Morgunblaðið - 05.07.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 1967.
15
Æfaforn saga um
ást og dauða
- sagan um Hagbarð og Signýju
Gitte Hæning sem Signý og Oleg Vidov sem Hagbarður í
kvikmyndinni „Rauða skikkjan“.
FYRIR um það bil einu ári
komu hingað danskir kvik-
myndatökumenn og leikendur
til að taka og leika í kvikmynd
er hlaut nafnið „Rauða skikkj-
an“. Kvikmynd þessi var síðan
sýnd hér í vetur, en hlaut held-
ur neikvæða dóma. Þótti sem
framleiðendum hennar og stjórn
endum hefði mistekizt í túlkun
sinni á hinni fornu sögu, er var
efnisleg uppistaða myndarinnar.
í öllum megin atriðum var þó
farið eftir efni sögunnar við
gerð kvikmyndarinnar. Sagan
um Hagbarð og Signýju er æfa-
forn, þau eru nokkurs konar
Rómeó og Júlía Norðurlanda.
Hér fer á eftir grein um sögu
þeirra eftir Simon Hjalte-
gaard:
Enginn getur nú haft tæmandi
vitneskju um Ihvernig sagan um
Hagbarð og Signýju var í ein-
Stökum atriðum. Ekki er einu
sinni hægt að greina með vissu,
á hvaða tíma hún á að hafa
gerzt, en talið er að það hafi
verið á tímurn Gorms hins
gamla, eða á miðri Járnöldinni,
sem er 1500 ára tímabil er hefst
um 500 árum fyrir Krist.
Fyrir þann tíma að Haraldur
blátönn sameinaði Danmörku í
eitt riki og kristnaði það, réðu
herskáir smákonungar landinu.
Eilífar erjur áttu sér stað á milli
þeirra. Bæði voru þeir að reyna
að auka við hin litlu yfirráða
svæði sín, og að verja þau fyrir
norskum smákonungum er
hugðu á landvinninga. Á þessum
tíma var Hane konungur á
Fjóni, Hader og Hrærekur á Jót-
landi og Östmar á Skáni, en
nafnkunnastur konunganna var
Sigvard eða Sigar af Siklinga-
ætt, en sú ætt var upprunnin í
Gotlandi. Réði Sigar konungur
löndum á Sjálandi. Ef til vill
var hann aðeins til í goðsögn, en
ef til vill í raunveruleikanum.
Það er álitið, að konungsgarð-
ur Sigars hafi verið í Sigerstað,
nálægt Ringsted. í því umlhverfi
hefst og líkur sorgarsögunni um
Hagbarð og Signýju. Merkilegt
finnst manni að leikstjóri Rauðu
skikkjunnar, Gahriel Aksel,
skyldi ganga fram hjá þessari
staðreynd og taka kvikmyndina
á íslandi.
Saxo biskup Absalons, reit sög
una í Danmerkurannála sína á
samtíma máli, skreyttu klaust-
urlatínu. Og í dönskum alþýðu-
kveðskap þekkist ágætt bardaga
kvæði, sem hefst á þessari vísu:
Konungarnir Hagbarður og
Sigar
hófust miklar deilur,
sem snérust um hina stoltu
Signýju.
Hún var falleg og góð
og sjaldan hafði verið eins
mikið
til að berjast fyrir.
Hagbarður, hinn norski kon-
ungssonur, hafði kynnzt Sig-
nýju, dóttur Sigars konungs,
undir sérstökum kringumstæð-
um. Hafði hann lagt árásarskip-
um sínum einhversstaðar hjá
Kattegat, milli Læseyjar og An-
holt, og þegar 'tvo syni Sigars,
Álf og Algeir, bar þar að á vík-
ingaferð sinni réðist Hagbarður
á þá.
Eftir stuttan bardaga komust
sæt'tir á, og Hagbarður fylgdi
þeim bræðrum suður á bóginn.
Álitið er, að skipin hafi farið
inn í Hróarskeldufjörðinn, þar
sem þeir bræður Álfur og Al-
geir, buðu svo Hagbarði að
heilsa upp á föður sinn heima
á Sigarsstað.
Við hof Sigars konungs hittu
Norðmennirnir annan gest.
Hann var aðkominn sunnan úr
löndum og reyndist þeirra ör-
lagavaldur. Maðurinn hét Hildi-
brandur og var Þjóðverji af tign
um ættum. Hann hafði gert sér
ferð til Sjálands með það áform
í huga að biðja Signýjar Sigars-
dóttur sér til eiginkonu. Ekki
íeið þó á löngu þar til að Hildi-
brandur merkti að hugur henn-
ar, stóð ekki til hans, heldur til
þess Norðmanns er var myndar
legastur þeirra allra — Hag-
barðs frá Þrándíheimi. Hildi-
brandur vildi ekki við það una,
og fékk til liðs við sig hinn und-
irförla öldung, Bölvís. f samein-
ingu lögðu þeir svo á ráðin
hvernig takast mætti að koma
á óvild milli hinna dönsku og
norsku konungsbræðra.
Eitt sinn, þegar Hagbarður
var á veiðum með Sigar kon-
ungi láta þeir Álfur og Algeir
blekkjast af rógi Bölvíss og ráð-
ast þeir bræður Hagbarðs og
vinna á þeim. Skeði þetta ein-
hversstaðar á ströndinni, er
seinna hlaut nafnið Hámundar-
víg.
Hagbarður verður fár við þeg
ar hann sér hvað gerst hefur og
hverfur á burtu. Von bráðar er
hann kominn aftur með járn-
klædda riddara sína og hefst nú
mikil orusta. Endalok hennar
verða þau, að Hagbarður vegur
báða bræður Signýjar, og litlu
rounar að honum takizt að ná til
hins slóttuga Þjóðverja, sem
meira til að sýnast hefur tékið
þátt í bardaganum.
Hagbarður miðar spjóti sfnu
að Hildibrandi og fer lagið í
gegnum báðar rasskinnar hans.
Sagan segir að þá hafi Hildi-
brandur rekið upp slíkt öskur,
að heyra mátti það um megin-
hlutann af Mið-Sjálandi. Var
hann fluttur aftur til konungs-
garðs, þar sem menn drógu
spjótsoddinn út úr sárinu og
hjúkruðu honum. Snéri síðan
hinn hrausti Germani skyndi-
lega aftur til síns heima.
Og Signý sjálf? Kvenleg eðlis-
hvöt hennar segir henni hvað
liggur að baki harmleiksins, og
hún getur sannarlega kennt
Hildibrandi um að hún missti
báða bræður sína, — og ef til
vill Hagbarð einnig. Til að
sleppa fljáls frá hefnd Sigars,
varð hinn norski konungssonur
að fara burt frá Sjálandi, og
láta ekki sjá sig þar aftur.
Karlmannleg „skjaldmey"
En það er ekki auðvelt fyrir
Hagbarð að gleyma ást sinni á
Signýju. Eins og fuglinn sem
flýgur á lampaskerminn á flótta
sinum undan nótt og stormi, eins
flýgur Hagbarður mót hinum
sorglegu örlögum sínum.
Fagran haustdag lætur hann
setja sig á land á hinni eyðilegu
vestursjálenzku strönd. Þar
eru engir tollþjönar eða bað-
strandargestir, sem horfa á hann
með forvitnisaugum, því við er-
um sem sagt á frumstigi sögunn
ar, nokkrum öldum áður en
Gormur hinn gamli var uppi.. .
Og hér sjáum við einnig Hag-
barð konung, koma skríðandi
upp ströndina, — skríðandi
vegna þess að hann var óvanur
að vera í kvenbúning, og hann
þvældigt því fyrir fótum hans.
En af hverju var Hagbarður í
kvenbúningi? Það var af því,
að allir klækir gilda í stríði ást-
arinnar. Hann þráir Signýju og
verður að sjá hana aftur, þrátt
fyrir að hann viti um heiftar-
hug föður hennar til sín.
Um kvöldið nálgast Hagbarð-
ur konungsgarðinn og það kem-
ur að því að varðmenn í útsýn-
isturnunum verða hans varir og
rannsaka þeir komumann gaum
gæfilega. Þeir voru vissir um að
þessi hávaxna og fallega norska
stúlka hefði einhver tíðindi að
færa og vísa henni inn.
Og það hefur „hún“ líka. Svo
snilldarlega leikur Hagbarður
hlutverk skjaldmeyjar, send af
Haka konungi með áríðandi
skilaboð til Sigars konungs, að
engan grunar neitt í fyrstu. Það
er orðið of framorðið til þess að
„hún“ fái áheyrn hjá konungi,
en er þessvegna fylgt til jómfrú
arherbergis Signýjar, þar sem
þernur þjóna henni. En ein af
þernunum verður tortryggin.
Henni finnst „konan“ vera nokk
uð stirð við útsaum sem henni
er fengin í hendur. Hegðun
„hennar" virðist líka undarleg
þegar mjöður og kjöt er borið á
borð. Þerna þessi heitir Gréta,
og tveimur dögum síðar hlýtur
hún hryllilegan dauðdaga, þar
sem hún er grafin lifandi í
flæðaleir, .. . . en það er önnur
saga.
Signý sjálf verður þess fljótt
áskynja hver er dulin bak við
gervi hinnar ókunnu skjald-
meyjar, en hún er það mikil
kona, að hún kann vel við þetta
glannalega uppátæki. Hann hef-
ur fórnað öllu hennar vegna.
Þernan Gréta tekur sér fyrst
um sinn ekkert fyrir hendur.
Kvöldið líður og spennandi
ástand ríkir, sem ekkert gefur
nútíma leikritum eftir. Þar sem
hin ókunna skjaldmey er ber-
sýnilega af tignum komin, or
henni sýndur sá sérstaki sómi
að þiggja gistingu í svefnher-
bergi Signýjar.
„Hún“ leggur hannirðir sínar
frá sér, og felur hið stutta sverð
sitt undir þeim. Óvopnaður hef-
ur Hagbarður ekki vogað sér
inn í holu ljónsins.
Og hér í herbergi Signýjar
verður þeim öll markmið fjar-
læg í þeirra eigin heimi. Það
verður og fer sem fer. Saxi fróði
lætur Hagbarð mæla svo:
Fagra mey, sem fagnandi ég
faðma, ætlar þú aldrei að svíkja
vin þinn, aldrei elska annan
mann? Og ef faðir þinn nær mér
sem fanga, mun hann með-
höndla mig grimmilega. Óðar
mun ég þá líf mitt láta, hann
hefur vald til að refsa mér.
Fyrst drap ég bræður þína, og
nú dvel ég hjá þér. Aldrei fram-
ar mun hann una mér lífs og
hamingju. Segðu mér, kæra,
hvað þú vilt þegar ég verð að
láta lífið. Þungt fellur mér sú
hugsun að þú hvílir í örmum
annars manns.
Þessu svarar Signý:
Aldrei annan mann ég elska
mun, og annars kona aldrei verð
ég. Eigir þú að láta líf þitt, óð-
ar mun ég fylgja þér í dauðann.
Einum þér ég gaf ást mína, —
enginn áður tók mig í faðm
sinn. Aldrei skulu örlög skilja
okkur, lífi og dauða mun ég með
þér deila. Og ef hvöss vopn bíta
þig, mun Signý falla þér við
hlið. Hvað sem orsakar dauða
þinn mun einnig orsaka dauða
minn.
En lengra nær samtal þeirra
ekki, því að herbergisfélagi
Signýjar, þernan Gréta, læðist
burtu til að vekja Sigar konung
og men hans: Það er eitthvað
öðru vísi en það á að vera í her-
bergi Signýjar, segir ihún.
Við gálgann
Aftur hefst orusta og gnýr.
Með hinu stutta sverði sínu
verður Hagbarður mörgum af
mönnum konungs að bana, þar
sem hann verst í þröskuldinum
að herbergi Signýjar. Vörnin
varir þó ekki lengi. Hann verður
að lúta ofureflinu.
Réttarhöldin ganga fljótt fyrir
sig. Reiði Sigars konungs er mik-
il. Hann þarf ekki aðeins að
hefna sona sinna, heldur og nið
urlægingu dótturinnar. Þessa
vanvirðu er aðeins hægt að þvo
af henni með blóði sakamanns-
ins.
Nei, blóðhefnd er of mild. í
flýti er gálgi sleginn saman stutt
frá konungsgarðinum og þar
skal snaran herðast að hálsi
hins unga Hagbarðar.
Með stöðugum stíganda held-
ur harmsagan áfram til enda.
Verðir færa Hagbarð fram.
Hann er ekki auðveldur fangi,
heldur brýzt um og sprengir
hlekki þá er á hann hafa verið
lagðir hvað eftir annað. Það er
fyrst eftir að þernan Gréta hef-
ur gefið Sigari konungi það ráð
að taka lokka úr hári Signýjar
og 'binda hetjuna með þeim, að
fanginn verður 'ljúfur viðureign
ar, þegar hann er leiddur á af-
tökustað. Enginn skilur þessa
skyndilegu breytingu á hegðun
hans.
Og nú stendur hann þarna,
fyrir framan snöruna sem á að
falla um háls hans og lyfta hon
um upp. Það verður ekkert
svanaflug til himneskrar sæiu
Valhallar, heldur langur og
kvalafullur dauðdagi, rétt eins
og hann hefði verið þræll sem
refsa ætti fyrir stuld á sauða-
læri.
Tilfinningin af heitum kossum
Signýjar brennur enn á vörum
Hagbarðs, og aðeins ein hugs-
un kemst að:
— Var þetta alvara hennar.
Vildi hún fylgja mér í dauðann
eins og hún sór í nótt. Þá mundi
þetta allt verða leikur einn.
Hann fær skyndilega hug-
mynd, og í krafti síns konung-
lega myndugleika lánast honum
að fá böðulinn og þjóna hans til
að taka þátt i spaugi. Hann legg-
ur skarlatsskykkju sína á jörð-
ina.
— Hengið hana upp og lofið
mér að sjá hvernig Hagbarður
konungur tekur sig út, þar sem
hann hangir í sjálenzkum gálga,
kallar hann.
Mennirnir 'hala rauðu skikkj-
una upp og þar hangir hún og
líkist blóðugum klæðum sem
flökta í októbergolunni.
Hagbarður veit að Signý hef-
ur mann á gægjum til að gefa
henni merkið. Hann stendur og
horfir á flökt skikkjunnar. Hvað
hann hugsar veit enginn. Tim-
in virðist hafa numið staðar.
Hvað mun nú koma fyrir?
Og nú skeður það!
Rauðir og gulsvartir logar
brjótast út frá konungsgarðin-
um. Þegar heyrast þaðan brak
og brestir. Hið skraufþurra timb
ur í húsi Signýjar brennur líkt
sem væri það fauskur.
Og gegnum hávaðan og ring-
ulreiðina hefur Hagbarður upp
raust sína, sem hljómar eins og
dómsdagslúður, en einnig sem
gleðióp: Takið kápu mína nið-
ur, — hún má liggja á jörðinni.
Hefði ég þúsund líf mundi ég
ekki kæra mig um eitt einasta
þeirra.
En nú tekur böðullinn, sem.
misst hefur þolinmæðina, málin
í sinar hendur, og í næstu andrá
hangir Hagbarður sjálfur í gálg
anum og sveiflast milli himins
og jarðar.
Og gamli örvinglaði konung-
urinn, sem hefur falið sig í
beykilundinum til að fylgjast
með atburðunum verður nú þess
meðvitandi að kringum hann
fer fram hanmleikur. Hann gef-
ur skipanir til manna sinna:
Sumir skulu hlaupa til brunans,
látið þið ekki Signýju litlu
brenna, og sumir skulu hlaupa
til gálgans látið þið ekki Hag-
barð ihengjast. En þegar þeir
komu til gálgans var Hagbarð-
ur hengdur og þegar þeir komu
að brennandi húsinu var Signý
brunnin inni.
Og með þessu endar sagan um
Hagbarð og Signýju — dönsk
saga um ást sem náði út yfir
líf og dauða.
-------♦♦♦-----—
Háðstefna bæjar
starfsmanna-
félags BSRB
DAGANA 29. — 30. júnií 1967
var haldin ráðstefna fulltrúa
bæjarstarfsmannafélaganna inn-
an B.S.R.B., þar sem rætt var
um kjaramál bæjarstarfsmanna,
mieð hliðsjón af uppsögn samn-
irtga og samningaviðræðum næsta
hauist.
Ráðstiefniuna sátu fulltrúar frá
öMium félögum bæjarstarfsmanna
innan B.S.R.B. ásamt fiulltrúum
úr sitjórn bandalagisins.
Á ráðstefnuinni var einn-ig rætt
og ályktað um málefni lífleyriis-
sjóða bæjanstarfsmanna, réttindi
og slkylldiur, húsniæðisimiál o.fl.
hagsmunamiál bæjarstarfsmanna.
(TiLkynning).