Morgunblaðið - 04.07.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967.
5
Saltfisksframleiðslan dregst verulega saman
Saltfiskur fluttur út fyrir
samtals 547 milljónir kr.
Frá aðalfundi Sölusambands islenzkra fiskframleiðenda
AÐALFUNDUR Sölusambands
ísl. fiskframleiðenda var haidinn
í Sigtúni í dag 1. júlí. Formaður
félagsstjórnar Tómas Þorvalds-
son setti fundinn, en fundarstjóri
var kjörinn Jón Árnason, al?
þingismaður. í skýrslu félags-
stjórnar fyrir árið 1966 kemur
fram, að heildarsaltfiskfram-
leiðsla ársins 1966 nam um 28
þúsund lestum blautsaltaðs fisks
— eða um 2000 lestum minna en
árið 1965.
Helstu markaðslönd fyrir salt-
fisk voru Portugal, þangað voru
seld 9338 tonn, til Spánar 6548
tonn, Ítalíu 3778 tonn, Bretlands
2519 tonn, Grikklands 926 tonn
og minna magn til ýmissa ann-
arra lianda. Söltuð afsaiflök til
Þýzkalands. voru 1412 tonn.
Helzta markaðsland fyrir þurrk-
aðan salfisk var eins og áður
Brasilía, en þangað voru seld um
1200 tonn.
Heildarverðmæti saltfisksút-
flutningsins árið 1966 nam um
547 milljónum króna fob. Verð
á stórfiski vertíðaraflans 1966
var að meðaltali 13—14% hærra
en fyrir vertíðaraflann 1965.
Smáfiskur átti erfiðara upp-
dráttar sérstaklega er líða tók
á árið, og lækkaði verð hans á
mörkuðunum um ca. 13% frá
miðju ári til ársloka. Verðlækk-
un sú, sem varð á smáfiski staf-
aði fyrst og fremst af of miklu
framboði smáfisks á mörkuðun-
um, aðailega frá Færeyjum og
Mikið úrval
af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW
gólfteppum. — Gott verð.
LITAVER S.F., Símar 30280, 32262.
Hluthafafundur
í Samvinnubanka íslands h.f., verður
haldinn í Sambandshúsinu, Reykjavík,
mánudaginn 10. júlí, 1967 og hefst kl.
17.00.
DAGSKRÁ:
1. Tillaga um hlutafjáraukningu.
2. Önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða
afhentir á fundarstað.
Bankaráð Samvinnubanka íslands h.f.
Til sölu er
að Njálsgötu 49, Reykjavík:
1. Verzlunarhúsnæði á götuhæð, tvö herbergi, sam-
tals um 75 fermetrar að stærð.
2. fbúð á 2. hæð, þrjú herbergi, eldhús og bað,
samtals um 80 fermetrar að stærð.
3. fbúð á 3. hæð, þrjú herbergi, eldhús og bað,
samtals um 80 fermetrar að stærð.
4. Tvískipt rishæð, með tíu einstaklingsherbergj-
um, fimm herbergjum í hvorum enda, samtals
að flatarmáli um 160 fermetrar, sem möguleiki
er á að breyta í tvær íbúðir.
Frekari upplýsingar gefur:
ÖRN ÞÓR, hæstaréttarlögmaður.
Bankastræti 7. — Sími 19516.
Þýzkalandi. Þær hækkanir sem
náðust á söluverði stórfisks á ár-
inu 1966 runnu þó ekki beint og
óskertar í vasa framleiðenda.
Launahækkanir á árinu munu
ekki hafa verið undir 19,7% og
ferskfiskverðið hækkaði a.m.k.
um 17% frá árinu áður. Það
kemur íram í skýrslu stjórnar
S.Í.F. fyrir árið 1966, að mikið
vantar á að hægt hafi verið að
fullnægja eftirspurn markað-
anna fyrir blautverkaðan stór-
fisk eða 15 til 20 þúsund tonn —
og ekki var heldur hægt að full-
nægja eftirspurn markaðanna
fyrir þurrkaðan saltfisk.
1 ræðu formanns, þar sem
skýrt. var frá sölu og framleiðslu
yfirstandandi árs, kom meðal
annars fram, að saltfiskfram-
leiðslan í ár hefir enn dregizt
saman. Má þar vafalaust að
nokkru kenna um eindæma ógæft
um á nýlokinni vetrarvertíð.
Auk þess hefir saltfiskur orðið
útundan við skiptingu hagræð-
ingarfjár og því ekki notið sömu
aðstöðu til framleiðniaukningar
og aðrir þættir fiskvinnslunnar.
Heildarbolfiskaflinn var frá
1/1 til 31/5 1966 232.400 tonn en
á sama tímabili í ár 202.230 tonn.
Ekki liggja endanlega fyrir
tölur um skiptingu aflans eftir
tegundum, en við apríllok í ár
var þorskaaflinn um 46 þúsund
tor.num minni en árið 1966. Salt-
fiskframleiðslan í ár frá ára-
mótum til 1/6 nemur aðeins um
17.600 tonnum eða um 72% af
því sem saltað var á sama tíma
árið áður.
Það kom fram í ræðu for-
manns, að sölur saltfisks í ár
gengur mjög greiðlega og að all-
ur saltfiskur verður útfluttur um
miðjan þennan mánuð.
Ennfremur kom það fram, að
til þess að hægt hefði verið að
fullnægja þörfum markaðanna
fyrir stórfisk, hefði framleiðslan
mátt vera 20 til 25 þúsund tonn-
um meiri en hún varð. Örlítil
hækkun náðist á verði blaut-
saltaðs stórfisks mðiað við árið
1966.
Framhald á bls. 24.
Hallgrímskirkja á Skólavörðuholti gnæfir yfir Reykjavíkur-
borg og sést víða að. Myndina tók ljósmyndari Mbl. Ól. K.
Magnússon í gær.
Turn Hallgrímskirkju
er orðinn 45 m á hœð
Stefnt að því að fullgera kirkjuna árið 1974
„AUÐVITAÐ er það ákaflega
mikil bjartsýni af okkur að
halda, að hægt verði að full-
gera Hallgrímskirkju í
Reykjavík fyrir árið 1974, en
við vitum, að vinir hennar
eru víða, og stefnum þess
vegna ótrauðir að settu
marki,“ sagði Hermann Þor-
steinsson, gjaldkeri bygging-
arnefndar Hailgrímskirkju,
þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann í gær til
þess að frétta, hvernig bygg-
ingarframkvæmdir kirkjunn-
ar stæðu í dag.
„I þessari viku er verið að
Ijúka við að ganga frá mót-
um að efstu hæð turnsins, og
þegar lokið verður við að
steypa hana, sem væntanlega
verður á næstunni, verður
turninn kominn í 45 metra
hæð.
Þá er komið að turnspír-
unni, sem einnig er úr stein-'
steypu, en spíran er opin,
stuðluð eins og turninn og
í neðri hluta hennar er
klukknaportið, og höfum
við þegar gert kostnaðaráætl
un og vinnuteikningar að
þeim hlula og stefnum að því
að ljúka þeim hluta í sumar.
Einnig er meiningin að
koma fyrir almenningslyftu j
turninn fyrir haustið, og hef
ur þegar verið tekið tilboði í
hana frá Vestur-Þýzkalandt
Myndast þá í 45 roetra hæð
hinn ákjósanlegasti útsýnis-
pallur fyrir almenning, og er
hugmyndin að fá leyfi ti,
þess að nota hann með haust-
inu.
Turnspíran verður öll 25
metrar á hæð, og með krossi,
sem kemur efst, og verður
4—5 metrar á hæð, verður
allur turninn 7414 meter á
hæð.
Eins og ég sagði áðan, stefn
um við að því að kirkjan
verði fullbúin árið 1974, en
þá eru einmitt 300 ár liðin
frá dauða séra Hallgríms, og
Framhald á bls. 24.
Gerið
góðan mat
betri
með
BÉLDUDALS
niðursoónu grænmeti
Húseignin
Norðurbraut 19
« Hafnarfirði er til sölu
Húsið er vandað og vel hirt, járnvarið timburhús
með steyptu kjallaralofti. Á aðalhæð eru þrjú rúm-
góð herb. og eldhús, á efri hæð tvö herb. eldhús
og bað. í kjallara eitt herb. og eldhús, geymsla og
þvottahús. Til mála kemur að selja kjallaraíbúð-
ina sérstaklega. Sanngjarnt söluverð og hófleg út-
borgun. Eignin er í mjög góðu ástandi.
ÁRNI GUNNLAUGSSON HRL.
Austurgötu 10. Hafnarfirði, sími 50764.
Kl. 9.30 12 og 1—5.
Húseigendur
Hafið þið kynnt
ykkur verð og
hæfileika hinna
heimsviður-
kenndu M.A.C.
mótorsláttuvéla
14, 18, 22ja
tommu.
Sendum í póst-
kröfu hvert á
land sem er.
M.A.C. umboðið
P.O. Box 618,
Reykjavík.
Sími 40403.