Morgunblaðið - 03.06.1967, Qupperneq 15
7. tbl. 3. júní 1967
Við viljum heimsmenningu á Islandi
og íslenzka menningu í heiminum
9
Rabbab v/ð prófessor Þór Vilhjálmsson um nytsemi
stjórnmála og islenzka menningu
I»ór Vilhjálmsson prófessor,
sem skipar 12. sætið á lista
Sjálfstæðismanna í Reykjavik
við Alþingiskosningarnar annan
Bunnudag, er fæddur 9. júní
1930, sonur Ingu Árnadóttur og
Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarps-
Btjóra. Þór varð stúdent 1949
og lögfræðingur 1957. Hann tók
við prófessorsembætti við laga-
deild háskólans 1. febrúar s.I.
en var áður borgardómari í
Reykjavík og jafnframt lektor
við háskólann. Kona Þórs er
Ragnhildur Helgadóttir héraðs-
dómslögmaður, og eiga þau hjón
þrjú börn, son og tvær dætur.
Fréttamaður æskulýðsblaðsins
átti nýlega tal við Þór í því
skyni að fá hann til að segja
lesendum blaðsins nokkuð frá
áhugamálum sínum, og segir frá
þessu spjalli hér á eftir:
„>ú ert búinn að starfa nokk-
uð lengi í Sj álfstæð isf 1 okknum.“
„Það byrjaði, þegar við nokkr-
ir félagar í menntaskólanum
gengum í Heimdall 1946. Þá var
mikið um að vera, og stjórn-
málabakterían komst svo djúpt í
sálina, að hún hefur ekki farið
þaðan síðan.“
„Þú varst formaður Sambands
ungra Sjálfstæðismanna?"
„Mikilvægasta verkefni mitt
í Sjálfstæðisflokknum hefur ver-
ið að vera formaður sambands-
ins 1959—1964. í sfjórn þess
kom ég raunar 1955. Varla minn-
ist ég að þessa starfs án þess
ég fái svolítinn hjartasting.“
„Hvers vegna það?“
„Vegna þess, að þar gafst
tækifæri, sem ekki kemur aftur,
til að vinna að stjórnmálum fyr-
ir æskuna í landinu. Ég held, að
árangurinn hafi ekki verið verri
en gerist og gengur, en hann
varð ekki eins mikill og ég vildi
og vonaði. Mér var að vísu ljóst,
að almennt útbreiðslu — og
kynniagarstarf meðal ungs fólks
væri aðalverkefnið, og að því
var unnið með margvíslegu móti.
En ég vonaði líka, að okkur,
sem á þeissum tíma vorum í
etjóm Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna, tækist að stórefla
stjórnmálaáhuga, stjórnmálavit-
und, ungu kynslóðarinnar. Von-
andi hefur einhver árangur orð-
ið, en hann varð tæpast nægur.
Okkur skortir skilning á gildi
stjórnmálanna. Of oft er talað
um, að pólitíkin sé heldur grugg-
ugt fyrirbæri og smjúgi alls stað-
ar inn, þó að hún eigi ekkert
erindd, næstum eins og sjúk-
dómur. Sannleikurinn er þó sá,
að stjórnmálin erif ekki hindrun
í vegi framfaranna heldur tæki
okkar allra, almennings í land-
inu, til að ráða okkar eigin
málum. Það fer mikið starf fram
á vegum stjórnmálaisamtaka
æskumanna I öllum flokkum, en
það ætti að mínu éliti að vera
mun meira og með þeim hætti,
að unga fólkið fyndi og skildi,
að það er í flokkunum að taka
þátt í því, sem ræð-ur framvindu
þjóðmálanna. Stjórnmálaistarf-
semin þarf að keppa um tíma
æskunnar við annað félagsstarf,
skemmtanir, kvikmyndir, sjón-
varp, tónlistariðkun og hver veit
hvað. Sem betur fer er ekki
hætta á, að stjómmálastarfið
verði undir í þessari keppni, en
ég hefði þó viljað vita af því
magnaðra en nú er. Ég trúi því,
að með sem almennaistri þátt
töku í stjórnmálaistarfseminni
muni pólitíkin batna og lýðræð-
ið eflast.“
„Það er heldur sjaldgæft, að
því sé haldið fram eins og þú
gerir, að pólitíkin sé of lítil. Br
þessi skoðun sprottin af því, að
þú telur sénstakar hættur blasa
við í þjóðfélaginu, eða er hér
e.t.v. um einhvers konar lög-
fræðilegt viðhorf að ræða?
„Má ég segja það fyrst, að játa
verður, að benda má á ýmis at-
vik, þar sem pólitíkki, blessuð,
hefur ekki verið til þurftar.
Hins veger tel ég vafalaust, að
þörf sé á stjórnmálavakningu
meðal almennings og ekki sízt
æskunnar. En vegna spurningar
þinnar er þess að geta, að við
framhaldsnám mitt í ríkisrétti
svokölluðum fyrir nokkrum ár-
um kynntist ég þvi vel, að í ná-
grannalöndum okkar hafa hinir
beztu menn áhyggjur af því, að
sívaxandi starfsemi ríkisins
rýri frelsi og sjálfstæði þegn-
anna. Nokkuð hefur sums stað-
ar verið gert til að sporna við
þessu. í ýmsum löndum eru til
dæmis til sérstakir stjórn-
sýsludómstólar, þar sem menn
eiga að geta fengið á fremur ein-
faldan hátt úrskurði um marg-
víslegan ágreining við hið opin-
bera. Á öllum Norðurlöndum
nema fslandi og einnig í Bret-
landi og á Nýja Sjálandi eru
til sérstakir umboðsmenn þjóð-
þinga eða lögsögumenn, og er
ætlazt til, að þeir athugi kvart-
anir vegna skipta borgaranna
við opinbera aðila. Persónulega
er ég þeirrar skoðunar, að ýms-
ar aðgerðir séu tímabærar hér
á landi til að tryggja réttarör-
yggi í opinberri sýslan, en meg-
inniðurstaðan af hugleiðingum
mínum um þessi efni hefur þó
verið sú, að bezta tryggingin
fyrir því. að lýðræði og réttlæti
sé í heiðri haft í landinu, sé
sú, að fólkið sjálft sé sívakandi
í stjórnmálum og að sem flestir
séu beinir þátttakendur í þeim,
m. a. með því að starfa í stjórn-
málaflokkum.“
„Þú hefur fylgzt með íslenzk-
um stjórnmálum lengur en flest-
ir lesendur þessa æskulýðsblaðs.
Hvað finnst þér eftirminnilegast
af þeim atbuxðum, sem þú manst
eftir?“
„Þær eru nú heldur slitróttar
minningarnar um stjórnmála-
.atburðina lengi vel. Þó man ég,
að við fórum tveir skólabræður
að horfa á þingmennina, þegar
deilt var um breytinguna á kjör-
dæmaskipuninni 1942. En svo
kom lýðveldisstofnunin. Ég man,
að ég var á þingpöllunum, þegar
atkvæði voru greidd um nýju
stjórnarskrána. Þá voru borð-
fánar fyrir framan hvern þing-
maryi, og mér er minnisistætt,
að ég sá Bernharð Stefánsson
koma út úr þinghúsinu að fundi
loknum og halda á sínum borð-
fána eins og fánaberi í skrúð-
göngu. Svo stóð ég í rigningunni
á Þingvöllum 17. júní og á ekki
von á að lifa stærri dag í ís-
lenzkri stjórnmálasögu."
„Og hvað um það, sem síðan
hefur gerzt?“
„Síðan höfum 'við lifað sem
sjálfstæð, örsmá þjóð í stórum
heimi. Atvinnustarfsemin hefur
ekki verr tekizt en svo, að
talnameistarar, sem bera saman
tekjur á Vesturlöndum, telja
okkur hafa þriðju hæstu tekjur
á nef. Ég dáist mest að hinni
geysilegu framleiðni í sjávarút-
veginum, en einnig að því, að
hér hefur myndazt stór hópur
vel bjargálna fólks. Þetta hefur
aðallega orðið þannig, að menn
hafa eignazt sínar eigin íbúðir
og smærri atvinnutæki. Sjálf-
sagt væri æskilegt, að meira
væri um eignamyndun í spari-
fé, hlutabréfum og skuldabréf-
um, en að því kemur. Varla
verður um það deilt, að það er
Sjálfstæðisflokkurinn, sem beitt
hefur sér fyrir eign handa öll-
um. Með þessu er þó auðvitað
ekki allt sagt. Fáir gera sér
held ég grein fyrir því, að
greiðslur úr almannatrygginga-
kerfinu verða á þessu ári hvorki
meira né minna en 1.575 milljón-
^ir króna eða um 8,5% af nettó-
þjóðartekjum okkar. Hefur mik-
ið áunnizt í félagsmálum og
raunar á fjöldamörgum sviðum,
en jafnframt ber okkur að minn-
ast þess, að betur má, ef duga
skal, í ýmsum efnum.“
„Og svo eru það menningar-
málin.“
„í menningarmálum okkar
þarf sífelld endurnýjun að verða,
og vel má segja, að við þurfum
að horfa bæði inn á við og út
á við. Við horfum inn á við,
þegar við virðum og metum,
hvað við eigum sjálfir að skapa
á þessu sviði. Með skólunum
reynum við að byggja breiðan
og traustan grunn, en þar á of-
an kemur svo t. d. blaða- og
bókaútgáfan, útvarpið, leikhús-
in, tónlistarstarfsemin og vís-
indastörfin. Út á við horfum við,
þegar við metum, hvað við eig-
um að nýta af því, sem býðst
meðal erlendra þjóða. Mér
finnst, að við hljótum alltaf að
hafa þennan þátt ríkt í huga,
því að lítil þjóð þarf að vera
vel á verði. Að þessu leyti hafa
þeir að mínu viti rétt fyrir sér,
sem varað hafa við erlendum
áhrifum á islenzka menningu.
Hins vegar tel ég, að þeim, sem
hæst hafa látið í sér heyra um
þessi efni, hafi algjörlega mis-
sýnzt um það, hvar hættan er
mest. Mikill hluti þess, sem sagt
hefur verið um „amerikaniser-
ingu“ og uppgjöf íslenzkrar
menningar andspænis erlendum
áhrifum, hefur verið út í bláinn,
forsendurnar, sem þessar 'hugleið
íngar hafa byggzt á, hafa ekki
verið í samræmi við veruleik-
ann. Við erum miklu minna
undir erlendúm áhrifum af þessu
tagi en sumir vilja vera láta. Þá
er slæmt, að vel meintar at-
hugasemdir hafa verið notaðar
í pólitískum tilgangi af miður
vel meinandi mönnum. Ef til vill
má ég nefna lítið dæmi, sem
alþjóð kannast við, er bendir
til, að erlend áhrif hérlendis
séu ekki þau, sem stundum er
sagt. Hér á ég við sjónvarps-
Þór Vilhjálmsson proíessor
dagskrána á gamlárskvöld, þar
sem íslendingar lögðu af mörk-
um hresisilegan gamanþáttý en
hin Norðurlöndin einkum ónor-
rænan vellusöng. Ég er ekki
þeirrar skoðunar, að erlend
múgmenning sé að gera út af
við okkur, — tel athuganir á
þjóðlífinu ekki sýna það. Hættan
er hins vegar meiri í hámenning-
unni. Þar held ég, að fólksfæð-
in sé það versta. Það eru svo
sárafáir, sem stunda t. d. vísinda-
störf á íslandi, að erfitt er að
skapa þeim rannsóknaumhverfí.
við hæfi. f listunum virðist
vandinn ekki sízt vera sá, hvern-
ig fella á þær fáu hámenning-
arstofnanir, sem við eigum, eink-
um sinfóníuhljómsveitina og
leikhúsin, inn í víðari ramma,
sem blöðin, hljóðvarpið og sjón-
varpið hljóta að smíða. Annað
erfitt vandamál er, hvernig við
eigum að halda bókinni uppi á
íslandi. íslenzkir rithöfundar
þurfa að komast í meira sam-
band við almenning, og svo er
það sá alvarlegi vandi, að við
fáum alltof lítið af góðum þýð-
ingum. Ég hef aldrei getað lært
erlent tungumál svo vel, að ég
sé bókmenntalæs á það, ef svo
má segja. Ég veit, að margt feir
annaðhvort ofan garðs eða neð-
an hjá mér, þegar ég les list-
rænt skrifaða ensku eða dönsku,
hvað þá önnur tunsumál. En þó
er maður að lesa á þessum mál-
um, bæði af því að þýðingar
eru ekki til. en Þ'ka oft af því,
að raun er að þeim þýðingum,
sem bjóðast. Og þar við bætist
svo, að erlend vasabók er miklu
ódýrairi en íslenzk útgáfa sama
verks. — Þetta eru einstök dæmi
um atriði, sem ég tel skipta
miklu máli um sjálfstæða til-
veru íslendinga sem menningar-
þjóðar. Hám°nning okkar hefur
sjaldnar verið til umræðu í
þessu sambandi en svonefnd
múgmenning, e.t.v. vegna þess,
að menn hafa haft stjórnmála-
áróður bak við eyrað stundum.
Ég þekki engan, sem segist vilja
leggja íislenzka menningu niður.
Við skulum því láta nægja að
spyrja, hvernig bezt sé að varð-
veita hana og efla. Mér sýnisí,
að á þeim rúmleea 20 árum, sem
ég þykist hafa fylezt sæmilega
með, hatfi verið uppi tvenns kon-
ar viðhorf á þessu sviði, það
mætti kalla þau einangrunar-
stefnuna og aðlögunarstefnuna.
Þeir, sem aðhvllast einangrun-
arstefnuna vilja loka erlend
áhrif úti, — háfa að ég held
innst inni ekki trú á, að við höf-
um mótstöðuafl og dug til að
taka við erlendum menningar-
straumum án þess að fara sjáltf-
ir í hundana. Þeir, sem trúa á
það, sem kalla má aðlögunar-
stefnuna, vilja, að við tökum
þátt í þeirri menningarþróun,
sem verður úti í heimi, en að við
notum erlendax hugmyndir til
að efla það, sem íslenzkt er.
Auðvitað er málið ekki svona
Eramhald á bls. 18