Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.04.1967, Blaðsíða 21
JVUJXVCiUrÍBljAtillJ, Mlt)VIICUUAUUK Zt5. AFKIL, 1967. 21 - RÆÐA MAGNÚSAR Framh. af bls. 19 lögur um það, að honum verði skipt niður og eytt í skyndingu til ýmissa framkvæmda í land- inu. Er þá væntanlega um leið talið auðið að losa bundna féð, sem Seðlabankanum er nauðsyn- legt til þess að geta haldið 1 gjaldeyrisvarasjóðinn, því að stöðugt hefur verið hamrað á því af stjórnarandstöðunni að losa eigi bundna féð og lækka vexti. Hér er um svo dæma- lausa glópsku að ræða, að ekki er hægt annað en álíta, að greindir menn tali gegn betri vitund, þegar þeir halda fram slíkum kenningum. Gjaldeyris- varasjóðurinn, en tilvist hans byggist á innlánsbindingunni, er eitt traustasta haldreipi þjóðar- innar og undirstaða þess, að hún geti byggt upp atvinnulíf sitt og notið eðlilegs Iánstrausts á erlendum markaði, sem til þess þarf að afla fjár til þeirra marg- víslegu framkvæmda, sem við er að fást hverju sinni. Án þessa gjaldeyrisvarasjóðs og þeirrar efnahagsstefnu, sem hefur lagt grundvöll að honum, hefði ekki tekizt að byggja upp þann stóra fiskiskipaflota, sem keyptur hef- ur verið til landsins siðustu ár- in, og fyrst og fremst er keypt- ur fyrir erient lánsfé. Það hefði heldur ekki verið hægt að tryggja þau stórlán erlendis, sem fengin hafa verið til stórvirkj- ana hér á landi, sem er lífsnauð- syn, ekki aðeins fyrir stóriðju, heldur allt atvinnulíf í landinu. Og einmitt nú, þegar stór-verð- fall er á höfuðútflutningsfram- leiðslu þjóðarinnar, þá sannar gjaldeyrisvarasjóðurinn bezt mikilvægi sitt. Hvar halda menn, að við hefðum staðið, ef slík verðlækkun hefði að höndum borið fyrir átta eða niu árum síðan. Þá hefði þegar i stað orð- ið að grípa tii enn strangari inn- flutningshafta til viðbótar þeim, sem þegar voru fyrir, og jafnvel til skömmtunar. f dag gerir þessi mikilvægi gjaldeyrisvara- sjóður hins vegar mögulegt að leyfa áfram fullt frelsi í við- skiptum og athafnalífi, þrátt fyrir hið mikla verðfali útflutn- ingsframleiðslunnar, og vegna góðrar afkomu ríkissjóðs, er hægt að mæta þessum mikla vanda inn á við, án þess að grípa þegar í stað til kjaraskerðingar, sem ella hefði orðið að grípa til. Vitanlega mun frambúðarverð- lækkun útflutningsframleiðslu þjóðarinnar, til lengri tíma gera kjaraskerðingu óhjákvæmilega í einhverri mynd. En einmitt efna hags- og fjármálastefnan undan- farin ár, gerir þjóðinni mögulegt að mæta þessum alvarlegu áföll- um um skeið, án þess að grípa til neinna neyðarráðstafana. Takist, í framhaldi af verðstöðv- uninni, að ná skynsamlegu sam- komulagi um kjara- og verðlags- mál, og takist jafnframt að ná samkomulagi um frambúðar- skipulag þess verðjöfnunarsjóðs, sem nú hefur verið stofnaður til þess að mæta verðsveiflum i sjávarútveginum, og takist að fá áframhaldandi stuðning þjóðar- innar við þá fjármála- og efna- hagsmálastefnu, sem fylgt hefur verið undanfarin ár og sem hef- ur sannað bezt ágæti sitt nú, er ekki ástæða til þess að álíta, að þjóðin þurfi að kvíða fram- tíð sinni og að ekki takist að halda áfram af fullum krafti því uppbyggingarstarfi, sem unnið hefur verið að síðustu árin. Það er því vissulega mikilvægt fyrir örlög þjóðarinnar, að hún mis- stigi sig ekki í næstu kosningum. Þokukenndur boðskapur stjórnarandstæðinga. Stjórnarandstæðingar for- dæma núverandi stjórnarstefnu, en það sem verst er, er, að þeir hafa ekki upp á neitt að bjóða í staðinn. Kommúnistar eru að sjálfsögðu þess ekki umkomnir að marka neina þá stefnu, er samkomulag gæti orðið um. Framsóknarflokkurinn fordæm- ir allt sem gert hefur verið, og talar um nauðsyn þess að ger- breyta um stefnu, taka upp nýja stefnu, fara nýjar leiðir, hina leiðina. En eftir að hafa reynt að marka þessa nýju stefnu í átta ára stjórnarand- stöðu, þá er hin leiðin í dag ná- kvæmlega eins þokukent hugtak, eins og þriðja leiðin í síðustu kosningum. Nýjasta skilgreining á þessari stefnu er stefnuræða formanns Framsóknarflokksins á nýafstöðnu flokksþingi. Mun leitun að jafn-þokukenndum boðskap. Þar var ekki bitastætt á neinu, þótt formaðurinn teldi sig þess umkominn að fordæma allt, sem gert hefði verið síðustu ár- in, þá voru honum úrlausn vandamálanna ekki ljósari en svo, að ef flokkurinn fengi völd- in, að kosningum loknum, þá átti það að verða fyrsta verkið að kveðja til úrvalsmenn af ýms- um sviðum þjóðlífsins til þess að segja fyrir um það, hvað gera skyldi. Það virðist því nán- ast svo, að næst stærsti flokkur þjóðarinnar, geri sér ekki meiri grein fyrir sinni eigin stefnu í þjóðmálum en svo, að hann lifi í þeirri von, að einhver ofur- menni muni geta, ef á þarf að halda, fundið hina leiðina fyrir flokkinn, sem flokkurinn í dag hefur ekki hugmynd um, hver er í einstökum atriðum. Hvílikur boðskapur til þjóðarinnar. Við þekkjum að vísu trú á drauga og álfa og ýmsar vættir, sem trúað var, að sumar gætu gert mönnum gott, ef rétt var á hald- ið. En er ekki 20. öldin búin að fá alveg nóg af ofurmennis- eða supermansdýrkuninni. Og verða ekki þeir, sem með þjóðmálin fara á hverjum tíma að reyna sjálfir að gera sér grein fyrir því, með þeirri skynsemi, sem þeim er gefin, hvaða leiðir séu heppilegastar til úrlausnar þeim vandamálum, sem við er að glíma. Þetta dæmi er alls ekki eins flókið, eins og menn álíta, menn verða aðeins að læra að viðurkenna staðreyndir, viður- kenna þau lögmál, sem ráða efnahags- og fjármálaþróun við tilteknar aðstæður, og segja síð- an umbúða- og vafningalaust, áður en að kjörborði er gengið, hvaða úrræði þeir ætli að nota í stað þeirra, sem fordæmd eru hjá þeim, sem með völdin hafa farið. Engir hafa meira en stjórnarandstæðingar lagt kapp á að reyna að gera lítið úr sér- fræðingum og efnahagsráðunaut- um, og það er því nánast kald- hæðni örlaganna, þegar þessir sömu stjórnmálaflokkar eiga þann boðskap einan að færa þjóð sinni, að þeir ætli að finna andleg ofurmenni til þess að marka stefnu, sem geri þeim mögulegt að gera allt fyrir alla, án þess að leggja neinar kvaðir á þjóðina, og halda þó efna- hags- og fjármálakerfi þjóðar- innar í föstum skorðum. Stjórnarandstæðingar hafa allt starfstimabil viðreisnarstjórnar- innar leikið þann leik að þykjast vera allra vinir, en um leið ver- ið engum trúir. Það vita allir með óbrenglaða dómgreind, að það er aldrei hægt að gera sam- tímis allt fyrir alla, hversu vel sem er stjórnað. Það er ekki í senn hægt að styðja allar kröfur, hversu óhæfilegar sem þær eru, um hækkun á launum og afurða- verði, og samtímis óskapast yfir aukinni verðbólgu. Það er ekki í senn hægt að heimta aukin ríkisframlög á ótal sviðum og fordæma aukna skattheimtu. Ríkisstjórnin má vel við það una, að stjórnarandstöðuflokk- arnir virðast bera til hennar meira traust en sjálfra sín, því að þeir telja furðulegt að hún skuli ekki hafa leyst margvís- leg viðfangsefni, sem þeim aldrei datt í hug að ympra á meðan þeir héldu sjálfir um stjórn- völinn. Með hinum alhliöa framförum síðustu ára hefir verið lagður traustur grundvöllur að nýrri framfarasókn þjóðarinnar. Nema verður að vísu staðar i bili vegna verðfalls útflutningsafurða og þar af leiðandi samdráttar í þjóðartekjum, en það er engin ástæða til kvíða, ef rétt er á málum haldið, sem er eingöngu að þakka þeirri efnahagsmála- stefnu, sem fylgt hefur verið undanfarin ár. Stjórnarandstæð- ingar halda því óspart á lofti, að verðstöðvunin sé aðeins bráðabirgðaúrræði, sem eigi að fleyta stjórnarflokkunum yfir kosningarnar, en síðan eigi að framkvæma gengislækkun eins og gert var árið 1959. Þessi kenn- ing hefir ekki við neitt að styðj- ast. Ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar er allt annað nú en þá. Verðbótakerfið var þá kom- ið í algera sjálfheldu og útgjöld til verðuppbóta og niður- greiðslna jafnhá öllum fjárlaga- útgjöldunum. Þá hlóðust upp lausaskuldir erlendis en nú er til nær 2 þús. millj. kr. gjaldeyris- varasjóður. Veita þurfti þá allri útflutningsframleiðslunni stór- fellda styrki, sem afla varð fjár til með því að flytja sem mest inn af hátollavarningi en láta nauðsynjar sitja á hakanum. Nú fær um helmingur útflutnings- framleiðslunnar engar verðupp- bætur og bætur til annarra greina smávægilegar móts við það sem var 1958 og 1959. Eins og ástatt er í efnahags- málum þjóðarinnar nú er gengis- isbreyting engin lausn, því að hún leysir ekki misræmið í gjaldþoli hinna einstöku fram- leiðslugreina. Framleiðslustarf- semin ákvarðar á hverjum tíma lífskjör þjóðarinnar og tilkostn- aður verður ætíð að vera í sam- ræmi við greiðslugetu fram- leiðsluatvinnuveganna. Niður- greiðslur og verðuppbætur eru hjálpartæki til þess að jafna metin á þessu sviði Það er því lítið samræmi í því hjá stjórn- arandstæðingum að fordæma ríkisstjórnina fyrir niðurgreiðsl- ur vöruverðs, en telja samtímis vera óhæfilegar byrðar lagðar á framleiðsluatvinnuvegina og al- menning ekki búa við nægi- lega góð lífskjör. Stjórnarandstæðingar telja að hinar miklu verðhækkanir út- flutningsafurða síðustu árin hafa verið lífakkeri ríkisstjórnarinn- ar. Þetta er mikill misskilning- ur. Það er að vísu gleðilegt, að þjóðarbúinu hafa af þessum sök- um hlotnazt auknar tekjur, en hinsvegar hljóta einmitt slíkar skyndilegar og stórfelldar verð- hækkanir að hafa óheillavæn- leg áhrif á efnahagskerfið, þeg- ar hækkanirnar eru ek-ki varan- legar. Þegar svo allar aðrar at- vinnustéttir krefjast sambæri- legra kjarabóta, þótt viðkomandi atvinnugreinar ekki njóti verð- hækkananna, svo sem bæði hef- ir verið um landbúnað og iðnað og einnig í vissum greinum sjáv- arútvegs, þá verður afleiðingin verðbólga, sem enginn getur spomað gegn. Hinar skyndilegu en því miður tímabundnu verð- hækkanir sjávarafurða hafa því aukið en ekki minnkað vandann í sambandi við stjórn efnahags- málanna. Eina úrræðið hefði verið það að taka kúfinn af verðhækkununum og leggja í verðjöfnunarsjóð til þess að mæta síðan verðlækkunum og hindra þannig óheppilegar sveiflur í afkomu atvinnuveg- anna og þjóðarbúsins. Því miður hefir ekki tekizt að fá skilning fyrir nauðsyn slíkra aðgerða. Mjög smávægilegum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þessa átt var sumarið 1965 mætt á þann hátt að sigla öllum síldveiðiflotanum í höfn. Síðan það gerðist hefir sem betur fer orðið vart aukins skiln- ings á þessu mikilvæga vanda- máli, sem m. a. kom fram í því, að allir aðilar viðurkenndu síld- arverðslækkunina á sl. hausti. Munu án efa flestir sammála um það nú, hversu giftusamlegt hefði verið, ef menn hefðu getað orðið sammála um að leggja til hliðar nokkurn hluta hinnar óeðlilegu verðhækkunar. síldar- afurða 1965, en um það tjóar ekki að fást. Það sem máli skipt- ir nú er að horfa raunsætt á að- stæður og reyna að læra af reynslunni. Það sem ekki tókst á verðhækkunartímum, þegar allir vilja fá meira í sinn hlut og blindast um of af gróðavímu, kann að reynast auðveldara í framkvæmd á tímum verðlækk- ana. Það virðist oftast vera auð- veldara að koma fram skynsam- legum aðgerðum þegar á móti blæs en í meðvindi. Það er þvi fátt eða ekkert mikilvægara fyrir heppilega efnahagsþróun næstu árin en að samkomulag geti náðst um frambúðarskipan þess verðjöfnunarsjóðs, sem rík- isstjómin beitti sér fyrir að stofnaður væri á þessu ári til þess að bæta verðfall afurða frystihúsanna. Menn tala oft um frambúðar- lausn efnahagsvandamála og vafalaust höfum við Sjálfstæð- ismenn einnig gert okkur seka um að nota slíkt orðalag. Sann- leikurinn er sá, að það er ekki til nein frambúðarlausn efna- hagsvandamála. Það er að visu auðið og nauðsynlegt að hafa fastmótaða meginstefnu að leiðar ljósi og framfylgja vissum óhjá- kvæmilegum ráðstöfunum í fjár- málum og peningamálum, en að öðru leyti eru efnahagsmálin efst á blaði þeirra vandamála, sem stöðuglega þarf við að fást eigi aðeins hér á landi heldur í öll- um löndum. Þetta hlýtur svo að verða meðan sveiflur eru í verð- lagi og framleiðslan misjöfn, meðan menn koma sér ekki saman um ákveðin hlutföll i skiptingu þjóðartekna og setja fastar reglur um launabreyting- ar. Meðan slíkt jafnvægisástand ekki næst, sem á vafalaust langt í land og raunar litt hugsanlegt, skiptir það meginmáli á hverjum tíma að stuðla með tiltækum efnahagsaðgerðum að vinnufriði í þjóðfélaginu og að sem arð- bærastri og vaxandi þjóðarfram- leiðslu. Þessi mikilvægi árangur hefir vissulega náðst síðustu ár- in betur en áður hefir þekkzt hérlendis. Ríkisstjórnin stefnir ekki að gengislækkun. Verðstöðvunin er skynsamlegt og nauðsynlegt úr- ræði, sem vitanlega getur ekki staðið til frambúðar í þessu formi. Næstu mánuðina þarf að nota til þess annars vegar að leita eftir samkomulagi um nauðsynlegt verðjöfnunarkerfi og hinsvegar samkomulagi ríkis- stjórnar og aðila vinnumarkað- arins, framleiðenda og Iaunþega, um skipan kjara og verðlags- mála á þann veg að framleiðslan geti þróast með eðlilegum hætti. Launakjörin hljóta á hverjum tíma að verða að miðast við greiðslugetu atvinnuveganna, en jafnframt er það eðlileg krafa Iaunþega að leitað sé allra úr- ræða til þess að minnka tilkostn- að við framleiðsluna með auk- inni framleiðni og hagsýni. Síð- ustu árin hefir markvisst verið að því unnið af hálfu ríkisstjóm- arinnar að skapa það andrúms- loft milli ríkisvalds, launþega og vinnuveitenda, er geri slíkt sam- komulag mögulegt á frjálsum grundvelli, Þessar tvíþættu að- gerðir eru forsenda þess að tak- ist að leysa vandamál efnahags- kerfisins farsællega á komandi hausti. Hvort það tekst, skal engu um spáð, en fái Sjálfstæð- isflokkurinn áfram forustuað- stöðu, mun hann leggja sig all- an fram um að fá á sem breið- ustum grundvelli samstarf þjóð- félagsstéttanna og hagsmuna- samtaka þeirra um lausn þessa mikla vandamáls, sem vissulega getur ráðið úrslitum um það, hvort þjóðin fær með eðlilegum hætti haldið áfram framfarasókn sinni. Það er um þjóðarhag að tefla. Samhliða verður- svo með tiltækum ráðum að reyna að bægja frá þeirri kjaraskerðingu, sem tollmúrar efnahagsbandalag anna geta valdið, ef ekki tekst að fá viðhlítandi samkomulag við þau. Góðir landsfundarfulltrúar, þið eigið miklu hlutverki að gegna á næstu vikum og mán- uðum, að vara þjóðina við og stuðla að því, að hún misstigi sig ekki, því að hér er allt of mikið í húfi. Annars vegar er um að velja efnahagsmálastefnu, sem hefur lagt grundvöll á síð- ustu árum að meiri framförum en áður hafa þekkst í okkar litla þjóðfélagi, hins vegar er alger þokuboðskapur og ringulreið, sem birtist í hinum kynlegustu myndum. Að veita slikum mönn- um forustuna, hlýtur að leiða til stjórnmálalegs öngþveitis í land- inu. Á síðustu árum hefur ekkj aðeins tekizt að stuðla að meiii framkvæmdum og framförum I landinu, efnahagslegum og menningarlegum, en nokkru sinni fyrr, heldur hefur það ekki minni þýðingu, að það hefur tekizt að vinna að meiri skilningi milli þjóðfélagsstéttanna, meiri friði í þjóðfélaginu en þekkst hefur áður. Auðvitað eru menn óánægðir með eitt og annað, svo sem ætíð verður. En þegar um það er að ræða, að velja sér stjórnmálaforustu og stjórnar- stefnu, þá verða menn að greina aðalatriðið frá aukaatriðum, kjarnan frá hisminu. Það er meginstefnan, sem um er kosið, og ég er þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðismenn geti kinnroða- laust, gengið fram fyrir dóm þjóðarinnar við þessar kosningar og beðið um traust á grundvelli stefnu sinnar og verka til þess að leiða þjóðina áfram í þeirri framfarasókn til aukinnar menn- ingar, þroska og velmegunar, sem hún hefur gengið svo rösk- lega síðustu árin. Frelsi, friður og einhugur milli einstaklinga og þjóðfélagsstétta, heiðarleiki, réttsýni og drengskapur eru stærstu leiðarljósin við þann veg, sem við viljum ganga. Ham- ingja og hagsæld íslenzku þjóð- arinnar er því háð, að hún vilji velja þá leið. Aðalfundur Málarameistara- félags Rvíkur AÐALFUNDUR Málarafélags Reykjavíkur var haldinn síðast- liðinn sunnudag, 19. marz. Var hann mjög vel sóttur, þrátt fyrir leiðinlegt veður og slæma færð á götum borgarinnar, Formaður félagsins Magnús H. Stephensen flutti skýrslu stjórn- arinnar um félagsstarfið á liðnu starfsári. Mikill samhugur ríkti á fund- inum um hagsmunaleg og félags leg mál stéttarinnar. Félagstíðindi, blað Málarafé- lagsins, er nýkomið út og var því dreift á fundinum. Er þetta 48 síðna fjölprentað blað, snyrtilega frágengið og prýtt fjölda mynda, má þar finna ýmsan fróðleik varðandi félagsstarfið og fagleg vandamál málarastéttarinnar. f stjórn Málarafélagsins voru kjörnir, einróma samkvæmt til- lögu trúnaðarráðs félagsins: for- maður Magnús H. Stephensen, varaformaður Haukur Sigurjóns son, ritari Rúnar Agústsson, gjaldkeri Símon Konráðsson, rit- ari stjórnar Jóhann A. Stein- grimsson. Skrifstofa félagsins að Lauga- vegi 18 4. hæð er opin á mánu- dögum og þriðjudögum kl. 11,30 — 12,30, einnig á fimmtudögum og föstudögum kl. 17—19. Starfs- maður þess er Sverrir Garðars- son. Mývetningar með revíu á Húsavík HÚSAVÍK, 24. apríl. — Leik- flokkur úr Mývatnssveit hafði i gær tvær sýningar í samkomu- húsinu á Húsavík á revíunni „Leirhausinn" eftir Starrann með tónlist eftir örninn. Leikstjóri var Þráinn Þórisson og undirleik annaðist séra örn Friðriksson. Aðalhlutverkin, Alráð Kísiló sveitarstjóra og konu hans, léku þau Þorgrímur Starri Björgvins- 'son og Hildur Ástvaldsdóttir, en aðrir leikendur voru: Baldur Þórisson, Steingrímur Kristjáns- son, Halldóra Jónsdóttir, Helgi Jónasson og Sigurgeir Pétursson. Aðsókn var góð og skemmtu menn sér ágætlega. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.