Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBL.AÐIÐ, MIBVIKUDAGUR 26. APRIL 1967.
KR íslandsmeistarar í kðrfuknattleik
— burstuðu ÍR í aukaúrslitaleik 72:43
ÞAÐ voru vonsviknir ÍR-ingar
sem gengu af leikvelli í íþrótta-
höllinni í gærkvöldi. Eftir að
hafa tapað mjög stórt fyrir KR,
og án þess að sýna á nokkurn
hátt hvað í liðinu býr. Á hinn
bóginn áttu KR-ingar mjög góð-
an leik og sýndu það svo ekki
verður um villst að þeir hafa
á að skipa langsterkasta körfu-
knattleiksliðinu í dag. Leikur-
inn var jafn framan af en um
miðjan fyrri hálfleik skilja KR-
ingar mótherja sína algerlega
eftir og smá auka við forskot
sitt og var munurinn á liðunum
hvorki meira né minna en 29
stig þegar yfir lauk. Var likast
því að KR-liðið væri eitt á vell-
inum svo lítil var mótstaða ÍR
á pörtum. Þess var getið hér á
siðunni í gær að ætla mætti að
ÍR-ingar gætu vart átt annan
leik jafn léiegan þeim er þeir
sýndu s.l. sunnudag þegar sömu
aðilar áttust við. Reyndar varð
sú raunin, þeir voru ekki jafn
lélegir, þeir voru miklum mun
slakari. En við skulum víkja
nánar að gangi leiksins.
KR skorar fyrstu sex stigin
en Hólmsteinn kemur ÍR af
stað 6:2. Helzt leikurinn sæmi-
lega jafn fram í miðjan hálf-
leikinn og er staðan t. d. 17:12
á þrettándu mínútu. Eftir það
er KR mun sterkari aðilinn og
hefur náð 15 stiga forsikoti 33:18
þegar flautan glymur.
Það hafa vafalítil ekki verið
hrósyrði sem ÍR-liðið fékk hjá
þjálfurum sinum í leikhléinu,
en svo virtist þegar leikurinn
Tvísýn barátta í
sundknattleik í kvöld
hófst aftur að meira skipulag
væri á sókn liðsins. En allt
kemur fyrir ekki KR er hinn
sterki í þessum leik, og finnst
hvergi nein veila i vörn þeirra,
og skot KR-inganna voru mun
nákvæmari og betur útfærð en
hjá ÍR. Fráköstin enduðu jafn-
framt langflest í höndum KR-
inga og voru þeir eins og áður
er sagt allsráðandi á vellinum
síðari hluta leiksins. Þeir Gunn-
ar, Kolbeinn og Hjörtur léku á
vörn ÍR-inga hvað eftir annað
og var það einkum Guniíar sem
stjórnaði leik iliðsins og átti
hvað mestan hlut KR-inga í þess-
um mikla sigri. Guttormur og
Einar voru einnig mjög góðir
og hefur KR-liðið sjaldan sýnt
svo jafngóðan leik og þennan.
Það var sárasjaldan að sending
eða skot færi framhjá marki
sínu, og allt leikskipulag var vel.
með miklum ágætum. Flest stig
hjá KR skoruðu Kolbeinn 22,
Hjörtur 19, Einar 13, Gunnar 10
og Guttormur 8. Hjá ÍR var eng-
inn leikmaður sem sýndi sitt
bezta. Liðið í hcild, samvinnan
milli leikmanna, var fyrir neð-
an aliar hellur. Taugóstyrkur
einkenndi liðið og fum og rang-
ar sendingar voru tiðir viðburð-
ir.Liðið hefur ekki enn yfir að
ráða þeirri festu sem þarf til
þess að vinna þýðingarmikla
leiki. Þar er erfitt hlutskipti að
vera undir í slíkum stórleik en
það er hverju liði nauðsynlegt
að geta haft sig upp úr erfið-
leikunum og sýna sitt bezta við
erfiðar aðstæður. En hvað um
það, því miður geta ekki allir
sigrað, og þetta ÍR-lið er ungt
að árum og á framtíðina fyrir
sér. Dómarar í leiknum voru
Ingi Gunnarsson og Marinó
Sveinsson og dæmdu þeir mjög
Glaðir Framoror
HÉR eru kampakátir leik-
menn Fram eftir unninn ís-
landsmeistaratitil í handknatt
leik. Á hinni stærri er Ingólf-
ur fyrirliði, ásamt liðsmönn-
um sínum. Á hinni eru þeir
Gunnlugur og Þorsteinn, sem
urðu Islandsmeistarar í fyrsta
sinn. Síðast er Fram vann
(1964) var Gunnlaugur í 1R
og Þorsteinn í Armanni.
KR og Ármann mœtast í úrslitaleik
í KVÖLD mætast enn sundknatt
leikslið Ármanns og KR, sem í
vetur hafa háð spennandi leiki.
Hafa nú Ármenningar fyrir
ósigur að hefna, en síðast er
liðin mættust unnu KR-ingar
með 7 mörkum gegn 6 og stöðv-
uðu með því rúmlega 20 ára
sigurgöngu liðs Ármanns. Leik-
urinn í kvöld er úrslitaleikur
hins svonefnda Sgurgeirsmóts,
sem haldið er til minningar um
Sigurgeir Guðjónsson bifvéla-
virkja sem um árabil var einn
bezti sundknattleiksmaður KR
og landsins. Gáfu nokkrir KR-
ingar bikar til keppninnar og
hlýtur það lið er sigrar í kvöld
bikarinn um eins árs skeið.
Sundknattleikur er einhver
erfiðasta íþrótt sem hér er iðkuð,
en spennandi og skemmtileg á
að horfa. í kvöld gefst því gott
tækifæri til að sjá þessa íþrótt
eða kynnast henni í fyrsta sinn.
Jafnframt sundknattleiknum
verður keppt í 6 sundgreinum
en þær eru:
200 m fjórsund karla, 100 m
bringusund karla, 200 m skrið-
sund kvenna, 100 m bringu-
sund kvenna, 50 m skriðsund
sveina 12—14 ára og 50 m
bringusund telpna 12—14 ára.
Mótið hefst kl. 8.30 í Sund-
höllinni.
Skíðamót Norður-
lands á Húsavík
Þáttur i afmæli Völsungs
SKIÐAMÓT Norðurlands var
haldið á Húsavík um síðustu
helgi. — Fyrri daginn var gott
veður til keppni, — en á sunnu-
dag gerði hann norðan hríðar-
veður og gerði erfitt um, þó öllu
hafi verið lokið, eins og til stóð.
Vegna samgönguörðugleika
mættu færri Siglfirðingar en
skráðir höfðu verið til keppnl.
Mótstjóri var Stefán Bene-
diktsson, en yfirdómari Her-
mann Stefánsson, íþróttakennari,
Akureyrl.
STORSVIG KARLA
1. Reynir Brynjólfss., A 88,1 sek.
2. Magnús Ingólfsson, A 90,2 sek.
3. Björn Haraldsson, H 94,0 sek.
Keppendur voru 13.
15 KM. GANGA
20 ára og eldri.
1. Þórhallur Sveinss., S 50,59 mín
2. Stefán Jónasson, A 57,23 min
3. Stefán Þórarinss., Þ 58,29 mín
10 KM. GANGA
17—19 ára.
1. Jón Asmundss. F 38,47 mín
2. Brynj. Steingr.-s., A 39,59 mín
3. Sigurjón Erlendss., S 40,14 mín
SVIG KARLA
16 ára og eldri
1. Reynir Pálmason, A 53,4 53,8
samanl. 107,2
2. Svanberg Þórðars., Ó 56,0 52,0
samanl. 108,0
3. Reynir Brynjólfsis., A 55,6 53,6
samanl. 109,2
STÖKK
20 ára og eldri.
Akveðið hafði verið að
stökkva af palli sem hægt er að
stökkva af 40—50 metra — en
vegna storms var hann ónothæf-
ur og því stokkið af minni palli.
1. Svanberg Þórðarson, Ó
22,0 og 21,5 223 stig.
2. Steingrímur Garðarsson, S
22,0 og 22,0 220,5 stig
3. Steinn Stefánsson, Ó
20,5 og 22,0 210 stig
4. Þórhallur Sveinsson, S
20,5 og 20,0 210 stig
STÖKK
17—19 ám.
1. Einar Jakobsson, Ó
22,0 og 23.5 222 stig
2. Sigurjón Erlendsson, S
23,0 og 22,0 216,5 stig
Ensk bylting í knattspyrnu:
Tveir varamenn aiían leikinn
og markvörðurinn friðheígur
ENSKA knattspyrnusam-
bandið tók á mánudag
ákvörðun um að leggja til
að leyft skuli að hafa tvo
varamenn í knattspyrnukapp
leik og þeir koma í leik, hvort
sem aðrir leikmenn séu
meiddir eða ekki. Jafnframt
leggur enska sambandið til
að bannað sé að snerta við
markverði innan vítateigs —
á því svæði sé hann alveg
friðhelgur.
Fréttamenn segja að vitn-
að muni verða í þessa af-
stöðu lengi og hún talin rót-
tækasta bylting sem sam-
bandið hefur nokkru sinni
tekið.
Tillögur brezka sambands-
ins verða nú sendar alþjóða-
sambar.dinu til meðferðar.
Báðir tillögurnar eru í æp-
andi ósamræmi við þá af-
stöðu sem Englendingar hafa
æfinlega fylgt.
Bretar hafa haldið út gegn
tillögum annara allt þangað
til í upphafi síðasta keppnis-
tímabils að leyfður var einn
varamaður sem tilkynntur
væri fyrirfram.
Ofangreindar á'kvarðanir
voru teknar á lokuðum fundi.
Eftir á sagði Dennis Follows,
ritari brezka sambandsins að
Englendingar vildu að al-
þjóðasambandið viðurkenndi
tvo varamenn en láta það
aðildarlöndum í sjálfsvald
hvort þau settu reglur um
að leyfa aðeins einn vara-
mann. Hann sagði að vara-
maðurinn ætti að geta komið
inn á hvort sem um meiðsli
væri að ræða eða ekki. Slíkt
mundi aðeins eyða tor-
tryggni. Hann kvaðst ætla að
enska sambandið myndi inn-
leiða „eins manns varamanna
kerfi“ það hefði tekizt vel
síðan það var fyrst upp tekið
í ensku deildinni í byrjun
keppnistímabTs.
Ensku tillöigurnar voru
samþykktar 9 dögum eftir
tap Englands fyrir Skotlandi
2—3, en þá lauk enska liðið
leiknum með þrjá særða
menn. Það var fyrsti ósigur
Englendinga eftir HM sigur-
inn.
Varðandi markverðina
sagði Follows: Við viljum
takmarka athafnir hans, en
veita honum meiri vernd í
staðinn.