Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967. alla. — Kanske eruð þið ekki frá þeim komnir?“ Danó hristi höfuðið. „Nei,“ sagði han hátíðlegur í bragði. „Við erum sendiboðar guðanna I hinu mlkla ljóshjóli, er þið sjáið héðan. Og við getum hugg að ykkur með því, að óvinir ykk ar á hinum plánetunum eru und ir lok liðnir, þið þurfið ekki framar að óttast þá. En hvers- konar menn eruð þið, og hvernig er ykkar þjóðskipulag? Við er- um hingað sendir til þess að rannsaka hvernig þið farið með gjafir lífsins og hagið ykkar málum.“ „Það varðar ykkur ekkert um!“ svaraði skikkjumaðurinn þóttalega, „En gerið þið sjálfir grein fyrir ykkur, og segið sann- leikann. í>að þýðir ekki að fóðra okkur hér á neinu kjaftæði um guði, slíku trúir enginn — eða getið þið kannski sýnt okkur þá.“ Seyrðu glotti brá fyrir á vörum mannsins, og hann leit ögrandi í augu árásasveitarfor- ingjans. Danó brosti góðlátlega, þegar Lolla hafði lokið túlkun sinni. „Það er velkomið," anzaði hann „En fyrst ætla ég að sýna þér einn af djöflunum. Þú nefndir myrkurgyðjuna áðan — kannski þig langi til að kynnast henni nánar?“ Var nú ka'llað á Spú. Er hún stökk niður úr diskinum, og fór nokkra hringi kringum sjálfa sig á leiðinni, heyrðist undrunar kliður hvaðanæva af torginu. Hún hafði fjóra fætur og fjórar hendur, og var ákaflega liðug í hreyfingum. Var hún á stærð við meðalhund, en andlit henn- ar var svo ófrýnilegt, að fleistum brá mjög í brún, er þeir sáu hana í fyrsta sinn. Vafálaust hafði hún þróazt frá ein'hvers konar skordýri, og bar höfuð hennar þes vott. Skikkjumanninum varð aug- Ijóslega mikið um, er skepna þessi staðnæmdist fyrir framan hann og góndi á hann fjórum eldrauðum glyrnum. Hann veik lítið eitt aftur á bak, en reyndi þó að halda virðuleik sínum. „Þetta er viðbjóðslegur karl!“ mælti Spú fyrirlitlega á tindra- máli. „Ég finn í maga mínum að hann verður aldrei trúr okk- ur á nokkurn hátt, heldur mun hann sitja á svikráðum og jafn- vel reyna að drepa okkur. Vopn hans eru svartar hugsanir.*1 „Hefur kvikindi þetta mál?“ spurði skikkjumaður forviða. „Heyra máttu það,“ svaraði Danó. ,,Spú er einn af foringjum djöflanna, og getur kallað á fjölda þjóna sinna, hvenær sem hún vill.“ Hann sneri sér að Tamas frá Belíó og gaf honum merki. Andartaki síðar úði og grúði af litlum dýrum, í mynd og líkingu Spú, allt í kringura skikkjumanninn. En hann æpti upp yfir sig og bað hástöfum að þessi stefnrvargur væri frá hon- um rekinn. Lét Tamas þá litlu dýrin hverfa, en Danó minnii foringja Hnattbúanna á að enn hefði hann ekki svarað spurn- ingu hans, viðvíkjandi þjóðskipu lagi þeirra. Skikkjumaður gaut hornauga ti'l Spú, en horfði síðan rann- sakandi á Danó. „Við erum eng- ir fábjánar,“ sagði hann slótt- uglega. „Okkur er vel kunnugt um að hið bjarta hjól saman- stendur af sólum og jarðistjörn- um. Vitringar okkar hafa líka haldið því fram, að á þeim hött- um myndu búa lífverur. En ekki þykir mér trúlegt að þið séuð þaðan komnir, því að svo mikil er fjarlægðin frá einni sól til annarrar, að líf manns myndi ekki endast til að fara slíkar ferðir.“ „Eigi að síður hef ég farið um allt þetta sólnahvel," mælti Danó. Skikkjumaður leit til disksins, en hristi síðan höfuðið. „Tæp- lega trúi ég því,“ sagði hann. ,,Og ekki ertiu enn búinn að sýna mér guði þína.“ Danó gaf þá Tamas merki að nýju. Sjónhverfingamaðurinn fórnaði höndum, leit til himins og hrópaði með lotningarfullum rómi: „Kóró tava! Kóró tava!“ Birtist þá, skammt fyrir ofan diskinn, vera ein, gríðarstór, og hrutu eldglæringar af henni í allar áttir. Var hún mjög tign- arleg á að sjá, og úr glóandi augum hennar teygðust eldslog- ar í átt til foringja Hnattbú- anna. Það mátti sjá að skikkjumanni brá mjög við þessa sýn, svo og fólksmergðinni á torginu. Heyrð ust hvetjandi raddir hrópa til hans, og túlkaði Lolla þær í þá átt að hann skyldi semja við geimfarana, í stað þess að kalla yfir sig reiði þeirra. Brosti hann þá undirfurðu- lega, og hneigði sig fyrir Danó. „Ég þykist sjá að þú hafir sann- leik að mæla,“ sagði hann og var nú næsta hógvær. „Þeir guð ir, sem forfeður okkar dýrkuðu. Sumarleyfin eru byrjuð Stólvindsængur frá kr. 470.— Tjöld frá kr. 1.396.— tjöldin með bláu aukaþekjunni eru gerð fyrir íslenzka veðráttu. HÚSTJÖLDIN svefntjald og stofu- tjald, eru væntan- leg um lielgina. Kosta aðeins um kr. 5.850.— Nestistöskur Pottasett Gasprímusar. Kynnið ykkur verðið á viðleguútbúnaðinum. Verzlið þar sem hagkvæmast er. Verzlið þar sem úrvalið er. PÓSTSENDUM Laugavegi 13. Sími 13508. Hann var kyndari á einum af gömlu togurunum. hér endur fyrir löngu, voru líkir þessum, sem þú hefur nú sýnt okkur. Okkar á milli sagt hef ég aldrei trúað því, að þeir væru annað en ímyndun. En úr því að svo er ekki, þá beygi ég mig fyrir staðreyndunum og hlýði kröfu þinni. — Þjóðfélag okkar er byggt á heilbrigðum grund- 'velli. Þeir, sem þess eru um- komnir, ráða fyrir hinum, sem minnimáttar eru. Og þek sem hafa greind og hugvit til að stjórna, fá að sjálfsögðu allt sem þeir óska sér; hinir hljóta auð- vitað að láta sér nægja það sem afgangs verður. En allir hafa nóg fyrir sig að leggja — nema náttúrlega þrælarnir, sem gera skítverkin, en þeim er einnig skammtað nægilegt til þess að þeir geti rækt störf sín.“ „Hverjir eru þrælar ykkar?“ spurði Danó hvasst. „Þeir eru afkomendur djöfl- anna, sem komu hingað á eld- skipum, endur fyrir löngu, frá plánetunum þarna úti í myrkr- inu.“ „Sækið nokkra þeirra, og lof- ið mér að tala við þá!“ skipaði Danó. Foringi Hnatt'búanna hrópaði einhverja skipun út til mann- fjöldans. En þar eð svipur hans var allseiyrinn, gaf Danó aðstoð- armanni sínum í diskinum merki um að vera við öllu búinn. Tor- tryggni hans reyndist líka rétt- mæt, því að andartaki síðar brá fyrir samskonar eldblossa og áð ur, en þó nokkru minni, og 1 þetta sinn kenndu geimfaranir lítilsháttar svima, en féllu ekki til jarðar. Lömunarbyssurnar þrumuðu í sama bili, og mann- söfnuðurinn á torginu lagðist til hvíldar um stund. Skikkjumann inn sakaði ekki, þar eð hann var innan varnarmúrsins, en ljótur AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝDI nwoodOhef Engin önnur hrærivél býður upp á jafn- mikið úrval ýmissa hjálpartækja, sem létta störf húsmóðurinnar. En auk þess er Kenwood Chef þægileg og auðveld í notkun og prýði hvers eldhúss. KENWOOD CHEF fylgir; Skáli, þeytari, hnoðari, hrærari, sleikjari og myndskreytt uppskrifta- og leiðbein- ingabók. — Verð kr. 5.900.00. Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Símí 11687 21240 Laugavegi /70-/72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.