Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1967. 3 Dr. Oidtmann á íslandi Kynnir glerskreytingar í verzl. Kirkjumunum UM þessar mundir er staddur hér á landi dr. H. Oidtmann, sem ásamt bróður sínum er for- stjóri glerlitunarfyrirtækisins Gluggaskreytingar annazt. í þýzkri k irkju, sem Oidtmann hefur Oidtmann í Linnich í Þýzkalandi. Þetta fyrirtæki er 110 ára gam- alt, hið elzta sinnar tegundar í Þýzkalandi. Dr. Oidtmann er orðinn hagvanur á íslandi, því að þetta er fimmta ferð hans hingað til þess að annast upp- setningu steindra glugga, sem fyrirtæki hans býr til. Oidtmann er hér ásamt starfsmanni og dvelst á Ragnars Emilssonar, arki tekts, og konu hans, Sigrúnar Jónsdóttur. Þar hittum við hann gær og spjölluðum stundarkorn við hann. ,,Að hvaða verkefnum vinnið þér hérna?“ „Ég er núna að setja glugga í Neskirkju, en síðan fer ég í Hallgrímskirkju í Saurbæ og Stóradalskirkju undir Eyjafjöll- um.“ „Hverjar byggingar fleiri hér á landi hafa glugga frá yður?“ „Það eru kirkjurnar í Skál- holti, Kópavogi, Hafnarfirði og Höfn og Þjóðminjasafnið. Ég vona að ég gleymi engu.“ „Teiknið þér glugga?“ „Nei. Ekki nema fyrir sjálfan mig í tómstundum. Við vinnum aðeins eftir fyrirmyndum lista- manna í hverju landi, en teikn- um ekkert sjálfir. Reyndar ger- um við fleira en að búa til glugga. Við tökum einnig að okkur viðgerðir á gömlum lista- verkum og búum til mósaik- myndir eftir pöntunum. Við höf- um um 50 sérmenntaða menn á verkstæði okkar til þessara starfa. f nokkra (laga eftir 20. júlí mun ég verða til viðtals fyrir þá, sem áhuga hafa, hjá frú Sig- rúnu Jónsdóttur í verzluninni Kirkjumunum í Kirkjustraati 10, og veita leiðbeiningar og allar upplýsingar um litaða glugga og Dr. Oidtmann aðrar þær vörur, sem við fram- leiðum." Við snúum okkur nú að frú Sigrúnu og forvitnumst um verzlunina Kirkjumuni. „Eins og nafnið bendir til er aðalmarkmið verzlunarinnar að veita sem mesta og bezta þjón- ustu fyrir kirkjur landsins. Við leggjum áherzlu á, að allir hlutir hjá okkur hafi listgildi. Æski- legast hefði verið, að þeir hefðu verið unnir af íslenzkum hönd- um og úr íslenzkum efnum, en margt kemur í veg fyrir það. Þess vegna hefur verzlunin leit- að til ágætra erlendra fyrir- tækja, þeirra á meðal til Oidt- manns. Við höfum núna sýnis- horn í verzluninni og munum tal?a við pöntunum á allskonar gluggaskreytingum, bæði fyrir kirkjur og aðrar byggingar. Það má líka geta þess, að verzlunin er flutt niður á fyrstu hæð, svo að aðstaða er öll betri en áður.“ Sjóstcmgaveiði- mót í Keflavík FYRIR STUTTU var haldið mót sjóstanga-veiðimanna í Keflavík. Þátttakendur voru 34 frá Reykjavík, Keflavík, Akra- nesi og Keflavíkurflugvelli. Far- ið var kl. 8 um morguninn og áttu allir að vera komnir að landi kl. 5 e.h. Aðallega var ferðum heitið útí Garðsjó, en skipstjórar bátanna réðu nokkru um hvert farið var, enda fær skipstjóri aflahæsta bátsins veg- leg verðlaun. Sjóstangamenn hafa sínar eigin reglur, meta og vega þann stærsta og minnsta af hverri teg- und, mestan og minnstan afla ög veita fyrir margháttuð og falleg verðlaun. Meðan afla að þessu sinni, og einnig flesta fiska hafði Bene- dikt Jónsson forstjóri, og hlaut hann að verðlaunum bikar, sem gafoinn var af Aðalstöðinni h.f. og fyrir flesta fiska bikar frá Stapafell h.f. Stærsti fiskurinn reyndist vera þorskur er vó 7,5 kg. og hlaut veiðimaður hans verðlaunabikar frá verzl. Kyndill í Keflavík. Stærstu ýsuna dró Margrét Helgadóttir og stærsta ufsann Eiríkur Eyfjörð og hlutu þau bikara, sem „Sjóstöng" í Kefla- vík hafði gefið. Fyrir stærsta háfinn hlaut Max Aitkinns frá flugvellinum einnig bikar frá Sjóstöng, einnig hlaut Erla Eiríksdóttir bikar frá Sjóstöng fyrir stærstu lönguna. Fyrir stærsta steinbítinn hlauit Mar- grét Rolgadóttir bikar frá verzl- uninni Sport í Reykjavík. Bikar frá Aðalver hlaut Sveinn Orms- son fyrir minnsta fiskinn, sem var karfi 130 grömm að þyngd. Fyrir mestan afla konu, 39,5 kg. hlaut Álfdís Sigurbjarnardóttir, silfurskál gefna af Sverre Stein- grímssen og einnig hlaut sú sama, sportstyttuna frá Sport í Reykjavík fyrir stærsta fisk konu. Aflahæsti báturinn var „Þor- steinn Gíslason" og hlaut skip- stjóri hans Gísli Halldórsson, jkipstjórabikarinn sem gefinn er af Samvinnubankanum í Kefla- vík. Framhald á bls. 27. BRUNA TRYGGINGAR 11700 mkmiNAR Ræktun nytjaskóga í síðasta hefti tímarits'/is Heima er bezt, ritar ritstjórinn, Steindór Seindórsson, settur rektor við Menntaskólann á Ak- ureyri, ágæta grein um skóg- rækt. Kemst hann þar m.a. að orði á þessa leið: „í fyrstu var því trúað, að ís- - lenzk skógrækt gæti ekki orðið annað en verndun skógarleifa og einhver smávægileg aukning í ræktun nýrra birkiskóga. Þá var margt rætt um hugsjónina að klæða landið, og mælti enginn mót. Skógræktin hefur siðan sett markið hærra. Leitað hefur ver- ið eftir að flytja inn trjátegund- ir, stórvaxnari og arðmeiri en birkið, frá stöðum, þar sem lík eru náttúruskilyrði, því að rök voru að því leidd, að barrskógar yxu hér ekki vegna einangrun- ar landsins, en ekki óbliðra nátt- úruskilyrða. Markvisst hefur verið að því unnið að gera tilraunir með ræktun nytjaskóga af erlendum trjátegundum, því að ljóst er, ef slíkt tækist væri það stórfellt þjóðhagsatriði, þar sem ekkert gróðurlendi er arðmeira en gott skóglendi. Tilraunir þessar hafa gefið góðar vonir, svo að nálgast vissu um að þetta megi takast". Árásirnar á skógræktina Greinarhöfundur heldur síðan áfram og kemst að orði á þessa leið: „En samtímis því sem horfurn ar hafa aukizt á því, að skóg- rækt á íslandi verði meira en fögur hugsjón, heldur snar þátt- ur í atvinnulífi þjóðarinnar í framtíðinni, dregur nýjar blikur á loft. Nú eru það ekki vorhret og harðviðri vors kalda lands, heldur heimagerð hret og næð- ingar. Árásir eru gerðar á skóg- ræktina, hún talin til einskis nýt og þegar allt annað þrýtur er slegið á þá strengi tilfinning- anna að með ræktun skóga af erlendum uppruna sé verið að spilla fegurð landsins'. Náttúra þess og berangur eigi að haldast hreint og ósnortið, eða þá með lágvöxnum birkikræklum. En hví í ósköpunum hafa þá ekki bændur landsins verið varaðir við því að spilla hinum fagra, íslenzka túngróðri, með því að flytja inn túngrös, sem gefa meiri afrakstur en hin inn- lendu? En þetta er það, sem skógræktin gerir með innflutn- ingi nýrra trjátegunda“. Framsókn einangruð — Kommúnistar klofnir „Vesturland“, blað Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum, ræðir ný- lega kosningaúrslitin og kemst í lok forustugreinar sinnar að orði á þessa leið: „Vestfirðingar munu nú gera sér ljóst, að Framsóknarflokkur inn er einangraður og kommún- istar margklofnir. Sjálfstæðis- mönnum einum er treystandi tU þess að hafa farsæla forustu um áframhaldandi framfarir og upp byggingu hér vestra. Sjálfstæðismenn þakka vest- firzkum kjósendum fyrir traust an stuðning við málstað þeirra. Þeir munu halda áfram barátt- unni fyrir fjölþættum fram- kvæmdum og umbótum á að- stöðu fólksins. Nú skiptir það mcginmáli að Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum standa sameinaðir í órofa fylkingu og munu halða áfram baráttunni fyrir hags- munamálum vestfirzks fólks. Vestfirðir munu njóta áfram forustu stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar. Af því munu Vest- firðingar til sjávar og sveita njóta góðs næstu 4 ár. Þvi er ástæða til að fagna“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.