Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐTÐ, MIÐVIKUDAGUR 19. JTTLT 1967 Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær var fyrsta Sprengisandferð sumarsins farin í liðinni viku. Ljósmyndari Mbl. á Akureyri Sv. F. tók þessa mynd af ferðalöngunum er þeir komu til Akureyrar. Bifreiðastjórinn, Ingimundur Jónsson, er annar frá hægri í fremri röð. í blað- inu í gær var sagt að hann væri eigandi bifreiðarinnar, en hið rétta er að hún er í eigu K.jartans og Ingimars. Náttúrulækningastefnan hér á landi 30 ára FLESTIR hafa heyrt getið um náttúrulækningastefnuna og margir hafa kynnzt henni meira og minna. En eins og kunnugt er, byggir hún á margháttuð- um leiðbeiningum um lifnaðar- hætti manna, ekki hvað sízt mat aræði, sem má heita sérgrein hennar, allt í þeim tilgangi að bæta heilsufar og veita ánægju legri og lengri lífsdaga, og verð ur ekki annað sagt, en að það sé göfugt markmið. 30 ár eru liðin síðan þessi stefna barst hingað til lands, og með þvi að fæstir vita tildrög - þess, og hver það var, sem í raun og veru átti þar frumkvæði að, þykir mér rétt og viðeigandi, á þessum tímamótum hennar, að kynna það lítið eitt með þessu greinarkorni. Þann 5. júlí 1937, boðaði Björn Kristjánsson, þá verzlun- arfulltrúi í Hamborg, til fundar að Hótel Tindastól á Sauðár- króki. Fundinn sóttu 17 manns. Björn setti fundinn og hélt síð- an erindi um náttúrulækninga- stefnuna, en henni hafði hann kynnzt í Þýzkalandi, á undan- förnum árum. Var gerður góð- ur rómur að erindinu og meðal þeirra, sem til máls tóku var Jónas Kristjánsson, héraðslækn ir á staðnum. Þakkaði hann Birni erindið og kvað hér vera - um athyglisverða nýjung að ræð'a, sem vert væri að gefa gaum að. Björn taldi æskilegt að stofnað yrði félag til að vinna að framgangi málsins, og hafði samið uppkast að lögum fyrir væntanlegt félag, sem hann lagði fram. Var félagið stofnað af 15 fundarmönnum og lagauppkastið samþykkt svo til óbreytt sem lög þess. Hlaut það nafnið „Náttúrulækningafélag íslands.'" Þannig varð fyrsta náttúrulækningafélagið til hér á landi. En ekki var laust við að gárungarnir hendu gaman að nafngiftinni fynst í stað. Síð ar fékk samband náttúrulækn- ingafélaga landsins nafnið. , Eftir uppástungu Björns, var Jónas Kristjánsson, héraðslækn ir kosinn forseti félagsins, og með honum í stjórnina: Varaforseti, Björn Kristjáns- son, verzlunarfulltrúi, gjald- keri, Eyþór Stefánsson, verzlun- arm., ritari, Haraldur Júlíusson, kaupm., meðstjórnandi Valgarð Blöndal, póstafgreiðslum. Björn fór ánægður af þessum fundi. Þar hafði honum tekizt Lþað, sem hann var alllengi bú- inn að bera fyrir brjósti, að Björn Kristjánsson Myndin er tekin, er hann bjó í Hamborg gróðursetja frækorn þessarar stefnu í íslenzkum reit, og fela það umönnun þess manns, er hann treysti öllum mönnum til að hlúa að því, láta það dafna og vaxa í það að verða að þeim meiði, er breiddi lim sitt vítt meðal þjóðarinnar. Og það átti eftir að sýna sig, að valið hefði vel tekizt. Hann var ánægður yfir því að hafa ein- mitt nú komið þessu í kring. Ef til vill gæfist ekki tækifæri til þess síðar. Hann var á för- um til Hamborgar aftur, og veð- ur voru þá válynd í élfunni. Hann átti kannske ekki eftir að koma oftar til íslands. Hver vissi það? Björn Kristjánsson er fæddur á Sauðárkróki, varð stúdent vor ið 1920, fór til Kaupm,hafnar sama ár á verzlunarskóla fyrir stúdenta og útskrifaaðist þaðan J921, fór til Hamborgar og las hagfræði við háskólann þar í 2 ár, snéri þá heim aftur og gerðist verzlunarfulltrúi föður síns á Sauðárkróki og gegndi því starfi í 5 ár. Árið 1928 snéri hann aftur til Hamborgar, sett- ist þar að og stofnaði sitt eigið verzlunarfyrirtæki, einkum til að greiða fyrir sölu é íslenzkum afurðum í Þýzkalandi. Björn bjó í Hamborg til érsins 1943. Síðasta árið þar sá hann oft dauðann í dyrunum hjá sér, enda var mikill hluti borgar- innar rústir einar er hann fór þaðan. Snemma á Hamborgarárum sínum kynntist Björn náttúru- lækningastefnunni, og sannfærð ist um gildi hennar fyrir heils- una. Ef til vill hefur hann lagt sig meira eftir henni, sem og öðru, sem til heilsubótar mátti Gullgröftur í Noregi Osló, (Associated Press) — GULLGRÖFTUR í Evrópu? Það hljómar ólíklega, en í héraðinu Finnmörk í Norður Noregi er stundaður guH- gröftur og það auglýst til að hæna að ferðamenn. Ferðaskriístofan í Kara- sjok auglýsti fyrir skömmu, að ferðamenn með ævintýr*- þrá gætu fengið að kynnast af eigin reynd áhrif gull- graftar á sálarlífið, án þess að lofa því, að afraksturinn af þessu starfi verði mjög mikill. Um 60 kílómetra upp með Karasjok-ánni er búið að setja upp búðir fyrir gull- grafara. Ferðamenn geta feng ið að gramsa með pönnu eft- ir gulli í sendnum árbotnin- um og fá leigð öll nauðsyn- leg gullIeitartækL Margir hafa þegar sýnt svo mikinn dugnað og þolinmæði, að þeir hafa haldið heimleiðis með nægilega mikið af gull- kornum til að geta látið smíða sér hring úr eigin gulli. Ferðin til búðanna frá Kara sjok tekuT um tvær klukku- stundir á báti. UmJiverfið er einn ósnortnasti of afskekkt- atfti staður Evrópu. Farið er í &. tum Lappanna ,sem eiga landið. Ferðamenn gista í Lappa- tjöldum eða kofum, sem hægt er að leigja. Máltíðir eru til- reiddar yfir opnum eldi eða í hlóðaeldhúsum í kofunum. Veiða má silung eða lax í ánni og nærliggjandi vötnum, eða þá að men kaupa vistir á staðnum. Hægt er líka að fara í eins dags ferð til gull- graftarbúðanna. — Wbld. EIGINKONA Eftir Christhopher Minidier New York (Associated Press) HVEBS virði er eiginkona? „Hún er ómetanleg", kynni margur hamingjusamlega kvæntur maður að svara. Rannsókn, sem hér fer fram, reynir að vera dálítið nákvæmari. Venjuleg banda- rísk húsmóðir er 830O dala (356.900 kr.) virði árlega, þetta er byggt á launarann- sóknum innan 12 starfsgreina, sem hún fæst við. Þetta er hlutur, sem slæmt er, að bún muni eftir, þegar hún biður um nýjan loðfeld. Samt er hún meira virði, ef eiginmaðurinn er sendiherra — ekki vegna þess að hún vinni lengri vinnudag, heldur vegna þess að aukastarfið, sem hún tekur að sér er Ibetur launað. Þessar niðurstöður eru úr grein, sem birtist í fyrsta hefti Envoy, sem er nýtt mánaðar- rit, gefið út í New ork fyrir stjórnmála- og utanríkisþjón- ustuna. Envoy fékk aðstoð hagfræð inga líftryggingafélags nokk- urs og fleiri aðila til að koma saman skrá yfir vinnustundir í mismunandi greinum og skré yfir þau laun, sem eðli- legt væri að greiða fyrir þessi störf. Venjuleg húsmóðir í Amer- íku starfaði 44.5 klst. á viku sem barnfóstra, 13.1 stund sem kokkur, 17.5 stundir sem ráðskona og þar að auki skemmri tíma sem matvæla- fræðingur, matvörukaupandi, uppþvottakona, þvottakona, saumakona, hjúkrunarkona, viðgerðarmaður, garðyrkju- verða, fyrir þá sök að hann varð jafnan að hafa gát á heilsu sinni allt frá æsku. Að fenginni reynslu, taldi hann stefnuna eiga mikið og gott erindi til landa sinna heima á íslandi. Hann hefur jafnan verið stefn- unni trúr og þakkar kynnum sínum af henni betra heilsufari, enda lifðu þau hjónin mestan tímann í Hamborg mjög í sam- ræmi við kenningar hennar. maður og bifreiðarstjóri. Hæst launuðu störfin eru matvælafræðingur, sauma- kona og kokkur eða 100 kr. á tímann í hverri grein. En hún starfar aðeins 15.6 stund ir á viku við þessi störf. I aðalhlutverki sínu sem bairn- fóstra 44.5 stundir af 99.6 stunda vinnuvitou ber hún að eins 50 kr. úr býtum á tím- ann. Þegar litið var á eiginkon- ur sendiherra, útilokaði rann sóknin, að hún fengist við uppþvott, saumaskap, þvotta, viðgerðir, garðyrkju og bif- reiðaakstur með þeim rökum, að sendiherrafrú mundi hafa heimilisaðstoð. Gert var ráð fyrir, að hún annaðist tals- vert af heimboðum, og henni voru áætlaðar 12 stundir á viku og 153.50 kr. á tímann, sem húsfreyju. Rannsóknin á- aetlaði, að sendiherrafrú starf aði aðeins 92.2 stundir á viku, en ynni sér inn 374.100 kr. á ári, og væri það mest að þaka húsfreyjuhlutverki hennar. Launalastgsta konan var eig- inkona sendiráðsstarfsmanns. Henni voru áætlaðar í hús- freyjulaun aðeins 92.45 kr. á tímann og ekki var gert ráð fyrir, að hún fengist við upp- þvott, saumaskap eða þvotta. Hún vinnur 94.5 stundir á viku og fyrir það eru henni áætlaðar 344.000 kr. á ári. Talið var, að menntun, heil- brigð skynsemi og þagmælska væri meðal nauðsynlegra eig- inleika sérhverrar eiginkonu, en erfitt væri að meta þá til fjár. Þeir Björn og Jónas Kristj- ánsson voru góðir vinir og hélzt ^vo meðan báðir lifðu. Bjðrn kom öðru hvoru heim til vanda manna og vina, meðan hann bjó í Hamborg og átti þá tal við Jónas, meðal annars um nátt- úrulækningastefnuna. Jónas trúði þessum vini sínum fyrir því, að hann kviði því að verða að hverfa frá embætti fyrir ald Framhald á bls. 19 I Karasjok-ánni í Lappahéru ðum Finnmerkur í Norður- Noregi fá ferðamenn að reyna gullgröft og nota við það upp- runaleg tæki. Sumir hafa náð sér í nægilega mikið gull þarna til að láta smiða fyrir sig hring.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.