Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1967 Friðbjörn Kristjáns- son — Minning Hver af öðrum til hvíldar rótt halla séx n/ú og gleyma, vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. er lyngið um hálsa brunar, mörg höndin, er kærast þig kvaddi þá, hún kveður þig ekki í sumar. É>ó leið þín sem áður þar liggi hjá, t Faðir minn, Sigurður Maríasson, andaðkt að Hrafnistu 1. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Geir Sigurðsson. Og andlitin, sem þér ætíð fannst að ekkert þokaði úr skorðum hin sömu jaiín langt. og lengst þú manst eí Ijóma nú við þér sem forðum. Og undrið stóra, þin æskusveit, mun önnur og smærri sýnast og loksins felst hún í litlum reit af leiðum, sem gróa og týnast. Þorsteinn Valdimarsson (Hrafnamál). Þeirri fjölskyldu, sem átti heima á Teigi frá 1927 er það vorkun þó að hún hafi litlu við að bæta, framan greindum ljóð- staf, þegar gamlir og góðir vin- ir eru lagðir til hinztu hvíldar í Hofskirkjugarð. t Stjúpfaðir okkar, Sigurður Einarsson, lézt að Hrafnistu, miðviku- daginn 2. ágúst. Jarðarförin ákveðin síðar. Júlíana Matthíesen, Sólon Lárusson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Egill Sveinbjörnsson, andaðist á Landsspítalanum miðvikudaginn 2. ágúst. Svava Sölvadóttir og börnin. t Hjartkær móðir og tengda- móðir okkar, Guðrún Bjamadóttir, lézt að sjúkradeild Hrafnistu 3. ágúst Dóra Halldórsdóttir, Einar Þorsteinsson, Einimel 2. Þegar ég frétti að Friðbjörn minn á Hauksstöðum hefði .tapað í löngu og hörðu helstríði, varð miér þó Ijóst að mér bæri nokk- ur skylda til að sýna vott virð- ingar og þakklætis með þvi að minnast hans nánar, því þessi t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Björgvins Helgasonar, Norðurbraut l,Hafnarfirði. Þorbjörg Eyjólfsdóttir, böm, tengdaböm og barnaböm. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Runólfur Guðmundsson, Blómsturvöllum, Eyrarbakka. verður jarðsunginn laugar- daginn 5. ágúst frá Eyrar- bakkakirkju kl. 2 eftir há- degi. Guðlaug Eiríksdóttir og börn. t Þöfckum auðsýnda samúð við andláf og jarðarför Ólafs Rósinantssonar frá SySra-Brekkukoti. Sigríður Sigurðardóttir, Nanna Rósinantsdóttir, Steindór Rósinantsson, Gnðbjörg Malmquist, Sveinn Ólafsson og böm. t Jarðarför eiginmanns míns og hróður, Guðsteins Inga Sveinssonar, fer fram frá Selfosskirkju lauigardaginn 5. ágúst kl. 2 eftir hádegi. Bjamveig Skaftfeld, synir, foreldrar «f systkin hins látna. Þökktum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdaanóður og ömmu, Ingibjargar S. Helgadóttur. Björgvin V. Magnússon, Sóiveig Björgvinsdóttir, Karl Jónatansson, Guðriður Björgvinsdóttir, Páll Andreasson, Helgi Björgvinsson, Unnur Gunnarsdóttir og bamaböm. ógleymanlegi persónuleiki og stórbrotni höfðingi sýndi mér dýpra í hug sinn, en nokkrum öðrum óvandabundnum manni, auk margra skulda, sem ég átti honum að gjalda. Friðbjörn fæddist. á Hauks- stöðum 31. 1. 1894. Kristján Grímsson, faðir hans, vár vinnu- maður þar og móðir hans, Guð- rún Kristsveinsdóttir, var þar vinnukona. Bæði voru blásnauð, og auðnaðist ekki að setja sam- an bú og meðan Friðbjörn var í bernsku fluttist faðir hans til Vesturheims og lifði ekki að snúa heim. Fyrstu árin voru þau Kristján og Guðrún með drenginn í húsmennsku og vinnu mennsku, en eftir að faðirinn fluttist vestur um haf, vann móðirin fyrir syni sínum á ýms um stöðum; var hún eftirsótt vegna myndarskapar við sauma og tóvinnu. Sonurinn var snemma bráðgjör, varð smala- maður þegar í bernsku, sem þá var títt og strax eftir fermingu tóku vinnumannsárin við og vetrarlangt nám í Hólaskóla. Kom þá þegar í ljós að Frið- björn var þrekmaður og kapp- samur svo af bar, kindheppinn og svo fjárglöggur, að sagt var að hann þekkti aftur hverja þá kind er hann leiddi sjónum og þurfti ekki langa stund að líta t Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Kristins Valdimarssonar. Valgerðnr Guðmundsdóttir, Valdimar Kristinsson. t Inmiegar þakkir fyrir auð- sýndá sfftnúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og dótt- ur, Ingifríðar Rögnu Ragnarsdóttnr. Jón Tryggvason og dætnr, Petrína Þórarinsdóttir, Bagnar Guðmundsson. t Innilegar þaktór viljum við færa þeim mörgu er sýndu samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför Hermamns Vilhjálmssonar frá Seyðisfirði. Gnðný Vigfúsdóttir, Sigrún Hermannsdóttir, Bjarni Einarsson, Björg Hermannsdóttir, Þórir Bergsson, Elísabet Hermannsdóttir, Indriði Pálsson, Erna Hermannsdóttir, Ólafur Ólafsson, barnaböm, systkin og aðrir vandamenn. yfir 300—400 kinda hóp til þess að geta sagt um hvaða kind vantaði. Síðustu vinniumannsár sín var Frið'björn hjá Sigurjóni og Valgerði í Ytri-Hlíð, sem mjög mörgum eru að góðu kunn. Þar giftist hann 9. júní 1919 upp eldisdóttur þeirra hjóna Sigur- björgu Sigurbjörnsdóttur, fallegri, myndvirkri og óvenju duglegri stúlku. Þau hófu þá þeg ar búskap í Hvammsgerði, lítilli jörð í Selárdal, undir Sandvík- urheiði, og þrátt fyrir erfið ár til 1924, ár harðinda og fjár- skaða, sá þessi ungi bóndi svo vel fyrir öllu, að búið blómgað- ist og kaupa varð stærri jörð nokkru síðar, voru það Búa- staðir í Vesturárdal. Styttist þá leiðin fyrir Friðbjörn að sækja fl'autabollann sinn í Hauksstaði. Á Búastöðum bjuggu þau hjón til ársins 1932. Friðbjörn var þá þegar kominn í röð albeztu bænda og snyrtimennska þeirra hjóna var víðfræg. Hann stund- aði engjaheyskap fast og var óhemju góður sláttumaður, var sem stóru geði hans væri það svölun að komast yfir sem stærstan engjateig og leggjast þreyttur til hvíldar. Árið 1932 voru Hauksstaðir til sölu, þar hafði búið mikill at- hafnamaður Víglundur Helgason og hafði hann byggt og búið með meiri myndax- og glæsibrag en þá var títt. Þessa jörð hefðu fáir treyst sér að kaupa, því þó að verðið væri ekki hátt í krónu- tölu á okkar mælikvarða þá fóru kaupin fram í miðri kreppunni þegar lamlbsverð á hausti var 6—7 kr. og þurfti á annað þús- und lambsverð til að borga jörð ina. Þarna fann Friðbjörn land við sitt hæfi, víðátttan óþrjót- andi enda spannar Hauksstaða- land yfir meginhluta heiðarinn- ar inn af Vesturárdal til Dimmu fjallgarða og Selár. Við þennan stað verður hann jafnan kennd- ur, þar varð hann fjárflesti stórbóndi Vopnafjarðar, þar glímdi hann við stórviðri og hríðarbylji Haugsöræfa í síma- viðgerðum, þar var hann jafnt bóndinn, sem sá fyrir öllu, hlúði að öllu, hjarðmaðurinn og refa- skyttan sem sveimaði um víð- átturnar, sjáandi aHt í jörð og á, og svo hinn velklæddi aðalsmað ur, sem hélt uppi rausn og mynd arbrag íslenzkrar sveitamenn- ingar eins og hún gerðist bezt. Friðbjörn og Sigurbjörg voru hjúasæl og allan sinn búskap hélt Friðbjörn í heiðri forna bú- skaparhefð. Hans vettvangur var heimilið en opinber störf önur en í skólanefnd og sókn- arnefnd stundaði hann ekki að neinu ráðL Þau hjón eignuðust tvær dæt- ur, en lifandi syni auðnaðist Sig- urbjörgu ekki að fæða. Var það þeirra mesta harmsaga og gekk nærri heilsu Sigurbjaxgar meir en flest annað. Guðlaug, eldri dóttir þeirra hjóna, giftist Guðmundi Jóns- syni frá Hraunfelli, hinu mesta snyrtimenni í búskap og um- gengni, sem hann átti kyn til. Búa þau á Hauksstöðum ásamt þremur sonum og dóttur, mann- vænlegu fólki. Með þeim hófsí vélöld á Hauksstöðum, en Frið- björn bjó stórt, enn um sinn trúr fornum venjum, þó hann fordæmdi ekki nýja siði. Þegar þreytan fór að buga hann dró hann saman seglin og dvaldizt þá langtímum saman hjá Kristínu, yngri dóttur shuú, sem er gift Sigurði HaraldssynL efnaverkfræðingi í Reykjavík. Eiga þau hjón tvo efnilega syni og indælt heimilL Árið 1940 tóku Friðbjöm og Sigurbjörg í fóstur 5 ára dreng Arnþór Ingólfsson frá Skjalþings stöðum og gengu honum í for- eldrastað. Var hann hjá þeim tD fullorðins ára, studdur af fóstra sinum til náms í Hólaskóla, en er nú varðstjóri hjá umferða- lögreglunni í Reykjavik. Var Arnþór fósturforeldrum sínum til yndis og sóma og eftir að Guð laug fór að búa voru Arnþór og Kristín traustir hlekkir við að halda heimiiinu saman auk Halldórs Péturssonar frá Vakur- stöðum, sem var þar vinnumað- ur frá unga aldrL Friðbjörn hafði stóra lund, var þó maður hversd ags gæfu r og með fádæmum dulur. Þeir voru of fáir sem skildu þennan stór- brotna mann, er ólst upp í skóla þar sem miskunnarleysi og harka ríktL en vann sig áfram af dugnaði og mannslund. Alla ævi brunnu á baki og 1 sál hans tár og raunatölur for- eldra hans er þau kvöddust við Rangá í síðasta sinn að honuin ásjáandi. Hann taidi sig aldrei geta lyft minningu móður sinn- ar í það sæti sem henni bar og sárnaði meir og meir að það sem samtíðin braut verst gegn henni var einmitt notað til pess að traðka á hennar rétti og til- finningum. Móðir mín, sem aldrei dæmdi neinn eftir aðstöðu í lífinu, taldi Guðrúnu einstaka að mannkost- um og myndarskap, þótti jafnan vænt um hana og Guðrún mun vera ein sú manneskja ex mamma hafði í huga ex hún orkti: „Hitt er inálsis kjami, að bera með snilld, unz snauðri ævi líkur, snjáðar og þröngar örlaganna flíkur“. Erla (Helublóm) Víst er það að syni sínum var hún einstök móðir og hélt hann til jafns við þá sem betur voru settir, bæði í klæðaburði og öðru. Þegar Friðibjörn var fátækur drengur keypti hann á uppboði lítinn kistil, málaðan, ekki gat hann borgað kassann og tíminn leið. Fyrst var þetta hans eina hirzla, síðan gullastokkur dætra hans og síðast sokkakassi heim- ilisins. Ekki gleymdi Friðbjörn þessari skuld og einn góðan veð- urdag lagði hann á hest, heim- sótti viðkomandi fólk og greiddi hundraðfalt þessa skuld bemsku áranna. Varla mun nokkrum Vopnfirð ingi kunnugt um að einkum hin síðari ár eftir að þrekið tók að bila, leitaði hann sér hugsvölun- ar við yrkingar á andvökunótt- um. Kemurþar fram guðstrú, ást og trú á moldina og heima- sveit hans, auk þess hreinleika hugans, sem honum var eigin- legur. Eftirfarandi vers hans sýnir þetta: Ég bið af bljúgu hjarta um blessun Guðs af þrá og líknar ljósið bjarta mér lýsa megi fá. Ég veit þú Guð ert góður og græðir allra sár. Ég krýp við kross þinn hljóður þá hvert eitt þerrast tár. Friðbjöm andaðist í Lands- spítalanum 29. júní sl. og var kvaddur af fjölda manns í sól- skini, þegar langþráður sunnan- þeyr strauk blítt yfir dali Vopna Framhald á bls. 24 ölium þeim er glöddu mig með heimsóknum, gjötfum og skeytum á áttræðisafmaeli mínu þann 7. júlí sl., sendi ég hugheilar þakkarkveðjur. Guð blessi ybkiur öll. Kristjana Þorvarðardóttir, Bárðarbúð, Bellnum. Innilegt þakklæti til allra þeirra, sem sendu blóm, sfeeyti og gjafir á 100 ára afmæli móður ofekar, Maríu Beck, á Sómastöðum. Guð blessi yfekur Ö3L Systkinln.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.