags- og
kerfislaust.
Efling stofnlánasjóðanna
f sambandi við efnahagsþróun
ina og uppbyggingu atvinnulífs-
ins, er að sjálfsögðu nauðsynlegt
að treysta sem bezt stofnfjárlána
sjóði atvinnuveganna og í þeim
efnum hafa stórátök verið gerð
á síðustu árum. Munu flestir
einna helzt harma það nú, að
slík átök skuli ekki hafa verið
gerð fyrir löngu. Fyrsta mikil-
væga framkvæmdin á þessu
sviði, var endurskipulagning
stofnlánasjóða landbúnaðarins,
sem síðustu árin hefur lagt
grundvöll að fjárfestingalánveit-
ingum til landbúnaðarins, sem
gersamlega hefðu verið óhugs-
andi að óbreyttu kerfi. Hefðu
þeir menn, sem lengst af hafa
viljað láta télja sig sérstaka vini
landbúnaðarins, haft frumkvæði
um slíka endurskipulagningu
þessara lánastofnana, meðan þeir
réðu þeim málum, þá hefði verið
auðið að veita nú enn hærri lán
til fjárfestingar í sveitum. Fisk-
veiðasjóður íslands hefur verið
byggður upp af sjávarútvegin-
um sjálfum, en útvegsmenn hafa
jafnan haft skilning á því, að það
þjónaði þeirra hagsmunum að
leggja fé til þess sjóðs. Ríkis-
sjóður leggur nú verulegt fram-
lag til Fiskveiðasjóðs árlega á
móti framlagi sjávarútvegsins og
á síðastliðnu ári var gerð grund-
vallarbreyting á stofnlánakerfi
sjávarútvegsins, með sameiningu
Stofnlánadeildar og Fiskveiða-
sjóðs. Þá hefur og síðustu árin
orðið gerbylting í starfsemi Iðn-
lánasjóðs og fjáröflun til hans,
bæði með hækkun ríkisframlags
og framlags frá iðnaðinum sjálf-
um. Ennfremur hefur verið sett-
ur á laggirnar sérstakur lána-
sjóður sveitarfélaga, ferðamála-
sjóður og síðast Stofnlánadeild
verzlunarfyrirtækja, en til upp-
byggingar og fjárfestingar í
verzlun hefur hingað til enginn
sjóður lánað neitt. Með löggjöf
inni um framkvæmdasjóð, hefur
síðan endahnúturinn verið bund
inn á kerfisbundna uppbyggingu
lánasjóða atvinnuveganna, en
framkvæmdasjóðurinn á að ann-
ast mdligöngu um fjáraflun
vegna framkvæmdaáætlunar rík
kins ár hvert, þ. á m. til um
ræddra stofnlánasjóða, og gæta
þess, að fjárfestingarféð, sem til
ráðstöfunar er á hverjum tíma,
sé sem hagkvæmast notað fyrir
þjóðfélagið. Þessar ráðstafanir
allar hafa grundvallarþýðingu
fyrir efnahags- og fjármálakcrfi
þjóðarinnar.
Góð afkoma ríkissjóðs forsenda
verðstöðvunar.
Á árinu ÍÐ'SS var verulegur
greiðsluafgangur hjá ríkissjóði
hliðar 100 millj. kr. til þess a®
mæta vænbanlegum áiföllum.
Skjótt kom í ljós, að þessi ráð-
stöfun hafði verið skynsamleg,
því að þegar á árinu 1965 varð
mikill greiðsluhalli hjá ríkissjóðl
eða um 250 millj. kr., og þrátt
fyrir ýmsar ráðstafanir, sem þeg-
ar voru gerðar á því ári, til þesa
að bæta afkomu ríkissjóðs, varð
enn greiðsluhalli á árinu 1965,
sem nam rúmum 90 millj. kr.
Árið 1966 hefur afkoma ríkis-
sjóðs hins vegar orðið betri en
nokkru sinni áður og greiðslu-
afgangur rikissjóðs orðið 474
millj. kr. Þessi mjög hagstæða
afkoma ríkissjóðs hefur gert
mögulegt að greiða að fullu
rekstrarhalla áranna 1964 og
1965, ef notaðar eru einnig þær
100 millj. kr., sem geymdar voru
frá árinu 1963. Er því aftur kom-
ið jafnvægi á í viðskiptum ríkis-
sjóðs og Seðlabankans, en það
er hin brýnasta nauðsyn á
þenslutímum, að ekki sé um
greiðsluhalla að ræða hjá rikis-
sjóði. Til þess að menn geri sér
. enn betri grein fyrir því, hversu
mikilvæga þýðingu góð afkoma
ríkissjóðs hefur fyrir efnahags-
kerfið í heild og fyrir atvinnu-
vegina, má á það benda, að á sl.
ári námu lánveitingar banka-
anna, þrátt fyrir allar kvartanir
um ófullkomin lán, yfir 200
millj. kr. meiri upphæð en öll
aukning innlána var á sama
tíma. Þessi óeðlilega útlánaaukn-
ing bankanna, hefði getað haft
mjög alvarleg áhrif í efnahags-
kerfinu, ef ekki hefði komið til
mótvægis hin mjög góða afkoma
ríkssjóðs. Hin góða afkoma ríkis-
sjóðs á síðastliðnu ári, hefur
?ví beinlínis valdið því, að
bankakerfinu reyndist auðið það
ár að verja til atvinnuveganna
mun meira fé en ella hefði verið
auðið að gera. Má því ekki van-
meta þýðingu þess, að góð af-
koma sé hjá ríkissjóði. Ekki
siður er það þó mikilvægt, að
þessi góða afkoma rikissjóðs á
síðast liðnu ári er blátt áfram
forsenda þeirrar verðstöðvunar-
stefnu, sem rikisstjómin nú hef-
ur markað og á áreiðanlega al-
menningshylli, samhliða því, að
orðið hefur að hækka niður-
greiðslur um hundruð milljóna,
til þess að halda verðlagi í skefj-
um, þá hefur verðfall útflutn-
ingsframleiðslunnar valdið því,
að til viðbótar hefur ríkið orðið
að Ieggja fram álíka fjárhæð
til stuðnings sjávarútveginum.
Hefði einhvem tíma þótt í frá-
sögu færandi, ef auðið hefði ver-
ið að gera slíkar tvíhliða ráð-
stafanir, er námu svo stórkost-
legum fjárhæðum, án þess að
þurfa að grípa til neinnar nýrrar
skattáiagningar.
ar lántökuheimildir. Má ætla aðog var þá ákveðið að leggja til
Aukið athafnafrelsi og
frjáls verzlun.
Aukið athafnafrelsi og frjáls
verzlun hefur verið eitt höfuð-
einkenni viðreisnartímabilsins,
og hefur hvort tveggja átt sinn
stóra þátt í að bæta lífskjör
þjóðarinnar. En grundvöllur
þessara mikilvægu framfara, er
ákveðin stefna í peningamálum,
fjármálum ríkissins og efna-
hagsmálum almennt. Er nauð-
synlegt að leggja á þetta ríka
áherzlu vegna þess einmitt, að
á þessu sviði er mjög reynt að
villa um fyrir mönnum. Frelsi
í athöfnum og viðskiptum konwi
ekki af sjálfu sér, það þekkjum
við af langri reynslu, hafta og
vandræða. Þegar núverandi
stjórnarstefna var mörkuð, þá
var traust þjóðarinnar erlend-
is þrotið og lán með eðlilegum
hætti var hvergi auðið að fá.
Vegna skynsamlegra efnahags-
ráðstafana 1960, tókst að fá
stuðning alþjóðlegra fjármála-
stofnana til þess að koma á
frjálsum viðskiptum í landinu
og auknu athafnafrelsi. Arangur
þessarar stefnu varð sem menn
höfðu vonað, þannig að á
skömmum tíma tókst að endur-
greiða öll þau gjaldeyrislán, sem
fengin voru í sambandi við
þessar aðgerðir, síðan hefur
smám sáman verið byggður upp
gjaldeyrisvarasjóður, sem nú
nemur um 2000 millj. kr. Surntr
láta séf að vísu fátt um finnast
þennan sjóð og gera jafnvel til-
Framh. á bls. 21