Morgunblaðið - 24.06.1967, Side 28

Morgunblaðið - 24.06.1967, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1967. EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON 18 varð hann S svipinn og tautaði sitthvað. Mátti vel heyra að það voru hvorki bænir né blessunar orð. Spú sagði fyrirlitlega: „Þeir gera þetta með svörtum hugsun- um!“ I»ví næst skaust hún að skikkjumanninum og tók að tala yfir hausamótunum á honum, á sinni eigin tungu, sem var allt annað en hljómfögur. En Danó mælti til hans rórri röddu: „Ég gef þér stutta stund til að kalla á þrælana, er þú nefnir svo. En ef þú reynir vopn þitt hið þriðja sinn, þá verður dagurinn í dag þinn síðasti á þess um hnetti.“ Skömmu eftir að fólkið á torg inu raknaði við, kom lítill hóp- ur stórvaxinna og loðinna manna að varnarveggnum. Danó hleypti þeim inn og virti þá fyrir sér. Þeir voru allt að tveggja metra háir, huldir snöggri, bláleitri loðnu um all- an kroppinn, og klæddir mittis- skýlu einni saman. Svipharðir voru þeir og hnarreistir, en báru allir vott um skort og lúa. And- litin voru ekki ófríð. nefin þó nokkuð breið. munnurinn víð- ur og varaþykkur, mikill hár- vöxtur á kolli, dökkblár; en ber- ir voru þeir í framan og hör- undið þar nánast grátt. Augun voru fjólublá, stór og greindar- leg. Allir virtust þeir krafta- legir, en svipmót þeirra sýndi biturleika og þunglyndi. „Viljið þið svara spurningum mínum af fu'llri hreinskilni og án undandráttar?" mælti Danó. Þrælarnir áttu bersýnilega örðugt um mál, en loks stam- aði einn þeirra í hálfum hljóð- um: „Eigi — megum við — það — nema þið leysið — leysið okkur — undan hugsanaokinu — oki feúgara okkar“. Danó leit til skikikjumanns, er horfði á hann glottandi. — „Svartar hugsanir — hugsana- ok?“ mælti hann íhugull. „Ætli við reynum ekki sannleiksvökv ann, hann á að geta rofið dá- leiðslu". Kom nú læknir disksins með tæki sín, og sprautaði þessu i töframeðali í armleggi þræ!- anna, svo og skikkjumannsins. Að lítilli stundu liðinni svöruðu þeir allir greiðlega spurningum Danós, og máttu enga lýgi mæla. því að slík var náttúra vökvans. Foringi Hnattbúanna talaði fyrstur: „Við notum engin vopn önnur en hugsun okkar. En við höfum í óralangann tíma æft okkur í því, að samræma hana til mikilla átaka, og þegar okk- ur tekst það, getum við gert ná lega hvað sem vera skal, flutt stóreflis björg langa vegu, og stjórnað fuHkomlega þessum manndýrum, sem við notum til að vinna hin daglegu störf“. „Hvaðan eru þeir komnir?“ „Ég hef þegar sagt þér að for- feður þeirra flugu hingað á eld- skipum. Þeir ætluðu að undir- oka okkur, en við urðum þeim yfirsterkari og guldum þeim rauðan belg fyrir gráann". „Hvað segið þið um þetta?" spurði Danó þrælana. Hvassleitur maður og greind- ariegur varð fyrir svörum: „Við flúðum hingað frá hnetti, sem fjandmenn okkar þar voru búmr að eyðileggja. En við fór- um með fríði. og báðum aðeins um að mega búsetja okkur ' þeim löndum, sem óbyggð voru þá. Það er ekki satt að við höf- um reynt að beita jfbeldi held- ur vorum við þegar tekin í á- nauð af þessu mizkunnarlausa fólki, sem hér var fyrir. Og æ síðan hefur það meðhöndlað okkur eins og hver önnur á- málga dýr, enda þótt það standi okkur langt að baxi, hvað gáf- ur snertir. Sem betur fer er b ið nú farið að úrkynjast af leti- lífi ogsvalli, og hefur því ekki eins mikið vald yfir okkur og fyrr. Enn erum við þó van- megna gagnvart þeim, sökum þess að þeir geta með saméin- aðri hugsun sinni Uinlest okkur og drepið, hvenær sem þeim þóknast. Við verðum að þjóna þeim dag sem nótt, og sjálfir gera þeir ekkert annað en éta og hórast. Eina von okkar er að sá lifnaður fari að síðustu með þá, og við höfum orðið vör við að kraftur þeirra fer nú ört minnkandi". Skikkjumaður leit til þræls- ins illum augum og sagði hörku- lega: „Enn erum við þess um- komnir að ráða niðurlögum ykk ar, og skalt þú brátt hljóta mak leg málagjöld fíflsku þinnar!" Svo sneri hann sér að Danó og hélt áfram: „Þið sk-uluð heldur ekki sækja neitt gull í greipar okkar, því að búið er að senda hraðboða út um allt land, svo að hægt verði að sameina hugs- anakraft mikils mannfjölda til að tortíma ykkur!“ Danó lét sér ekki bregða við þá fregn, en spurði hvasst: „Fór þrællinn með rétt mál?“ Skikkjumaðurinn gretti sig hroðalega, en varð að svara ját- andi. „Farið ÖU inn í diskinn!" skip aði Danó. Síðan þrei-f hann til foringja Hnattbúanna og dró hann með sér nauðugan. Þótt hann væri miklu minni vexti, bjó ótrúlegur styrkur í hinum fínlega líkama Laímannsins. Fá um augnablikum síðar var disk- urinn kominn á fulla ferð út úr lofthelgi hnattarins. Danó var venju fremur þung- inn, er hann kom til Ómars og Miró Kama og skýrði fyrir þeim afstöðu sína: „Hér þarf róttæk- ari aðgerðir en við erum færir um að framkvæma“, sagði hann. „Ég hef þegar gefið yfirmönnum stjörnuskipsins skýrslu, og hún verður send áfram til fram- kvæmdaráðs Hnattasambands- ins, en það mun láta sérstaka lögregludeild skipap málum á þessari jarðstjörnu. Hún verður líka að taka við dólginum, sem ég kippti með mér og fæ kann- ske skömm í hattinn fyrir vikið. En það var ekki um annað að ræða, því að hann hefði að öðr- um kosti drepið þrælanna, sem ég yfirheyrði". „Er þetta ekki nokkuð _ ein- stætt fyrirbæri?11 spurði Ómar Holt. „Meinarðu einbeitingu hugs- anakraftsins?" mælti Míró bros- andi. „Það er ekki mjög langt síðan að menn á ykkar jörð gátu gert hið sama. Fyrstu pýramíd- arnir í Egyptalandi voru byggð- ir á þann hátt, og í Atlantis- menningunni var þetta algengt — eins og þú munt hafa séð í kennslukvikmyndinni sem fjall- ar um þróun hnattar þíns“. „Þetta er þá frumstæður eig- inleiki?“ „Já“, svaraði Danó. Þegar sér kenni persónuleikans taka að þroskast missa mennirnir um hríð getuna til sameiningar á þennan hátt. Síðar, er þeir nálg- Breytt símanúmer Slmanúmer okkar eru sem hér segir: *io- (10 línur) RITSTJÓRN, AFGREIÐSLA PRENTSMIÐJA, SKRIFSTOFUR, L AUGLYSINGAR 22-4-80 (4 línur) ast fullkomnun mannþróunar- innar, fá þeir hana aftur — en þá er hún eingöngu notuð í þágu hins góða“. IV. „Næsti viðkomustaður er skor kvikindajörð“, sagði Danó, er þeir sátu yfir hádegisverði dag- inn eftir. Ómar leit á hann spyrjandi augum. „Eru þá heilir hnettir eingöngu byggðir slíkum lífver um?“ spurði hann. „Já. Þær hafa lagt undir sig margar jarðstjörnur, meira að segja fáeinar þar sem mannlíf hefur byrjað að þróazt, en orðið að láta í minni pokann“. Þeir komu út^úr geimþyt ná- lægt kerfi dökkrauðrar sólar. Fyrsti hnötturinn, er fyrir þeim varð, var kaldur og hróstugur, en með súrefnisloftslagi og byggður kynlegum verum. Hvar vetna, frá einum pól til annars, voru löndin alsett háum en mjög óreglulega löguðum köstulum, er líktust allmjög híbýlum hinna hvítu maura á plánetunni Jörð. En þarna var greinilega nokkur tæknimenning, því að vegir lágu um allt, á milli kastalanna, og voru þar á ferð einhverskonar sleðar, dregnir af maurum, sem voru á stærð við héra. Gengu þeir uppréttir, sem menn, en voru að öðru leyti greinilega skordýr. Kastalarnir mynduðu víða borgir, með strætum og torgum. Var þar allstaðar mikil umferð. Geimfararnir flugu niður & hnött þennan í noikkrum disk- um, og lentu skammit utan við eina af stærstu borgunum. Þarna var sérkennilegt lands- lag: lágar hæðir, vaxnar þéttum runnagróðri, sem var alsettur marglituim blómum, þrátt fyrir kuldann í loftinu. En hann var skammt fyrir ofan frostmark 1 tempruðu beltunum. Um miðbik hnattarins var þó nokkru hlýrra, eða álíka og um mitt sumar á fslandi. Allt benti til að veður væru þarna kyrrstæð, og ekki hreyfði blæ þennan dag. Hinn blárjóði himinn var heiður, og ylurinn þægilegur frá rauðri sólinni, er virtist alkniklu stærri en sunna Jarðar. Allt í feröalagið SPARIKAUP - Saumavélar - Eldavélar - Eldavélasamstæður - Sjónvarpstæki - Sjó- og vatnabátar - Utanborðsmótorar - cg margt fleira - Kynnið yður „sparikaup" 'unnai SfyzeiiMM h.f Suðurlandsbraut 16 — Laugavegi 33 Sími 35200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.