Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.06.1967, Qupperneq 10
I 10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. Bætt þjónusta - aukii öryggi, hefu r valdið gjörbyltingu í flugmálum VestfjarSa - viðtal við Birgi Valdimarsson, ílugumferðarstjóra á ísafirði FLUGIÐ er orðið mjög snar þáttur í lífi Vestfirðinga. Með stórbaettum aðbúnaði, nýjum fhigvöUum, endurbættu ör- yggiskerfi og tilkomu Fokker- Friendship flugvéla Flugfé- lags íslands, hefur á fáum ár- um orðið gjörbylting í flug- málum Vestfirðinga. Þetta kemur fram í viðtali sem við höfuim átt við Biirgi Valdi- marsson flugumferðarstjóra á fsafjarðarflugvellL Spurn- ingum okkar um framkvæmd- ir við flugvallagerð og þjón- ustu svairaði Birgir þannig: — Við fsafjarðarflugvöll er nú verið að neisa mikla og vandaða flugstöðvarbyggingu. Framkvæmdir hófust við hana í fyrra og var þá steypt- ur grunnur. Nú í sumiar er ætlunin að reisa húsið og gera það fokhelt, en flugstöðin á að komast í gagnið á næsta ári. Þetta er 508 fermetna hús og mjög nýtízkulegt og full- komið. Þaima verður stór afgreiðslu salur, sferifstoíuhúsnæði og vörugeymsla fyrir Flugfélagið og Vestanflug h.f., Þarma verður flugtum og húsnæði fyrir flugmálastjómina og að- staða til veitinga fyrir fólk sem leggur leið sína um völl- inn. Verður mjög mikil bót að þessu nýja húsi og aðstaða til þjónustu við farþega batn- ar mjög. í Vestfjarðaáætluninni er gert ráð fyrir að verja 27 milljónum króna til fram- kvæmda við flugvöllinn hér á ísafirði, af þeirri upphæð er áætlað að veirja um 8 millj. króna í flugstöðvarbygging- una, en afgangurinn eða um 20 miilljón á að faira í að mal- bika völlinn. Vonir stóðu til, að hægt yrði að hefja það verk á þessu ári, en erfitt reyndist að fá nógu stórvirk- ar vélar til að leggja malbife- ið, en búizt etr við að það verk geti hafizt á næsta ári. Völlurinn er 1400 metra lang-. ur og um 50 metra breiður, svo það er mikið verk að mal- bika hann allan. Af öðrum framkvæmdum flugmál astj ómarinnar hér á síðustu árum má minna á hinn fullkomna radar, sem settur var upp í Hnífsdal áisamt að- flugsvita í Ögri, og hefur þetta haft mjög mikla þýð- ingu fyriir flugið hingað vest- ur. Með þessu aðflugskerfi er hægt að taka flugvélaT niður í 700 fet, þótt dimmviðri sé, en eftir það er sjómflug á völlinn hér eða jafnvei á næriiggjandd staði. Þá er ver- ið að setja upp fjarskiptastöð á Þverfjalli á Breiðadalsheiði, en með tilkomu þeirrar stöðv- ar er hægt að hafa betra og öruggara samband við flug- vélar, sem fljúga yfir Vest- firði og einnig í Grænlands- flugi. — Jú, það er óhætt að segj a það, að flugið hingað tiil ísa- fjarðair hafi stóraukizt hin síð- ari ár, og þá sérstaklega með tilkomu Fokker-Friendship flugvélarinnair hjá Flugfélag- inu. Farþegatalan og umferð- in hefur stóraukizt ár frá ári og það hefur sýnt sdg að með bættri þjónustu og aukmu ör- yggi í fluginu hafa farþega- fiutningar verið mestir í lofti og menn hér vestra eru minna háðir skipaferðum en áður. Hér á ísafirði er einnig staðsett flugvél Vestanflugs h.f., og hún hefur leyst af hendi mikið þjónustustairf fyrir Vestfirði, það má segja, að þessi flugvél hafi tengt byggðirmar samain einkanlega yfir vetrarmánuðina, þegar samgöngur á milli eru nær •engar aðrar en bátsferðir. Hefur verið miikið hagræði að henni fyrir nágrannabyggð irnar. Einnig hefur flugvél Vest- anflugs margsinniis farið sjúkraflug; sótt sjúklinga, flutt lækna milli staða til sjúklimga þegar nauðsyn hef- ur krafið og séTstaklega hef- ur þetta verið mikilvægt í sambandi við héraðsskólana tvo, í Reykjamesi og á Núpi. Af öðruim framkvæmdum í flugmálum á Vestfjörðum má minna á hinn stóra og full- komna flugvöll á Patreksfirði. Þar var gerður stór flugvöll- Birgir Valdimarsson ur fyrir tveimur árum. Aðal- flugbraut þess vallar er um 1450 metra löng og þverbraut- in er um 600 metra löng. Þetta mun vera þriðjd stærsti flug- völlur landsins. Það er sama að segja af Patreksfirði og hér, að eftir að nýi flugvöllurinn kom og farið var að halda uppi fast- um áætlunarferðum fyrir byggðarlögin í Vestur-Barða- strandasýslú, þá hefur um- ferðin stóraukizt og flarið fram ú öllum þeim áætlun- um, sem menn höfðu gert sér, um þá umferð í þessum byggðarlögum. Tvedr minni flugvellir hafa verið gerðiir; annar á Núpi í Dýrafirði, sem er til mikils hagræðis fjrrir héraðsiskólann þar, sem er stór skóli og .þarna er jafnan mikið fjölmenni yfir vetrartímann. Hinn völlurinn er á Ingjaldssandi, sem er nokkuð einangruð byggð, en þann völl er ekki búið að full- gera ennþá. Á Þingeyri hefur verið kom ið fyrir lýsingum á flugbraut og á nokrum öðrum smærri flugvöllum hér vestra hefur verið útvegaður ljósaútbúnað- ur, sem grípa má til ef nanð- syn krefur t. d. í sjúkriaflugL Á Suðureyri hefur verið mælt fyrir flugbraut og er bú- ið að grafa fyrir og þurrka upp land á fyrirhuguðu flug- vallarstæði. Það er mjög erf- ið aðstaða, en það er mikið og aðkallandi nauðsynjamál að koma upp flugbraut i Súg- andafirði, því að einangrun er þar mjög mikil að vetrar- laigi Loks má geta þesis, að fyrirhugað er að lengja flug- brautina á Bíldudal, sem er nú innan við 400 metrar að lengd og verður hún 600 metrar, þannig að flestar tveggja hreyfla vélar geta lennt þar. — Vestfirðingar kunna vel að meta bættar flugsamgöng- ur og hafa verið fljótdr að nota sér þá stórbættu að- stöðu samgangnanna sem skapast hefur hin síðari ár með bættum f lugvélakostí, nýjum og betri flugvöllum og stórbættri öryggisþjónustu, sagði Birgix Valdimansson að lokum. nsautt mstmak sm.&* \ý.y- !&.l\ f? Teikning af flugstöðvarbyggingu á fsafirðL Útræöi ætti að stunda meira frá heimahöfnum - Viðtal við Hálídón Einarsson skipstjóra nauðsynlegum framkvæmdum bygðarlaginu. Annars er aðstaða til sjósókn- ar hér á Vestfjörðum yfirleitt góð. Hún batnaði mjög við út- færslu landhelginnar, en ég tel það til lítils að færa landhelg- ina út, ef togveiðar verða leyfðar innan hennar á ný, og er ég algeriega mótfallinn því að hleypa togurunum og togbátun- i um inn fyrir. Hvað um skipastól Vestfjarða og nýtingu hans? — Ekki er hægt að segja ann að, en að skipastóllinn hafi auk- izt mjög mikið á síðustu árum, og á það sinn stóra þátt í þvL hversu aðstaða til sjósóknar hef- ur batnað. Sóknin á Breiðafjarð- armið hefur aukizt mikið hin síðari 4r, bæði af hálfu Vest- Framhald á bls. 21. Einn af kunnustu sjósóknur- um og aflamönnum á Vestfjörð- um er Hálfdán Einarsson skip- Hálfdán Einarsson stjóri í Bolungarvík. Við hittum Hálfdán að máli og ræddtun við hann um aðstöðu útgerðar í Bolungarvík og um út- veg almennt. — Um aðstöðu til fiskmóttöku hér í Bolungarvík er það að segja, að hafnarskilyrði hafa allt- af verið eitt stærsta vandamálið hjá okkur. En eftir síðuistu fram- kvæmdir við hafnargarðinn hef- ur hann ekki haggazt. Aðstaða hjá okkur við höfnina hefur að vísu batnað mikið við það, að dýpkað var upp með brimbrjótn- um og eftir að stálþilið var sett, en sjómenn í Bolungarvík vænta þess, að þeir þurfi ekki enn lengi að bíða eftir að fá örugga höfn fyrir sinn bátaflota. Hafnialögin nýju ættu að stuðla að því, að svo geti orðið, og eins ættu þau að geta létt þungri skuldabyrði af sveitarfélaginu, en hún hefur m. a. staðið x vegi fyrir öðrum Frá höfninni í Bolungarvik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.