Morgunblaðið - 04.07.1967, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967.
BÍLALEIGAN
- FERÐ-
Dsiggjald kr 356,-
og pr km kr. 3,20.
SIMI 34406
SENDUM
BILA
LEIGA
wmmm.
ÍVtAGMÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftirlokuníimi 40381
Sl“ 1-44-44
VmfíÐ/fí
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
tngólfsstræti 1L
Hagstætt teigugjalð.
Bensín innifaiið < ieigugjaidi
Simi 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundiaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun .54936 og 36217.
RAUOARARSTlG 31 SfMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
tJtvarps- og sjónvarpstæki
Kafmagnsvömbúðin sf
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (næg bílastæði)
Ferðafélag
Islands
Ferðafélag íslands ráðgerir
eftirtaldar sumarleyfisferðir í
júlí:
6. júlí er 4 daga ferð um Síðu
að Lómagnúp.
7. júli er 10 daga ferð um
Vopnafjörð og Melrakkasléttu.
8. júlí er 9 daga ferð um Vest-
firði og Vesturland.
10. júlí er 9 daga ferð um Horn-
standir.
11. júlí er 14 daga ferð um
Norður- og Austurland.
12. júlí er 12 daga ferð um
öskju- Ódáðahraun og Sprengi-
sand.
15. júlí er 6 daga ferð um Kjal-
vegssvæðið.
15. er 10 daga ferð um Land-
mannaleið og Fjallabaksveg.
22. júli er 5 daga ferð um
Skagafjörð og suður Kjalveg.
Nánari upplýsingar veittar f
skrifstofu félagsins öldugðtu 3,
simar 1953 — 11798.
lAr Sumarblíða
Sennilega er ekki rétt að
minnast á sumarbliðuna um
síðustu helgi, því kannski verð-
ur komin ausandi rigning, þeg
ar þið fáið blaðið ykkar. En
um helgina streymdu þúsundir
manna á þúsundum bíla út úr
borginni í lengri eða skemmri
ferðir. Á öllum stöðum, sem
aðdráttarafl hafa hér í nágrenn
inu, var krökt af fólki. Umferð
in var gífurlega mikil á vegun
um og gekk yfirleitt vel þótt
rykið gerði mörguim gramt í
geði. Og avo er það umferðar-
hnúturinn við Elliðaárnar.
Segja má, að litlu máli skipti
hvort menn komast heim til
sín 5—15 mínútum fyrr en ella
en það léttir ekki skapið að
síðasta spölinn að bæjardyrun-
um.
■jAr Zetan og íslenzk
tunga
Hér er svo enn eitt bréf
um zetuna:
„Okkur Velvakanda kemur
ekki saman um zetuna. Ég er
nú ekkert hissa á því. Zeta
hefði ekki verið lögboðin í
skólum, ef ekki hefðu verið
æðimargir með henni, að
minnsta kosti af menntamönn-
unum. Þó er zetan alveg óþörf,
sem hefur sýnt sig, því að í
mörg ár var hún felld niður,
og skildist þó allt ritað mál.
Að zeta sé falleg, það finnst
mér fjarstæða, hún er ljót og
vont að skrifa hana og hún
fellur illa að öðrum stöfum.
mjög auðvelt sé að vita hvar
eigi að skrifa zetu. Það hef-
ur jafnan verið talið erfitt að
finna hvar eigi að skrifa zetu
og „ypsilon".
Það er nú sjálfsagt vegna
vanans að ég kaim mjög illa
við að sleppa „ypsiloni", og
finnst prentað mál án þess
mjög óiviðfeldið, en aftur á
móti sakna ég aldrei zetu, og
ég er viss um að eftir nokkar
ár færi eins með zetuna eins
og æ af ó og æ af á, það sakn-
aði hennar enginn.
Hér áður var iðulega skrifað
c í orðum þar sem við nú skrif
um kk, t.d. var skrifað ecki, nú
þættí það afkáralegt. Þetta ar
eins og með ýmislegt annað, að
sínum augum lítur hver á silfr-
ið.
Það er rétt hjá Velvakanda,
að íslenzkan er erfitt mál, og
það er óþarfi að gjöra það erf-
iðara en þarf, með óþarfa stöf-
um. Ég er sammála Velvak-
anda um það, að ljótt er að
slengja saman í eitt fleiri orð-
um eins og Halldór Laxness
gjörir iðulega. Ennþá meira
hneykslar mig þó að heyra og
sjá þágufall notað í stað þol-
falls, svo sem „þora því“ o.fl.
Eins heyri ég marga tala um
það nú sem ég aldrei heyrði i
mínu ungdæmi: „að ganga við
hjá einhverjum. Þá var jafnan
sagt „að koma við“. Að koma
við á þessum og þessum bæ.
Líka var sag.t að ganga um
hlaðið á bæjum.
Nú heyri ég menn segja „að
renna við hjá einhverjum“ ef
þeir eru á bíl. Það getur vel
verið að þetta sé rétt eða geti
staðist, en ég kann illa við það.
Okkur Velvakanda þýðir
sjálfsagt ekki að deila um
zetuna, við verðum víst ekki
sammála. En spá mín er sú, að
eftir nokkur ár verði hún felld
niður, eins og aðrir óþarfa staf
ir, svo sem c og danska þ-ið,
og rnundi létta erfiðleika is-
lenzkunnar.
Vík ég ekki frá því að nær
væri að verja þeim tíma, sem
fer í það að kenna nemendum
hvar eigi að skrifa zetu til þess
að kenna fallegan framburð og
að skrifa fallegt mál.
__ J.J.L.“
ýbr Verðlag
í mjólkurbúðum
„Tvær fáfróðar“ skrifa
eftirfarandi bréf:
„Kæri Velvakandi.
Þú, sem leitast við að leysa
hvers manns vanda, getur ef til
vill orðið okkur að liði. Við
erum tvær konur, sem vinnum
saman. Daglega kaupum við
okkur skamomt í mjólkurbúð,
það er 1 dl. að rjóma, 1 pela
af mjólk og 100 gr. af skyri.
Sumsstaðar er okkur sagt að
þetta kosti kr. 13.45, en annars
staðar kr. 13.50. Nú reiknum
við með að Mjólkursamsalan
hafi ákveðinn verðlista yfir sío
ar vörur og óskum eftir að fá
úr því skorið, hvað þessir hlut-
ir eiga að kosta. Okkur þykir
ótrúlegt að þetta sé selt ódýr-
ara en textinn segir til um og
reiknum því með að nokkrar
krónur séu framyfir yfir árið,
því vissulega erum við ekki
einar um að verzla í búðum
samsölunnar. Þess vegna spyrj-
um við: Hefur verið stofnaður
nokkur styrktar- eða minning-
arsjóður á vegum samsölunn-
ar, sem okkur er ekki kunnugt
um?
— Tvær fáfróðar".
★
Samkvæmt upplýsingum,
sem Velvakandi fékk hjá
Mjólkursamsölunni, ber frún-
um að borga kl. 13.45 fyrir dag
skammtinn sinn.
"Ar Oft mikill
verðmunur
í þessu sambandi sakar
ekki að minna á, að verð á
sömu vöru er oft æði misjafnt
í verzlunum. Kemur þetta m.a.
fram í verðlista þeim, sem
skrifstofa verðlagsstjóra send-
ir frá sér við og við. Þar er
tekið fram að eðlilegar orsak-
ir geti legið til þessa. Þeir neyt
endur, sem fylgjast vel með
verðlaginu, vita þetta o.g haga
innkaupum sínum eftir þvL
Verður „dagskammtur“ þeirra
því oft þó nokkuð ódýrari en
hinna, sem gera öll sín kaup í
næstu búð án þess að velta fyr
ir sér verði vörunnar. Auðvit-
að getur „næsta búð“ verið sú
bezta, en það sakar ekki að
fylgjast með því hvað sama
vara kostar annars staðar. Sann
leikurinn er sá að neytendur
gera ekki nógu mikið af því
að bera saman vöruverð og
finna út, hvar bezt er að
verzla.
þurfa að rykkjast þetta áfram Það er heldur ekki rétt að
Reglusamiir piltur
með Verzlunarskólapróf óskast til starfa nú þegar.
Tilboð sendist blaðinu fyrir miðvikudagskvöld
mepkt: „792.“
Moskvitch til sölu
árg. 1963 í góðu standi. Uppl. gefnar hjá Bifreið-
um og landbúnaðarvélum, Suðurlandsbraut 14,
sími 38600.
International Hospitality.
Foreldrar látið börn yðar læra ensku þar sem hún
er töluð bezt. Getum útvegað sumarskóla á Suður-
Englandi. Dvalarstaðir hjá völdum fjölskyldum.
Nemendur eru undir stðugu eftirliti skólans. All-
ar nánari upplýsingar í síma 41050.
HRPPDRIETTI SIBS
Dregið á morgun
EnouRnviun ivkur
n hAoeci