Morgunblaðið - 23.06.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.06.1967, Qupperneq 28
AUGLÝSINGAR SÍMI 22*4*80 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFG R EIÐSLA • SKRIFSTO FA SÍMI 10*100 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967 TVÖ UNG BÖRN LÖGÐISJÚKRA- HÚS MEÐ EITRUN FRÁ TRJÁÚÐUN TVÖ «ng böm hafa verið lögð inn á bamadeild Landakots- spítala tvo siðustu daga vegna eitrunar, sem þau urðu fyrir er trjágarðar voru úðaðir með skor dýraeitri. Morgunblaðið átti í gær tal við einn af læknum barnadeild- arinnar og sagði hann, að sl. miðvikudag hefði verið komið í Slysavarðstofuna með tveggja ára barn sökum þess að foreldr- unum hefði þótt óeðlilegt, hversu mikið það svaf. Læknirinn kvað barnið þegar hafa verið s ent í barnadeild Landakotsspítala, en þar hefði komið í ljós að það þjáðist af bráðri eitrun. Hann sagði, að í gær hefði svo verið kornið með nokkurra mánaða barn, sem einnig hefði fengið eitrun frá trjáúðun. Hefði barnið sofið í vagni sín- um úti í garði á meðan úðað hefði verið. Hefði það verið með greinileg einkenni eitrunar og þarfnazt sjúkrahúsvistar. Kvað hann liðan barnanna nú eftir at vikum. Hann sagði, að ekki lægi ör- ugglega fyrir, hvaða tegund skordýraeiturs væri um að ræða í þessum tilfellum. Móteitur sé til við ákveðnum tegundum úðunar eiturs og heiti það atropin. Læknirinn sagði, að ekki hefðu komið fleiri börn með eitrun frá trjáúðun í barnadeild Landakotsspítala, en vel kynni að vera að fleiri börn hefðu fengíð slíka eitrun, því fólk átti sig ekki ætið á því hvað um sé að ræða. Læknirinn sagði, að full á- stæða sé að vara fólk við þvi að láta börn koma þar nærri, sem verið er að úða garða. I>á má benda á það, að í Morgunblaðinu þann 17. júní sl. var birt fréttatilkynning frá Fuglaverndunarfélagi íslands um úðun garða með skordýra- eitri. f>ar segir meðal annars: „Húseigendur einkum þeir sem eiga börn vérða fyrir bein- um óþægindum af úðuninni, þarf að gæta varúðar í um- gengni um garða sem úðaðir hafa verið og börn eiga helzt ekki að boma þangað í nokkurn tíma. Þessi óþægindi gætu menn otft losnað við með því að láta ekki úða garða sína að ástæðu- lausu". Góðar sölur TOGARINN Karlsefni seldi afla sinn í Grimsby sl. mánudag og þriðjudag, en hann var með 215 tonn. Fékkst gott verð fyr- lr aflann, eða 18.206 sterlings- pund. f»á seldi Júpíter afla sinn í Hull sl. þriðjudaig og miðvihu- dag, alls 178 tonn fyrir 17.811 sterlingspund. Er það einnig ágætt verð. Nýstárlegt sumarnámskeið fyrir börn á Seltjamarnesi stendur nú yfir í Mýrarhúsaskóla. Er námskeið þetta haldið á vegum Bamavemdunarneftndar Seltj amesshrepps og er styrkt af hreppnum. Una börnin sér þama við leik og störf frá kl. 10—4 dag hvem, og þegar þessi mynd var tekin voru bömin nýkomin úr söfnunarferð í fjörunni og líma kuðunga, skeljar og þörunga snyrtilega á blað. UNGUR MAÐUR JATAR A SIGINNBROTIDIEIMSKIP Fór til útlanda strax eftir innbrotið UNGUR maður hefur nú játað á sig innbrotið í skrif- stofur Eimskipafélags íslands hinn 21. apríl sl., en þaðan var þá stolið 213.700.00 kr. Rannsóknarlögreglan hefur lengi haft mann þennan grun- aðan um innbrotið, þar sem það vitnaðist fljótlega við rannsókn málsins, að hann hafði tekið sér flugfar til Kaupmannahafnar tveimur dögum eftir innbrotið, að því er virtist fyrirvaralaust, og án þesis að vitað væri að Kokkurinn var drýgstur og dró 2.160 ufsa Stykkishólmsbátur með tœp 50 tonn af ufsa, sem fékkst á handfœri á 52 tímum VÉLBÁTURINN Hafnaberg kom inn í gærmorgun til Stykkishólms með tæp 50 tonn af ufsa, sem skipverjlar höfðu dregið á handfæri á rúmum tveim skólarhringum. Blaðamaður frá Morgun- blaðinu átti í gær viðtal við skipstjórann, Pétur Ágústs- son, sem er aðeins 21 árs að aldri. Pétur sagði: — Við fómm sl. þriðjudag héðan frá Stykkishólmi og komum aftur á fimmtudags- morgun með tæp 50 tonn af milliufsa. — Við erum 11 um borð og renndu allir fyrir ufsann með handfæri. Við vomm hálfan dag að leita að honum og komumst svo í hann út aí Eldeyjarboða. — Á 52 timum drógum við svo þessi tæp 50 tonn. Kokk- urinn var drýgstur okkar allra og dró 2160 stykki. Hann heitir Sverrir Kristjáns son og er 24 ára. — I þessari ferð var há- setahluturinn frá 15 þúsund- um kr. og upp í 30 þús. kr. — Við erum búnir að vera um mánuð á þessum veiðum og höfum fengið um 150 tonn með þvi sem fékkst í síðustu ferð. Á meðan ufsinn er við er ætlunin að halda þessu áfram, og líklegast skreppum við á sama stað aftur, þarna við Eldeyjarboða. — Ufsinn er lagður inn í frystihús hér í Stykkishólmi, þar sem han er flakaður. Er unnið fram á miðnætti við vinnslu flans. — Hafnaberg er 70 tonn að stærð og er eign Björgvins h.f. í Stykkishólmi. Tveir aðr ir bátar héðan, Svanur og Gullþórir, voru einnig fyrir sunnan á ufsaveiðum, en mér er ekki kunnugt um afla þeirra. — Það er óhætt að segja, að við séum ánægðir með þessa síðustu ferð og von- umst til að heppnin verði með okkur áfram. hann hefði peninga til þess. Maðurinn hefur síðan dvalizt erlendis, og lítið til hans spurtzt þar til hann kom aftur til lands- ins fyrir tveimur dögum. Var hann þá tekinn til yfirheyrzlu og athugunar, málið tekið upp aftur til rannsóknar og hefur maðurinn nú játað á sig inn- brotið, sem fyrr segir. Rannsóknarlögreglan hefur ekkert haft með mann þennan að gera ður. Unnlð er að rann- sókn málsins áfram. ------♦♦♦------- ROY Jenkins, innanríkis- ráðherra Bnetlandis skýrði frá því í dag, að 18. febrúar nk. muni Bretar taka upp mið evrópskan tíma, sem verður óbreyttur allt árið. V irður kl. í Bretlandi þá einni klst, á undan Greenwich-tkna. 86 hvalir hafa veiðst ÁLLS höfðu 86 hvalir veiðzt klukkan 5 síðdegis í gær, að því er Loftur Bjarnason, fram kvæmdastjóri Hvals h.f. tjáði Morgunblaðinu. Sagði Loftur að á sama tima í fyrra hefðu 105 hval- ir veirið veiddir, en 88 miðað við úthaldstíma hvalveiðibát anna, því veiðamar hófust nú viku sáðar. Loftur sagði, að ótið hefði spillt fyrir veiðunum til að byrja með, eu veiðin hetfði verið góð eftir að veður batn aði. Eandhelgi Neskaupstað, 22. júní. TOGARINN Marz, RE 261, var tekinn að meintum ólöglegum togveiðum 1.8 sjómílu innan fisk veiðitakmarkanna austur af Hvalnesi um 9 leytið í morgun. Varðskipið Óðinn, sem tók togar ann, færði hann hingað og var mál skipstjórans, Ásgeirs Gísla- sonar, tekið fyrir hjá bæjarfó- geta kl. 19.30. Skipstjórinn á Marz hefur ekki viðurkennt landhelgisbrot, en segir ratsjá togarans fhafa ver ið í ólagi. Búizt er við því að réttarhöld in standi fram eftir nóttu. Togarinn hafði verið 10 daga að veiðum og var búinn að fá 170 tonn. Var áformað, að tog- arinn færi síðdegis í dag til Eng lands, þar sem hann átti að selja í Hull n.k. mánudag. Reynt verður að flýta réttar- höldunum, svo togarinn geti siglt til Englands sem allra fyrst til að koma fiskinum á markað. — Ásgeir. -----♦♦♦-------- Votnavextir í Logoríljóti Egilsstöðum, 22. júni. VEÐUR hefur verið gott hér um slóðir undanfarið, en hefur nú kólnað aftur. Spretta er með lé- legra móti á túnum og sem dæmi um það má nefna, að Egilsstaða- bændur eru ekki enn farnir að hugsa um að slá. Miklir vatnavextir hatfa verið í fljótinu, en þó hafa ekki orðið skemmdir á vegum nema hvað kantar skemmdust við Lagar- fljótsbrúna að austanverðu og i Hallormsstaðaskógi. Hér snjóaði í fjöll sl. nótt, en snjóinn hefur tekið upp að mestu. — Fróttaritari. Kosningaskemmtun starfsfólks D-listans SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN efnir til tveggja kosninga- skemmtana fyrir þá fjölmörgu sem störfuðu fyrir D-listann fyrir og á kjördag í Reykjavík. Kosningaskemmtanirnar verða í Lídó og Hótel Borg í kvöld kl. 8,30 og stendur til kl. 2.00. Ómar Ragnarsson skemmtir og Finninn Manu sýnir akrobatik. Miðar eru afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll (2. hæð) milli kl. 9—6. Sjálfstæðisflokkurinn. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.