Morgunblaðið - 23.06.1967, Side 10

Morgunblaðið - 23.06.1967, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967. J r: Frá Klaustri aö Ldmaniíp Ai Klausturshlaði, horft til til austuráttar, má sjá núpana þrjá: Keldunúp, Fossnúp og \ I sjálfan Lómanúp. jfi Forvitnilegt hlýtur það að H Vera að aka austur fyrir alla í þessa núpa og sjá hvað handan | þeirra býr. | Það er því bezt að nota fyrsta sólarhringinn, sem dvalið er á Síðunni, til að ferðast að Lóma- núpi. Þegar komið er austur á Stjórnarisand, blasir fyrst við I dalkvos mikil af veginum. Hún er milli Klaustursfjalls og Keldunúps. Niður á Stjómarsand fellur áin, sem hann dregur nafn af . milli Klaustursfjalls og Merkur- í heiðar. Þar sem hún kemur fram úr gljúfrinu heitir Stjómarfoss. Ómaksins vert er að ganga inn fturinn og komast í nálaegð við fossinn, þar sem áin breiðist ; hvít og freyðandi yfir ávalar klappir og fellur niður í tæran hylinn. Hér ríkir kyrrð og frið- »xr, góð næring fyrir sálina. En fyrir meira en 1000 árum hefðu f |>eÍT, sem hér voru staddir getað séð menn koma á þeysireið nið- ur klifið norðan árinnar, flýj- andi felmtsfulla með óvini á hælum sér. Þeir ná þeim hér ' I nánd þar sem heitir í Kálfa- gröfum. Hér er á ferð Uni danski Garðarsson, sem er að hlaupast fi brott frá Leiðólfi kappa, vegna þess að hann vildi ekki ganga að éiga Þórunni Leiðólfsdóttur, sem var með bami hans. Vildi Leið- felfur að Uni fengi konunnar og Btaðfestist og tæki arf eftir hann. En Uni mátti ekki til þess hugsa að ganga 1 það hjónaband og hljópst á brott. Þegar Leiðólíur ýarð þess var, reið hann eftir honum og fundust þeir hjá - fCálfagröfum. Var Leiðólfur þá »vo reiður að hann drap Una og förunauta hans alla. (Land- náma). Af slikri alvöru tóku menn upp þykkjuna fyrir dætur BÍnar á þeirii tíð. En það verður ekki komizt langt austur með Síðu í dag, ef öllum sögupersónum héraðsins verður helgaður jafnlangur tími og Leiðólfi kappa og Una Bál. Garðarssyni. Handan við ána, niður undan svonefndu Merkurklifi stendiu- fjárhús á grænum hól. Það eru peningshús frá Mörk og kallað fi Þinghústúni, því að hér var fyrir eina tíð þingstaður hins foma Kleifahrepps. Hét það á Kleifum undir Fjalli. Héðan frá Stjórn er skammt ifcð næsta vatnsfalli — Geir- landsá. Þangað er ekið beinan veg — fram hjá bæjunum Mörk og Geirlandi. Geirland er land- námsjörð Eysteins digra, stór- býli, metin á 28.5 hundruð, hæst metna jörðin í Kleifahreppi hin- fí um forna. Á Geirlandi býr nú Sigfús H. Vigfússon. Ásamt þeim Bjarna 1 Hólmi og Eiríki í Svínadal hef- ur hann átt drýgstan þátt í að virkja bæjarlæki Skaftfellinga og veita ljósi og yl inn í hý- býli þeirra. — Við brúarsporð- inn er gamalt býli — Mosar — það er nú í auðn. Handan árinnar er komið 1 | Prestsbakkavöll. Þar er bezt að Víkja út af þjóðveginum, upp | afleggjarann að Prestbakka og Mörtungu, fram hjá Akurhól og staðnæmst við Prestsbakka- ! kirkju, sem enn í dag, þótt hún eé meira en 100 ára, er eitt veg- legasta guðshús í sveit á íslandi. (Hún var byggð fyrir konungsfé ; fi ríkisstjórnarárum Friðriks sjö- : unda, sem var „einn hinn óvitr- t »sti og minnst stjórnhæfi kon- I ungur, sem setið hefur á valda- L Btóli í Danmörku.“ (Saga ís- lendinga). Er fangamark þessa giftulitla konungs enn á kirkju- tuminum og hafa sumir af mis- skildum þjóðlegheitum viljað taka það ofan. En það er ekki rétt. Það má gjarna vera kyrrt á sínum stað til að vitna um stórhug danskra valdamanna í kirkjumálum Skaftfellinga fyrir einni öld. Þegar inn í kirkjuna er kom- ið, veita menn fljótt athygli skírnarfontinum uppi í kórnum, gefinn af kvenfélögum eafnað- arins á aldarafmæli kirkjunnar. Á hliðum hans eru þrír atburð- ir úr Eldmessunni á Klaustri 5. sunnudag e. Trinitatis 1783. — Þjóðlegur gripur þótt ekki sé hann gamall. Hann er gerður af hinum mikla tréskurðarsnillingi Rík- harði Jónssyni, en lærimeistari hans, Stefán Eiríksson á þama líka fagran grip, útskoma engla- mynd yfir altaristöflunnL breytt, heldur haldið sínu gamla heiti svo að nú ber það nafn með rentu þar sem prestur (og senn kirkja líka) eru nú komin á klaustrið — eins og forðum daga. Nokkru austar en Prestsbakki Frá Lómanúp brekkurnar vafðar blómum og grængresi upp undir kletta, við brekkufótinn standa bæirnir, vel byggðir í víðlendum túnum. Milli þeirra falla ár og lækir ofan úr tjörnum og dalverpum. Hörgsá rennur fram á slétt- cfl slofa um tsins Prestsbakki er hin búsældar- legasta jörð. Hvergi á landinu sagðist Sveinn Pálsson hafa séð stað jafnvel fallinn til akuryrkju og Bakkavöll. Hér er allt vafið í grasi neðan frá áraurnum og upp á fjalla- brúnir. Og hér kann líka gras- er Prestsbakkakot, síðan Breiða- bólstaður, hið gamla læknisset- ur. Og þá er komið að Keldu- núpnum með samnefndum bæ undir fjallinu vestanvert. Þar grænkar fyrst á íslandi, að dómi þess er þetta rdtar. — Uppi í Kirkjan á Prestsbakka maðkurinn vel við sig þegar vel árar fyrir hann. Hann var hér einn hinn versti vargur í túnum meðan áburður var af skornum skammti. Og í úthögum getur hann enn verið ein hin mesta plága. Nokkru innar, í bröttum brekkum austan árinnar stendur tvíbýlið Mörtúnga. Er þaðan skammt að rótum Kaldbaks, sem ber við norðurhiminn, axlabreið- ur og upplitsdjarfur. Af honum er hið fegursta útsýni til allra átta. Og víðsýninu hefur hann unnað og ekki verið í miklum vafa um upprisuna, Síðubúinn sem kvað: Á Kaldbaki, konungi fjalla ég kýs að eiga mér gröf, og sjá yfir Síðuna alla og suður um reginhöf. Prestbakki var prestssetur frá því eftir siðaskipti og fram á 4. tug þessarar aldar. Kunnastur alira kennimanna á Prestsbakka er hinn alþekkti Eldklerkur, sr. Jón Steingrímsson. Má lesa um veru hans á Bakka í hans ágætu ævisögu. — Síðastur presta, sem sat staðinn var sr. Magnús Bjarnason prófastur, sem flutt- ist þaðan vorið 1931. Síðan hafa Síðuprestar setið á Klaustrinu eins og í pápisku forðum. Kom sér nú vel að nafni brauðsirvs hafði ekki verið klettum framan í Núpnum er Gunnarshellir Keldugnúpsfífls. 1 bergið gegnt hellismunnanum er klappað allstórt krossmark, sem sést vel af veginum ef að er gætt. Er austur fyrir núpinn kemur, opnast sýn til Austur-Síðu sem „er ljómandi falleg, ein með feg- urstu héruðum hér á landi“ segir Þorv. Thoroddsen. Og satt er það. — Fögur er Síðan — ekki síður en Hlíðin, eins og Gunnari fannst. — Hið efra grænar, grösugar heiðar, lendið skammt austan við Keldunúp. Inni í heiðinni fellur hún í þröngu gljúfri, sem sést ekki fyrr en að er komið, — neðan heiðarinnar slær hún sér út á grýttum aurum en frammi á sandinum kemur hún saman við Breiðbalakvísl, sem ber það nafn eftir að Stjórn og Geir- landsá hafa komið saman. Uppi undir heiðinni vestan Hörgsár er stórbýlið Hörgsdalur. Þar bjó hinn auðsæli og kyn- sæli prófastur Vestur-Skaftfell- inga, sr. Páll Pálsson og þar hafa hreppstjórar og alnafnar (Bj. Bj.) nú búið í þrjá ættliði. Austan við Hörgsá tekur við bæjaröð, sem nefnd er Þorp — enda liggja túnin saman, nú fjór- ir bæir — áður voru þeir fleiri. Vestast er Múlakot með göml- um barnaskóla. Senn verður hann leystur af hólmi með sam- skóla-stórbyggingunni á Klaustri, sem nú er hafin. Nokkru austar undir miðri hlíðinni milli Hörgsár og Rauð- ár, er hið kunna býli, Hörgsland, sem hreppurinn dregur nafn sitt af. Þar er nú tvíbýli, ennfrem- ur verzlun, útibú frá Verzlun- arfélagi Vestur-Skaftfellinga í Vík. — Á Hörgslandi bjó á sinni tíð sá nafnkunni skáld- og galdraklerkur sr. Magnús Pét- ursson, sem fældi Tyrki frá landinu og vann fleiri afrek með kvæðum sínum og kunn- áttu. Hann var prestur í Skaftár- Frá Núpum í Fljótshverfi þingi I meira en hálfa öld. Kirkja var á Hörgslandi, en hún var niðurlögð með konungsbréfi árið 1765. Hefðum við verið á ferð um þessa undurfögru sveit fyrir hálfri annarri öld, mundum við vart hafa komizt hjá því að verða vitni að einhverri sárustu kvöld og þjáningum mannlegs lífs. Á Hörgslandi var einn af fjórum holdsveikraspítökun, sem Brynjólfur biskup fékk komið á fót. Þegar Henderson ferðaðist um Síðuna 1814 voru tvær konur sjúklingar á Hörgslandi „sátu báðar í dyrum hælisins, og var sem hin dýpsta hryggð væri máluð á andlit þeirra". En fólk í skemmtiför lætur hugann ekki dvelja við svo daprar minning- ar. Austasti bær þorpsins er Hörgslandskot. Fram úr heiðar- brúninni ofan við bæinn skagar einkennilegur klettur sem ber nafnið Gosuitindur. Suimir nefna hann raun-ar Álfakirkju enda tilsýndar eins og venjulegur kirkjuturn. Væri æskilegt að það fagra heiti — Álfakirkja — festist við þennan netta náttúrunnar helgidóm. Nú er farið yfir Rauðá, sem er ljós- gjafi Þorpsbæjanna, því að hún knýr tvær rafstöðvar og sést önnur af veginum. Úr Þorpinu er alllöng bæjar- leið að næsta „þorpi“ — Foss- bæjunum. Af veginum blasa við víðlendar, hallandi mýrar, sem nú er verið að þurrka og rækta. — Neðan við þær taka svo við ógrónir, svartir sandar langa leið, allt til sjávar. Foss dregur nafn af læk, sem kemur úr Þórutjörn uppi á heið- inni og fellur niður af kletta- brúninni laus við bergið. Er hann einkar fagur þegar dálítið vatn er í honum. Er þá ómaks- ins vert að ganga upp að klett- unum enda þótt hann sjáist vel af veginum fyrir neðan bæinn. Á Fossi eru 7 heimili og þar bú- settur u. þ. b. hálfur fjórði tug- ur manna. Vegurinn liggur undir hlíðum Fossnúps fram með Foss- álum sem kvíslast um hraun- brúnina fram á sandinn. En áður en lengra er haldið, verða allir að stíga úr bílnum og ganga á vit dverganna í hömrunum. Og jafnvel þótt þeir séu ekki heima, má ima sér í Dverghömrum við að skoða þessar sérkennilegu klettaborgir þar sem stuðlaberg- inu er svo meistaralega saman raðað og myndar fagran ramma utan um mynd af fossinum 1 baksýn. Héðan af holtinu við Dverghamra sést austur yfir eystri álmu Eldhraunsins, sem kom fram eftir farvegi Hverfis- fljóts. Eftir Eld þegar Hverfisfljót náði ekki lengur að flæmast vestur um sandana, fóru þeir að gróa upp og þar myndaðist byggð — Brunasandur. Fyrsta býlið, — Orustustaðir, var reiet þar í „no man’s" landi árið 1822. Nú eru 5 bæir á Brunasandi. Áður lá þjóðleiðin suður yfir Fraimbald á bds. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.