Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 Slyscilcius verzl- unarmannahelgi Verzlunarmannahelgin, mesta umferðar- helgi sumarsins fer nú í hönd. Bifreiðum hefur fjölgað mikið hér á landi undanfarin ár og umferðin á vegum landsins fer ört vaxandi. Nú um helgina, þegar þúsundir ökumanna halda út á þjóðvegina eykst slysahættan. VEGF ARENDUR: Sameinist um að tryggja öryggi í umferðinni. Sýnið tillitssemi og kurteisi í umferðinni og og metið rétt umferðaraðstæður. Stefnum að slysalausri verzlunarmannahelgi Góða ferð Góða heimkomu. LÖGREGLAN. Lopinn unninn á nýjan hátt Ingi R. Jóhannsson vann Lopapeysupakkningar á markaðnum Barcza ■ síðustu umferð SKÁKMÓTINU, sem haldið var í minningu ungverska skákmeist arans Lajos Asztalos og fór fram í Salgotarjan, Ungverjalandi, er lokið. Efstir og jafnir urðu Ung- verjarnir Bilek og Barczai ásamt Rússanum Shamkovich með 10 vinninga hver. Röð annarra keppenda var þessi: 4—5 Dam- janovic, Júgóslavíu og Simagin, Sovétríkjunum með 9% vinning hvor. Sjötti var Ungverjinn Barcza með 9 vinninga, en hann tapaði síðustu skákinni gegn Igna R. Jóhannssyni. Szabo, Ungverjalandi var sjöundi með 8. Attundi var Ungverjinn Haag með átta vinninga, Ssom, Ung- verjalandi var níundi, hlaut 7% vinning. Ingi R. Jóhanns- son var í tíunda sæti, ásamt Flesch frá Ungverjalandi með 6% vinning hvor. 12—13 Kov- acs, Ungverjalandi og Dr. Paoli Ítalíu með 6 vinninga hvor. Cobo frá Kúbu hlaut 5 vinn- inga og fjórtánda sæti. Lestina ráku Tékkinn Kavalek og Aust- urÞjóðverjinn Pietzsch með 4 vinninga hvor. í síðustu umferð vann Ingi R. Barcza, sem fyrr segir. Þessi útkoma Inga R. er all- góð, því mótið er sterkt mann- að og keppendur þess gera lít- ið annað en tefla skák allt ár- ið um kring, nema Ingi, sem hefur ekki tekið þátt í skákmót- um síðan í nóv. fyrra árs, er hann tefldi I Olympíusveitinni íslenzku í Kúbu. Önnur úrslit síðustu umferðar: Barczai vann Cobo, Haag vann Kovacs, en jafntefli gerðu Szabo og Dr. Paoli, Gsom og Damjanovic, Simagin og Pietz- sch. ÍSLENDINGAR eru einir um að hafa prjónað og heklað lopa eins og hann kemur beint úr lopavélinni. Um 1940 komu lopa peysurnar fyrst á markaðinn og urðu fljótlega eftirsótt vara, bæði hjá íslendingum og erlend- Bíll veltur Akureyri, 3. ágúst. UM miðaftansleytið í gær voru tveir piltar um tvítugt á leið til Akureyrar í fimm manna bíl. Þegar þeir voru að kom- ast ofan að jafnsléttu, neðan við Eyrarland blindaðist ökumaður af ryki frá bíl, sem á undan fór, og fataðist honum stjórnin í beygju og va.t eina og hálfa veltu. Ekki var hátt fram af og mýrlendi fyrir neðan. Piit- ana sakaði ekki, en bíllinn er talinn ónýtur. — Sv. P. Ónógar öryggisráðstaf anir klaufaskapur og fávizka — orsakir slyssins í Aberfan — segir í skýrslu rannsóknarnefndar Aberfan, London, 3. ágúst — NTB—AP — RANNSÓKNARNEFND hef- ur komizt að þeirri niður- stöðu, að orsakir slyssins, er varð í október sl. í Aberfan i Wales, hafi fyrst og fremst verið ónógar Öryggisráðstaf- anir, klaufaskapur og fá- vizka starfsmanna brezku kolanámanna. Nefndin, sem skipuð var til þess að rannsaka slysið, er gjallhaugur hrundi og varð 116 börnum og 28 full- orðnum að bana, birti í dag skýrslu, þar sem farið er þungum orðum um stjórn kolanámanna og tilgreindir níu starfsmenn í Aberfan, er beri höfuðábyrgðina á því hvernig fór. Þó er skýrt tek- ið fram, að aðalbækistöðvar 1 London verði einnig að tel]- ast bera hluta ábyrgðarinnar. Þá er stjórn kolanámanna gagnrýnd fyrir að hafa verið ófús að viðurkenna þann möguleika, að slysið hefði or- sakazt af vanrækslu. Robens lávarður, forseti brezku kola- námanna, var í dag kallaður á fund Richards Marsh, ráð- herra þess, sem fjallar um orkumál í Bretlandi, og eftir klukkustundar viðræður fékk lávarðurinn mánaðar frest til þess að svara skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Skyldi þar koma fram greinargerð námastjórnarinnar um mál- ið og upplýsingar um þær ráðstafanir, sem hún hefur gert til þess að koma í veg fyrir að slík slys geti gerzt. f skýrslu rannsóknarnefnd arinnar eru sérstaklega til- greindir Thomas Wynn, námustjórinn í Aberfan og átta verkfræðingar, sem nefndin telur, að hafi brugð- izt skyldum sínum. “Þeir eru ekki afbrotamenn — heldur heiðarlegir menh, sem hafa lent á villigötum vegna klaufaskapar eða hreinnar fávizku — eða hvors tveggja', segir í skýrslunni. Ennfrem- ur segir, að þeir hafi van- rækt að hafa nægilegt eftir- lit með gjallhaugunum og hafi ekki séð um, að öryggis- reglum væri fylgt. Yfirleitt hafi ríkt linka innan námu- stjórnarinna — linka, sem eigí rót sína að rekja til þess tíma, er náman var í einka- eign. í hundrað ár hafi ekki orðið þar nein slys og svo sé ekki að sjá, að þar hafi ver- ið fylgt neinni stefnu í ör- yggismálum. Hins vegar hafi námustjórnin fengið margar aðvaranir um að slíkir haug- ar gætu verið hættulegir.“ Meðal annars skrifaði prófess or frá Wales um skriðuhætt- una frá slíkum haugum og á sl. 27 árum hafa þrjár stór- ar gjallskriður fallið í ná- grenni Aberfan. Og enda þótt engin tjón yrðu á mönn- um hefðu þær átt að sýna mönnum fram á hættuna. Jafnvel leikmaður gat sagt hvílík reginfirra það var að hafa gjallhaugana í Aber- fan, þar sem þeir voru, og þegar árið 1960 lét bæjar- stjórnin í Aberfan í Ijós áhyggjur af hættu á skriðu- falli úr haugunum, en námu stjórnin vísaði þeim áhyggj- m algerlega á bug‘ segir í skýrslu rannsóknarnefndar • um ferðamönnum. Síðan hefur framleiðsla á lopapeysum aukizt mikið og telja má að um 40— 60 þúsund lopapeysur hafi verið prjónaðar á fslandi sl. ár. Þar ai hefur meiri hlutinn ýmist verið fluttur út eða keyptur af erlend um ferðamönnum. Hingað til hefur lopinn verið seldur í plötum og þá með ull- arolíunni í, svo að af honum hefur verið óþægileg lykt og hann smitað frá sér við snert- ingu. Á blaðamannafundi í gær skýrði Ásbjörn Sigurjónsson, for stjóri Álafoss HF., frá því, að það hefði lengi verið von fyrir- tækisins að geta framleitt lop- ann hreinan, lyktarlausan og til- búinn til að prjóna úr honum án þess að þurfa að vinda hann margsinnis samanlagðan til þess að hægt væri að prjóna úr hon- um og þurfa síðan að þvo flik- ina. Frá því á síðasta ári hefur verið unnið að lausn þessa máls undir forystu verksmiðjustjórans á Álafossi, Guðjóns Hjartarson- ar og getum við nú sýnt þessa nýjung, HESPULOPANN með þeim árangri, að islenzka ullin nýtur sín eins vel og áður er prjónað var úr plötulopanum. Hespulopinn er þveginn og möl- varinn og hefur reynslan sýnt að mun fljótara er að prjóna úr honum. Hann er mun sterk- ari, teygjanlegur og jafn. Hefur Alafoss nú einnig haf- ið sölu á lopapeysupakkningum sem í er mynd af ákveðinni lopa peysu, mynstursteikningu og prjónauppskrift, með tilheyrandi magni af hespulopa. Á þessi pakkning að koma sér mjög vel fyrir alla, sem fást við að prjóna lopapeysur, en einkum þó byrj- endur. Eru uppskriftirnar á fjór um tungumálum, ensku, þýzku, dönsku, og íslenzku. Uppskrift- irnar eru samdar af frú Aðal- björgu Guðmundsdóttur á Mos- fellli í Mosfellssveit, en frú Að- albjörg er meðal þeirra fyrstu, sem prjónuðu lopapeysur. V-Þjóðverjar og Tékkar sentja Bonn, 3. ágúst, NTB. FULLTRÚAR Vestur-Þýzka- lands og Tékkóslóvakíu undir rituðu í Prag í dag nýjan ' viðskiptasamning, sem gildir til þriggja ára og felur í sér skipti á verzlunarsendinefnd- um. Einnig eru í samningnum ákvæði um að verzlunarsendi nefndir geti gefið út vega- bréfsáritanir og gert er ráð fyrir að viðskipti landanna aukist um 25%. í Bonn er talið, að hér sé um að ræða enn einn sig- ur í þeirri viðleitni Vestur- Þjóðverja að bæta sambúðina við kommúnistaríki í Austar Evrópu. Fyrsti sigurinn í þess um tilraunum var samningur inn við Rúmena í janúar sl. um stjórnmálasamband land- anna. Vestur-Þjóðverjar hafa nú opinberar skrifstofur í öllum löndum Austur-Evrópu nema Albaníu. j Willy Brandt utani.kis- ráðherra kom í dag til Búka- rest til að endurgjalda heim- sókn rúmenska utanríkisráð- herrans Manecus til Bonn í janúar. f kvöld undirrituða þeir samning um samvinnu Vestur-Þjóðverja og Rúmena á sviðum vísinda og tækni, m.a. í vélaiðnaði. MILLI tveggja lægða, við V. skýjað og hiti 5—6 stig, en Noreg og suður af Græn- syðra voru víða 13—15 stig landi, var í gær hár loft- síðdegis, sólskin og hægur þrýstingur og víðast bjart veð blær. Lægðin suður af Græn- ur, svo sem hér á landi. Að- landi átti að fara austur. eins á annesjum nyrðra var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.